Morgunblaðið - 15.06.1979, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 1979
23
lagi, sem lagði einvörðungu gott
til allra alvarlegri mála og tók
líknarstarf og þjónustuhugsjón
Lions með þeirri alvöru sem var
við hæfi. Hins vegar var hann
manna léttmálastur á gleðifund-
um, orðheppinn og skemmtilegur.
Hann sótti fundi afburða vel og lét
sig aldrei vanta þegar félagar voru
kvaddir til starfa.
í landsmálum hafði Alexander
óhvikula stefnu. Hann studdi
Sjálfstæðisflokkinn að málum og
starfaði fyrir hann alla tíð og lá
ekki á liði sínu. Hann gegndi
trúnaðarstörfum fyrir flokkinnn á
landsvísu, en einkum voru það þó
stjórnmálin í heimabyggðinni,
sem hann lét til sín taka, og allar
götur frá því eg fór að hafa
afskipti af þeim málum fyrir 25
árum síðan, hafa leiðir okkar
Alexanders verið margsamtvinn-
aðar á því sviði. Þær eru ófáar
nefndirnar, sem Alexander valdist
til starfa í á vegum bæjarins, eg
nefni m.a. skattanefnd, stjórn
S.B.K., stjórn sjúkrasamlagsins,
rafveitunefnd og skipulagsnefnd,
en hann var einmitt formaður
þeirrar nefndar nú er hann lést.
Öll einkenndust hin margþættu
nefndarstörf hans af hleypidóma-
lausri rökhyggju og af þeim ásetn-
ingi hans að vinna bæjarfélaginu
sem allra mest gagn. En starf
hans fyrir flokkinn var þó ekki
síst bundið því fjölþætta skipu-
lagsstarfi, sem kosningaundirbún-
ingur útheimtir hverju sinni.
Þáttur Alexanders í þeim fjöl-
mörgu kosningaátökum verður
seint fullmetinn og ekki gerð
tilraun til þess að rekja hér, en
þar komu hæfileikar hans, einkum
hin ríka skipulagsgáfa, einna best
fram, og varð að hvað mestum
notum. A slíkum annatímum var
Alexander verulega í essinu sínu.
Hann var ákafastur allra í barátt-
unni. Að leikslokum tók hann sigri
ljúfmannlega, en brá sér hvergi
við ósigur.
Mér blandast ekki hugur um
það, að Alexander hafi staðið opin
leið til mikilla áhrifa og fremstu
metorða, og þangað hefði hann átt
fullt erindi, slíkum hæfileikum
sem hann var búinn frá hendi
skapara síns, en eg hygg að hann
hafi skort þá nauðsynlegu frama-
girnd sem til þarf í harðri sam-
keppni nútíma þjóðfélagsins.
Eg býst þó við, að allir sem
þekktu hann geti verið mér sam-
mála um það, að hvað svo sem leið
öðrum ágætum kostum hans, þá
hafi sá ekki verið hvað sístur,
hversu góður drengur, í þess orðs
bestu meiningu, hann var. Mér
vitanlega gerði hann aldrei vísvit-
andi öðrum mein, eða lagði illt af
ódrengskap til nokkurs manns.
Hann var einkar góður börnum og
smælingjum, en í mínum huga
sker það hvað helst úr um hvern
mann fólk hefur að geyma.
Fjölskylda mín fékk að reyna
allar bestu hliðar Alexanders, og
fyrir það þökkum við að leiðarlok-
um. Við söknum góðs drengs og
vinar.
Við færum eiginkonu hans,
börnum og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur, með fullri vissu um að einungis
björtustu minningarnar um svo
ágætan dreng munu lifa og aldrei
blikna. T.T.
/ fatgjaldafrumskóginum
Lög og alþjóölegar reglur um flugfargjöld Það er ekki óeðlilegt þótt mörgum gangi
eru flókin, svo flókin að oft er talað um illa að rata - en það kemur ekki að sök.
,,fargjaidafrumskóginn“. Þess vegna lítum Allir sem hyggja á ferð með okkur
við á umboðsmenn okkar og starfsfólk á fá örugga leiðsögn.
söluskrifstofum, sem leiðsögumenn íþeim Þeir láta í té nauðsynlegar upplýsingar um
skógi.
Það er margt sem hefur áhrif á endanlegt
fargjald s. s. lega ákvörðunarstaðar-
lengd ferðar, fjöldi þeirra er ferðast
saman - aldur þeirra - hvernig gist er
og fleira og fleira.
ferðatilhögun - og leiðsögumaðurinn
um fargjaldafrumskóginn finnur hagkvæmustu
leiðina og lægsta mögulega fargjaldið -
og ekki bara það hann pantar líka hótel og
bílaleigubíla, svo eitthvað sé nefnt.
STARFSFÓLK OKKAR VEITIR
FARSÆLA OG ÖRUGGA LEIÐSÖGN
ALLA LEIÐ.
FLUGLEiÐIR
Skáldverk
Kristmanns Guömundssonar
Brúöarkyrtillinn
Morgunn lífsins
Arfur kynslóöanna
Ármann og Vildís
Ströndin blá
Fjalliö helga
Góugróöur
Nátttrölliö glottir
Gyöjan og nautiö
Þokan rauöa
Safn smásagna
Kristmann Guömundsson
Elnn af víölesnustu höfundum
landslns. NokKrar af bókum
hans hafa verlð þýddar aö
minnsta kostl á 36 tungumál.
Atmenna ooKaietagio,
Austurstræti 18, Skemmuvegur 36,
•fmi 19707 •fmi 73055