Morgunblaðið - 24.06.1979, Side 29

Morgunblaðið - 24.06.1979, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ1979 29 jj X Ævintýrið um Dire Straits Dire Straits, írá vinstri: John Illsley. Pick Withers, Mark Knopfler og David Knopfler. Fátt hefur vakið meiri at- hygli í popheiminum að und- anförnu cn ævintýrið um Dire Straits. Fyrir 18 mánuðum var hljómsveitin núll og nix, en nú er henni skipað á bekk með skærustu stjörnum poppsins. Fyrsta plata þeirra seldist með eindæmum vel og allt útlit er fyrir að sú næsta, Communiqué, seljizt ekki síð- ur. En það er bezt að byrja á byrjuninni. Samkvæmt þjóðsögunni hefst ævintýrið þannig að 1977 bjuggu saman i íbúð þeir David Knopfler og John Illsley. Bróð- ir Davids, Mark, tók að venja komur sínar þangað og þar sem allir spiluðu þeir á gítar var ekki nema eðlilegt aö þeir tækju að leika saman. Með tímanum tók Illsley að halda sig eingöngu við bassan, meðan bræðurnir léku á gítara. Að endingu varð það úr að þeir héldu í stúdíó í London, ásamt trymbli að nafni Pick Withers og tóku þar upp fimm lög, svona mest fyrir sjálfan sig, en einnig höfðu þeir hug á að koma lögum sínum á framfæri við hljómplötuútgefendur. Með spólu með lögunum fimm undir hendinni héldu þeir til heimilis Charlie Gilletts, þekkts framámanns innan brezka popheimsins, en Gillet sér meðal annars um vikulegan tónlistarþátt í brezka útvarpinu, sem nýtur mikils álits í Bretlandi. Gillette varð strax frá sér hrifinn af lögunum og ákvað að leika þau í þætti sínum næsta laugardag. Meðan þátturinn stóð yfir og á eftir linnti ekki símahringingum „tónlistar- njósnara", sem ólmir vildu fá að vita meira um þessa ein- kennilegu hljómsveit, Dire Straits. Stóru hljómplötuút- gefendurnir í Bretlandi ruku tónlistin ergóð kemstu á toppinn upp til handa og fóta, allir vildu bjóða fjórmenningunum samning. Eftir miklar vanga- veltur ákváðu þeir svo að skrifa undir samning hjá Phonogram útgáfufyrirtækinu og þar með er fyrsta hluta ævintýrisins lokið. I janúar í fyrra hélt hljóm- sveitin í hljómleikaferðalag og mánuði síðar hófust upptökur á fyrstu breiðskífu þeirra. Platan var tekin upp á tólf dögum og hljóðblönduð á öðr- um þremur og var hræódýr í allri gerð. Næst lá fyrir að gefa hana út og það var ekki að sökum á spyrja, alls staðar náðu hún feiknalegum vin- sældum, hvort heldur varí Ástralíu, Bandaríkjunum eða Vestur-Þýzkalandi. I Banda- ríkjunum kom hún fast á hæla plötu Bee Gees, „Spirits Having Flown“ að sölu. Það merkilega við sölu plötunnar í Bandaríkjunum er það að út- gáfufyrirtækið þar Warner Bros. þurfti ekkert að hafa fyrir sölunni, hún seldist án nokkurrar auglýsingaherferð- ar, aðeins vegna eigin gæða og vegna hinnar miklu spilunar, sem platan hlaut í öllurn út- varpsstöðvum. Af þeirri plötu var síðan lagið „Sultans Of Swing“ gefið út á litla plötu og allt fór á sama veg, lagið varð mjög vinsælt. Tónlist Dire Straits hefur oft verið líkt við tónlist J.J. Cale, Ry Cooder, Van Morrison og fleira á þeirri línu, en hún er fyrst og fremst „soft-rokk“, sem svo mjög einkennist af smekklegum og rólegum gítar- leik Mark Knopflers, aðalgítar- leikara hljómsveitarinnar, söngvara og lagasmið. Vera má að Dire Straits megi að einhverju leyti þakka vinsældum sínum þeirri lá- deyðu, sem ríkt hefur í pop-tónlistinni undanfarin ár. Hitt er annað mál að það hefði litlu máli skipt hvenær hljóm- sveitin hefði komið fram á sjónarsviðið, hún hefði alltaf orðið vinsæl, sakir gæða tón- listarinnar og það hversu aö- gengileg hún er. Nýja plata Dire Straits, Communiqué, er beint fram- hald af hinni fyrri, engin ný stefna er þar tekin upp, enda þess ekki þörf. Þess má að lokum geta að Mark Knopfler á að leika með þeim Donald Fagen og Walter' Brecker á næstu plötu Steely Dan og þeir Mark Knopfler og Pick Withers leika báðir á stúdío- plötu Bob Dylans, sem hann er að taka upp þessa dagana. Það segir ekki svo lítið um álit manna' Dire Straits. Af Skrýplum ogHaraldi FYRIR ári síðan leit dagsins ljós í Englandi breiðskífa með „Father Abraham and the Smurfs". sem naut miiillrar hylli þar í landi sem annras staðar. Sérstaklega varð lagið „The Smurf Song" vinsælt. Nú á morgun. 25. júní kemur út hérlendis með hinum íslenzku „Smurfs". Skrýplunum. Forsaga þessarar útgáfu er sú að forsvarsmenn hljómplötu útgaf- unnar Steinars h.f. veittu athygli velgegni þessarar bandaplötu og í framhaldi af því var ákveðið að gera út íslending til að feta í fótspor hins hollenzka „father Ab- Vinsældalistar ÞAR sem aumarid er komið og verkföllum lokið (að sinni) ætlar Slagbrandur að auka i þjónuatu við lesendur sína með nýju tormi Vinsældalista. Til að byrja með verða listar frá Bandaríkjunum og Bretlandi notaðir eingöngu með hliðsjón að því að vinsældir platna þar eru nokkuð líkar og hérna. Það eina sem vantar inn á er ísienskur listi, þ.e.a.s. yfir íslenak lög, en vegna þess hve lítið er enn gefið út hérna og erfitt að skipuieggja slíkan lista svo vel fari höfum við ekki í hyggju að vinna slíkan lista. Sölulísti segir nefnilega ekki allt, það sem við vildum koma é væri þá helst að lesendur skrituðu Slagbrandi og veldu þrjú uppáhalds íslensku lögin. Þessir erlendu listar sem hér birtast og munu birtast á næstunni eru úr blöðunum Blllboard (USA) og Music Week (UK). Bretland — litlar plötur 1. (3) RING MY BELL 2. (1) SUNDAY GIRL 3. (2) DANCE AWAY 4. (4) BOOGIE WONDERLAND 5. (8) AIN’T NO STOPPIN’ US NOW 6. (6) SHINE A LITTLE LOVE 7. (—) ARE FRIENDS ELECTRIC? 8. (—) WE ARE FAMILY 9. (10) THEME FROM „DEER HUNTER" 10. (—) H.A.P.P.Y. RADIO Bretland — stórar plötur 1. (—) DISCOVERY 2. (1) VOULEZ VOUS 3. (2) DO IT YOURSELF 4. (5) LODGER 5. (3) PARALLEL LINES 6. (9) THIS IS IT 7. (8) MANIFESTO 8. (4) LAST THE WHOLE NIGHT LONG 9. (6) BOB DYLAN AT BUDOKAN 10. (—)SKY USA — stórar plötur 1. (3) BAD GIRLS 2. (1) BREAKFAST IN AMERICA 3. (4) WE ARE FAMILY 4. (5) RICKIE LEE JONES 5. (8) CHEAP TRICK AT BUDOKAN 6. (2) 2 HOT 7. (7) VAN HALEN II 8. (9) DESOLATION ANGELS 9. (10) SPIRITS HAVING FLOWN 10. (—) FLAG Anita Ward Blondie Roxy Music Earth Wind & Fire/Emotions McFadden & Whitehead Electric Light Orchestra Tubeway Army Sister Sledge Shadows Edwin Starr Electric Light Orchestra Abba lan Dury David Bowie Blondie Ýmsir — CBS Roxy Music James Last Bob Dylan Sky Donna Summer Supertramp Sister Sledge Rickie Lee Jones Cheap Trick Peaches & Herb Van Halen Bad Company Bee Gees James Taylor raham". Þannig er nefnileg mál með vexti að Abraham þessi sem og Skrýplarnir eru tilbúningur bel- gíska teiknarans Pe.vo, en þjóðerni Abrahams er hins vegar hollenskt en ekki belgískt. íslendingurinn, sem brá sér til Skrýplalands nefnist Haraldur, velkunnur maður á okkar e.vju. Varð Haraldur sannfærður um að íslendingar gætu ýmislegt lært af hinu jákvæða lífsviðhorfi Skrýplanna. Þannig standa sem sé málin í dag, að Haraldur er kominn heim úr reisu sinni og segir frá henni á plötunni „Haraldur í Skrýplalandi”, er, sem fyrr getur, kemur út á morgun. USA — Disco 1. (1) BAD GIRLS Donna Summer 2. (2) RING MY BELL Anita Ward 3. (3)WE ARE FAMILY — HE’S THE GREATEST DANCER — LOST IN MUSIC Sister Sledge 4. (4) HAVE A CIGAR Rosebud 5. (6)l (WHO HAVE NOTHING)/ STARS/ BODY STRONG Sylvester 6. (7) BAD BAD BOY Theo Vaness 7. (8) BOOGIE WOOGIE DANCING SHOES Claudja Barry 8. (—) BORN TO BE ALIVE Patrick Hernandez 9. (10) CUBA Gibson Brothers 10 (—) HIGH ON MAD MOUNTAIN/DISCO PEOPLE Mike Theodore USA — Litlar plötur 1. (2) HOT STUFF 2. (3) WE ARE FAMILY 3. (6) RING MY BELL 4. (5) JUST WHEN I NEEDED YOU MOST 5. (1) LOVE YOU INSIDE OUT 6. (7) LOGICAL SONG 7. (8) CHUCK E.’S IN LOVE 8. (10) SHE BELIEVES IN ME 9. (4) REUNITED 10. (—) BOOGIE WONDERLAND Donna Summer Sister Sledge Anita Ward Randy Vanwarmer Bee Gees Supertramp Rickie Lee Jones Kenny Rogers Peaches & Herb Earth Wind & Fire

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.