Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ1979 Umsjón: Séra Jón Dulbú Hróbjatisson Séra Kaii Siynrbjörnsson Siyuróvr Pdlsson AUDROTTINSDEGI Líf og nce 7. sunmidagur eítir Trinitatis Brauðin og fiskarnir eru forn tákn altaris- göngunnar, þar sem hinn lifandi frelsari mettar enn og svalar. Pistillinn Róm. 6,19—23:... því að laun synd- arinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf fyrir samfélagið við Krist Jesum, Drottin vorn. Guðspjallið Mark. 8,1—9: (mettun 4 þúsunda — Jesús sagði:) Eg kenni í brjósti um mannfjöldann, því að þeir .. .hafa ekkert til matar .. .Hve mörg brauð hafið þér? .. .Og hann tók brauðin sjö, gjörði þakkir, braut þau og rétti lærissveinum sínum til þess að þeir bæru þau fram. Úr frœðuní Lúthers: Boðorðin Fyrsta boðorð. Þú skalt eigi aðra guði hafa. Hvað er það? Svar: Við eigum framar öllu öðru að elska og óttast Guð og treysta honum. Annað boðorð Þú skalt eigi leggja nafn Drottins Guðs þíns við hé- góma. Hvað er það? Svar: Við eigum að óttast og elska Guð, svo að við biðjum ekki óbæna í hans nafni, sverjum, fremjum fjölkyngi, ljúgum né svíkjum, heldur áköllum það í allri þörf, biðjum, lofum og þökkum. Þriðja boðorð Ilalda skaltu hvíldardag- inn heilagan. Hvað er það? Svar: Við eigum að óttast og elska Guð, svo að við fyrir- lítum ekki predikuirina né orð hans, heldur höldum það heilagt, heyrum það gjarna og lærum það. Þegar árin fœrast yfir Mér hefur virst að eitt af því sem skemmir hvað mest fyrir fólki á elliár- unum sé sjálfumgleði. Gamalmenni, sem þráast við að vera miðpunktur tilverunnar, eru á miklum villigötum. Þau komast að því smátt og smátt, að þetta er vonlaust, og ef haldið er áfram á sömu braut verða vonbrigðin sárari og sárari. Við gamalmennin þurf- um að eiga eitthvað sem við getum gleymt okkur við og lifað fyrir. Þá finn- um við að lokum það lífs- form sem hentar okkur og gefur okkur hamingju í ellinni. Einu sinni þekkti ég gamla konu, sem í rauninni hafði ekki mikla hæfileika. En hún kunni þá göfugu list, að taka þátt í áhugamálum annarra án nokkurrar eigingirni. Ég undraðist hve hún var elskuð af mörgum og hve margir söknuðu hennar þegar hún var öll, en nú veit ég hvers vegna. Enn einu sinni undrast ég yfir þeim ríkidómi sem kistindómurinn hefur að geyma líka sem lífsform. Við höfum alltaf ein- hverja sem við megum elska. Veröld okkar verð- ur aldrei tóm svo lengi sem Guð er til. Ekki einu sinni þótt okkur hafi mis- tekist í lífinu þurfum við að örvænta því: „Blóð Jesú, guðssonar hreinsar oss af allri synd“. Og öllum áföllum lífsins meg- um við mæta með þessum stóru orðum ritningarinn- ar: „Hann er vor friður". Ennfremur eigum við þessi bænarorð Drottin- legrar bænar: Tilkomi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Eitt er enn ósagt, sem ég hef af ásettu ráði geymt þangað til nú, en það er sú staðreynd að við gamla fólkið munum eitt sinn deyja. Það er merkilegt hve erfitt er í rauninni að halda þessum veruleika vakandi. Hversu gömul sem við verðum, lifum við jafnvel eins og engin end- ir sé framundan. Enginn telur sig svo gamlan að hann reikni ekki með að geta lifað að minnsta kosti eitt ár til viðbótar. Vel getur verið að sumir telji þetta ástand eðlilegt náttúrulögmál. En frá kristnum sjónarhól þá á nálægðin við dauðann og eilífðina að gefa ellinni serstakan blæ og mikla reisn. Við erum að ná landi í eilífu ríki Guðs. Fyrir nokkrum árum dvaldi ég um skeið í út- löndum. Nú var ég á heimleið, skipið sigldi örugglega gegnum haustnóttina. Ég gat ekki sofið. Ég vildi ekki fyrir nokkurn mun missa af því að sjá fyrstu sænsku sker- in koma upp úr hafinu. Þegar ég svo sá þau fylltist ég mikilli gleði. Gefum nú hugmyndar- fluginu lausan tauminn. 3.grein Segjum svo, að ég hafi lengi verið farþegi á þessu skipi. Það var orðið mér sem kært heimili. Ég hafði eignast marga góða vini, sem ég átti bráðum að skilja við. Við horfðum hvort á annað og tókumst innilega í hendur, við átt- um orðið svo margt sam- eiginlegt. En ströndin nálgaðist og ég þráði líka að ná henni. Hugsum okkur að ég væri nú sjálfur við stjórn- völinn og hefði alla ábyrgð á skipinu. Skerja- garðurinn er hættulegur. Margir höfðu farist í hon- um í aldanna rás, þótt þeir hafi séð til lands. — Nú var aðalatriðið að sigla nógu varlega. Ég fylgdist náið með átta- vitanum og sjókortinu. Svona nærri höfninni ætlaði ég ekki að sigla á sker. Nei, örugglega og með fánann við hún skyldi ég ná höfn. Það er auðvelt a ráða í þessa líkingu. Tími ellinn- ar er stuttur, en dýrmæt- ur er hann með allt sem honum tilheyrir bæði stórt og smátt, ljómaður hamingju og þakklætis. En það er ljóst, að það er nauðsyn á réttum undir- búningi áður en stóra stundin rennur upp. Þegar fyrirheitin verða að veruleika og sálin stígur að lokum út úr sinni „jarðnesku tjaldbúð“ og í fysta skiptið — sér Guð. Er nokkuð til sem getur jafnast á við þann ríkdóm og þá sælu sem ellin geymir í nálægðinni við þennan stórkostlega veruleika. Aðeins fáein skref og þá munum við fá að sjá Guð. (Þýtt og endursagt úr heftinu: Nár vára ár bli mönga eftir Gustaf Friman.) Bíblíulestur Vikuna 29. júlí - 4. ágúst Sunnudagur 29. júlí Matt. 17:1— 8 Mánudagur 30. júlí Opinb. 1:1 — 20 Þriðjudagur 31. júlí Opinb. 4:1—11 * Miðvikudagur 1. ágúst Opinb. 5:1—14 Fimmtudagur 2. ágúst Efes. 1:1 — 12 Föstudagur 3. ágúst Efes. 1:13 — 23 Laugardagur 4. ágúst Efes. 2:1 — 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.