Morgunblaðið - 21.06.1979, Side 14

Morgunblaðið - 21.06.1979, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ1979 Menntaskólinn á ísafirði brautskráði að þessu sinni 27 nýstúdenta. Hér sjást skólameistari og stúdentar við athófnina. Ljósm. Vestfirska fréttablaðið. Menntaskólinn á Isafirði: 2 7 stúdentar br autskr áðir Menntaskólanum á ísa- firði var slitið lauKardag- inn 2. júní, og lauk þar með níunda starfsári skól- ans. Athöfnin hófst með því að tónsmiðja Tónlist- arskóla ísafjarðar flutti nokkur lijjí, en síðan hélt Jón Baldvin Ilannibalsson, skólameistari, ræðu. I ræðu hans kom. m.a. fram að 152 nemendur stunduðu nám við skólann á þessu ári, en af þeim þreyttu 137 nemendur próf. Próí stóð- AÐALFUNDUR Áfengisvarnar- nefndar kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði var haldinn nýlega. Á fundinum var samþykkt ályktun þess efnis að skorað var á borgaryfirvöld að leggja ekki nið- ust 112 en aðrir fullnægðu ekki láKmarkskrijfum, hættu eða luku ekki próf- um. Bestum árangri á millibekkjarprófum náði Eygló Aradóttir frá Patreksfirði, í fyrsta bekk raungreinakjörsviðs. Að þessu sinni útskrifuðust 27 nýstúdentar. Tólf þeirra voru brautskráðir af félagsfræða- kjörsviði, tólf af náttúrusviði og þrír af eðlissviði. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Hanna Jóhannesdóttir frá ísafirði, 8.4, en hún útskrifaðist af náttúrusviði. ur Utideild Reykjavíkurborgar. Þar sem nú er barnaár telur nefndin ekki viðeigandi að hætta þessari starfsemi sem hefur verið unnin í þágu barna og unglinga og brýn þörf er fyrir. Skólameistari gat þess að á sl. 9 árum hafa alls 500 nemendur stundað nám við skólann, um langan eða skamman tíma. Alls hafa 63 einstaklingar stundað kennslu við skólann, þar af 25 fastráðnir en 38 stundakennarar. Skólinn hefur frá upphafi brautskráð 6 stúdentaárganga, 183 stúdenta alls. I þeim hópi eru Isfirðingar fjölmennastir, eða 82, aðrir Vestfirðingar eru 57 aö tölu, en 44 eru annars staðar af land- inu. Fyrir hönd fimm ára stúdenta, fyrsta stúdentaárgangs skólans, flutti Ingibjörg Daníelsdóttir ávarp. í tilefni þess að skólameistari, Jón Baldvin Hannibalsson, lætur nú af störfum, fluttu ávörp forseti bæjarstjórnar Guðmundur H. Ingólfsson, Hanna Jóhannesdóttir dux scholae, fh. nemenda og Þráinn Hallgrímsson af hálfu kennara. Síðan flutti skólameist- ari lokaorð og sagði skóla slitið. Að lokum lék Vilberg Viggósson, nemandi í þriöja bekk, sónötu eftir Beethoven og ungverska rapsódíu eftir Frans Liszt. Skora á borgaryfirvöld að leggja Útideildina ekki niður Einkennileg tilviljun Eflaust munu margir lesenda kannast við eftirfarandi stutta skák sem tefld var á síðasta Olympíumóti, því hún vakti mikla athygli fyrir margra hluta sakir. Hún olii t.d. tfma- mótum fyrir kínverska skák- menn, því þetta var í fyrsta skipti sem Kínverji vann sigur á evrópskum stórmeistara. En nú hefur verið varpað nýju ljósi á þessa skák og verður vikið að því síðar. i Buenos Aires 1978. Alþýðulýð- veldið Kfna á móti Ilollandi. Úrslit: 2:2. Skák eftir GUNNAR GUNNARSSON Pirc vörn. Hvítt:Liu Wen Che (Kína) Svart.J.H. Donner, stórmeistari (Hollandi) 1. e4 — d6, 2. d4 — Rf6, 3. Rc3 - g6,4. Be2 - Bg7, 5. g4!? (.Djarfur leikur og tvíeggjaður svo snemma tafls, sem greini- lega kemur stórmeistaranum úr jafnvægi. Kfnverjar hafa hinsv- egar lagt mikla rækt við alvar- legar rannsóknir á skákfræðum á undanförnum árum, en þeir tóku nú þátt i Olympíumóti í fyrsta sinni og komu heldur betur á óvart!) 5. — h6? (Óþarfa veiking, ; betra strax 0-0) 6. h3! (Lítur sakleys- islega út, en undirbýr einfaldl- ega Be3 og síðan Dd2) 6. — c5, 7. d5 — 0-0? (Nú bregzt svarti bogalistin, því leikurinn býður upp á beina árás á sv. kónginn) 8. h4? (Hvítur gjörbreytir strax um áætlun! hann ræðst strax til atlögu að svarta kónginum) 8. — e6, 9. g5 — hxg5, 10. hxg5 — Re8? (Rangur leikur! Eini mög- uleikinn var fólginn itlO. — Rh7 og síðan He8 og Rf8). 11. Dd3 (Hvítur stefnir beint að máti með flutningi D yfir á h-línuna). 11. — exd5, 12. Rxd5 - Rc6,13. Dg3 - Bc6,14. Dh4 - Í5,15. Dh7 - Kf7. 16. Dxg6!! (.Hinn kínverski skáksnillingur lék þennan leik eins og hina fyrri án mikilla þenkinga, eins og hann þekkti þetta allt saman og hefði séð áður!) 16. — Kxg6, 17. Bh5+ — Kh7,18. BÍ7+ - Bh6,19. g6+ - Kg7, 20. Bxh6+ - Gefið. (.Svartur bíður ekki eftir 20. — Kh8, 21. Bxf8+ — mát.) Að sjaífsögðu var Donner ekki ánægður í fyrstu með þessi hraksmánarlegu málalok, en hann náði fljótlega sínu fyrra öryggi og sendi þessa skák til fjölmiðla vítt um lönd í fullvissu um að nafn hans yrði þó allavega fyrir sjónum átta hundruð millj- óna manna. (Það sakar ekki að geta þess að daginn áður hafði Donner hæðst mikið að Guðm- undi Sigurjónssyni fyrir að geta ekki unnið sinn kínverska and- stæðing.) En nú víkur sögunni aftur til ársins 1956 f Leningrad en þar tefldu tveir Rússar eftirfarandi skák og nú skulu menn vera saman þessar tvær skákir; og sjá hversu einkennilega líkar bær eru. Hvítt: Smollny Svart: Asafov. I. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - Bg7, 4. e4 - d6, 5. Be2 - 0-0, 6. Bg5 - c5, 7. d5 - a6, 8. a4 - Da5, 9. Bd2 — Dc7, 10. g4 — e6, II. g5 - Re8, 12. h4 - exd5, 13. Rxd5 - Dd8, 14. h5 - Rc6, 15. hxg6 - hxg6, 16. Db3 - Rd4,17. Dg3 - Rc2+, 18. Kdl - Rxal, 19. Dh4 - f6, 20. Dh7+ - Kf7, 21. Dxg6+! - Kxg6, 22. Bh5+ - Kh7 23. Bf7+ - Bh6, 24. g6+ - og svartur gafst upp. Einkennileg tilviljun!. Marar- á að verða laerdómsrík MORGUNBLAÐIÐ mun í sumar segja frá því helsta sem Ferðafélag íslands er með á prjónunum. Hér er fréttatilkynning félagsins um ferðir þess næstu daga: dals- ferðin Helgina 22.-24. þessa mánaðar viljum við sérstaklega vekja athygli á nýjung, sem ekki hefur verið boðið upp á fyrr, en það er útilega í Marardal. Ætlast er til að fólk liggi í tjöldum og kynni sér hvernig á að útbúa sig í lengri gönguferðir, kanni þann útbúnað, sem það þegar á og geri sér þannig grein fyrir hvernig á að útbúa sig í lengri gönguferðir með allan viðleguútbúnað. í þessari útilegu verður gengið um Henglasvæðið (sjá kort). Þetta tækifæri viljum við hvetja fólk til að nota sem hyggur á gönguferðir um óbyggðir í sumar. Grímmans- fell Sunnudaginn 24. júní kl. 13 er gönguferð á Grímmannsfell — Seljadal. Farið verður frá Umferð- armiðstöðinni og ekið í Helgadal og lagt upp þaðan á fjallið (482 m). Gengið niður í Seljadal og síðan tekur bíllinn fólkið við Kambhól. Þetta er létt ganga og hentar vel fólki á öllum aldri (sjá kort). Meðjökul- hlíðum í sambandi við Þórsmerkurferð um þessa helgi er boðið upp á ferð suður með hlíðum Eyjafjallajök- uls, að skógá, Kvernufossi og víðar. Fararstjóri: Jón Á. Gissurarson, fv. skólastjóri. — Þá er fyrirhuguð gönguferð á Eiríksjökul, lagt upp á föstudagskvöldi og gist í tjöldum. Fararstjóri: Tryggvi Halldórsson. Esjan I dag verður efnt til sólstöðu- ferðar á Esjuna. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni (aust- anverðu) kl. 20. Gengið er frá Esjubergi upp fjallið og á Ker- hólakamb (850 m). Á laugardag verður síðan síðasta Esjuganga Ferðafélagsins í bráð. Lagt upp kl. 13, og í ferðalok fá allir þátttakendur viðurkenningu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.