Morgunblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JULI1979 35 Knattspyrnumaður Evrópu, Kevin Keegan. Margir eru á þeirri skoðun að hann sé sá besti í veröldinni í dag. Nú gefst knattspyrnu- unnendum kustur á að sjá hann í leik á Laugardalsvellinum á móti Val. Evrópukeppni meistaraliða Nottingham Forest, Evrópumeistararnir í knattspyrnu, f á að glínta við Teit Þórðarson og félaga hans í sænska liðinú öster frá Vexjö í 1. umf erð Evrópukeppni meistaraliða. Það var einmitt sœnskt Hð sem Forest vann í úrslitum í f yrra, Malmö FF. Leikur Forest heimaleik si n n fyrst. Forest er í keppni þessari að þessu sinni sem bikarhafínn, en nú vcrandi ensku meist ararnir. Liverpool, fengu mótherja sem kann að reynast erfiður viðfangs, ekki síst vegna mikilla ferðalaga. Liverpool lelkur gegn sovéska liðinu Dynamó Tiblisi og leikur ú( ileikinn f yrst. Af öðrum stórleikjum má geta leiks Porto og AC M ílanó og Partizan Tirana gegn Celtic, en aðrir leikir eru þessir: Dundalk-Linfield Liverpool - Dynamó Tiblisi Arges Tiblisi - AEK Aþenu Levski Spatkat - Real Madrid Valur - Hamburger SV Servette - Beveren Vejle - Austria Vien Nott. Forest - öster FCPorto-ACMílano Red Boys Dif f erdange - Omonia Nicosia Hadjuk Split - Trabsonspor Racing Strassburg - IK Start Partizan Tirana - Celtic HelstnkiJK-Ajax l J jpesti Doza - Dukla Prag Dynamú Berlín - Ruch Chorsow Evrópukeppni bikarhafa Fátt er um stórleiki í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa. Arsenal, enski bikarmeistarinn, fékk mótherja sem ætti ekki að valda mikium vandræðum. Fenerbache f rá Tyrklandi. Fyrst fer fram undankeppni fjbgurra liða, Rangers leikur gegn Lilleström og B 1903 frá Daninörku leikur gegn Apoel Nicosfu frá Kýpur. Er það ekki skoskri knattspyrnu til upphefðar að vera sett á bekk með slíkum knattspyrnudvergum. Sfðan leika eftírtalin lið saman. Rangers/ Lilleström - Fortuna Dusseldorf Dyn. Moskva - Wllasnia Shkodey. FC Juventus - Vasas Budapest. Tvente - Panionois Aþenu. Akranes - Barcelona. Arka Gdynia - Berœ Stara Zagira. CHftoviile-FCNantes. Wrexham - Magdeburg. Young Boys - Steua Búkarest. Aris Bonnevoie - Reiphas Lahti. Wacker Innsbruck - Loko Kosice. Heersehot -FC Rijeka. BK1903/ Apoel Nicosía - Valencia. Boavista Porto - Sliema W' anderers. Arscnal - Fenerbache. * Gautaborg - Waterford FC. Valur og IA duttu í lukkupottinn lentu á móti Hamburger SV og F.C. Barcelona í GÆRDAG var dregið í aðalstöðv- um FIFA í Zurich, í knattspyrnu- keppnum Evrópu. íslandsmeistar- ar Vals. og bikarmeistarar ÍA duttu svo sannarlega í lukkupott- inn. Voru nöfn liðanna dregin á móti tveimur af alsterkustu knattspyrnuliðum Evrópu, Valur á móti Hamburger SV, og ÍA á móti FC Barcclona. Lánið lék hins vegar ekki við ÍBK, en þeir lentu á móti Kalmar FF frá Svíþjóð. íslenskir knattspyrnuunnendur eiga því í vændum að sjá marga af fremstu knattspyrnumönnum heims á Laugardalsvellinum í' haust. Sjálf- ur knattspyrnumaður Evrópu Kev- in Keegan er í broddi fylkingar hjá Hamburger SV, en þar leika lika snillingar eins og Manfred Kaltz, Memmering, Maggath, Kargus, o.fl. Þess má geta að Kaltz lék í heimsliðinu á móti Argentínu á döKunum og þótti besti maður liðsins. í liði FC Barcelona leika ekki óþekktari leikmenn. Nöfn eins og Hans Krankl markamaskínan mikla, einn markhæsti leíkmaður síðustu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu, og fyrrverandi knattspyrnumaður Evrópu Alan Simonssen. Framherjinn Rexach þykir líka með leiknustu knatt- spyrnumönnum Evrópu. - þr. Markamaskinan Barcelona. Hans Krankl, einn þekktasti leikmaður FC - ÞETTA er stórkostlegt, sagði Gunnar Sigurðsson vara- formaður knattspýrnuráðs Akraness. — Þegar útkjálkalið eins og Akranes lenda á móti slíku stórveldi eins og FC Barcelona er. Ég er ekki viss um að okkur takist að fá heimaleikinn, landsmeistararnir ganga fyrir. En ég vona að samningar takist um það atriði. Þetta verður með því viðburðaríkasta í knatt- spyrnunni hér í sumar. Það er ekki á hverjum degi að leikmenn eins og Krankl, og Simonssen leika á Laugardalsvellinum, að ógleymdum Rexach. — þr. — VIÐ erum í sjöunda himni sagði Pétur Sveinbjarnarson formaður knattspyrnudeildar Vals er Mbl. hafði samband við hann í gær. — Það er ánægju- legt að detta svona í lukku- pottinn. Miðað er við stöðu Hamburger SV í dag í knatt- spymuheiminum, þá verður leikur Vals og Hamburger SV stærsti íbróttaviðburður hér á landi síðan Benfica lék hér. Það hlýtur að vera öllum knattspyrnuáhugamónnum kappsmál að sjá snillinginn Kevin Keegan, knattspyrnu- mann Evrópu, leika á Laugar- dalsvellinum ásamt öllum þeim stóru nöfnum sem leika við hlið hans. Við munum leika hér heima 19. september. Og rétt er að benda á þann sérstaka feril sem Valsmenn hafa í Evrópukeppn- inni. Þeir hafa aðeins einu sinni tapað heimaleik, og hæst ber glæsilegan árangur þeirra á móti Benfica en þar náðu þeir jafntefli. Við munum gera okk- ar besta í leiknum eins og alltaf þegar við leikum sagði Pétur að lokum. -br. — ÉG ER mjög ánægður, vildi fá sterkt lið. Fjögur bestu lið í Evrópu í dag eru Hamburger SV, Barcelona, Liverpool, og Nottingham Forest, sagði Nemes Þjálfari Vals í gær í spjalli við Mbl. — Kevin Keegan er án alls vafa besti knattspyrnumaður heimsins í dag bætti Nemes við. Það eru fáir leikmenn sem eru jafn alhliða og geta leikið alls staðar á vellinum. Hann minnir á Cryuff. Ég tel að við eigum möguleika hér heima í septem- ber. Þá eru þýsku liðin rétt að fara af stað í keppninni og því skyldi Val ekki takast vel upp í Evrópukeppninni núna eins og undanfarin ár, sagði Nemes. - br.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.