Morgunblaðið - 27.05.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MAÍ1979 Ray „Supemum” Davies og Kinks by MAfírr/N pa&ko, GBOfíee 7U6KA, 4 miCG COUETTA • Ray Davies, forsprakki Kinks, hefur alltaf verið með hnyttnari textahöfundum í poppinu. Textar hans hafa líka oftast fjallað um þá sem verða undir í lífinu, þeir hafa fjallað um ýmis sér-ensk fyrir- bæri, ættjarðarást og náttúruna. Það er þar af leiðandi afar eðlilegt að síðasta litla platan frá Kings sé „Wish I Could Fly Like Super- man“. I textanum lýsir hann sálar- og líkamsástandi manns sem er kominn af besta skeiði og dreymir um að vera eins kjarn- mikill og Superman. Bakhliðin er ekki síðri, „Low Budget" fjallar um mann sem kaupir allt á niðursettu verði og á útsölum og lýsir honum á sama gamla, litríka, húmoríska háttinn. Þess má geta að Superman-lagið er í hálfgerðum diskóstíl. HIA ROLLING STONES TVÆR nýjar hljómsveitir hafa verið stofnaðar af meðlimum Rolling Stones til að leika í á meðan lítið er aðhafst í aðalhljómsveitinni. Charlie Watts hefur stofnað hljómsveitina Rocket 88 ásamt Ian Stewart, „sjötta Rollingnum" (á píanó), Alexis Korner (gítar/ söng- ur), Dick Morrisey (saxófón), Dave Markee (bassi), George Green og Bob Hall (báðir á píanó), Colin Smith (trompet) og John Picard (básúna). Þeir eru þegar búnir að taka upp LP-plötu, „Rocket 88“. Hitt útibúið gengur ýmist undir heitinu Ron Wood & The New Barbarians eða Keit Richard & The New Barbarians, en hljómsveitin kom fyrst fram á góðgerðarkonsert Keith Richard í Kanada í apríl, en eins og menn muna ef til vill var Richard dæmdur til að halda þá hljómleika. Auk þeirra Wood og Richard eru í hópnum Bobby Keys (saxófón), Stanley Clarke (bassagítar), Joseph Modeliste (trommur), og Ian McLagan (hljómborð). Rolling Stones munu að sögn varla starfa neitt fyrr en í haust í fyrsta lagi, en útkoman út úr endurupptöku dómsmáls Keith Richard í Kanada kann að hafa áhrif á framtíð Rolling Stones. Ron Wood hefur nýlega gefið út nýja LP-plötu, „Gimme Some Neck“, sem hefur ekki fengið alltof góða dóma. Búast má við sólóplötu frá Keith Richard á þessu sumri sem var tekin upp 1978. Plötur „MANUELA WIESLER/ JULIAN DAWSON LYELL” (Steinhljóð ROÐ 1001) 1979 STJÓRNITGJftF ★ ★ ★ „BOB DYLAN ATBUDOKAN” Bob Dylan (CBS/Stéinar) STJÖRNUGJÖF ■★★★★★ Flytjendur: Manuela Wicsler: Flauta/ Julian Dawson Lyell: Píanó. Stjórn upptöku: Karl Sighvatsson og Jón Þór Hannesson. Flytjendur: Gísli Magnússon: Píanó/ Halldór Haraldsson: Píanó Stjórn upptöku: Karl Sighvatsson og Jón Þór Hannesson. ÞESSAR tvær plötur ciga kannski ckki bcint inn á síðu scm fyrst og frcmst er ætluð yngri kynslóðinni, cn hvcr veit. Ilcr er um að ræða hljómplötur scm eiga sér nokkra sérstöðu. Hcr cru tónskáldin okkar nýju, mcnn cins og Atli Ileimir Svcinsson og Þorkell Sigur- björnsson, færðir á plast, cn vcrk þcssara yngri manna hafa yfirleitt nokkuð skjótan dauð- daga cftir cinn flutning í Háskólabíói hjá Sinfónfuhljóm- sveitinni, eða því sem við á. Á þessum plötum er reyndar kannski verið að sanna hæfi- leika viðkomandi hljómlistar- manna fyrst og fremst og tekst ágætlega að sannfæra leikmann eins og undirritaðan um það. Gísli og Halldór hafa leikið nokkuð saman áður eins og fram kemur á plötuhulstri en á sinni plötu leika þeir Vorblót eftir Igor Stravinsky og Tilbrigði um stef eftir Paganini eftir Witold Lutoslasky. Nokkrir svokallaðir klassiker- ar hafa sannarlega leikið sig inn í hjörtu popptónlistar áhuga- fólks og má þar nefna t.d. Guðnýju Guðmundsdóttur fyrst, en í þeim flokki er Manuela Wiesler, hinn ungi efnilegi flautuleikari. Á plötu hennar er Julian Dawson Lyell til aðstoðar á píanói. Flytja þau verk eftir Atla Heimi „Intermezzo úr Dimma- limm“, verk Þorkels „Calais", auk verka eftir Jean Francaix, André Jolivet og Pierre Boulez. Karl Sighvatsson og Jón Þór Hannesson tóku þessar plötur upp við frumstæð skilyrði á síðastliðnu ári og eru þessar plötur gefnar út í litlu upplagi, eða 1.000 eintökum hvor. HÍA. Flytjendur: Bob Dylan: Söngur, gítar og munnharpa / Bllly Cross: Gítar / Rob Stoner: Bassagítar og söngur / Ian Wallace: Trommur / Alan Pasqua: Hljómborð / Steven Soles: Gítar og söngur / David Mansfield: Fetilgítar, fiðla, mandólín, gítar og dóbró / Steve Douglas: Saxafón, flauta og blokkflauta / Bobby Hall: Slagverk / Helena Springs: Söngur / Jo Ann Harris: Söngur / Debi Dye: Söngur. STJÓRN UPPTÖKU: DON DE VITO. Til að byrja með langar mig að benda á að umbúðirnar utan um þessar tvær frábæru Dylan plötur eru þær bestu sem sést hafa síðan fyrir olíukreppu ‘74, og hæfa innihaldi vel. Þess má líka geta að þessi plata var fyrst gefin út í Japan og upphaflega einungis ætluð þeim markað en eftirspurn- in hefur sótt hana til Evrópu en hulstrið er alveg eins og Japan- arnir gerðu upphaflega. í fyrsta sinn á þessari plötu fylgja með textar Dylans en á plötunni er mörg hans meistaraverk í bestu útgáfum sem ég hef heyrt síðan þær voru fyrst gefin út eins og t.d. „Mr. Tambourine Man“, „Blowing In The Wind“, „Love Minus Zero", „Times They Are A Changing", „Knocking On Heavens Door“ „Just Like A Woman" „Don’t Think Twice “ „Like A Rolling Stone", „I Shall Be Released" og „Ballad Of Thin Man“. Það eina sem vantar af nýjum útsetningum er nokkuð af þeim lögum sem hann gaf út á síðustu LP-plötunni, „Street Legal", en hann breytti mörgum laganna, sem á henni voru, á hljómleika- ferðalagi sínu í fyrra. Hljómsveitin er sú allrabesta sem hann hefur haft á bak við sig, þeir Ian Wallace, Rob Stoner, Alan Pasqua, Bobby Hall og Steven Soles fylla út taktinn á fíngerðan og þéttan máta. Sólóist- ar eru Billy Cross á gítar, Alan Pascua á orgel, Steve Douglas á blokkflautu (sem er mikið notuð), flautu og saxafón, Dave Mansfield leikur á fiðluna af kostgæfni á mörgum stöðum. Aðeins tvær hljómleikaplötur hafa komið frá Dylan á opinberum markaði enn, þær sem undan eru komnar eru „Before The Flood“ og „Hard Rain“ en hvorug þeirra kemst í hálfkvisti við þessa. Aftur á móti hafa nokkrir prýðisgóðir „bootleg“-plötur kom- ist á markaðinn eins og t.d. „Earls Court" sem var tekin upp í fyrra líka og „Royal Albert Hall“ og fleiri. En eftir þessar stórgóðu útsetn- ingar á gömlu, góðu lögunum sem reyndar eru til á fleiri plötum væri ekki úr vegi að Dylan færi að leika eitthvað af sínum minna þekktu meistaraverkum eins og „PercyLs Song“, „Lay Down Your Weary Tune“ og „Only A Hobo“. „Bob Dylan At Budokan" ætti að halda fjölmörgum gömlum og nýjum hlustendum Dylans ánægð- um fram að hausti þegar næsta stúdíóplatan kemur út. „GISLI MAGNUSSON/ HALLDÓR HARALDSSON” (Steinhljóð RÖÐ 1002) 1979 STJÖRNUGJOF ★ ★

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.