Morgunblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979 33 komið fyrir hérlendis. Við teljum okkur vera fyrir utan hringiðu umheimsins. Ein þessara frétta er um orku- sparnað erlendra ríkja og orku- skort heimsins. Nokkur ríki eru þegar farin að taka upp skammt- anir, eins og til dæmis ben- sín-skömmtun. Jafnvel þjóðir svo nálægar okkur sem Norðmenn eru farnir að hugleiða möguleikana á slíku. En við hér á íslandi stöndum enn eins og þursar og hlustum á. Við hugsum ekki um það, að fyrr eða síðar verðum við orkuskortin- um að bráð ef ekkert verður að gert. En við eyðum bensíni í alls kyns íþróttir, bátarall og bifreiða- íþróttir, í stað þess að spara til vondu áranna eða eyða peningun- um í rannsóknir á því hvernig hægt er að notfæra sér innlenda orku til að fullnægja allri orkuþörf landsmanna, einnig hvað snertir farartæki. Eini sinni heyrði ég skrýtlu um seinagang Norðurlandabúa og mér Þessir hringdu . . . • Þágufallssýki Kona nokkur hringdi til Velvak- anda: „1 morgunstund barnanna er verið að lesa sögu eftir Magneu frá Kleifum „Halli, Kalli, Palli og Magga Lena“. Ég hlusta á þessa sögu með öðru eyranu og hef ekkert út á hana sjálfa að setja. En einn morguninn brá mér óskaplega er ég heyrði upplesar- ann segja útdrátt úr síðasta lestri. „Þeim langaði í hvolp" var sagt. Ekki veit ég hverjum þessi villa er að kenna. En mér finnst það vera algjör óþarfi svo lengi sem þágu- fallssýki er ekki viðurkennd að láta hana koma fram í fjölmiðlum. Börnum er kennt að þetta sé rangt mál en það verður ósköp erfitt að útskýra það fyrir þeim ef slíkt fer að heyrast í fjölmiðlum og ekki síst í sögum fyrir börn.“ SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson I borgakeppni á milli Moskvu, Prag og Belgrad sem fram fór í Moskvu sl. haust kom þessi staða upp í skák þeirra Gross, Prag, sem hafði. hvítt og átti leik, og Zlotniks, Moskvu. 30.Hxh6+! og svartur gafst upp, því að eftir 30. — gxh6, 31. Rf6 er hann óverjandi mát. Keppninni lauk á þá leið að Moskvusveitin varð efst með 9% vinning af 16 mögulegum. Belgrad varð næst með 8 lA vinning og sveitin frá Prag rak lestina með 6 vinninga. finnst hún eiga vel við í þessu sambandi. Þrjú tröll voru eitt sinn búsett í Norðurálfu, hvert í sínu fjallinu. Eitt árið segir eitt tröllið „Mér heyrðist ég heyra einhvern baula hér fyrir handan". Síðan liðu 1000 ár og þá sagði annað tröllið „Það var áreiðanlega eng- inn að baula.“ Eftir enn ein þúsund ár sagði þriðja tröllið: „Ef þið hættið ekki þessu kjaftæði, þá flyt ég héðan.“ Islendingar ættu að sjá að sér áður en það verður um seinan, áður en orkuskorturinn fer að sauma að okkur. Þá verður gott að geta staðið uppi með næga orku úr íslenskum orkulindum. O.P. • Álitshnekkir „Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott“ segir máltækið, svo það er kannski engin ástæða til að örvænta. En einhvern veg- inn segir mér svo hugur að fram- kvæmdir varðandi ferðafrelsi og frelsiskerðingu hermannanna á Keflavíkurflugvelli eigi eftir að orsaka enn verri blaðaskrif en þau sem okkar ágæti utanríkisráð- herra kvað vera ástæðuna fyrir ákvörðun sinni um aukið ferða- frelsi til handa hermönnum Bandaríkjahers á Keflavíkurflug- velli. Hvað haldið þið að bandarískir blaðamenn geri þegar þeir komast að því að það sem þeir skrifuðu um samskipti íslendinga og her- mannanna hafi haft þau áhrif að utanríkisráðherrann tók fyrr- nefnda ákvörðun, en dró hana síðan til baka þar sem enginn áhrifamaður virtist vera honum sammála? Auðvitað gera þeir sér mat úr því efni og skyldi enginn lá þeim. Þetta hringl er íslendingum ekki til álitsauka en var ekki vanþörf á. P.H. HÖGNI HREKKVÍSI í S\GeA V/öGÁ 2 liLVtVAti ý() vfa AO Lö<bh V/6 V/Q VI \N. VÍ^ÁN VÍO VöN oV&fcNOW.vteN/é Bksmisro mn V VAMmföíALbM ff) V49 Gtö! M\V SAj$- /Amroví V/P YlW.Oi VANNMAA/-/I \ £/N0 \Í8/9 A¥!Á\\ V//& Fréttir frá Stykkishólmi Stykkishólmi. 5. júlí. ÞESSI fallegi bátur er smíðaður í Skipasmíðastöð Kristjáns Guðmundssonar Stykkishólmi. Hann er 9 smálestir að stærð og heitir Hjörtur N.S. 98. Báturinn er með Buch vél, 65 hestafla, og er búinn öllum venjulegum tækjum til veiða. Báturinn var afhentur í maí s.l. og seldur til Vopnafjarðar. Nú er farið að dubba upp gömul hús hér í Hólminum með álklæðningu og taka þau mjög stakkaskiptum og eru hin mesta prýði eins og sjá má af meðfylgjandi mynd. Þá hefir Sig. Ágústsson hraðfrystihús látið setja álklæðningu á skelfiskvinnsluna og er að hefja framkvæmdir við að setja utan á hraðfrystihúsið sem stendur við Austurgötu og verður það mikil bót og setur fallegan svip á umhverfið. Hótel Stykkishólms hefir haft mikil verkefni það sem af er sumri þrátt fyrir að tíðarfar hefði mátt vera miklu betra. Nú hefir hótelið gefið út með- fylgjandi bækling til leið- beiningar fyrir ferða- menn. Þeir fjölgar sem notfæra sér hótelið og þess ágætu þjónustu. Fréttaritari. fmzm HOTEL STYKKISHOLMIK Fvrstrt flokkf ---

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.