Morgunblaðið - 21.06.1979, Síða 15

Morgunblaðið - 21.06.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1979 Allar ferðir Flugfélags Austurlands tengjast á einn eða annan hátt áætlunarflugi Flugleiða til Egilsstaða. Ilér er verið að flytja vörur milli véla á Egilsstaðaflugvelli. Flugfélag Austurlands: Ný flugleið: Egilsstaðir — Norðfjörður - Akureyri FLUGFÉIAG Austurlands h.f. hélt nýverið aðalfund sinn og kom þar meðal annars fram, að félagið hefur ákveðið að opna nýja flugleið en það er leiðin milli Egilsstaða Norðfjarðar og Akureyr- ar. Til að byrja með verður um eina ferð í viku að ræða og verður hún farin á sunnudögum. Einar Helgason, stjórnar- formaður félagsins ræddi á fundinum nokkuð framtíð- arhorfur félagsins og gat hann þess, að bersýnilegt væri að austfirðingar kynnu að meta þjónustu félagsins og héldi áfram sem horfði með þátttöku og stuðning heima- manna við Flugfélag Austur- lands ætti það eftir að valda straumhvörfum í samgöngum á Austurlandi sem og sannast hefur af starfsemi félagsins og flug þess á nokkra staði austanlands. Guðmundur Sigurðsson stjórnarmaður í F.A., sagði frá starfsemi félagsins s.l. ár og ræddi framtíðarhorfur í flugmálum fjórðungsins. Fram kom í tölu Guðmundar um reikninga félagsins, að ekki var afkoman eins góð og vonir stóðu til. Helst var þar um að kenna að verðlagning þjónustu félagsins hefði jafn- an verið eilítið á eftir verð- lagsþróuninni. Hins vegar kvaðst Guðmundur hafa ástæðu til að ætla að yfir- standandi ár yrði hagkvæm- ara fyrir félagið þó svo að til beggja átta gæti brugöið vegna hins alvarlega ástands sem ríkti í þjóðfélaginu í dag. Fram kom að það háir frekari starfsemi félagsins að það á ekki stærri flugvél en til að auka enn við flugreksturinn þarf félagið að eignast 18 sæta flugvél. Stjórn Flugfélags Austur- lands var endurkjörin, en hana skipa Einar Helgason, Guðmundur Sigurðsson, Bergur Sigurbjörnsson og til vara Kristinn V. Jóhannsson og Jóhann d. Jónsson. Fund- arstjóri var Þorsteinn Sveinsson. Flugfélag Austurlands heldur uppi reglubundnu áætlunarflugi til 8 staða á Austurlandi frá Bakkafirði til Hafnar í Hornafirði auk þess sem flogin er ein ferð í viku til Akureyrar á sunnudögum. Allar ferðir félagsins tengjast á einn eða annan hátt áætlun- arflugi flugleiða til Egils- staða frá Reykjavík þannig að oft hafa farþegar aðeins ör- stutta viðdvöl á Egilsstöðum áður en haldið er til áfanga- staðar. 15 Þorlákshöfn: Veðurguðim- irviljahátíð- arhöld ekki í skrúðgarðinn þorlákshöfn. 19. júní. 17. JÚNÍ hátíðahöldin fóru fram eins og hér segir: Klukk- an 13 var skrúðganga. Ganga átti á hátíðarsvæðið, sem er skrúðgarður Kvenfélags Þor- lákshafnar, en vegna ausandi rigningar var gengið í félags- heimilið, þar sem formaður þjóðhátíðarnefndar, Guðmund- ur Sigurðsson, setti hátíðina. Hún hófst með guðsþjónustu, Kristinn Ágúst Friðfinnsson guðfræðinemi predikaði, Söng- félag Þorlákshafnar söng undir stjórn Ingimundar Guðjónsson- ar, Ingólfur Jónsson fyrrver- andi ráðherra flutti snjalla hátíðarræðu af alkunnum skörungsskap. Ávarp fjallkonu flutti Katrín STEFÁNSDÓTT- IR, Söngfélagið söng á milli atriða. Áð lokum komu fram þeir þekktu skemmtikraftar Halli og Laddi, sem yngsta kynslóðin kunni vel að meta. Þetta er í annað skipti í röð sem veðurguðirnir koma í veg fyrir að hátíðarhöldin fari fram í skrúðgarði kvenfélagsins. Knattspyrna, íþróttir og leik- ir féllu niður vegna veðurs. Dansleikur var um kvöldið í félagsheimilinu, hljómsveitin SOS lék fyrir dansi. — Ragnheiður Eiaum nokkrn VW PASSAT. AUDI80 oa VW LT3I TIL AFGREIÐSLU STRAX! V W PASSAT VerðfmKr.5.347000.- AUDI80 Verð frð Kr.5.776.000.- VWLT31 Verð f rá Kr.6.583.000- Verö miðaö við gengisskr. 19. júní, '79 Auöi HEKIAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.