Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ1979 Yfir 90 mannrána á Ítalíu Mannrán og mannránshótanir eru nær daglegt brauð á Ítalíu um þessar mundir, en síðastliðin fimm ár hefur slíkt gengið eins og flóðbylgja yfir landið. Tuttugu mannrán áttu sér stað á Ítalíu fyrstu fimm mánuði þessa árs, en á árunum 1976 til 1978 var yfir 300 manns rænt. Auk mannrána hafa hryðjuverk mjög færst í aukana á Ítalíu síðustu árin og á umræddu tímabili er vitað um yfir 5000 tilfelli pólitískra hryðjuverka á Italíu, svo sem morð, skotárásir, sprengingar og árásir á lögreglustöðvar, skrifstofur verkalýðsfé- laga og stjórnmálaf lokka. Langþekktustu hryðjuverka- samtökin eru án efa Rauða her- deildin, en m.a. rændu þau og drápu Aldo Moro, formann Kristi- lega demókrataflokksins á Ítalíu. Hins vegar eru yfir 90% mann- rána á Ítalíu af ópólitískum ástæðum og eru þau unnin af atvinnumönnum, sem mynda með sér alls kyns samtök, sum mjög öflug. Verk þeirra eru mjög skipu- lega unnin og krefjast oft margra mánaða njósna um væntanleg fórnarlömb, svo sem um venjur þeirra, nána vini og þjónustufólk svo eitthvað sé nefnt. Hver sem er, sem á ríka foreldra eða ættingja, getur átt það á hættu að vera rænt. Yngsta fórnarlambið var aðeins sex mánaða gamalt, en sá elsti, sem rænt hefur verið, var 86 ára gamall efnafræðingur og hef- ur honum enn ekki verið skilað, þrátt fyrir að lausnargjaldið hafi verið greitt. Flestir mannræningjanna eru af fátæku bergi brotnir, en dreym- ir um að eignast peninga og það fljótt. Þeir komast að raun um að vel heppnað mannrán gefur meira í aðra hönd en daglegt brauðstrit, og því taka þeir áhættuna. Allar frá því að vera fávísir. Ennfremur voru þeir mjög kurteisir, því þeir verða að halda viðskiptavininum góðum. Hann er eini kaupandinn og þeir þurfa á honum að halda. „Við urðum næstum eins og félagar og lögreglan varð að sam- eiginlegum óvini, því hún gat komið í veg fyrir að við fengjum báðir það sem við vildum, þ.e. ég bróður minn heilan á húfi og þeir peningana. Fólki finnst þetta kannski skrýtið, en svona er þetta á Ítalíu," sagði herra J. En hvers vegna flyst fólk ekki frá Ítalíu þangað sem það getur Stúlkan var í haldi hjá mann- ræningjunum í tvo og hálfan mánuð. Þeir lögðu á það mikla áherslu við hána, að ránið væri alls ekki framið af pólitískum ástæðum, heldur vegna þess að slíkt gæfi meira í aðra hönd en venjuleg atvinna. Þeir höfðu rúm- ar 354 milljónir upp úr krafsinu. Sagði stúlkan, að ræningjarnir hefðu allir verið mjög undarlegir menn. Einn sagði henni til dæmis alls kyns sögur af ömmu sinni, sem hefði hjólað um allt Frakk- land og haft vélbyssu í farangrin- um. Gamla konan átti að hafa notað hana til þess að ræna banka! Nú er stúlkan mjög óstyrk á taugum og óvíst hvort hún á nokkurn tíma eftir að ná sér eftir þessa miklu lífsreynslu. Hún keðjureykir og getur ekki setið róleg. „Ég var þó heppin," sagði hún. „Einn kunningi minn borgaði lausnargjald fyrir föður sinn, en honum var rænt á Sardiníu. Hann sá aldrei föður sinn, þrátt fyrir að lausnargjaldið væri greitt, én komst að því síðar að faðir hans hafði verið notaður í svínafóður, því svínin éta allt. Þessi vinur minn grætur alltaf, þegar hann talar um föður sinn.“ brynvörðum bifreiðum og heilli hersveit af lífvörðum. Umboðs- skrifstofur með sérþjálfaða líf- verði skjóta nú upp kollinum eins og gorkúlur vítt og breitt um Ítalíu. Hægt er að fá lífverði fyrir tæpar tvö þúsund krónur á tím- ann, en verðið getur farið upp í allt að níu þúsund krónur á tímann fyrir góðan lífvörð. En það er ekki allt unnið með því að hafa í kringum sig hóp af lífvörðum, því sumir þeirra eru vísir til að vera á snærum mannræningjanna. Börnin send til Sviss í veislum ríka fólksins á Ítalíu er ekki talað um annað þessa dagana en mannrán og hvernig koma megi í veg fyrir þau. Þjón- arnir eru vopnaðir og húsin rammlega varin. Yfirleitt ríkir mikil spenna yfir fólki og það á erfitt með að slappa af. Flestir fara snemma heim. Umræðuefni ríkra mæðra á Ítalíu eru flest á þá leið að börnin Drengurinn fremst á þessari mynd heitir Mauro Carassalle. Hann er þarna ásamt foreldrum sinum Francesco og Battistine, en myndin var tekin eftir að ræningjar höfðu látið Mauro lausan. Þessi hugrakki piltur gaf sig á vald ræningjanna til að sjúkur bróðir hans yrði látinn laus. Ræningjarnir réðust grímu- klæddir og vopnaðir inn á heimili Carassaile-fjölskyldunnar á ftalíu í fyrra og rændu þá bróður Mauro. En þar sem hann var mjög sjúkur gekk Mauro sjálf- viljugur á þeirra vald og bróðir- inn fékk að snúa aftur heim. tilraunir til að koma í veg fyrir þetta athæfi þeirra hafa hingað til ekki komið að gagni, því þegar ástvini úr ríkri fjölskyldu er rænt, hóta ræningjarnir að lífláta hann, sé lögreglan látin vita. Lausnar- gjaldið er þá oftast nær greitt án nokkurra mótmæla og lögreglan fær ekkert að vita um málið fyrr en fórnarlambinu hefur verið skil- að til baka. Söluvaran mannslíf Herra J. er mjög efnaður kaup- maður. í fyrra var bróður hans rænt og kostaði það um 2.4 millj- arða að fá hann lausan. Herra J. er slunginn kaupsýslumaður og kann að prútta. Hann reyndi vikum saman að prútta við ræn- ingja bróður síns og fóru viðskipt- in fram í gegnum síma. Háar fjárhæðir voru í boði en söluvaran var mannslíf. Að sögn J. voru mannræningj- arnir ákaflega iðjusamir menn. Þeir voru ekki menntaðir, en langt verið óhult? Herra J. hefur svar við ))VÍ. „Italía er of fallegt land til þess að hægt sé að yfirgefa það. Hvert. ætti ég líka að fara? Sumir segja til Sviss, en ég gæti aldrei unað mér þar. Ég á heima á Ítalíu og þar vil ég vera." Faðirinn var notaður í svínafóður „Þeir geymdu mig í litlum kassa í 71 dag með hlekki um ökklana, svo ég gat mig hvergi hreyft. Einangrunin var verst af þessu öllu.“ Þetta eru orð unglingsstúlku, en eitt kvöldið, er hún var í ökuferð með tveimur vinum sínum, var henni rænt. Lítil sendiferðabifreið ók upp að bílnum, sem hún var í, og þrír grímuklæddir menn hlupu út vopnaðir byssum. Brutu þeir bílrúðurnar og höfðu stúlkuna á brott með sér, en vinir hennar tveir voru svo lamaðir af hræðslu, að þeir gátu sig hvergi hrært. Litla stúlkan á myndinni, sem heitir Graxiella Ortiz-Patino, sést hér hjúfra sig upp að móður sinni eftir að ræningjar létu hana lausa. Hún er fimm ára gömul og var rænt fyrir utan heimili sitt í þann mund er bifreiðarstjóri fjölskyldunnar var að leggja af stað með hana f skólann. Hún var á valdi ræningjanna (11 daga, en var þá látin laus eftir að lausnar- gjaldið hafði verið greitt. Ekki alltaf hægt að treysta lífvörðunum í skýrslum ítölsku lögreglunnar kemur fram að vel geti hugsast að margir mannræningjanna starfi í alþjóðlegum glæpasamtökum, sem skipulögð séu af einhverjum fín- um herrum, sem kunni að græða peninga. Slík samtök starfa þó ekki í neinum tengslum við pólitík eða Rauðu herdeildina. Þrátt fyrir það getur vel hugsast að Rauða herdeildin fái mannræningja til liðs við sig endrum og eins til að afla fjár til starfsemi sinnar. Pólitískir hryðjuverkamenn nota mestmegnis skotvopn og sprengjur. Það er ekki þeirra markmið að verða ríkir á auðveld- an hátt, heldur að kollvarpa efna- hags- og stjórnkerfinu og koma á stjórnleysi. En slíkt væri engan veginn hagstætt fyrir venjulega mannræningja, því þá yrði enginn eftir, sem vert væri að ræna! Flestir þeirra, sem eiga á hættu að vera rænt, hafa komið sér upp Rauða herdeildin er nafnið á öflugustu hrvðjuverkasamtökun- um í Ítalíu. A myndinni má sjá hluta af vopnum og sprengiefni, sem lögreglan í Róm fann í fylgsni samtakanna þar. séu alltaf í hættu. Ein fékk til dæmis taugaáfall vegna þess að sextán ára gamall sonur hennar skrapp út í næstu verslun til þess að skoða skiðajakka án þess að hafa með sér lifverði. Önnur móðir reyndi að senda börnin sín í skóla í Sviss, en þau grátzáðu um að fá að koma aftur heim. Dóttir hennar þoldi ekki álagið og reyndi að fremja sjálfsmorð með því að taka inn of stóran pilluskammt. Tvítugri stúlku var rænt fyrr á þessu ári og bjargaði lögreglan henni úr höndum ræningjanna eftir 47 daga. Sagði hún að nú hefði hún ekki frið fyrir alls kyns símahótunum um að verða rænt. Hún lifir í stöðugum ótta um að henni verði rænt aftur, og þarf að gæta sín við hvert fótmál, því hver veit nema að ræningi kunni að leynast við næsta götuhorn? „Hér er það f jölskyldan og Mafían sem ræður“ Indro Montenelli má kallast lánsamur maður. Hann er rit-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.