Morgunblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979 MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979 19 Por0tinM«foit> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiösla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstrœti 6, sími 10100. Aoalstræti 6, sími 22480. Sími 83033 Áskriftargjald 3500.00 kr. á mánuöi innanlands. lausasölu 180 kr. eintakio. Niðurskurdur er eina leióin Olíuhækkunin þýöir stórfellda kjaraskerðingu fyrir þjóðina alla. Við getum í raun lítið gert til að milda þá kjaraskerðingu í bráð. Ríkisstjórnin hafði ekki manndóm í sér til að taka upp viðræður við Rússa strax í vetur til þess að fá fram breytingar á samningum okkar um olíukaup, sem hefðu getað leitt til verulega minni hækkana á olíu. Nú hljótum við að binda miklar vonir við störf hinnar nýju olíunefndar, sem ríkisstjórnin skipaði að tillögu Geirs Hallgrímssonar. Það sem að okkur snýr þessa dagana er hins vegar það, að ríkisstjórnin hefur lofað að halda óbreyttu verði á gasolíu. Það þýðir í raun, að stjórnin hefur ákveðið að greiða niður olíuverðið til fiskiskipanna. Jafnframt má búast við enn einni hækkun á benzíni en benzínverðið er fyrir löngu orðið óhóflega hátt ekki sízt vegna mikillar skattlagningar á því. Hvernig á að mæta benzínhækkunum og niðurgreiðslum á olíu? Ríkisstjórnin sýnir engin merki þess, að hún hyggist minnka skattheimtu af benzíni. Um leið og það er lagt til í því skyni aö hækkanir á benzínverði verði ekki úr öllu hófi er að sjálfsógðu spurt: hvernig á að mæta því tekjutapi hjá ríkisjóði, sem nú þegar er á heljarþróm að sögn fjármála- ráðherra? Ríkisstjórnin hefur rætt skattahækkanir til þess að greiða niður olíuverðið til fiskiskipanna en hún hefur enga ákvörðun tekið um slíka skattahækkun vegna þess að hún þorir ekki að taka þá ákvörðun á þessu stigi. Kjaraskerðing getur orðið með ýmsu móti. Hún getur orðið með skattahækkunum, verðhækkunum, launalækkun- um o.sv.frv. En kjaraskerðing getur líka komið fram í minni þjónustu hins opinbera við almenning en áður. Efnahagsmál okkar íslendinga eru nú komin á það stig, að óhjákvæmilegt er að framkvæma þá kjaraskerðingu, sem þjóðin augsýni- lega verður að taka á sig, með því að draga saman seglin í ríkisbúskapnum, draga úr þjónustu, í stuttu máli: skera útgjöld hins opinbera mjög verulega niður, bæði ríkis og sveitarfélaga. Við getum sagt sem svo: olíuhækkunin veldur svo mikilli útgjaldaaukningu hjá hverri fjölskyldu í landinu að nauðsynlegt er að draga úr öðrum útgjöldum fjölskyld- unnar til þess að hún geti staðið undir þessum nýju útgjöldum. Þau útgjöld, sem við nú viljum draga úr, eru hin sameiginlegu útgjöld, það þjónustubákn, sem við höfum byggt upp með skattgreiðslum. Nú höfum við ekki lengur efni á því og þess vegna viljum við draga saman seglin. Við verðum að skera útgjöld hins opinbera mjög verulega niður. Það er eina skynsamlega svarið við olíuhækkuninni. Að venju verður spurt: hvað viljið þið spara? Ætlið þið að spara á skólamálum, tryggingamálum og heilbrigðismálum? Svarið er já. Það er hægt að spara á öllum þessum sviðum án þess að dregið sé úr þeirri þjónustu, sem nauðsynlegust er. Það er löngu orðið tímabært að taka tryggingakerfið upp til endurskoðunar með það fyrir augum að nýta betur það fjármagn, sem til þess fer. Betri nýting fjármagnsins getur þýtt, að hægt sé að spara í tryggingakerfinu verulega fjármuni án þess að draga úr þjónustu við þá, sem raunverulega þurfa hennar með. Heilbrigðiskerfið er orðið mikið bákn. Það er líka orðið tímabært- að taka það til rækilegrar endurskoðunar og engin spurning um, að slík endurskoðun getur leitt til sparnaðar án þess að dregið sé úr þjónustu við sjúka. Skólakerfið hefur þanizt út á undanförnum árum og er orðið gífurlegt bákn. Menntamálaráðherra hefur sýnt, að það er hægt að spara í skólakerfinu. Reynsla hans sýnir einnig, að mótmæli koma upp frá þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta. Það verður aldrei sparað án þess að mótmælaraddir heyrist. Við höfum hins vegar ekki efni á því að hefjast ekki handa um mjög verulegan niðurskurð á útgjöldum hins opinbera. Þetta er sú leið, sem ríkisstjórnin á að fara. Framkvæma óhjákvæmilega kjaraskerðingu með niðurskurði á opinberum útgjöldum og þar með samdrætti í þjónustu. Þetta er eina kjaraskerðingin, sem þjóðin getur sætt sig viö eins og nú er komið. Það er fráleitt að ætla sér að hækka skatta enn frá því, sem nú er. Raunar þarf að lækka skatta verulega og skera niður útgjöld einnig af þeim sökum. Sameignarsamningur um nýja Landsvirkjun: Ríkissjóður tekur á sig 8-9 miUjarða tflaðlammí\^feiirrafiiiagnshaetíflin SAMNINGANEFNDIR Akureyrarbæjar, Reykjavíkur- borgar og ríkisins hafa náð samkomulagi um sameignar- samning vegna útvíkkunar á starfssviði og eignaraðild Landsvirkjunar. Þetta kom fram á fundi sem Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra hélt af þessu tilefni í gær. Á fundinum voru auk hans þeir Helgi Bergs bæjarstjóri á Akureyri, Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri í Reykja- vík, Knútur Otterstedt, Tryggvi Sigurbjarnarson, Magnús Torfi Ólafsson og Páll Flygenring. A fundinum kom einnig fram að nefndirnar hafa samið frumvarp til nýrra laga um Landsvirkjun, en í samkomu- lagsyfirlýsingu nefndanna er sagt að þær seú sammála um að leggja það til við umbjóðendur sína, að sameignarsamn- ingurinn verði staðfestur, með fyrirvara um að frumvarp til nýrra laga um Landsvirkjun verði samþykkt af Alþingi. Utvíkkun á verk- sviði og eignaraðild Landsvirkjunar Samninganefndirnar voru skip- aðar af bæjarráði Akureyrar, borgarráði Reykjavíkur og iðnað- arráðherra í mars-mánuði síðast- liðnum. Hlutverk þeirra var að ræða stofnun landsfyrirtækis til að annast meginraforkufram- leiðslu og raforkuflutning með útvíkkun á verksviði pg eignarað- ild Landsvirkjunar. í yfirlýsingu samninganefndanna leggja þær fyrir umbjóðendur sína að þeir staðfesti sameignarsamninginn sem nefndirnar hafa samið fyrir hina nýju Landsvirkjun. En grundvöllur þess samnings er að því er fram kom á fundinum í gær að Laxárvirkjun sameinist núver- andi Landsvirkjun og að hið nýja fyrirtæki, sem áfram heiti Lands- virkjun, yfirtaki byggðalínurnar. í samræmi við þær breytingar sem sameignarsamningurinn hefur í för með sér hafa nefndirnar samið drög að frumvarpi til nýrra laga um Landsvirkjun. Frumvarpið verður lagt fyrir næsta Alþingi, að sögn Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra, og mun hinn nýi sameignarsamningur taka gildi við lögfestingu þess. En samning- urinn var í gær kynntur í ríkis- stjórninni og borgarráði Reykja- víkur. Borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Akureyrar munu síðan taka hann til umræðu og afgreiðslu að loknu sumarhléi sem nú stendur yfir. Rafmagnsverð hækki ekki vegna yfirtökunnar Hjörleifur Guttormsson sagði á fundinum í gær að stofnun þessa Frá blaðamannafundinum sem haldinn var til kynningar á sameignarsamningi og frumvarpi til laga um nýja Landsvirkjun. Frá vinstri: Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri, Helgi Bergs bæjarstjóri, Tryggvi Sigurbjarnarson, Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra, Magnús Torfi Ólafsson, Knútur Otterstedt og Páll Flygenring. Ljósm. Mbl. Kristinn. fyrirtækis ætti að geta auðveldað landsmönnum að takast á við brýn verkefni við að nýta orkulindirnar með hag allrar þjóðarinnar fyrir augum. Tekið væri tillit til óska aðila sem koma til með að vera aðilar að fyrirtækinu til þess að tryggja samstöðu um þetta mál. I því sambandi væri það mjög þýðingarmikið að ríkisvaldið tæki á sig skuldbindingar til þess að ekki þyrfti að koma til sérstakra hækkana á rafmagni á núverandi markaðssvæði Landsvirkjunar. Gætu þessar skuldbindingar num- ið 8—9 milljörðum. í því sambandi sagði Hjörleifur að hin nýja Landsvirkjun tæki við öllum eign- um og skuldum Laxárvirkjunar, en byggðalínurnar yrðu yfirteknar gegn útgáfu skuldabréfs að fjár- hæð jafnvirði 5,6 milljarða króna í erlendri mynt miðað við geng- isskráningu um síðustu áramót. En ríkið skuldbindur sig til að taka á sig áhvílandi skuldir byggðalína að upphæð 8,6 millj- arðar. Sú upphæð væri miðuð við það að heildsöluverð á raforku til almenningsveitna þyrfti ekki að hækka vegna yfirtökunnar. Orku- veitusvæði Landsvirkjunar yrði framvegis landið allt og að því er heildsölu rafmagns snerti eftir því sem orkuver og aðalorkuveitur fyrirtækisins ná til. Orkuver sem nú starfa í eigu annarra aðila, halda þó réttindumsínum. Arðgreiðslur til eigenda Tryggvi Sigurbjarnarson sagði á fundinum að áhrif þessarar breytingar á rafmagnsverð til neytandans væri málefni dreifi- veitnanna. En frágengið væri að ekki þyrfti að koma til hækkunar vegna þessa á rafmagnsverðið en landsmönnum öllum yrðu sköpuð skilyrði til sama verðs. Egill Skúli Ingibergsson bætti því við að það hefði einmitt verið eitt af þeim atriðum sem Reykvíkingarnir lögðu hvað mesta áherslu á, að sameining þessi hefði ekki áhrif á kostnað hins almenna borgara. Annað slíkt atriði hafi verið arðgreiðslurnar, en í 12. gr. sam- eignarsamningsins er gert ráð fyrir því að Landsvirkjun greiði eigendum sínum arð af sérstökum höfuðstólsframlögum, sem þeir hafa lagt fram til Landsvirkjunar og Laxárvirkjunar. Framlögin skuli framreikna til verðlags hvers tíma. Fyrst í stað skuli miða við byggingarvísitölu fram til fyrsta júní 1979, en eftir það skal miða við lánskjaravísitölu Seðla- bankans og ákveður stjórn Lands- virkjunar arðgreiðsluna sem hundraðshluta þeirrar upphæðar. Skal arðgreiðslan ákveðin með hliðsjón af afkomu fyrirtækisins. Egill Skúli sagði að Reykvíking- arnir hefðu einnig lagt á það áherslu að aukinn meirihluta þurfi í stjórn fyrirtækisins um ýmis stórmál eins og til dæmis um ákvörðun nýrra virkjana, leigu eða kaup eldri virkjana og eru. ákvæði uítt þetta í 8. grein frumvarpsins til laga um nýja Landsvirkjun. Stjórn hinnár nýju Landsvirkjun- ar verður skipuð níu aðilum sem kjörnir verða til fimm ára í senn. Akureyrarbær kýs einn mann í stjórnina, Reykjavík þrjá, Alþingi fjóra og níunda stjórnarmanninn tilnefna eignaraðilar sameiginlega og skal hann vera formaður. Ef ekki næst um hann samkomulag er gert ráð fyrir að hann verði tilnefndur af Hæstarétti. Við sameininguna verður Akur- eyrarbær eigandi að 7,6% í hinni nýju Landsvirkjun, Reykjavíkur- borg eigandi að 42,4% og ríkis- sjóður að 50%. En eignaraðild ríkisins og Reykjavíkurborgar að Landsvirkjun er nú sá að Reykja- víkurborg á helming til móts við ríkið. Orkuöflun betri og tryggari fyrir Reykjavíkurborg Egill Skúli Ingibergsson borgar- stjóri var að því spurður á blaða- mannafundinum hvað Reykjavík- urborg ynni með þátttöku í hinu nýja fyrirtæki. Egill Skúli sagði að við samtengingu landsins sem heildar væri talið að tæknilega yrði orkuöflun fyrir borgina betri °g tryggari. Ekki mætti gleyma þeirri hagkvæmni sem fengist af því að hægt væri að haga upp- byggingunni með tilliti til meiri stærðar. Nauðsynlegt væri vegna þeirra tíma sem í hönd fara, með tilheyrandi olíuverðshækkunum að menn sameinuðust um lausn þessa vanda sem við blasti í orkumálum. Tryggvi Sigurbjarnarson sagði og í þessu sambandi að mark- aðssvæði núverandi Landsvirkj- unar væri suðvesturlandið eitt, en með stofnun þessa fyrirtækis myndi starfssviðið ná til landsins alls. Það fæli í sér heimild til orkunýtingar á öllu því svæði og fyrirtækið myndi fá það hlutverk að annast megin raforkuvinnslu og þá einnig til minni fyrirtækja eins og Orkubús Vestfjarða. Viðunandi bryggi varðandi raforku Þess má geta að í sameignar- samningnum er gert ráð fyrir því að Landsvirkjun taki að sér að ljúka, fyrir reikning ríkissjóðs, framkvæmdum þeim við Vestur- línu og Norðurlínu sem ákveðnar hafa verið á árinu 1980. Hjörleifur Guttormsson sagði á fundinum í gær að kostnaðaráætlanir vegna þeirrar framkvæmdar næmu á milli 3 og 4 milljörðum króna. Þá er í samningnum gert ráð fyrir því að þegar rekstur Kröflu- virkjunar verður kominn á traust- an grundvöll verði Landsvirkjun heimilt að semja um yfirtöku virkjunarinnar á þeim forsendum að hún sé þá ekki fjárhagslega óhagkvæmari kostur til raforku- öflunar en aðrir kostir sem völ er á að mati stjórnar Landsvirkjun- ar. í frumvarpinu um Landsvirkj- un er tekið fram varðandi starfssvið hennar að hún sjái til þess að tryggja viðunandi öryggi. Það er, ávallt verði tiltæk nægileg raforka til þess að anna þörfum viðskiptaaðiía hennar. Hjörleifur Guttormsson sagði í því sambandi að verðlagi á rafmagni yrði hagað þannig að Landsvirkjun gæti stað- ið við þessar skuldbindingar. Gert er ráð fyrir því að sett verði á fót sérstök svæðisskrif- stofa á Akureyri er hafi umsjón með starfsemi fyrirtækisins norð- anlands og austan. En höfuðstöðv- ar hinnar nýju Landsvirkjunar verði í Reykjavík. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að verði það samþykkt taki lögin gildi fyrsta janúar 1980. Um leið öðlist sameignarsamningurinn gildi, verði hann samþykktur af borgarstjórn Reykjavíkur og bæj- arstjórn Akureyrar. Hvert verður f ramhald k jördæmamálsins ef tir ad valkostir st jórnarskrárnef ndar liggja f yrir? Dr. Gunnar Thoroddsen, alþingismaður og formaður stjórnarskrárnefndar, sagði í viðtali við Morgunblaðið á föstudag í síðustu viku, að valkostir um kjördæmamálið yrðu lagðir íyrir þingflokkana í haust með upplýsingum, útreikningi og rökstuðningi. Einnig að greinargerðir um önnur atriði stjórnarskrárinnar yrðu jafnlramt lagðar íyrir þingflokkana. Aí viðtalinu er ljóst að störf nefndarinnar eru komin á nokkurn rekspöl og því var leitað til forvígismanna stjórnmálaflokkanna og þeir spurðir að því hvernig þeir teldu að vinna bæri að kosningaréttar- og kjördæmabreytingum, eítir að valkostir stjórnarskrárnefndarinnar hafa verið lagðir fyrir þingflokkana. Hvert framhald þeir teldu að þetta mál fengi. Fara svör þeirra hér á eftir. að reynast að fastmótaðar tillögur liggi fyrir og afstaða se tekin til þeirra strax að loknu jólaleyfi alþingismanna á næsta þingi". ff „Kosið verði um stjórnarskrár- breytingar ínœstu kosningum » — segir Sighvatur Björgvinsson „VALKOSTIR stjórnarskrár- nefndarinnar liggja nú ekki fyrir ennþá. En okkar fulltrúar í nefndinni munu leggja fram sér- staka hugmynd um breytingar á stjórnarskránni í tengslum við kjördæmaskipun sem væntanlega verður einn þessara valkosta. Breytingarhugmyndir okkar verða þó einnig um önnur atriði en þetta kjörgengis- og kosninga- réttarmál eitt. Um framhaldið er það að segja, að mér er ekki kunnugt hve langt stjórnarskrárnefndin er komin í öðrum störfum sínum. Eðlilegt finnst manni þó að lagt verði kapp á að stjórnarskrárnefndin ljúki störfum á því tímabili sem hún fékk til ráðstöfunar. Þegar hún hefur skilað af sér taka þingflokkarnir ákvörðun um það hvort breytingartillögur nefndarinnar á stjórnarskránni verða lagðar strax fyrir þingið eða hvort beðið verður með það þang- að til á síðasta þingi kjörtímabils- ins. Ég held að það hljóti að verða stefnt að því af öllum stjórnmála- flokkum að næst þegar gengið verður til kosninga verði jafn- framt kosið um breytingar á stjórnarskránni." ff Æskilegtað sem víðtœkust samstaða náist" — segir Geir Hallgrímsson „Ég tel vel á því íara og raunar brýna nauðsyn bera til þess að stjórnarskrárneíndin leggi íyrir þingllokkana valkosti varðandi kjördæmaskipan og kosningalög. Við sjálfstæðismenn hólum þegar gert ráðstafanír til þess að leggja Iram okkar tillögur og taka þátt í slíkum umræðum. Við skipuðum sérstaka nefnd til þess ásamt fulltrúum okkar í stjórnarskrárnefnd að fjalla um málið í sumar og haust. Það er auðvitað æskilegt að sem víðtæk- ust samstaða náist milli stjórn- málaflokkanna um lausn þessara mála, hvernig jafna skuli kosn- ingarréttinn og styrkja tengsl milli kjósenda og umboðsmanna þeirra á Alþingi. Það er ekki of mikill tími til stefnu að ætla sér að hefja umræður innan stjórn- málaflokkanna og þeirra á milli þegar í haust. Nauðsynlegt kann ff Eðlilegtað breytingar verðiákosn- ingalögunum á kjörtímabilinu —segir Lúðvík Jósepsson „ÉG tel að þegar valkostir stjórnarskrárnelndar liggja lyrir beri að stelna lulltrúum stjórnmálallokkanna saman til þess að ræða þá og einnig aðra þá möguleika sem menn kunna að aðhyllast í þessum elnum. Þannig er helst hægt að ná samstöðu stjórnmálaflokkanna um breytingu, en þeir eru raunar skuldbundnir til að ná samkomu- Sighvatur Björgvinsson Geir Hallgrlmsson Lúðvík Jósepsson Steingrímur Hermannsson lagi vegna fyrri samþykkta sinna í þessu efni. Þessu var lýst yfir og kosin sérstök stjórnarskrárnefnd til að vinna að þessum málum og skyldu tillögur hennar liggja fyrir innan tveggja ára. Eftir að val- kostir þessarar nefndar liggja fyrir verða því stjórnmálaflokk- arnir að tilnefna sína fulltrúa til ýtarlegri viðræðna um það hvar hægt verður að ná samkomulagi þeirra á milli. Ég tel eðlilegt að breytingar verði gerðar á kosningalögunum á þessu kjörtímabili, það er fyrir næstu kosningar. Þá tel ég einnig nauðsynlegt að samkomulag takist á sem breið- ustum grundvelli um þetta fyrir næstu kosningar." „Þaðberaðræða þetta opinskátt ogsemvíðast" — segir Steingrímur Hermannsson „MÉR þótti það skynsamlegt sem kom fram í viðtali Morgunblaðs- ins við dr. Gunnar Thoroddsen um þau vinnubrögð sem stjórnar- skrárnefndin viðhefur. Ég held að það sé ágætt að fá þessi mál til meðferðar sem fyrst. Við fram- sóknarmenn unnum að þessum málum fyrir einu til tveimur árum síðan og hófðum nefnd starfandi á þessu sviði. Ég geri ráð fyrir því að við munum taka þetta til vandlegrar meðferðar í samráði við okkar fulltrúa í stjórnarskrár- nefndinni strax og þessir valkostir liggja fyrir. Það ber að ræða þetta opinskátt og sem víðast." Fridrik Olaf s- syni bodid til Sovétríkjanna „ÉG reikna fastlega með því að hitta ýmsa forystu- menn Sovétríkjanna í skákmálum og að mörg mál beri þá á góma, þar á meðal vafalaust ásakanir í garð sovézka skáksam- bandsins um tilraunir til að útiloka Korchnoi frá skákmótum," sagði Frið- rik Ólafsson forseti Fide í samtali við Mbl. í gær, en á laugardag halda hann og kona hans, Auður Júlíus- dóttir, til Sovétríkjanna í boði íþróttamálaráðs Sovétríkjanna til að vera viðstödd sovézku leikana, sem haldnir eru fjórða hvert ár og þá jafnan á undan Olympíuleikunum, en næstu Olympíuleikar verða haldnir í Moskvu að an. Friðrik er nýkominn heim úr ferð til Suðausturasíu, þar sem hann tók meðal annars þátt í skákmóti á Filipseyjum, sem kunnugt er af fréttum. „Þetta var mjög árangursrík ferð," sagði Friðrik í samtalinu við Mbl. „Auk þess sem mér gafst tækifæri til að sýna vilja minn í verki með því að tefla á móti, sem haldið var til að gefa skákmönnum tækifæri til að afla sér skákstiga, þá hitti ég á Filipseyjum ýmsa forráðamenn skáksambanda í Suðausturasíu og á heimleiðinni kom ég við í Hong Kong, Singapore, Kuala Lumpur og Bankok. Evrópa hefur verið þungamiðja skáklífsins, en mikið starf er nú unnið til eflingar skákinni utan Evrópu. í þessari ferð minni til Suðausturasíu varð ég var við mikinn áhuga manna á að efla skákina, skáklíf er að vísu mis- jafnlega gróskumikið, en þetta er allt á uppleið. Og ég tel að Fide eigi að styðja þetta starf eftir mætti, reka nokkurs konar byggðastefnu í skákmálum, svo að ég noti líkingu, sern okkur íslend- ingum er kunn". Á heimleið frá Sovétríkjunum kemur Friðrik við í Finnlandi, þar sem þing bréfskákmanna verður haldið og einnig verður hann við byrjun heimsmeistaramóts ungl- inga í skák í Skien í Noregi, þar sem Margeir Pétursson verður meðal þátttakenda. Síðari hluta ágústmánaðar verður svo Fide-þing haldið í Manila og að því loknu mun Friðrik Ólafsson heimsækja skáksambönd í Suður-Ameríku og þá meðal annars vera viðstaddur setningu millisvæðamótsins í Brasilíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.