Morgunblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAPIÐ, MIDVIKUDAGUR 11. JÚLÍ1979 Neskaupstaður í hálfa öld: ^^ Hluti Neskaupstaðar, eins og hann kemur íyrir sjónir í þoku utan aí Norðfirði, fjörðurinn verður grár og ekki sést upp í ntiðjar hlíðar, hvað þá lengra þegar Austf jarðaþokan leggst yfir. Myndin er tekin um borð í varðskipinu Þór á laugardaginn var. manns í Nesþorpi. Kvenfélagið Nanna var stofnað árið 1907. Form- legt skólahald hófst 1909. Kaupfé- lagið Fram var stofnað 1912. Arið 1913 var Norðfjarðarhreppi síðan skipt í tvo hreppa, Norðfjarðar- hrepp og Neshrepp, og hafa síðan verið tvö sveitarfélög í Norðfirði, og hafa skoðanir manna verið skiptar á ágæti þess alla tíð síðan. Árið 1913 voru íbúar Nesþorps 636 talsins. Þar var þá 21 vélbátur og 42 róðrabátar eða 63 bátar, sem veittu 201 manni vinnu. Utan þorpsins var 1 vélbátur og 13 róðrabátar. Samtais voru því 77 bátar í Norðfirði. Neskaupstaður Eftir að hrepparnir í Norðfirði vbru orðnir tveir óx Nesþorp enn ört, og árið 1929 var þorpið gert að kaupstað, og nú á þessu ári er fimmtíu ára afmæli kaupstaðarrétt- indanna því minnst eins og áður hefur verið rakið ítarlega hér í Morgunblaðinu. Á þessum fimmtíu árum hefur Neskaupstaður smám saman verið að taka á sig þá mynd ér nú blasir við þeim er leggja leið sína til Norðfjarðar. Kaupstaðurinn Mikil uppbygging hefur átt sér stað síðan byggð hófst í Nesþorpi fyrir síðustu aldamót Margt hefur breyst í Norðfirði hina síðustu áratugi, útgerðin ekki síður en annað. Á þessari mynd sést Vfkingur, bátur Lúðvíks Sigurðssonar, en hann kom til Norðf jarðar árið 1905. Nesþorp Neskaupstaður, sem á þessu ári fagnar fimmtíu ára afmæli kaup- staðarréttindanna, hét háður Nes- þorp. Á árunum eftir 1895 óx þorpið mjög ört, og teygði sig fljótlega yfir það svæði er Nesland markaðist af. Störf manna voru einkum tengd verslun og útgerð, en kaupmennska í smærri stíl átti þó frekar erfitt uppdráttar, þar sem peningaverslun var lítil, en vöruskipta- og láns- viðskipti voru ríkjandi. Voru margir bundnir við innlegg og úttektir hjá verslun Sveins Sigfússonar. Staðurinn hélt áfram að byggjast upp, og má nefna nokkra minnis- varða er upp úr standa, er þróun byggðarinnar er rakin. Kirkia á Nesi var vígð 24. janúar 1897. íshús var fullgert í Nesþorpi vorið 1897. Tilraunir með útgerð þilskipa eru gerðar um aldamótin. Tilraun var gerð til að reka gufubátinn Norð- fjörð um svipað leyti, en það mistókst. Norðmenn reistu hvalstöð á Norðfirði árið 1901. Góðtemplarar reistu samkomuhús árið 1904. Fyrstu vélbátarnir komu árið 1905, og ollu þeir tímamótum í útgerð í Norðfirði, en þetta ár bjuggu 335 Götumynd frá Neskaupstað. Þetta er „Gúttó". Margir Norðfirðingar minnast þessa húss með söknuði, og hörmuðu niðurrif þess á sínum tíma. Þarna var um áratugi miðstöð skemmtanalífsins í Neskaupstað. Þar voru haldnir dansleikir, leiksýningar, fundahöld og tombólur svo eitthvað sé nefnt. ;r hinn reisulegasti, og blómleg ítvinnufyrirtæki og stór einbýlishús eru meðal þess sem athygli vekur í Neskaupstað, auk þess sem mörg eldri hús setja svip sinn á bæinn, flestum vel við haldið og í góðu ástandi. Barnaskólinn á Neskaupstað var tekinn í notkun árið 1931, og má til gamans geta þess að hann kostaði fullbúinn 160 þúsund krónur. Sama ár tók svo Gagnfræðaskólinn til starfa í gamla Barnaskólahúsinu. A þessum tíma réðst kaupstaður- inn í að kaupa Ormsstaðahjáleigu fyrir 10 þúsund krónur. Árið 1943 var sundlaugin síðan tekin í notkun, Nýja rafstöðin var tekin í notkun 1948, Oddskarðsvegurinn var opnað- ur 1949, en áætlunarflug sjóflugvéla til Norðfjarðar hófst 1946. Það ár kom einnig fyrsta bílavogin, einnig fyrsti lyftikraninn, árið eftir fyrsta vélskóflan og síðan komu fyrsti slökkvibíllinn og fyrsta jarðýtan árið 1949. Fjórðungssjúkrahúsið var vígt árið 1957, skömmu áður hófst togaraútgerð frá Norðfirði, árið áður hófst gerð flugvallar, byrjað var á íþróttavelli og unnið að fleiri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.