Morgunblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.07.1979, Blaðsíða 36
EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINL' \l <.I,VSI\(. \ SIMINN KK: 22480 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU \l (.l,VSIN(. \ SIMINN KK: 22480 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1979 Skattskrár Vestf jarða lagðar fram í dag: Hækkun gjalda á einstaklinga um 60% og á félög um 97% SKATTSKRÁR Vestfjarðakjör- dæmis verða lagðar fram í dag. Alögð gjöld nema alls 1.026.013.883 krónum á 5.496 ein- staklinga og 1.312.877.378 krón- um á 500 félög. Álögð gjöld í skattskrám 1978 námu 2.431.374.001 krónu á 5278 ein- staklinga og 666.374.289 krónum á 496 félög. Gjaldahækkun ein- staklinga milli ára er um 60% og hjá féiögum er hún um 97%. Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. ísafirði ber hæst gjöld fyrirtækja, samtals 150,7 milljónir króna og Ishúsfélag Isfirðinga kemur næst með 89 milljónir króna, en það var skatthæsta fyrirtækið á Vestfjörð- um í fyrra. Jón Fr. Einarsson bygginga- meistari í Bolungarvík ber hæst gjöld einstaklinga nú, 29,6 milljón- ir króna, og Hrafnkell Stefánsson lyfsali Isafirði er annar hæsti einstaklingurinn með 14,9 milljónir króna. Þessir tveir voru einnig hæstir einstaklinga í fyrra. Gjöld á einstaklinga eru nú hæst að meðaltali á ísafirði 936.356 krónur, í Bolungarvík eru þau 929.538 krónur, í Súðavík 765.282 krónur, á Þingeyri 760.012 krónur og á Flateyri eru meðaltalsgjöld einstaklinga 719.323 krónur. Sjá: Skattskrá Vestfjarða bls. 3. Talsvert jarðrask á sér stað á Landakotstúninu um þessar mundir vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda þar í vesturhorni túnsins bak við kirkjuna. M.a. þarf að leggja skolplagnir í gegn um túnið, en að því loknu verður það sléttað aftur og grætt og m.a. er unnið að lagfæringum á túninu austan kirkjunnar. Isafjörður: Æstur Frakki á flug- vél inn í flugstöðina 4ESTUR Frakki ræsti um miðnætti í gærkvöldi tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Cessna 310 á ísafjarðar- flugvelli, en missti stjórn á vélinni og hún Ienti í gegnum stóran glugga á farþegaafgreiðslunni. Enginn var í hyggingunni þegar slysið varð og Frakkinn slapp ómeiddur. Vélin er stórskcmmd, m.a. tættist annar hreyfiliinn, nef- hjól hrotnaði og ýmsar skemmdir urðu á vélinni. Aðdragandi málsins var sá að flugmaður vélarinnar, sem er frá Leiguflugi Sverris Þóroddssonar, var á Mánakaffi á ísafirði ásamt tveim- ur farþegum, íslendingi og Frakka. Var flugmaðurinn að bíða eftir veðurfréttum, en það líkaði Frakk- anum ekki og rauk út í miklu fússi. Mun hann hafa ferðast á „puttan- um“ út á flugvöll, en þar voru þá engir nema nokkrir Isfirðingar að draga svifdreka á loft. Sáu þeir hvar Frakkinn æddi inn í vélina, kom Þ jn*la eftir skipverja á Hval 9 ÞYRLA Varnarliðsins sótti í gærkvöldi skipverja á Hval 9 sem var um 60 mílur vestur af Garðskaga, en skipverjinn hafði fengið hjartaáfall. Þyrlan kom til Reykjavíkur um miðnætti. SVFÍ barst hjálparbeiðni kl. 8 og þyrl- an fór á 10. timanum. öðrum hreyflinum í gang án þess að hafa stjórn á bremsunum og skipti það engum togum að vélin tók hægri beygju og ók um 30 metra beint á gluggavegg flugstöðvarbyggingar- innar með fyrrgreindum afleiðing- um. Var Frakkinn enn í mjög æstu skapi þegar lögreglan kom á vett- vang. Sameignarsamningur um nýia Landsvirkjun 99 Ekki í samræmi við hagsmuni Reykjavíkur 99 — segir Birgir ísleif ur Gunnarsson SAMNINGANEFNDIR Akureyr- arbæjar, Reykjavíkurborgar og iðnaðarráðuneytisins hafa kom- ist að samkomulagi um sameign- arsamning nýrrar Landsvirkjun- ar. Grundvöllur þessa samnings er að Laxárvirkjun sameinist núverandi Landsvirkjun og að fyrirtækið, sem áfram heiti Landsvirkjun, yfirtaki Byggða- línurnar. Eingaraðild að þessu nýja fyrir- tæki yrði þannig að Akureyrarbær Islenzku liðin í lukkupottinn ÍSLANDSMEISTARAR Vals í knattspyrnu og bikarmeistarar Akraness hafa undanfarin ár verið stórveidi í íslenzkri knattspyrnu. í gær er dregið var um það, hverjir yrðu mót- herjar íslenzku iiðanna í Evrópumótunum þremur í haust komu upp úr hattinum tvö af stórveldum evrópskrar knattspyrnu. Valsmenn leika í keppni meistaraliða og mæta v-þýzka liðinu Hamborg SV, en meðal leikmanna þess liðs er Kevin Keegan, knattspyrnumaður árs- ins í Evrópu. Skagamenn leika gegn Barcelona, en það lið hefur m.a. orðið Evrópumeistari í íþróttinni. Meðal leikmanna í liði Spánverjanna er Daninn Allan Simonsen, knattspyrnu- maður ársins fyrir tveimur ár- um. Þriðja íslenzka liðið í keppn- inni er lið íþróttabandalags Keflavíkur og mæta Keflvíking- ar liði Kalmar frá Svíþjóð. Sjá nánar íþróttir á bls. 34 og 35. eigi 7,6%, Reykjavíkurborg 42,4% og ríkissjóður 50,0%. Þetta kom fram á blaðamannafundi í gær þar sem fulltrúar samninganefndanna gerðu grein fyrir samningnum og lagafrumvarpi um nýja Lands- virkjun. Á fundinum kom fram að skuldbindingar ríkissjóðs til að koma í veg fyrir að yfirtakan valdi hækkun á rafmagnsverði á núver- andi markaðssvæði Landsvirkjun- ar, verði 8—9 milljarðar. Birgir ísleifur Gunnarsson 22% hækkun á farmgjöldum skipafélaganna SKIPAFÉLÖGIN fengu í gær afgreidda 22% hækkun á flutn- ingsgjöldum sem háð eru verð- lagseftirliti, þe. 18% hækkun auk óskerts gengis sem þýðir 4% í viðbót. Tafir á þessari afgreiðslu frá ríkisvaldinu ollu töfum við af- greiðslu á vörum til innflytjenda þar sem skipafélögin drógu að afhenda farmskrár skipanna fyrr en afgreiðslan lægi fyrir. Einnig hækkar pakkhúsleiga um 22%. Stjórnvöld hafa lofað endurskoð- un á hækkun innan tveggja mán- aða, en farið var fram á 40%. borgarfulltrúi Sj álfsstæðisflokks- ins sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að ýmislegt að- finnsluvert við samninginn. „Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að ég er á móti þeirri stefnu sem fólgin er í því að sameina öll orkuöflunarfyrirtæki í eitt fyrir- tæki“, sagði Birgir ísleifur. „Mér finnst það nokkuð táknrænt að það skuli vera iðnaðarráðherra sem heldur blaðamanna fund til að kynna niðurstöður samninga- viðræðnanna. Það bendir til þess að ráðherra hafi fengið það fram sem hann vildi og Reykjavíkur- borg hafi ekki gert samning sem fyllilega sé í samræmi við hags- muni Reykjavíkur." Sjá nánar „Ríkissjóður tekur á sig..bls. 18. F orvígism enn st jórn m álaflokkann a: Kosið verði um stjórn- arskrárbreytingar í næstu kosningum FORVÍGISMENN stjórnmála- flokkanna eru sammála um að nauðsynlegt sé að samstaða náist um breytingar á sviði kosningaréttar og um kjör- dæmaskipun á því kjörtímabili sem nú stendur yfir. Þetta kemur fram í viðtölum sem Morgunblaðið átti við þá Geir Hallgrfmsson, Lúðvík Jóseps- son, Sighvat Björgvinsson og Steingrím Hermannsson í gær. Svo sem kunnugt er sagði dr. Gunnar Thoroddsen í viðtali við Morgunblaðið á föstudag í síð- ustu viku að stjórnarskrárnefnd- in hygðist leggja greinargerðir um ýmis atriði stjórnarskrár- innar fyrir þingflokkana í haust. Varðandi kjördæmamálið yrðu þannig nokkrir valkostir með upplýsingum, útreikningum og rökstuðningi lagðir fyrir þing- flokkana. Morgunblaðið leitaði álits forvígismanna stjórnmála- flokkanna á þessu efni og kom þar fram að þeir töldu æskilegt að stjórnarskrárnefndin lyki störfum sínum á tilskildum tíma svo unnt yrði að kjósa um stjórnarskrárbreytingar í næstu kosningum. Sjá nánar „Hvert verður framhald....á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.