Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 1
48 SIÐUR 172. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fylgdust ekki með Sovét-æf- ingum í Litháen Bnissrl — 28. júlf — Reutor. BANDARÍKIN og Kanada sendu ekki fulltrúa til að fylgjast með heræfingum Rauða hersins í Litháen, sem lauk í gær, en ástæðan er sú, að stjórnir ríkjanna vilja útiloka hugsanlegan misskilning um að þær hafi sætt sig við yfirráð Sovétríkjanna í þessu Eystrasaltslandi, að því er skýrt var frá í Br'ússel. Níu NATO-þjóðum var boðið að fylgjast með stríðsleiknum að þessu sinni, og þáðu Bretar, V-Þjóðverjar, Hollendingar, Belg- ar, Norðmenn, Danir og Frakkar boðið, en auk þessara þjóða sendu Svíar og Finnar fulltrúa. Um 25 hermenn tóku þátt í heræfingunum, að sögn Sovét- stjórnarinnar, en í Helsinki- sáttmálanum er kveðið á um gagnkvæm upplýsingaskipti NATO og Varsjárbandalagsins varðandi heræfingar, auk þess sem bandalögin skulu skiptast á að bjóða fulltrúum til að fylgjast með slíkum athöfnum. Eystrasaltslöndin þrjú, Eist- land, Lettland og Litháen, voru innlimuð í Sovétríkin árið 1940. Aðeins sjö lönd laus við hundaæði ísland eitt þeirra Ósló - 28. júlí - AP. HUNDAÆÐI hefur á undanförn- um árum breiðst út víða um lönd og er nú svo komið að aðeins sjö lönd í heiminum eru laus við þessa plágu, — það er að segja Bretland, Finnland, Svijjóð, Nor- egur, ísland, Nýja Sjaland og Astralía. Norðmenn ganga mjög hart fram í hundaæðisvörnum, og skjóta miskunnarlaust hunda, ketti og önnur gæludýr, sem borið geta sjúkdóminn og slæðast inn í landið með útlendingum, þrátt fyrir strangt eftirlit. Þannig hafa fimmtán hundar útlendinga verið skotnir það sem af er þessu ári og hefur lögreglan komizt á spor flestra þeirra vegna ábendinga almennings. Ströng viðurlög eru við því að flytja dýr inn í landið. Eigendunum er yfirleitt vísað úr landi umsvifalaust, og er auk þess gert að greiða háar sektir. Há- markssekt er jafnvirði um 380 þúsunda ísl. króna, en við alvar- legustu brotum af þessu tagi liggur fangelsisvist. Verzlað í Austurstræti (Ljósm. ól. K. Ma^n.) 6 ráðherrar hundsa embættistöku Singhs Nýju Delhi — 28. júlí Reuter — AP CHARAN SINGH sór í dag embættiseið sem fimmti for- sætisráðherra Indlands, en sex þeirra manna, sem hann hefur tilnefnt í ráðherrastöð- ur neituðu að vinna embættis- eiða. Þeir eru allir úr hinum opinbera, gamla Kongress- flokki undir forystu vegna hins eöli- lega andláts,sem þér urðuð fgrir..." París - 27. júlí - AP „FRÚ, ég hef þann heiður að tilkynna yður, að rannsóknin vegna hins eðlilega andláts, er þér urðuð fyrir hinn 6. marz 1979, hefur ekki leitt í ljós neitt, sem gefur tilefni til að saksóknaraembættið aðhafist frekar í máli þessu. Mál yðar heyrir nú undir málaflokk sem krefst ekki frekari skoðunar. Með vinsemd og dýpstu virð- ingu. Borgarfógeti.“ Þetta notalega bréf barst ónefndri konu í Nanterre, einni af útborgum Parísar, fyrir nokkrum dögum, en eins og fram gengur af efni bréfsins er hún ekki lengur í tölu lifenda. Stjórnvöld gefa þá skýringu að slíkar tilkynningar séu venju- lega sendar til aðstandenda hinna látnu, og stílaðar í sam- ræmi við það, þegar andlát ber óvænt að. Sökudólgurinn? Tölva. Yeshwantrao Chavan, sem verður liklega varaforsætis- ráðherra og var eini fulltrúi flokksins sem var viðstaddur embættistöku Singhs. Gamli Kongressflokkurinn er orð- inn aðal stuðningsflokkur Singhs. Engin skýring var strax gefin á fjarveru hinna sex ráðherra gamla Kongress- flokksins. En vitað er að innan 1 flokksins er ágreiningur milli þeirra sem vildu að flokkurinn yrði þegar í stað aðili að ríkisstjórn og hinna sem kröfðust þess að fyrst yrði samið um stefnu stjórnarinn- ar. Singh og sex aðrir ráðherrar sögðu sig úr stjórn Moraji Desai og Janata-flokknum vegna óánægju með stefnu Desais sem hefur ákveðið að hætta stjórnmálaafskiptum. Aðeins einn ráðherra átti ekki sæti í stjórn Desais, Shyam Nandan, fyrrum aðstoðarmað- ur Nehrus, fyrsta forsætisráð- herra Indlands, og aðstoðar- skipulagsmálaráðherra. Allir ráðherrar gamla Kon- gressflokksins áttu sæti í stjórn frú Indíru Gandhi. Kongressflokkur Indíru klauf sig út úr hinum opinbera Kongressflokki í fyrra og styð- ur Singh án þess að eiga aðild að ríkisstjórn hans. í stjórninni á sæti einn sósíalisti sem sagði sig úr stjórn Desais. Sósíalistar klofnuðu meðan stóð á stjórn- arkreppunni sem hófst fyrir þremur vikum, en meirihlut- inn styður Desai. Haldið er áfram viðræðum við aðra flokka og hópa sem búizt er við að muni styðja nýju stjórnina. Korchnoi er ógnað Bucnos Aircs. 28. júlí. AP KORCHNOI er aítur kominn með hálfan vinning fram yfir Ljubojevic á skákmótinu í Buenos Aires eftir sigur gegn Miles og jafntefli við Ljubojevic, sem síðan teflir úrslitaskák mótsins við Miles. Ljubojevic verður að sigra Miles til að vinna á mótinu, en ef hann gerir jafntefli verða hann og Korchnoi efstir og jafnir. Korchnoi er með lO'/s vinning eftir 13 skákir, Ljubojevic 10 eftir 12 skákir, Browne með 8 eftir 12 skákir og Miles með 6 V2 eftir 11 skákir. Síðan koma Rubinetti með 6V2 v. Liberzon með 6 og Najdorf 5V2V. Sjö aðrir háfa færri vinninga. Sósíalistar óráðnir Róm — 28. júlí — AP LEIÐTOGAR sósíalista hafa tjáð Pilippo Pandolfi, sem nú reynir að mynda stjórn á Ítalíu, að þeir muni ekkert láta uppi um hugsanlegan stuðning sinn við hann fyrr en hann leggi tillögur sínar um stjórn og stjórnarstefnu fyrir þingið, en á stuðningi 'sósíalista veltur hvort unnt verður að mynda starfhæfa stjórn. Talið er að Pandolfi muni gera Pertini forseta grein fyrir því á mánudag hvort honum hafi tekizt að mynda stjórn, en um helgina ræðir forsætisráðherraefnið við full- trúa þeirra flokka, sem líklegastir eru til að veita kristilegum demókrötum stuðning. Málið er útkljáð hvað kommúnista varðar, en Enrico Berlinguer, leiðtogi þeirra, hefur tjáð Pandolfi að kommúnistar muni beita sér gegn sérhverri stjórn, sem þeir eigi ekki sjálfir beina aðild að. Tveir drepnir nálægt Bilbao Bilbao. 28. júli — Rcuter — Al’ HRYÐJUVERKAMENN drápu tvo lögreglumenn við vegartálma nálægt Bilbao í dag. Lögreglumennirnir voru skotnir til bana með vélbyssum úr bifreið og árásarmennirnir komust undan í bílnum. Jafnframt olli sprengja miklum skemmdum í skóbúð hægrisinnaðr- ar fjölskyldu í Bilbao og þrír slösuðust. Talið er víst að aðskilnaðar- samtökin ETA hafi staðið að báðum árásunum. Samtökin hótuðu því fyrir fjór- Hryðjuverkamenn vinstrisam- um dögum að halda áfram baráttu takanna Grapo gerðu vélbyssuár- sinni gegn spænska ríkinu. Hryðjuverkamaður ETA drap þjón í bænum Besain í síðustu viku og sagði að hann væri lög- reglunjósnari. Það sem af er árinu hafa verið framin 85 pólitísk morð á Spáni. ás á lögreglustöð í Madrid i síðustu viku og einn lögreglumað- ur beið bana. Tíu dagar eru síðan þingnefnd samþykkti tillögur um heimastjórn Baska og þær verða bornar undir þjóðaratkvæði í Baskahéruðunum í október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.