Morgunblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979 Hestamenn á ferð um Djúp Bæjum, 5. júlf. ÞAÐ ER EKKI á hverjum degi sem hópur reiðmanna sést hér um slóðir nú til dags, og mátti því til nokkrar tilbreytni telja, er hér að Bæjum renndu um vegi ferða- menn fjórir á 13 gæðingum með ferða- og tjaldbúnað til útilegu úti í guðsgrænni sumarnóttinni. En menn þessir voru bræður tveir frá Isafirði, Kristmann og Jón Kristmannssynir, Rögnvaldur Ingólfsson, Bolungarvík og Guð- mundur Helgason, Hnífsdal. Frá ísafirði lögðu þeir félagar upp í leiðangur þennan s.l. laug- ardag, og var fyrsti og annar áfangi þeirra að Borg í Skötufirði, þar sem þeir gistu í tjöldum sínum, en héldu síðan næsta dag fram Skötufjarðarbotn og upp þar sem heitir Garðalág, uppi á Skötu- fjarðarheiði, en yfir þá heiði fóru þeir síðan og ofan í Heydal í Mjóafirði, þar sem þeir gistu næstu nótt í tjöldum sínum. Einstigi kváðu þeir vera þarna upp á fjallið úr Skötufirði, og hefði þar til forna verið hlaðið svo upp á kafla, að ennþá stæði, og gamlar reiðgötur lægju þar yfir heiðina, sem þeir töldu nauðsyn- legt að merktar væru, svo að ekki fyrntist leiðin og enginn rataði þar yfir, er fram liðu stundir. Eftir þessa erfiðu fjallaferð lá svo leið þeirra félaga úr Mjóafirði yfir hestakleif ofan í Isafjörð og sem leið liggur fram í Langadal, þar sem við var snúið og út eftir barna er verið að skipa upp hestum úr Fagranesinu, en þeir komu með skipinu frá Bæjum. Fjórir ísfirðingar riðu kringum Djúp með 13 hesta og luku hringnum með því að sigla með Fagranesinu til ísafjarðar. Mynd: F.H. Þórður Jónsson skrifar: Nýjar uppgötvanir í sameindalíffræði Sú skoðun, að þróunarskeið vísindamna markist af bylting- um í hugsunarhætti og vinnu- brögðum nýtur mikils fylgis meðal vísindasagnfræðinga og heimspekinga. A milli bylting- anna séu svo tímabil, er unnið sé með fastmótuðum hugtökum eft- ir viðteknum reglum. Einhverj- um kann að þykja, sem hér sé um ofeinföldun að ræða, og er það eflaust rétt. Byltingarkenn- ingin er hins vegar augljóslega ekki alveg út í hött, sé litið í fljótu bragði yfir sögu vísind- anna. Ef bylting er á ferð í einhverri vísindagrein um þessar mundir, er það í sameindalíffræði og skyldum greinum, lífefnafræði og erfðafræði. Frá því er gerð erfðaefnisins DNA fannst árið 1953, hafa orðið stórstígari framfarir á því sviði en nokkru sinni fyrr, þótt enn sé langt í land, að menn öðlist skilning á starfsemi frumunnar, frumeind lífsins. Á allra síðustu árum hefur opnazt víðari sjóndeildar- hringur í sameindalíffræði en bjartsýnustu menn þorðu að vona, með tilkomu nýrra að- ferða, er gera vísindamönnum kleift að breyta og meðhöndla á ýmsa vegu erfðaefni fruma. Þessar aðferðir, er nefndar hafa verið einu nafni erfðaverk- fræði, hafa bæði varpað nýju ljósi á eðli frumunnar og gefið fyrirheit um margvíslega hag- nýtingu í læknisfræði og land- búnaði. Svo að dæmi sé nefnt, tókst vísindamönnum í fyrra að fá bakteríu til að framleiða insúlín og vinnur nú eitt stærsta lyfjafyrirtæki Bandaríkjanna að rannsóknum til undirbúnings magnframleiðslu á insúlíni í bakteríum. Vonir standa til, að í framtíðinni verði unnt að búa til flesta eða ai a hormóna með þessu móti og jafnvel lækna erfðasjúkdóma. Á undanförnum tveimur árum hefur ýmislegt nýtt komið í ljós í sambandi við starfsemi og gerð genanna (erfðavísanna). Hvert gen er eins konar uppskrift fyrir próteini. Þessi uppskrift er skráð á efnafræðilegu dulmáli í DNA sameindum frumukjarnans. Hver DNA sameind er tvöföld keðja, gerð úr efnaeiningum, sem oftast eru auðkenndar með fyrsta bókstafnum í efnafræði- legum heitum þeirra, A, G, C, T. DNA keðjan hefur þann ein- stæða eiginleika að geta klofnað eftir endilöngu, en skriðið saman á nýjan leik og verið jafngóð á eftir. Þegar DNA sameind í frumukjarnanum er í klofnu ástandi, myndast önnur sam- eind, nefnd RNA, sem er ná- kvæm eftirmynd DNA sameind- arinnar að því leyti, að hún hefur að geyma sömu uppröðun á A, G, C, T og upprunalega DNA sameindin. Síðan flyzt RNA sameindin út í umfrymið utan frumukjarnans og stýrir próteinmyndun. Talið er, að allir eiginleikar frumunnar ráðist af, hvaða prótein hún myndar, svo að Ijóst er, hversu mikilvægt er að skilja þetta ferli. I ljós hefur komið, að veruleg- ur hluti DNA sameinda er alls ekki nýttur. Sum genin eru slitin sundur af A, G, C, T hlekkjum, sem tilheyra engri próteinupp- skrift. Hlutverk þessara auka- hlekkjara hefur verið vísinda- mönnum mikil ráðgáta. Sá hluti RNA sameindanna, sem svarar til aukahlekkjanna, er fjarlægð- úr áður en þær berast út í umfrymið, þótt ekki sé enn alls kostar ljóst, hvernig það gerist. RNA sameindirnar hafa því á endanum að geyma samfelld fyrirmæli um próteingerð. Eðlilegt er, að spurt sé, hvern- ig standi á tilvist erfðaefnis, er hafi engu hlutverki að gegna við próteinmyndun. Búast má við, að á næstu árum verði þessi spurning ofarlega í hugum sam- eindalíffræðinga. Uppi eru ýms- ar getgátur. Tilraunir á músum hafa sýnt, að sé aukahlekkjum DNA sameindanna breytt, getur RNA myndun truflazt og pró- teinframleiðsla stöðvazt. Ekki hefur fengizt skýring á þessu. Líklegast er talið, að auka- hlekkirnir séu leifar frá fyrri þróunarstigum og hafi að geyma upplýsingar, er ekki séu nýttar lengur. Aukahlekkirnir kunnna því að geta varpað nýju ljósi á þróunarsöguna. Ennfremur gefa aukahlekkirnir frumum aukið svigrúm til stökkbreytinga. Væru þeir ekki fyrir hendi, hefði breyting á einum hlekk DNA sameindar venjulega í för með sér eyðileggingu á heilu geni. Oftast leiðir þetta til dauða frumunnar. Hins vegar má ímynda sér, að stökkbreyting í aukahlekkjum skipti engu máli í flestum tilvikum, en hana megi nýta, sé hún til hagsbóta. Sé þessi tilgáta rétt, leiðir hún til talsverðrar breytingar á þeim hugmyndum er menn hafa gert sér um þróun lífvera og sýnir enn betur en áður, hve starfsemi frumunnar er hugvitssamleg. Gen (A) er hluti DNA keðju með aukahlekkjum (ljósir). RNA sameind (B), nákvæm eftirmynd DNA keðjunnar. myndast. Sá hluti RNA sameindarinnar. er svarar til aukahlekkja, er fjarlægður (C). Ný RNA sameind, samfelld uppskrift fyrir prótein, verður til (D) og berst út í umfrymið til að stjórna próteinframl- eiðsiu (E). Og vei þeim sem ei virðir skáldhkap þann sem veru leikinn yfkir kringum hann. Þannig kveður góðskáldið okkar Tómas Guðmundsson. Maður sem hefir horft á lífið augum alvöru- mannsins, maður sem ekkert aumt getur litið án þess að rétta hönd til varnar, enda bera kvæði Tómasar það með sér að þar er mannvinur að baki. Maður sem á erfitt með að sjá nokkurt líf glatast. Oft er okkur bindindismönnum svarað með því að okkur komi hitt og þetta ekki við ef við erum að reyna að beina mönnum inn á þrönga veginn. En þar er einnig Tómas á öðru máli. Hann segir: Því meðan til er böl sem bætt þú gast og barÍNt var á meðan hjá þú saat, er óián heimHÍnH einnig þér að kenna. Þetta kom mér í huga þegar ég las í fimmtudagsblaði Mbl. erindi Svante Nueanders sem hann flutti á ráðstefnu um áfengismál hér á landi í vetur og einnig grein í blaðinu á sunnudag sem tekin er úr þýsku blaði. Það er talað um meiri fræðslu um áfengis- og fíkniefnamál og þeir tala hæst sem ekki vilja hlusta á neina fræðslu eða láta reynsluna, sem ólygnust er, fram hjá sér fara og gefa henni engan gaum. Sameinuðu þjóðirnar hafa Árni Helgason: Öll berum við ábyrgð lagt sinn skerf til rannsókna í þessum efnum og niðurstöðurnar eru á engri tæpitungu. Þar er staðfest það sem við erum alltaf að minna á að því auðveldara sem er að ná í þess þessi efni því meir eru þau notuð og hver hamla sem sett er á og hversu lítil sem hún er miðar til bóta. Þessari fræðslu er ekki gaumur gefinn og menn halda áfram úti í foræðinu. Það er mikið talað um frelsi í þessu og þessu, frelsi til alls, og kannski er þessi hugsun að verða okkur til falls hér á landi. Menn vilja fá frelsi til að drekka sitt vín, reykja sína sígarettu o.s.frv. En einn daginn vakna menn upp við vond- Fyrsta landa- bók B jöllunnar Stóra-Bretland land og þjóð Höfundur: Francis Coleman Þýðandi: Sigurður R. Guðjónsson Bjallan hf. Reykjavík 1978 BJALLAN er byrjuð að gefa út bókaflokk hún nefnir „Landabæk- ur Bjöllunnar." Tvær bækur úr flokki þessum eru komnar út fyrir nokkru og fleiri munu væntanleg- ar. Bækurnar eru úr enskum flokki landafræðibóka sem, að sögn Bjöllunnar, hafa verið þýdd- ar á fjölmörg tungumál og hvar- vetna notið mikilla vinsælda. Bókin um Stóra-Bretland er glæsileg í útliti, prýdd mörgum myndum í litum. Yfirskriftir á efni eru þrjátíu og því víða komið við í sögu lands og þjóðar. Fyrsti kaflinn fjallar um upp- runa Breta: „... Við lok ísaldar voru íbúar Bretlands nokkur þús- und veiðimenn — Annar kaflinn nefnist: „Þéttbýlt og töfrandi land“. Þar segir að þegar á heildina sé litið þyki flestum Bretland heillandi land. í kaflanum „Bresk áhrif“ er sagt að líta megi á Bretland sem eitt að sköpurum nútíma heimsmyndar. „Heimilislíf" — í þeim kafla er sagt frá eigendastolti og virðingu fyrir einkalífi. „Tómstundir og ánægja" greina frá því hve Bretar séu heppnir, að eiga völ á svo margþættum tómstundum að þar get allir fundið eitthvað sem hentar. „íþróttaþjóð". Þar er m.a. frá því sagt að mörg þúsund manns eyði meiri hluta frítima síns í alls konar íþróttir og þeim til við- gangs. „Breyttir kennsluhættir" greina m.a. frá því að: „vegna mikillar gagnrýni skóla- og stjórnmála- manna hafi verið teknir upp fjöl- brautaskólar, sem taka við öllum nemendum." „Búðir og innkaup“.“ Þar kemur fram að stórmarkaðir hafa breiðst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.