Morgunblaðið - 27.05.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.05.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ 1979 Barna- og fjölskyldusíðan Þórir S. (1 uðberjísson Búna(> Islactóttir Náungi minn Nágranni minn í næsta húsi er náungi minn. Hvað er með það? Nágranni minn í öðru húsi Hver er það? Á ég að þekkja hann og vita, hvernig honum líður? Hver segir það? Er náungi minn í öörum landshlutum? Líður einhverjum illa, sem þarf að hjálpa? Hver á í erfiðleikum? Er eitthvað að? Hvað er með það? Er náungi minn í öðrum löndum? Ekki þekki ég hann. Er einhver, sem líöur skort í öðrum álfum? Ekkert veit ég um þaö. Og ég veit ekki hvort ég vil vita það. Þá líður mér illa. Ber mér að gæta bróöur míns? Þ. Mynd eftir Ásdísi H. Gunnarsdóttur Jórufelli 2, Reykjavík Þakkað Guði Lúter sagði einu sinni, að léti Guð sólina aðeins koma upp einu sinni á ári, þá yrði haldin fagnaðarhátíð og þakkarhátíð. En af því að hún kæmi upp á hverjum degi, þá dytti fáum í hug, að nokkuð væri fyrir að þakka. Hef urðu heyrt’ann? Af hverju ertu með svona mörg grá hár mamma? Ég skal segja þér það, Nonni minn. í hvert sinn, sem þú ert óþekkur, bætist við eitt grátt hár! Já, nú skil ég, af hverju amma var svona gráhærð, mamma! Þér verðið að fara aftast í röðina. Þér eruð síðastur! Nei, það þýðir ekkert. Það er einn, sem þegar — Þetta getur alls ekki passað, Dísa. Hún var rétt áðan að segja, að 4 plús einn væru fimm! Líf fæðist af lífi Þessar skemmtilegu teikningar minna okkur á sumariö, sem alltaf er á leiöinni. Viö fengum þær sendar frá Guörúnu Önnu, 9 ára, ísafiröi. Skemmtileg frásaga Mörgum finnst gaman að heyra sögur. ísland er stund- um nefnt Sögueyjan. Hér áð- ur fyrr, þegar hvorki var til hljóðvarp né sjónvarp og samgöngur voru erfiðar, voru sögusagnir oft aðal úppistaða í kvöldvökunum. Þessi leikur er því fólginn, að einhver úr hópnum (fjöl- skyldunni) er valinn til þess að segja stutta sögu. E.t.v. einhvern atburð, sem hefur gerst, ferðasögu eða eitthvað því um líkt. Hinir eiga að hugsa sér orð á meðan sögu- maður byrjar frásöguna. En allt í einu hættir sögumaður og biður einhvern úr hópnum að segja „sitt orð“ — og síðan heldur hann áfram. T.d.: „Ég fór upp í Breiðholt um dag- inn. Þegar ég kem að strætis- vagninum sá ég eitthvað skrýtið inni í skýlinu . . . (hættir) ... Björn, hvað sá ég?“ Björn: „Spælt egg!“ Og síðan verður sögumað- urinn að halda áfram með söguna og reyna að fella allt saman, þannig að samhengi myndist. Stundum er erfitt að vera sögumaður, en oftast vekur sagan ósvikna kátínu. Þegar allir hafa sagt sín orð, er sagan á enda, og næsti getur tekið við og sagt aðra sögu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.