Morgunblaðið - 15.06.1979, Page 3

Morgunblaðið - 15.06.1979, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1979 3 íbúð Einars Jónsson- ar my ndhöggvara til sýnis fyrir almenning íbúð Einars Jónssonar mynd- höggvara og Önnu konu hans hefur verið opnuð til sýnis fyrir almenning en íbúðin er á efstu hæð Listasafns Einars Jónssonar. Það var árið 1916 sem hafin var bygging safnhússins og fluttust þau hjónin í íbúðina á efstu hæðinni árið 1920. Einar teiknaði sjálfur húsið með að- stoð húsameistara. Listasafnið var síðar formlega ^pnað á Jónsmessudag 1923. íbúðin er búin húsgögnum og ýmsum listmunum þeirra hjóna og má m.a. nefna stórt olíumál- verk af frú Önnu eftir Johannes Nielsen. Einar og Anna bjuggu í húsinu til ársins 1954 er Einar andaðist. Einar Jónsson er fæddur 11. maí 1874 að Galtafelli í Hruna- mannahreppi. 19 ára gamall hélt hann til Kaupmannahafnar til náms og lærði m.a. hjá hinum fræga myndhöggvara S.A. Sinding og síðan í Listaháskól- anum. Arið 1917 hélt hann með konu sinni til Bandaríkjanna, þar sem honum hafði verið falið að gera höggmynd af Þorfinni Karlsefni, fyrsta hvíta landnem- anum í Ameríku. Þegar hann kom aftur til íslands árið 1920 var safnhús þar sem ríkisstjórn og einstaklingar höfðu reist yfir listaverk hans, nær fullgert. Einar gaf þjóð sinni öll listaverk sín og eru þau nú geymd í byggingunni. Á neðri hæð safnsins hefur nýlega verið komið fyrir mál- verki af Einari Jónssyni eftir Johannes Nielsen og í sýningar- borðum teiknibókum Einars og nokkrum útskurðaverkum sem hann gerði á unga aldri. Enn- fremur hefur nýlega verið sett upp í safninu marmaramynd sem Einar gerði árið 1894 er hann var nemandi Stephan Herbergi Einars Jónssonar myndhöggvara. Á borðinu er Biblía sem Toríhildur Hólm gaf Einari árið 1915. Siding í Kaupmannahöfn. Mynd- in heitir „Drengur á bæn“ og er Ólafur Kvaran forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar, dr. Kristján Eldjárn, sem sæti á í stjórn safnsins, og Hörður Bjarnason ritari stjórnarinnar kynntu blaðamönnum íbúð Einars og Önnu. Ilér eru þeir staddir í stofunni. Myndir Kristlnn. jafnframt eina marmaramyndin í safninu. Á blaðamannafundi sem stjórn safnsins hélt sagði Hörð- ur Bjarnason ritari stjórnarinn- ar að ætlunin væri nú að reyna að kynna safnið betur en verið hefur bæði með útgáfu korta með myndum eftir Einar og einnig er á döfinni bókaútgáfa með myndum af öllum verkum Einars. í stjórn Listasafns Einars Jónssonar eiga sæti: Séra Jón Auðuns formaður, Hörður Bjarnason ritari, dr. Kristján Eldjárn, Ármann Snævarr og Runólfur Þórarinsson. Forstöðu- maður safnsins er Ólafur Kvar- an listfræðingur. Vesturgata 29 afhent MFA SEM kunnugt er gaf Þorkell Valdimarsson menningar- og fræðslusambandi alþýðu húsið Vesturgötu 29 í Reykjavík og í vikunni var undirritað gjafabréf um gjöfina og hún afhent. Segir í gjafabréfinu að gjöfin sé gefin „í minningu um brautryðjendahjón- in Ottó N. þorláksson og Karó- línu Siemsen, sem áttu heima í þessu húsi á mótunartíma ís- lenskrar verkalýðshreyfingar. Gjöf þessi er gefin í því skyni að geta haldið á loft með þeim hætti, sem M.F.A. kýs, minningu þess- ara hjóna og virðingu fyrir for- göngu þeirra í þágu verkalýðs- samtakanna.“ Jafnframt lýstu ASÍ og MFA því yfir við undirritun gjafabréfs- ins að þau væru reiðubúin til að setja upp í anddyri eða við inn- gang í hús alþýðusamtakanna við Grensásveg og Fellsmúla töflu með eftirfarandi áletrun: „Með gjöf sinni á húseigninni nr. 29 við Vesturgötu í Reykjavík í minningu um Ottó N. þorlálsson og Karólínu Siemsen hefur þorkell Valdimarsson stuðlað á rausnar- legan hátt að því að Menningar og fræðslusamband alþýðu hefur get- að eignast húsnæði undir starf- semi sína í þessu húsi.“ Hald lagt á meint klámrit RÍKISSAKSÓKNARI hefur sent Rannsóknarlögreglu ríkisins bréf og óskað eftir því að hald verði lagt á tvö tiltekin rit, sem hann telur að brjóti í bága við lög um bann við útgáfu klámrita. Rit þessi eru gefin út hér á íslandi og hefur Rannsóknarlögregla ríkisins gert ráðstafanir til þess að lagt verði hald á öll eintök umræddra rita í öllum verzlunum á landinu, sem verzla með slík rit. Góður matur- strax Tilbéiim til neyslii á staðnum, eða á þínnm staá. AHtir matnr innpafefcaður. Kók, annað gos og shake JNÝHt OG SPEMMAMDI HAMBORGARAR ---“J» LÆKIAKTOCUSI BQRGflRINN a<YNnmAsiMXjR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.