Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ1979 Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Það hefur ekki verið amalegt að vera í tjaldi núna undanfarið eins og veðrið hefur verið. Það er því kannski ekki úr vegi að rabba svolítið um tjaldmat. Það er tvímælalaust bezt að skipuleggja máltíðirnar fyrir- fram og vera þá ekkert feiminn við að nota blað og blýant, þvi svona nokkuð man maður ekki stundinni lengur. Þá þarf að athuga, hvað þarf að kaupa, áður en lagt er af stað og hvað hægt er að kaupa á leiðinni. Síðan er að skipuleggja hvað á að borða í hverri máltíð, og þá er ágætt að gleyma ekki miðanum heima. Síðan er enn betra að setja hverja máltíð í sinn poka og þá er fljótlegt að ganga að þessu. Helztu máltíðirnar eru eins og venjulega morgunmatur, hádeg- ismatur og kvöldmatur. Morgunmatur getur verið heitt te, kaffi eða kakó, því það er oft hrollur í tjaldbúum, þegar þeir vakna þá morgnana og því gott að fá eitthvað heitt, þegar skriðið er úr pokunum. En auðvitað þarf einhver einn að fórna sér til að hita fyrir hina, nema þið hitið drykkinn áður en skríðið er í pokana og geymið hann í hita- brúsa sem er auðvitað geysi- snjallt. Til frekari fyllingar er auðvitað hægt að fá sér einhvern mjólkurmat, t.d. súrmjólk, jógúrt eða skyr, en slíkt geymist auðvitað ekki vel. Brauð og ostur er nærandi matur, og ekki er amalegt að hafa t.d. ost úr sýrðum rjóma, eins og uppskrift var að í síðasta þætti. Brauðið er eins gott að velja vel, þannig að það sé þétt og þungt. Þá eru allar líkur tul að það geymist mun betur, þ.e. þorni ekki um of. Það er tilvalið að sneiða brauðið áður en lagt er af stað og pakka því í þunnt piast, þannig að það þorni síður. I þessum pökkum hafið þið svo eins mikið brauð eins og þið haldið að borðist upp í hvert sinn. Smá innskot um kakó. Ég mæli eindregið með því að þið blandið ykkar kakó sjálf. Svo- kallað kókómalt sem fæst í búðum tilbúið til drykkjar er bæði mjög sætt og nokkuð dýrt. Fáið ykkur því hreint kakó og blandið svolitlu af púðursykri í það til að sæta það, en þó svona í hófi. Það er þó hætt við að þau börn sem þegar eru fallin fyrir kókómalti úr búð, finnist þetta í fyrstu blikna mjög við hliðina á búðargóssinu, en þið getið alla- vega byrjað á þessu með þau yngri og ómótaðri. Þetta á auð- vitað bæði við heima og heiman. Hádegis maturinn getur verið súpa úr dós eða soðteningum eða eggjaréttur. Egg má auðvitað sjóða, en einnig er hægt að hræra þau með svolitlu vatni og búa til eggja- köku. Saman við hana má t.d. setja ost brytjaðan og/eða græn- meti og þá er þarna kominn fínn réttur. Þetta er hreint ekki flókið mál. Brauðið er alltaf jafn gott og nærandi. Það er hægt að smyrja brauð til 1—2 daga, en varla til lengri tíma. Kvöldmaturinn getur gjarnan verið grillmál- tíð. Þið getið grillar fisk, ef þið HEIMA OG HEIMAN náið að kaupa hann samdægurs, en annars kjöt. Ófryst kjöt geymist í 2—3 daga á sæmilega svölum stað. Það er bezt að grilla magurt kjöt, því annars drýpur feitin ofan í glóðirnar, logarnir blossa upp og kjötið brennur. Kjötið á alls ekki að vera brennt, heldur með stökka skorpu. Allt sem til þarf eru kol, spritttöflur til að kveikja upp með, og e.t.v. grill, ef þið búið svo vel að eiga það, eða bara grind. Þó getur málmpappir vel komið í staðinn fyrir grind og þá þarf bara málmpappír og eldsneyti þó bragðið verði þá ekki eins sterkt. Beztu grindurnar eru úr smíða- járni en þær fást því miður varla hér. Síðan er nauðsynlegt að hafa tengur til að snúa kjötinu og svo málmpappír til að setja undir kjötið, ef það ætlar að brenna að utan áður en það stiknar að innan. Þetta er einfalt í framkvæmd. Þið grafið smá holu, ef þið hafið ekki þar til gert fat fyrir kolin. Gætið þess að holan sé svolítið opin á einum stað, til þess að trekkur myndist og eldurinn geti logað. Bezt er að hafa steina í botninum, þvi þeir hitna vel. Síðan hellið þið slatta af kolum í, setjið nokkrar spritttöflur inn á milli og kveikið í þeim. Þegar kolin loga ekki lengur, heldur eru hvítglóandi, þá er tímabært að setja grindina yfir og matinn þar á. Kjötið á að vera sem þurrast, þ.e. ekki með sósu á. Ef þið látið kjötið liggja í kryddlegi áður, þá skuluð þið þerra hann sem bezt af. Sama gildir um fisk. Nú látið þið matinn stikna vel. Færið kjötið til, ef ykkur sýnist það ætla að brenna, og eins ef það er misheitt á því. Ef kjötið er í stórum bitum þarf sennilega að setja málmpappír um það, svo það brenni ekki. Ef þið viljið getið þið sett matinn á málm- pappír, þannig að það sé eins og í pönnu, og hellt einhverri góðri sósu þar á og látið hana hitna vel. Það eru til ýmiss konar grillsósur í búðum, en ég er nú gjarnan höll undir það heimatil- búna, þannig að ég mæli með því að þið útbúið ykkur sósur sjálf. Um daginn var hér uppskrift af kínverskum kryddlegi, þ.e. méð sojasósu í. Þið getið hæglega notað hann, eða uppskriftina hér á eftir, eða einhverjar aðrar góðar uppskriftir og eigin hug- myndir. Það fæst nóg af alls konar litlum og stórum plast- boxum með þéttum lokum, sem upplagt er að geyma sósurnar í. Til öryggis er þó skynsamlegt að setja limband á lokið, og láta það svo helzt ekki hallast um of á leiðinni. Einnig getið þið útbúið pakka heima, þannig að þið setjið kjöt og grænmeti, t.d. kartöflubita, laukhringi, selleríbita, og krydd í álpappír. Þessa poka getið þið svo sett beint á glóðirnar. Ég mæli þó ekki með að grænmetið og kjötið sé látið dúsa of lengi saman, varla nema xk sólar- hring, því það geta verið bakterí- ur á grænmetinu, sem fara illa með kjötið. Það er ýmislegt meðlæti sem má hafa með kjötinu. Það sem ég held einna mest upp á þessa stundina er bakaður laukur. Þið takið þá heilan lauk með hýði og öllu, og vefjið hann í álpappír. Pakkana setjið þið svo beint á glóðirnar og látið stikna í um 20 mín., eða þar til pakkinn er orðinn mjúkur viðkomu. Snúið honum einu sinni svo hann brenni ekki. Þar koma tengurnar í góðar þarfir. Einnig má baka kartöflur á sama hátt. Þær eru þá skrúbbaðar vel, svo hægt sé að borða hýðið og skornar í tvennt, ef þær eru mjög stórar, svona tii að stytta bökunartím- ann. Rótar- og stöngulsellerí má baka á sama hátt. Tómata er bezt að baka óinnpakkaða á grindinni því þeir þurfa stuttan tíma. Gtqukja® -jSl. Ar& 'rÓFGA FCy4n árO-B*v "í T. Bfo 5vo (j'i-ö öÆTíd t>&£ yjÁ - \_fcCrT~ $■&&&£-1 r I eftirrétt er svo tilvalið að hafa bakaða ávexti, t.d. barlana, sem þurfa stuttan tíma beint á grindinni líkt og tómatar, eðp. epli, perur sem þurfa lengri tíma, annaðhvort innpakkaðar í glóðunum eins og laukurinn eða á grindinni. Og alltaf er töngin jafn mikilvæg til að snúa við, færa og hagræða. Kökur að heiman eru auðvitað alltaf vel þegnar. Fyrir þá sem lítt hrifast af sætmeti er gott að setja ost á málmpappír og láta hann bráðna og jafnvel brúnast aðeins. Þessar hugmyndir gilda auð- vitað aðeins fyrir þá sem ferðast í bílum og þurfa ekki að bera farangurinn. Fyrir þá sem ganga með allan sinn mat og allt sitt hafurtask gildir auðvitað allt annað. Þeir þurfa fyrst og fremst léttan mat og hitaein- ingaríkan, svo þeir hafi kraft til að ganga. Hér fæst því miður ekki frostþurrkað kjöt og slíkt, kallað pemmican, sem göngu- menn erlendis nota, svo við hér verðum að notast við þurrkaða ávexti, hnetur og súkkulaði, sem sumir kalla fjallasælgæti, og svo tepoka. Þetta er því ekki fjöl- breytilegur kostur, en gerir sitt gagn. Og auðvitað má segja að fólk gangi ekki upp um fjöll og firnindi til þess að klífa hátinda matargerðarlistarinnar. Nú svo getið þið sem gangið auðvitað svipast um eftir ætilegum plönt- um og slíku. Nú svo munum við eftir því, hvar sem við erum, að hreint land er fagurt land. Við tínum allt drasl saman í þar til gerða plastpoka, sem við hendum þeg- ar heim kemur eða í næstu byggð, eða gröfum niður ef ekki verður hjá því komizt, en gætum þess að ekki fjúki ofan af í fyrsta næðingi. Svo er að ofnota ekki bílinn. Hann er góður til að skila okkur á áfangastað, en síðan er að ganga, því þannig komumst við í nánari snertingu við sveit- ina. Þeir, sem eru með ungbörn, geta eðlilega ekki gengið mikið, en það er mesta furða hvað má rölta með þau þó maður komist nú ekki mjög langt. Góða ferð og skemmtun! Tómatsósa (Handa f jórum) Þessi sósa er bezt 1—2 daga gömul, en geymist ekki lengur en um fimm daga. 4 tómatar lstór, græn paprika 1 laukur 10 grænar, fylltar ólífur 1 hvítlauksrif 1 msk edik, helzt rauðvínsedik 1 tsk timjan 'h knippi steinselja Hreinsið allt grænmetið og steinseljuna. Saxið allt niður í litla bita. Blandið öllu saman. Sterk tómatsósa (Handa fjórum til sex) Þessi sósa er bezt eftir nokkra daga. Geymist vel í kæliskáp í vel lokuðu íláti í allt að tvær vikur. 1 dl tómatsósa úr flösku, ekki of sæt tegund. 3 msk chilisósa eða chutneysósa (fást á flöskum) 2—3 dropar tabasco, eða eftir því hvað þið viljið sósuna sterka 1 laukur 2 msk appelsínusafi 3 steyttir negulnagiar, eða um V* tsk. negulduft Saxið laukinn og steytið neg- ulinn. Blandið öllu saman. Suarez stend- ur tæpt Madrid — 27júlí — Reuter NIÐURSTÖÐUR nýrrar skoðana- könnunar gefa til kynna að aðeins 39% Spánverja séu ánægðir með stjórnarforystu Adolfo Suarez for- sætisráðherra. sem um þessar mundir hefur verið við völd í þrjú ár. Vinsældir Suarez virðast hafa náð hámarki fyrir tveimur árum, en þá bentu kannanir til þess að 79% væru honum hlynntir. Síðan virðist hafa dregið úr vinsældum hans jafnt og þétt. Niðurstöðurnar, sem birtust í Informaciones, benda ennfremur til þess að 36% séu nú beinlínis andvígir Suarez, um leið og 25% séu óráðnir í afstöðu sinni til hans. simanumer uitct mnM nc ni i o i uunn uu CIÍRIFCTnFIIR- d I Ui Uili AUGLYSINGAR: 22480 AEPDrinci Skm ArlintltloLA. i 10100 83033 >»»»t ttÍMMÍf Mf »M» »»»»»»»»»»»»»»♦ #Í#tMÍfM9#ffiM#i§i§»Í#iÍM <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.