Morgunblaðið - 15.06.1979, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.06.1979, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979 Alexander Magnús- sonKeflavík- minning Fæddur 2. febrúar 1923. Dáinn 7. júní 1979. í dag er til grafar borinn frá kirkju sinni í Keflavík vinur minn Alexander Magnússon, skrifstofu- maður, en hann lézt á heimili sínu 7. júní s.l. Fæddur var Alexander að Emmubergi á Skógarströnd 2. feb. 1923, sonur hjónanna Margrétar Níelsdóttur og Magnúsar Björns- sonar vélsmiðs, en til Keflavíkur fluttist hann kornungur og þar var heimili hans upp frá því. Ungur hóf Alexander starfsdag sinn. Samfara því leitaði hann sér menntunar, var reyndar dag hvern að afla sér fróðleiks og þekkingar á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Þessa urðu samferðamenn hans vel varir, enda var hann ávallt reiðubúinn að miðla þeim af þekk- ingu sinni með þeim góðvilja, sem einkenndi framkomu hans alla. Alexander Magnússon var mik- ill Suðurnesjamaður og þó reynd- ar fyrst og fremst Keflvíkingur. Þar sleit hann barnsskónum og þar varð starfsvettvangur hans. Hann þekkti vel sitt heimafólk og sína heimabyggð og vann sífellt að því að greiða fram úr vandamál- um, stórum og smáum. Mér er það í fersku minni er ég fyrst leitaði kjörfylgis til þingsetu í Reykjaneskjördæmi, hve gott var að leita til Alexanders. Hann hafði þá um árabil verið í forystu- liöi sjálfstæðismanna hinn ráð- holli og úrræðagóði. Það var sama hvort um var að ræða menn eða málefni, hann var ætíð reiðubúinn af drengskap sínum að leita lausn- ar á hverju því vandamáli, sem að höndum bar. Sjálfstæðismenn í Reykjanes- kjördæmi kveðja í dag einn af sínum ötulustu félögum og þakka honum ómetanleg störf. Persónulega kveð ég vin minn Alexander með þakklæti fyrir vináttu og tryggð. Við hjónin sendum eiginkonu hans Ólafíu Haraldsdóttur og fjölskyldu þeirra samúðarkveðjur og biðjum Alexander Magnússyni Guðs blessunar. Matthías Á. Mathiesen. Að morgni þess 8. júní barst sú fregn um Suðurnesin að látist hefði á heimili sínu í Keflavík, Alexander Magnússon, skrifstofu- maður. Hann var sonur hjónanna Mar- grétar Níelsdóttur og Magnúsar Björnssonar, vélsmiðs í Keflavík. Fæddur var Alexander að' Emmubergi á Skógarströnd, en fluttist kornungur, eða árið 1926 með foreldrum sínum og systkin- um til Keflavíkur, þar sem hann átti heima æ síöan. Hann lauk námi í Verzlunarskóla Islands árið 1943, og byggði upp sín framtíðarstörf á þeirri menntun. Ég hygg að flestum sé eins farið og mér, að þegar sett skal á blað endurminning um einhvern, sem verið hefur manni náinn vinur og starfsfélagi um áratuga skeið, þá vefst manni tunga um tönn og þá skortir mann rétt hugtök og lýs- ingar, sem maður gjarnan vildi yfir ráða, til þess að koma réttri meiningu á framfæri. Þegar jafn góður drengur og Alexander var, fellur frá, þá er skarð fyrir skildi, sem erfitt verð- ur að fylla, jafnt hjá vinum og vandamönnum, sem og starfs- bræðrum. Hann var í senn vel greindur og hugljúfur persónuleiki, brosmild- ur og stríðinn, og fann maður gjarna í návist hans, hvernig kætin kitlaði í honum, þegar sá gállinn var á honum. En þegar kom að umræðum um alvarleg mál, var vart hægt að hugsa sér dómbærari mann eða djúphyggn- ari, en Alli var. Sú breidd í störfum og reynslu, sem hann hafði áunnið sér, sem skrifstofumaður í gegnum árin, var mikil. Unnið við útgerð, frystiiðnað, verzlun, vélsmiðjurekstur og al- menna verktakastarfsemi. Hæfi- leikar hans voru vel metnir og sýndu sig bezt í öllum þeim trúnaðarstörfum, sem á hann hlóðust frá bæjarfélagi hans, fyrirtækjum og þeim stjórnmála- flokki, sem hann fylgdi frá unga aldri, en þau væru of mörg upp að telja í stuttri minningargrein. Fyrstu kynni mín af Alexander, voru þegar hann var skrifstofu- maður hjá Sameinuðum verktök- um og áfram þegar hann tók við sem skrifstofustjóri hjá Vélsmiðju Björns Magnússonar, en Björn var bróðir hans. Nánari kynni mín af honum urðu þegar hann gerðist samstarfsmaður minn hjá Kefla- víkurverktökum, fyrir tæpum ára- tug síðan. Þá komst ég í persónu- leg kynni við, hve frábær starfs- kraftur hann var í bókhaldi og yfirleitt í allri almennri skrif- stofuvinnu. Þar var maður, sem lét verkin tala, og aldrei var svo til hans leitað með upplýsingar, að þar yrði svarafátt, enda ekki geymt til næsta dags, sem gera þurfti í dag, þótt vinnudaginn þyrfti að lengja til þess að skila ávallt hreinu borði. Árið 1948 gekk Alexander að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Ólafíu Haraldsdóttur, frá Skeggjastöðum í Garði. Þau byggðu fljótlega, þótt erfitt væri, upp yndislegt heimili, og áttu síðast og lengst af heimili að Faxabraut 1 í Keflavík. Bar heim- ili þeirra smekkvísi, gestrisni og hlýju þeirra best vitni. Þeim varð fimm barna auðið, sem öll komust upp og eru gift, en þau eru: Eygló, gift Ragnari Haukssyni, húsasmið og búsett í Njarðvík, Gunnar, fiskifræðingur, kvæntur Jenny Wolfram og eru þau búsett í Svíþjóð, Sæmundur, húsasmiður, kvæntur Rut Þorsteinsdóttur og eru þau búsett í Keflavík, Harald- ur, símamaður, kvæntur Halldóru Jónsdóttur, búsett í Keflavík og Alma, gift Guðmundi Þór Ein- arssyni, rafvirkja, búsett í Njarð- vík. Barnabörn þeirra Lóu og Alla voru orðin 7 talsins. Hin síðari ár gekk Alexander ekki heill til skógar og ágerðist það með árunum, eins og títt er um þann sjúkdóm, sem að lokum leiddi þennan góða dreng yfir landamærin, eftir of skamma dvöl hjá okkur. Alexander bar veikindi sín með hugprýði, þótt hann vissi að hverju stefndi, og studdi ástkær eiginkona hans hann í þeim erfið- leikum af sannri ást og umhyggju, sem staðið hefur frá upphafi kynningar þeirra. Huggun okkar starfsfélaga hans og vina, er að þeirra góða og mikla barnalán komi til með að styðja hana og styrkja í raunum hennar. Við vottum fjölskyldunni dýpstu samúð, og biðjum henni og vini okkar Guðs blessunar. Ingvar Jóhannsson, Njarðvík. Mér verður „stílvopn stirt í hendi" er kveðja skal örfáum orðum góðvin og samherja um langt árabil, nú þegar leiðir skilj- ast um sinn, og er það þó eigi því að kenna að fingur mínir eða hönd kreppi, heldur er sem í huga minn hafi hlaupið einhver vorkulda- kyrkingur, sem eg á erfitt með að losna við, þegar eg heyrði þau harmatíðindi snemma kvölds hinn 7. þ.m., að Alexander Magnússon hefði orðið bráðkvaddur að heimili sínu þá fyrir stundu. Auðvitað mátti þó búast við einmitt þessu, hann hafði oftar en einu sinni áður fengið aðkenningu þess sjúk- dóms, sem nú lagði hann að velli, langt um aldur fram, en Alexand- er var aðeins 56 ára að aldri, fæddur hinn 2. febrúar 1923. Alexander ólst upp frá unga aldri hér í Keflavík. Snemma varð ljóst að hann var góðum gáfum gæddur og braust hann til mennta af litlum efnum og lauk námi frá Verzlunarskóla íslands vorið 1943. En á þeim árum var erfiðara fyrir efnalitla unglinga að afla sér menntunar en nú gerist. Síðar stundaði hann margvísleg skrifstofu- og framkvæmdastörf hér, m.a. við útgerð og fiskverkun. Um langt árabil starfaði hann hjá Vélsmiðju B.M., en nú síðustu árin hjá Keflavíkurverktökum á Kefla- víkurflugvelli. Alexander var óvenju hæfur skrifstofumaður, meðferð talna og bókhald lék í höndunum á honum og afköstin með ólíkindum. Um þetta luku allir sem til þekktu upp einum munni. Eftirlifandi eiginkona Alexand- ers er Ólavía Haraldsdóttir frá Skeggjastöðum í Garði. Þau eign- uðust 5 börn, elskuleg og mann- vænleg, sem öll eru nú komin til fullorðinsára, Gunnar, Eygló, Sæmund, Harald og Ölmu. Eru þau öll farin úr foreldrahúsum og hafa stofnað eigin heimili. Alex- ander var góður heimilisfaðir og studdi börn sín með ráðum og dáð til sjálfsforræðis. Alexander var mikill félags- málamaður, starfaði af lífi og sál í þeim félögum, sem hann helgaði krafta sína. Hann var hispurslaus og ákveðinn í skoðurtum. Hann setti ljós sitt ekki undir mæliker, en hélt skoðunum sínum fram af einurð, aldrei með offorsi, en með lagni og aðheldni kom hann oftar eirekki áhugamálum sínum í höfn, og eftir á leit gjarna svo út sem hann hefði þar lítt nærri komið. Aldrei átti þetta þó skylt við undirferli, slíkt fannst ekki í huga hans. í félagsmálum lágu leiðir okkar Alexanders saman, einkum í tveimur óskyldum félagssamtök- um. Annars vegar í Lions og hins vegar í Sjálfstæðisflokknum í Keflavík. í 23 ár störfuðum við saman í Lionsklúbbi Keflavíkur, eða allt frá stofnun klúbbsins. þar var hann ávallt hinn trausti fé- t Eiginmaöur minn, er látinn. OLE OLSEN, Þóra Gisladóttir. t Eiginmaöur minn, SIGURÐUR ÓLASON, veröur jarösunginn frá Landakirkju Vestmannaeyjum, laugar- daginn 16. júní kl. 2 e.h. F.h. barna, tengdabarna og barnabarna, Ragnheiöur Jónsdóttir. t Systir okkar, ELÍN MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR, er lézt 7. júní veröur jarösungin frá ísafjaröarkirkju, laugardaginn 16. júní kl. 14. Systkini. t Útför mannsins míns, STEINDÓRS EMILS SIGURDSSONAR, Suöurgötu 71, Akranesi, sem lézt 9. júní, fer fram frá Akraneskirkju, laugardaginn 16. júní kl. 15. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og móöur hins látna, Jóhanna Þorbjörnsdóttir. t Móöir okkar, HERDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Sauöhúsum í Dalasýslu, verpur jarösungin frá Selfosskirkju laugardaginn 16. júní kl. 2 e.h. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamelga bent á Selfosskirkju. Hugborg Benediktsdóttir, Munda Friedel, Egill Benediktsson. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ALEXANDER MAGNÚSSON, Faxabraut 1, Keflavík, veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju í dag, föstudaginn 15. júní kl. 2 e.h. Ólafía Haraldsdóttir, Eygló Alexandersdóttir, Gunnar Alexanderssoh, Sœmundur Alexandersson, Haraldur Alexandersson, Alma Alexandersdóttir, Ragnar Hauksson, Jenný Wolfram, Rut Þorsteinsdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Guömundur Þórir Einarsson, og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar, móöur og tengdamóöur okkar, SÓLVEIGAR JÓHANNSDÓTTUR, Ásvallagötu 55, fer fram föstudaginn, 15. júní kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Guömundur Halldór Guðmundsson, Óskar Guömundsson, Friörik Guömundsson, Sigríöur Sígurjónsdóttir, Guðmundur J. Guðmundsson Elín Torfadóttir, Jóhann Guömundsson, Kristín Þorsteinsdóttir, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, ÁSTU ÓLAFSSON SMITH, Hulda Haraldsdóttir, Grótar R. Haraldsson, Ólafur H. Ólafsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför, SIGURDAR ÁGÚSTSSONAR, Reynimel 44. Sérstakar þakkir sendum vio telagi Frímerkjasafnara. Fyrir hönd vandamanna. Ágúst Ingi Sigurösson. f 414 # • « á *. • « * « a "Va..*. 148-i'lfcáfej* Mák W,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.