Morgunblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979
13
öllum Norðurlöndunum, auk þess
sem hann hefur sýnt víða um
heim.
„Ég mála mest abstraktmyndir,
sem verða að túlka sig sjálfar.
Aður en ég byrja að vinna mynd,
geri ég mér yfirleitt grein fyrir því
hvað ég ætla að fást við og
stundum legg ég megináhersluna
á litinn, stundum línuna, eða
formið. Hvað verður fyrir valinu
hverju sinni er ákaflega mismun-
andi, en myndin tekur oft miklum
breytingum meðan ég er að vinna
hana. Stundum margeyðilegg ég
myndina, meðan ég er að vinna
hana, og oft breyti ég fullgerðum
myndum. Ég er svo sérvitur."
Allar myndir Þorvaldar eru
unnar í olíu og eru til sölu.
„Myndin þróast
meðan hún er
í vinnslu“
Kristján Davíðsson tjáði blm.
Mbl. að flestar af hans myndum á
sýningunni væru nýjar, og væri sú
elsta frá árinu 1976.
Kristján stundaði listnám í
Reykjavík og síðar í Bandaríkjun-
um, og hefur tekið þátt í sýningum
Sigurjón ólafsson myndhöggvari.
Hann á 14 verk á sýningunni.
upplifað í náttúrunni og umhverfi
mínu.“
„Allar myndirnar mínar hér á
sýningunni eru unnar í olíu og eru
flestar þeirra til sölu."
„ Vinn nær
eingöngu í tré
nú orðið“
Sigurjón Ólafsson er eini mynd-
höggvarinn í Septem-hópnum, en
aðrir í hópnum leggja aðaláhersl-
una á málverkið. Sigurjón stund-
aði listnam í Reykjavík og síðan á
Listaháskólanum í Kaupmanna-
höfn. Hann hefur tekið þátt í
sýningum víða um heim, auk þess
sem höggmyndir hans eru á mörg-
um söfnum og við opinbera staði í
Reykjavík og víðar.
I viðtali við blm. Mbl. sagði
Sigurjón að flest verka hans á
Septem 79 væru nýleg og unnin á
þessu og síðasta ári.
„Öll verkin nema tvö eru unnin í
tré, þó ekki sé um eiginlegan
myndskurð að ræða,“ sagði Sigur-
jón.
„Þetta eru nokkurs konar mód-
el, sem hægt væri að stækka í
annað efni, ef áhugi væri fyrir
hendi."
málaðar á árunum 1978 og 1979.
Alit eru þetta olíumyndir og eru
allar til sölu,“ sagði Jóhannes
Jóhannesson.
Jóhannes stundaði listnám í
Reykjavík og í Bandaríkjunum og
hefur tekið þátt í mörgum listsýn-
ingum hérlendis og erlendis, auk
þess sem hann hefur haldið nokkr-
ar einkasýningar í Reykjavík.
„Ég tilheyri kjarnanum úr
gamla Septem-hópnum, og get
ekki annað en ságt að margt hafi
breyst síðan ég byrjaði á þessu.
Gamli listamannaskálinn var
ákaflega skemmtilegur sýningar-
staður og það var alltaf svo mikið
um að vera þegar við vorum að
bauka við að setja þar upp sýning-
ar í gamla daga. Annars verður
ekki annað sagt, en að það sé alveg
stórkostlegt að fá tækifæri til að
setja upp sýningu hér á Kjarvals-
stöðum. Þótt Norræna húsið sé
alveg ágætt er það full lítið fyrir
okkur í Septem-hópnum, en hérna
er mun stærri salur og miklu
betra að koma verkunum fyrir svo
að þau njóti sín. Kjarvalsstaðir
eru eiginlega eini staðurinn í
Reykjavík, sem ber svona stóra
sýningu, og var það því alveg ágæt
Kristján Davíðsson við mynd sína Andlit í kyrrstæðri bflalest.
Hugmyndina að þessari mynd fékk Kristján er hann var staddur í
Chicago-borg í aprfl síðastliðnum. Lenti hann þá í miklu umferðar-
öngþveiti, en í myndinni reynir hann að túlka hvernig honum leið á
meðan hann beið eftir því að komast áfram.
Jóhannes Jóhannesson við mynd er hann nefnir Landnám. Sagði hann
að í þessari mynd hefði honum fundist hann geta ráðið fram úr
vandamáli, sem hann var að glíma við „og því er þetta eins konar
landnám með sjálfum mér.“
Blár dagur heitir þessi mynd Þorvaldar Skúlasonar. Steinþór Sigurðsson hjá mynd sinni Vetrarblóm.
Hlutafélag
stofnað um
klak-ogfisk-
eldisstöð á
Hólum í
Hjaltadal
Ba'. 9. júlf.
FÖSTUDAGINN sjötta
þessa mánaðar var stofn-
fundur hlutafélags um
klak- og eldisstöð á Norð-
urlandi vestra haldinn á
Hólum í Hjaltadal. Þar
voru mættir um 30 fulltrú-
ar frá fiskiræktar- og
veiðifélögum á þessu
svæði. Til fundar var boð-
að af undirbúningsnefnd,
sem síðastliðin tvö ár hef-
ur unnið að undirbúningi
málsins.
Þarna var mættur sem fulltrúi
landbúnaðarráðherra Haraldur
Árnason skólastjóri, en fyrirhug-
að er að Bændaskólinn á Hólum
eignist 40% af hlutafé félagsins,
sem ákveðið er 70 milljónir króna.
Á fundinn komu einnig Árni
ísaksson frá Veiðimálastofnun-
inni, sem hélt erindi um klak- og
eldisstöðvar og Eyjólfur K. Jóns-
son alþingismaður sem sat fund-
inn sem lögfræðilegur ráðunautur
hlutafélagsins.
Hið nýstofnaða hlutafélag hlaut
nafnið Hólalax h.f. og er heimilis-
fang þess Hólar í Hjaltadal og fá
færri hlut í þessU félagi en vilja,
því ásókn í að eignast hlut í því
hefur verið meiri en hægt hefur
verið að anna. Stjórn félagsins var
kosin á fundinum og skipa hana
Gísli Pálsson, Hofi, formaður,
Valgeir Guðjónsson, varaformað-
ur, Gísli Gíslason, ritari, Haraldur
Árnason, Björn Lárusson, Böðvar
Sigvajdason og Pétur HafsteLns-
son. Áætlað er að stöð þessi taki
til starfa haustið 1980 en sú
áætlun byggist á því heitt og kalt
vatni verði til staðar á skólasetr-
inu. Miklar vonir eru bundnar við
þessa framkvæmd og jafnframt að
þarna gefist tækifæri til að veita
bændaefnum undirstöðumenntun
í fiskirækt. Hefur veiðimálastjóri
einnig talið líklegt að á Hólum
verði fastráðinn maður frá stofn-
uninni.
Gestkvæmt hefur verið á Hólum
undanfarið og t.d. voru lærðir og
leikir kirkjunnar menn á tveggja
daga námskeiði þar um síðustu
helgi. Spretta er mjög hæg og ekki
eru líkur til að sláttur hefjist fyrr
en um eða eftir næstu mánaða-
mót.
— Björn.
með íslenskum og erlendum lista-
mönnum víða um heim, auk þess
sem hann hefur haldið 18 einka-
sýningar.
Á Kjarvalsstöðum sýnir
Kristján nú olíumálverk og teikn-
ingar, auk þess sem ein mynd er
unnin í akríl.
„Ég reyni alltaf að láta litina og
formið styðja hvort annað. A
meðan myndin er í vinnslu þróast
hún á ýmsa vegu, en eitthvað er þó
á bak við myndina, sem mig
langar til að framkvæma. Það
kemur fyrir að ég mála stóra
mynd á einum degi, svo eru það
aðrar myndir sem eru mörg ár að
fæðast."
Kristján sagði að allar mynd-
irnar á sýningunni væru til sölu
nema tvær, sem væru í einkaeign.
„Minningar og hug-
hrií iír úr náttúr-
unni og um-
hverfinu“
Steinþór Sigurðsson er yngsti
listamaðurinn í Septem-hópnum
og sýndi ekki með gamla kjarnan-
um. Hann stundaði listnám í
Reykjavík, Stokkhólmi og Barce-
lona og hefur tekið þátt í sýning-
um víða um lönd. Hann starfar nú
sem leikmyndateiknari í Reykja-
vík.
„Margar af myndunum mínum
eiga rætur að rekja til þeirra
áhrifa, sem ég hef orðið fyrir úti í
náttúrunni og má eiginlega segja
að þær séu minningar og hughrif
sprottin upp úr þvi sem ég hef
„Ástæðan fyrir því að flest
verka minna á sýningunni eru
unnin í tré, er sú, að ég get ekki
lengur unnið í grjót. Eg er með
ofnæmi fyrir ryki og vinn því nær
eingöngu í tré nú orðið."
„Á sýningunni eru 14 verk eftir
mig og á ég þau öll sjálfur nema
eitt,“ sagði Sigurjón ennfremur.
„Ég hef ekkert endilega hugsað
mér að selja þessi verk, og því eru
þau öll óverðmerkt. Það má eigin-
lega segja að ég sé að þessu að
gamni mínu, en ekki til að selja."
„Stórkostlegt
að sýna á
Kjarvalsstöðum “
„Þetta eru allt nýjar myndir,
sem ég sýni hér núna, og eru
hugmynd hjá stjórn Kjarvalsstaða
að bjóða okkur að sýna hér.“
„Myndirnar mínar verða bara
að tala sínu máli. Þetta eru allt
abstraktmyndir og legg ég höfuð-
áhersluna á litinn. Það er eigin-
lega vegna litarins, sem ég er að
fást við þetta."
„Áður en ég byrja að vinna við
mynd geri ég mér í stórum drátt-
um grein fyrir viðfangsefninu. Oft
fæst ég við svipuð vandamál í
fleiri en einni mynd og útfæri þá
einstök þemu í margar myndir."
„Ég er mjög lengi að mála og
það tekur mig stundum mörg ár
að mála eina mynd. Þegar maður
er orðinn svona gamall verður
maður svo gagnrýninn," sagði
Jóhannes að lokum.
A.K.
Kópavogur og Garðabær:
Þúsund ný
símanúmer
um áramót
UNNIÐ ER nú að smíði nýrrar
símstöðvar ( Kópavogi sem þjóna á
Kópavogi og Garðabæ. Er gcrt ráð
fyrir að símstöðin verði tekin í
notkun um næstu áramót. en nú er
verið að steypa upp húsið.
Að sögn Kára Jónassonar símstjóra
verða um 1.000 ný númer í stöðinni en
nú bíða um 300 manns eftir að fá síma
í Kópavogi og Garðabæ og kvaðst
hann voná að þessi stækkun stöðvar-
innar myndi duga um nokkurt skeið,
en sumir hafa beðið allt að einu ári
eða lengur eftir nýjum síma á þessum
stöðum.