Morgunblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1979 Fógetaréttur Reykjavíkur: Afturvirku skattalögin og skyldusparnaðurinn ekki andstæð stjórnarskránni í FÓGETARÉTTI Reykjavíkur heí- ur verið kveðinn upp úrskurður í máli því er Vinnuveitendasamband íslands gekkst fyrir að höfðað yrði vegna skattlagningar samkvæmt bráðabirgðalögum frá 8. septem- ber 1978. Mál þetta var lögtaksmál sem Gjaldheimtan í Reykjavík höfðaði gegn Leifi Sveinssyni og taldi Leifur að ákvæði bráða- birgðalaganna um afturvirka skattlagningu væru andstæð stjórnarskrá íslands og einnig að ákvæði laga um skyldusparnað frá 31. desember 1977 færu út fyrir heimildir stjórnarskrárinnar, einkum eignarréttarákvæði henn- ar. Varð niðurstaða fógetaréttar sú að hvorugt þessara lagaákvæða var talið ganga gegn stjórnar- skránni og var lögtak heimilað. Að sögn Leifs Sveinssonar verður þessum úrskurði fógetaréttarins áfrýjað tii Hæstaréttar íslands. Upphaf málsins var það að f nóvember 1978 tilkynnti Leifur Gjaldheimtunni að hann féllist ekki á réttmæti álagningar gjalda á sig samkvæmt bráðabirgðalögun- um frá í september 1978 og álagn- ingu skyldusparnaðar samkvæmt lögum frá 1977 en með þeim er mönnum gert skylt að leggja til hliðar fé til varðveizlu í ríkisjóði, þ.e. 10% af skattgjaldstekjum árs- ins 1978. Jafnframt kærði Leifur þessa skattlagningu til skattstjór- ans f Reykjavfk, sen hafnaði kær- unni og kærði Leifur þá málið til ríkisskattanefndar. Gjaldheimtan fór fram á að lögtak yrði heimilað fyrir þessum gjöldum og segir í úrskurði fógetaréttarins m.a.: „Með bréfi, dags. hinn 5. des. s.l. kærir gerðarþoli (Leifur — innskot mbl.) mál sín áfram til ríkisskatta- nefndar. Úrskurður hefur ekki verið felldur enn og virðist ríkisskatt- stjóri hafa tekið þá afstöðu til kærumála gerðarþola, að nefndin bresti heimild til úrskurðar slíks ágreiningsefnis, og því beri að vísa málum þessum frá nefndinni. Ætl- unin var aö hinkra með mál þetta, þar til úrskurður ríkisskattanefndar lægi fyrir, en nú hefur komið fram, bæði í málflutningi og frá formanni nefndarinnar, að hún veigri sér við því að kveða úrskurðinn upp. í málflutningi hefur gerðarbeið- andi (Gjaldheimtan — innsk. Mbl.) lagt áherslu á það, að lögin nr. 77, 1977, sem sett væru hinn 31. des. í- lok tekjuársins, en áður en menn skiluðu skattframtölum sínum, hafi ekki virkað meira aftur fyrir sig, en algengt sé um skattalög hér á landi. Á skyldusparnaðinn reiknast. að vísu ekki vextir, en aftur á móti verðbætur skv. framfærsluvísitölu. Ástæðan til útgáfu iaganna hafi verið mjög hækkandi ríkisútgjöld. Afturvirkni laganna sé ekki meiri en algengt sé með slík lög hér á landi. Varðandi bráðabirgðalög nr. 96 frá 8. sept. 1978, eða IV kafla þeirra, hefur gerðarbeiðandi haldið því fram, að þau séu sett með stjórn- skipulegum hætti og gild réttar- heimild sem tekjuöflunarlög á fjár- hagslega erfiðum tímum þjóðarbús- ins. Skattar þessir séu nýir af nálinni, lagðir á eign og tekjur ársins 1977. Um afturvirkni laganna heldur gerðarbeiðandi því fram, að það hafi lengi tíðkast í íslenskum rétti, að setja íþyngjandi afturvirk skatta- lög, enda væri löggjafinn illa settur, þegar nauðsyn er brýn vegna að- steðjandi fjárhagsörðugleika, að geta ekki neytt slíkra úrræða til stjórnunar þjóðarbúsins. Sam- kvæmt þessu séu lögin gild réttar- heimild til álagningar skatta þess- ara og því á engan hátt andstæð stjórnarskránni, eins og gerðarþoli haldi fast fram. Gerðarþoli hefur hins vegar hald- ið því fram sem megin málsástæðu, að hvor tveggja hinna umdeildu laga fari út fyrir heimildir stjórnarskrárinnar og vitnar í því sambandi til 40. 41. og 42. gr. stj.skr. og þó einkum 67. gr. hennar. Með IV. kafla laga nr. 96, 1978 sé brotið gegn réttaröryggi þegnanna með því að leggja á viðbótarskatta, þegar reglulegri skattálagningu sé lokið og skattskrá lögð fram þegar br.b.l. séu sett. Slík viðbótará- lagning skatta á sömu skattstofna hljóti að vera andstæð heimildum stjórnarskrárinnar, og sé hér því um að ræða hreina eignaupptöku. Ennfremur brjóti nefndur IV kafli gegn jafnræði skattþegnanna. Gerð- arþoli hefur sérstaklega mótmælt því sem broti á 67. gr. stj.skr. að ríkissjóður borgi enga vexti til skyldusparenda af fé því sem hann varðveitir skv. fyrr greindum lögum þar um."' Um kröfu Leifs varðandi skyldu- sparnaðinn segir í úrskurði fógeta- réttarins, „að enda þótt lögin nr. 77, 1977 séu ekki sett fyrr en síðasta dag tekjuársins og virka þannig aftur fyrir sig (retroactive) þá séu þau gild réttarheimild fyrir skattyf- irvöld til að gera skattborgurunum -að leggja til hliðar fé til varðveislu í HRAUN KERAMIK íslenskur listiðnaður I GLIT HOFDABAKKA 9 REYKJAViK SIMI 85411 ríkissjóði skv. hinum almenna mælikvarða laganna, enda þótt spariféð beri ekki vexti heldur aðeins verðbætur eftir framfærslu- vísitölu. Samkvæmt þessu verður ekki fallist á þá málsástæðu gerðarþola, að hér sé um hreina eignaupptöku að ræða og því andstætt 67. gr. stj.skr." Þá segir í úrskurðinum: Til úrlausnar því, hvort að megin málsástæða gerðarþola fái staðist, að IV kafli laga nr. %, 1978, sem út voru gefin hinn 8. september sé ógild í heild til álagningar viðbótar- skatta þeirra, sem að framan eru rakin vegna eignarréttarákvæðis 67. gr. stj.skr. ber að hafa í huga, hvernig efnahagslífi þjóðarinnar var háttað um þessar mundir og hver tilgangur lagasetningarinnar hafi verið. I fáum orðum var ástandið slíkt að mörg fyrirtæki í sjávarútvegi höfðu hótað að stöðva rekstur sinn og önnur þegar fram- kvæmt stöðvun reksturs og sagt upp starfsfólki, þannig að verulegt at- vinnuleysi blasti við meðal þjóðar- innar. Tilgangur IV kafla laganna virðist ekki vera sá að afla tekna í ríkissjóð í þrengri merkingu, heldur hinn að standa straum af auknum niðurgreiðslum vöruverðs og tekju- missi ríkissjóðs vegna niðurfelling- ar söluskatts af ýmsum nauðsynja- vörum. Það er ljóst, að IV kafli um- ræddra laga verkar aftur fyrir sig (retroactive) og er jafnframt eins og flest skattalög, íþyngjandi fyrir skattborgarana. En regluleg álagn- ing skatta hafi þegar farið fram, þegar lögin voru sett og hinir nýju skattar lagðir á sama skattstofn. I stjórnarskrá lýðveldisins eru engin ákvæði að finna, sem banna setningu afturvirkra og jafnframt íþyngjandi skattalaga, enda þótt ljóst sé að á milli slíks og eigna- upptöku kunni mundangshófið að vera mjótt. Hins vegar er það svo, að lög- gjafinn hefur talsvert gert af því um hálfrar aldar skeið að setja aftur- virk og íþyngjandi skattalög (sjá rskj. nr. 14) eða allt frá árinu 1932. Og ef til vill má segja með sanni, að öll skattalög séu afturvirk (retro- spective) þar eð þau mæla fyrir um álagningu skatta á tekjur og eign fyrirfarandi árs. Með allt framanskráð í huga verður að telja lögin nr. 96, 1978 vera sett með stjórnskipulegum hætti og þrátt fyrir íþyngjandi afturvirkni IV kafla laganna sé hann ekki andstæður 67. gr. stjórnarskrárinnar né öðrum grundvallarreglum réttarskipunar landsins. Né verður talið, að mæli- kvarði þessara skattreglna sé svo vaxinn að hann mismuni skattgreið- endum. Hitt virðist ljóst, að þeir einir 'sem gjaldþolið hafa og mest bera úr býtum geti borið umtals- verða skatta eftir þessum skatta- reglum. Samkvæmt þessu verður um- ræddri skattálagningu ekki jafnað til eignaupptöku og kröfur gerðar- þola því ekki teknar til greina." Fógetarétturinn heimilaði sem fyrr sagði framgang hins umbeðna lögtaks en um málskostnað segir í úrskurðinum: „Með allar stað- reyndir og gang málsins í huga þykir rétt að málskostnaður falli niður." Úrskurð þennan kvað upp Valtýr Guðmundsson fulltrúi borgarfóget- ans í Reykjavík en lögmaður Gjaldheimtunnar var Guðmundur Vignir Jósefsson hrl. og lögmaður Leifs Sveinssonar var Helgi V. Jónsson hrl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.