Morgunblaðið - 15.06.1979, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ1979
Atvinnurekendur eru alvarlega minntir á
aö tilkynna viökomandi bæjar- eöa
sveitarstjórnarskrifstofu um starfsmenn
sína. Vanræksla á tilkynningarskyldu
þessari svo og vanræksla á aö halda
eftir af kaupi starfsmanna upp í útsvar
veldur því aö launagreiðandi veröur
ábyrgur fyrir útsvarsgreiöslum starfs-
manna sinna sem eigin útsvarsskuld.
Samtök eftirtalinna sveitarfélaga i Reykjanesumdæmi:
Bessastaöahrepps, Garöabæjar, Kópavogs, Seltjarnarness,
Mosfellshrepps og Kjalaraeshrepps
Batar
Lengd 4,30 m. Breidd 1.90 m. Vigt 210 kg. Tvofaldur,
ósökkvanlegur. Gengur 16 hnúta með 15 ha. vél.
Verð 680.000.-
m ■ ■■■“
Lengd 5,42 m. Breidd 2.10 m. Vigt 390 kg. Tvofaldur
ósökkvanlegur. Gengur 16 hnúta meö 20 ha. vél.
Verð 1.480.000.-
Lengd 5,82 m. Breidd 2.10 m. Vigt 600 kg. Tvöfaidur
eldhús, klósettklefi. Svefnpláss fyrir 3—4.
Verð 2.155.000.-
Allir batarnir fyrirliggjandi. Greiösluskilmalar.
Gisli Jonsson & Co. h.f.
Sundaborg 41. Sími 86644.
Spilaði Gísli
sig inn í
landsliðið?
IBK:
Fram
1—1
KEFLVIKINGAR kræktu
í frekar óverðskuldað stig
í íslandsmótinu í knatt-
spyrnu er þeir fengu Fram
í heimsókn á mölina í
Keflavík í gærkvöld. Bæði
liðin skoruðu eitt mark,
bæði í fyrri hálfleik, en
leikurinn var afar slakur.
Gekk knötturinn oft mark-
anna á milli í hálfgerðum
flugpósti, kom lengi vel
varla niður á jörðina. Bæði
liðin hafa nú hlotið 5 stig í
íslandsmótinu til þessa og
er sýnt að mótið verður
jafnara en í háa herrans
tíð. Menn veittu athygli
tveimur köppum inni á
vellinum. Fyrst og fremst
var það staða Gísla Torfa-
sonar milli stanganna.
Gísli hefur ekki leikið með
í vor fyrr en nú og í
fjarveru Þorsteins Ólafs-
sonar varði Gísli markið
af miklu öryggi. Þá var
gamla kempan Baldvin
Elíasson í Frampeysunni.
Framarar sóttu strax af mun
meiri þunga, en færi létu á sér
standa. Reyndu Framarar það
mikið snemma leiks, að slengja
háum sendingum fyrir markið og
inn í markteiginn, til að sjá hvað í
Gísla bjó. Ef hann hefði þá sýnt
veikleikamerki, hefðu Keflvíking-
ar steinlegið, því að oft var um
nauðvörn að ræða hjá ÍBK. Það
var mjög gegn gangi leiksins,
þegar Keflvíkingar skoruðu á 15.
mínútu leiksins. Ólafur Júlíusson
braust þá úr herkvínni, óð upp
allan völlinn og taldi sig vera að
senda í eyðu á samherja. Sending-
in var þó gersamlega mislukkuð
og Framari komst í milli, sá
ætlaði að renna honum í róleg-
heitum til Guðmundar markvarð-
ar Baldurssonar, en full rólega þó,
því að Gísli Eyjólfsson kom eins
og eimreið og skaut á markið.
Guðmundur varði snilldarlega, en
knötturinn hrökk í Gísla aftur og
þaðan í netið, 1—0.
Áfram sóttu Framarar, en vörn
ÍBK með Gísla Torfason bestan
mann stóð af sér öll áhlaupin.
Stærsta og glæsilegasta skraut-
fjöðrin í hatt Gísla kom á 44.
mínútu, þegar Pétur Ormslev
komst einn í gegnum vörn ÍBK, en
Gísli hirti knöttinn af tám hans.
Mínútu síðar skoruðu Framarar
verðskuldað jöfnunarmark sitt.
Pétur ormslev tók þá hornspyrnu,
Marteinn skallaði fallega í mark-
ið, Gísli varði meistaralega, en
hélt ekki knettinum sem hrökk til
Guðmundar Steinssonar er skor-
aði af öryggi af stuttu færi.
Framan af síðari hálfleik var
leikurinn heldur jafnari en verið
hafði, en þegar tók að líða á hann,
fór að sækja í sama horf. ÍBK átti
þó eitt mjög gott færi, Þórir
Sigfússon skaut þá hátt yfir, eftir
að Gísli Eyjólfsson hafði skallað
laglega fyrir fætur hans. Þrátt
fyrir mikla sókn lokakaflann voru
færi Framara ekki mörg. Á 65.
mínútu blasti þó sigurmarkið við,
þegar Pétur Ormslev lagði auka-
spyrnu hnitmiðað á kollinn á
Marteini, en þrumuskalli hans
hafnaði í samskeytunum og hrökk
þaðan niður á línuna. 5 mínútum
fyrir leikslok fengu Framarar
síðasta hættulega færi sitt, en þá
varði Gísli Torfason mjög vel skot
Guðmundar Steinssonar.
Það verður að segja heima-
'mönnum til hróss, að þeir börðust
fyrir því sem þeir uppskáru. Gísli
Torfason átti stórleik í markinu,
menn ræddu um það sín á milli
hvort hann ætlaði að spila sig inn
í landsliðið! Auk hans voru mjög
sterkir þeir Óskar Færset, Sigurð-
ur Björgvinsson og Ólafur Júlíus-
son. Gísli Eyjólfsson átti og góða
spretti. Sigurður ætti þó að láta
vera að sparka í menn eftir að
boltinn er rokinn af vettvangi og
• Undir sömu kringumstæðum í
leiknum í gærkvöldi hefði Gísli
Torfason mátt taka knöttinn með
höndum án þess að dómari hefð-
ist að. Hann stóð nefnilega í
marki og varði af snilld.
hann heldur engan sjá til sín. Hjá
Fram var Marteinn yfirburða-
maður í vörninni framan af og
sterkur í sókninni þegar hann var
færður fram í síðari hálfleik.
Ásgeir Elíasson átti einnig sinn
besta leik á sumrinu, sýndi gamal-
kunna takta á ný og var mjög
góður. Pétur og Guðmundur áttu
góða spretti og Friðrik Egilsson
nýliði vakti athygli í framlínunni.
Guðmundur dómari Haraldsson
átti mjög góðan dag.
I stuttu máli:
íslandsmótið 1. deild Keflavík ÍBK
— Fram 1—1 (1—1).
Mark ÍBK: Gísli Eyjólfsson (15.
mín.).
Mark Fram: Guðmundur Steins-
son (45. mín.).
Gul spjöld: engin.
Dómari: Guðmundur Haraldsso.
- gg-
Eiitkunnagioiln
ÍBK: Gfeli Torfason 3, Kári Gunnlaugsson 2, óskar Færseth 3, Guðjón Þórhallsson 2,
Sigurbjörn Gústafsson 2, Sigurður Björgvinsson 3, Guðjón Guðjónsson 2, Gfeli Eyjólfsson 2,
Þórður Karlsson 2, Þórir Sigfússon 1, ólafur Júlfusson 3, Ragnar Margeirsson (vm) 2.
Fram: Guðmundur Baldursson 3, Sfmon Kristjánsson 1, Trausti Haraldsson 2, Kristinn
Atlason 2, Marteinn Geirsson 4, Gunnar Bjarnason 2, Baldvin Elfasson 1, Ásgeir Elfasson 3,
Gunnar Guðmundsson 2, Pétur Ormsiev 3, Guðmundur Steinsson 2, Fiðrik Egilsson (vm) 2.
Dómari: Guðmundur Haraldsson 4.
• Þessa skemmtilegu mynd tók Emilía Björnsdóttir af
varamannabekk svissneska landsliðsins í knattspyrnu,
er ísland og Sviss mættust á dögunum. Af klæðnaðinum
mætti ætla, að þeir hafi talið leikvanginn vera á miðjum
Vatnajökli.
Athyglísverður
bikardráttur
Fylkir
AÐALFUNDUR handknattleiks-
deildar Fylkis fer fram föstudag-
inn 26. júní í félagsheimilinu
klukkan 20.00. Venjuleg aðal-
fundarstörf.
FH
FUNDUR kvennadeildar FH,
sem auglýstur var í blaðinu í
gær, er ekki fyrr en 21. júní og þá
klukkan 20.30 í Gaflinum í Hafn-
arfirði. Er misskilningurinn hér
með leiðréttur.
DREGIÐ hefur verið i 3. umferð
bikarkeppni KSÍ, en það er loka-
umferðin áður en stóru liðin í 1.
deild koma inn í myndina. Drátt-
urinn lýtur þannig út.
Ármann — Fylkir
ÍBÍ — Grótta
UBK - Leiknir
Svarfdælir — Þór Ak.
KS — Tindastóll
Þróttur NK — Einherji eða Austri
Leikirnir fara allir fram á
miðvikudaginn 20 júní klukkan
20.00 allir þ.e.a.s. nema leikur
Þróttar gegn Austra eða Einherja.
Sama dag leika Einherji og Austri
á Vopnafirði, en leikur sigurveg-
ara úr þeim leik gegn Þrótti fer
fram á miðvikudaginn 27. júní.
Hér eru ýmsir athyglisverður leik-
ir á ferðinni og einkum verður
fróðlegt að fylgjast með árangri
liðanna úr 3. deild
— gg-