Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 33
33 sakir slíks einstaklingsframtaks, fyrir það að menn gerðu meira en allur almenningur eða umbjóðendur þeirra gátu vænzt. Ég er þess fullviss m.a. vegna þessa að það verði að koma með inn í þessa mynd, að lágmarksverð fáist fyrir útfluttar landbúnaðarafurðir, t.d. að aldrei verði bætt meira en helmingur af framleiðsluverðmæti útfluttra land- búnaðarafurða. Það styður einnig slíka reglu að aðkeypt aðföng nema 40% af framleiðslukostnaði og lágmark er að fá þau endurgreidd við útflutning. Þá er nauðsynlegt aukið aðhald að vinnslu, dreifingu, geymslu og vaxta- kostnaði búvara. Af útflutningsábyrgð yfirstandandi árs t.d. eru greiddar vegna sauðfjárafurða 800 millj. kr. vegna geymslu og vaxtakostnaðar. Þetta er há upphæð. Ég hef að vísu ekki haft aðstöðu til að kynna mér hvernig á slíkri upphæð stendur og hvað í henni felst, en ég tel að það sé veruleg ástæða til þess að kanna slík mál til hlítar. Ég þarf ekki að segja viðstöddum hvað sláturkostnaðurinn er orðinn hár. En mér sýnist að hann sé yfir 300 kr. á kíló dilkakjöts. Ég held að til viðbótar komi um 1000 kr. fyrir gæruna í sláturkostnað. Ef þetta jafnast niður á kíló dilkakjöts þá er sláturkostnaðurinn vissulega orð- inn áhyggjuefni. Eitthvað verða menn að borga fyrir ný, stór og góð sláturhús, en spurningin er, hvort nægilegt aðhald hefur verið að þessum kostnaði. Auðvit- að eru það bændur og neytendur sem borga þennan kostnað að lokum. Við getum líka spurt um aðra fjárfest- ingu í vinnslustöðvum, eins og t.d. varðandi mjólkurbú norður í Eyjafirði svo dæmi sé nefnt. Ég vil ekki vera með neina sleggjudóma í þessum efnum, en allt eru þetta íhugunarefni, sem á að vera unnt að ræða rólega, æsingalaust og með það fyrir augum að hagsmunir bænda og neytenda séu sameiginlega tryggðir. Því verður áreiðanlega svarað, að bændur eigi sölusamtökin og afurða- sölufélögin og hafi aðstöðu á þeim vettvangi til þess að fylgjast með málum. En sannleikurinn er bara sá, að það er ákaflega erfitt á fundum að gagnrýna eitt og annað í meðferð mála, eins og ég gat um áðan í sambandi við sölumennsku á erlendum vettvangi, þá getur allt verið slétt og fellt á pappírnum og undir niðri, ég er ekki að gefa eitt eða neitt í skyn, en það skortir eingöngu þann samanburð, það aðhald og að vissu marki þá sam- keppni, sem gerir það að verkum að menn leggi sig fram og geri meira heldur en skyldan býður á hverjum tíma. Nú er ég orðinn all langorður, en mig langar þó að fjalla um það, hvernig unnt er að skapa aðhald að framleiðslu hvers bónda fyrir sig. Það eru vissulega ekki geðfelldar aðgerðir, sem felast í kvóta- kerfi, takmörkun á framleiðslu og verð- mætasköpun. Réttlæting slíks er ein- göngu fólgin í því, að það er ekki til markaður fyrir afurðirnar eða í það minnsta ekki viðunandi endurgjald og því er ekki um verðmætasköpun að ræða. Yfirvöld geta ekki ákveðið hvaða bústærð sé hagkvæmust Ég hallast ef til vill að því, að almennt jöfnunargjald sé ekki með öllu útilokað. Þá eru stjórnvöld ekki að gera upp á milli bústærðar. Ég held ekki að yfirvöld geti ákveðið hvaða bústærð sé hagkvæm- ust, eða verði hagkvæmust þegar til lengdar lætur. Það væri kannski hægt að færa rök að því með búreikningum, að nú sem stendur sé þessi bústærð hagkvæm- ust, en það getur farið eftir landshlutum, mönnum og ýmsum öðrum aðstæðum og getur breytzt frá einum tíma til annars. Almennt gjald, þar sem jafnt yrði dregið af hverri framleiðslueiningu gæti að vísu verið framkvæmt með þeirri breytingu að lægri frádráttur væri á lögbýlum og aftur á móti hærri frádráttur á tóm- stundaframleiðslu eða framleiðslu til- raunabúa ríkisins svo dæmi séu nefnd. Síðar nefndi búskapurinn vegur hins vegar ákaflega lítið í heildinni. Við getum líka hugsað okkur, að fullt verð verði greitt fyrir framleiðslu allt að 400—500 hundruð ærgilda bús, en minna og alit niður í útflutningsverð fyrir þá framleiðslu sem umfram er. Þetta gæti falist í almennu verðjöfnunargjaldi við innlegg búvara en endurgreiðslu með MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ1979 sömu upphæð á meðalbú og stærri og hlutfallslegri skerðingu á minni bú eftir framleiðslumagni. Það er ekki sízt ástæða til að fara eftir tillögum Eyjólfs Konráðs Jónssonar og nýta útflutningsbætur og niðurgreiðslur með beinum greiðslum til bænda með sama hætti og sleppa þannig að vissu marki millifærslum, sem felast í álagn- ingu verðjöfnunargjaldsins að öllu eða nokkru leyti. Verðákvörðun búvara bændum í sjálfsvald sett? Þá er tilefni til að velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að koma því svo fyrir að bændum væri verðákvörðun búvara í sjálfsvald sett. í því fælist að þeir vissu fyrirfram hve útflutningsbæturnar og niðurgreiðslur næmu hárri upphæð og vissu hvað þeir hefðu í heild úr að spila. Þá væri aðhaldið, að það sem ekki seldist innan- lands yrði selt mun lægra verði erlendis. Bændur leggðu þá áherzlu á að selja sem mest innanlands og þyrftu að stilla verði afurðanna í hóf. Ég hef miklar efasemdir varðandi það fyrirkomulag að taka upp beina samn- inga milli ríkis og bænda um verðlagn- ingu búvöru þótt óhjákvæmilegt sé að ýmis önnur atvinnutækifæri en atvinnu- tækifæri bóndans og í strjálbýlinu. Margir í þéttbýli byggja m.a. atvinnu sína á landbúnaðarframleiðslu. En í þeim efnum skulum við þó vera raunsæ, og gera okkur grein fyrir að t.d. í ullarvöruframleiðslunni er'ullarverðið til íslensku verksmiðjanna greitt niður um helming og það er rökstutt með því að þá sé verðið sambærilegt heimsmarkaðs- verði. Ég held sem sagt að ég fari ekki rangt með, að bændur fái helmingi hærra verð fyrir ullina en ullarverk- smiðjurnar borga, og þessi mismunur er greiddur af niðurgreiðslufé. Dæmi eru um það, að gærur hafa einnig þurft uppbóta við. Þannig verðum við að leggja áherzlu á aukna hagkvæmni í iðnaði og í landbúnaði sem og raunar alls staðar í atvinnu- og efnahagsstarfsemi lands- manna, og því fremur að oft verða afurðir okkar að keppa við niðurgreiddar afurðir útlendra keppinauta. Sakir fá- mennis og fábrotinna atvinnuvega getum við ekki staðið undir niðurgreiðslum eins og aðrir. Því fremur verðum við að duga í því sem við tökum okkur fyrir hendur og velja þar rétta kosti. Ég vil taka fram og ítreka ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins, að við Sjálfstæðismenn höfum trú á landbúnaði sem einum höfuðatvinnuvegi þjóðarinn- ar og landbúnaður á að njóta stuðnings á við aðra atvinnuvegi. Það er ekki eins- Lofa upp í ermina á sér og standa svo einn góðan veðurdag og geta ekki efnt loforð sín. Ég nefni stjórnmálabaráttuna á s.l. vori, og stjórnarmyndunina á s.l. hausti, sem dæmi. Núverandi rikisstjórn byggðist á þremur meginstoðum — og raunar er ekki rétt að nefna stoðir í því sambandi, réttara væri að segja að ríkisstjórnin sæti á þrífæti. Einn þrífótanna fólst í því, að lofað var auknum niðurgreiðslum, þær áttu að lækna öll mein, eins og kunnugt er, lækka framfærslukostnaðinn og auka sölu landbúnaðarafurða. Þegar í desem- ber á s.l. ári þegar ríkisstjórnin samdi fjárlögin, skorti þrjá milljarða til þess að standa við niðurgreiðslustigið sem þá var ákveðið og nam 21 milljarði á einu ári. En auknar niðurgreiðslur eru ekki til hagsbóta fyrir bændur, þegar sveiflurn- ar eru slíkar sem þarna var um að ræða og þær nema langtum hærri upphæð heldur en dreifingarkostnaður landbún- aðarafurðanna. Enda er það svo, að þær hefna sín með því að hækkanir á grundvallarverði landbúnaðarafurða slá langt um sterkara út í útsöluverðinu og síðan í framfærsluvísitölunni eftir að niðurgreiðslurnar eru orðnar svo háar. Slíkar verðhækkanir valda sölutregðu og menn í þéttbýlinu tala um að bændur fái of mikið fyrir sínar vörur og fá þó bændur ekki nema hluta af því sem um er að ræða. Nú hefur ríkisstjórnin Ljósm. Mbl. Kristján. Hluti fundarmanna á fundinum um landbúnaðarmál, sem haldinn var á Borg í Grímsnesi sl. þriðjudag. þessir aðilar fjalli sérstaklega um verðábyrgð og niðurgreiðslur. Ég held að annað tveggja muni eiga sér stað. Annað hvort verða bændur leiguliðar og laun- þegar ríkisins og á valdi ríkisvaldsins, en bændur eru sjálfstæðir atvinnurekendur, að mínu áliti, eða bændur hafa ríkisvald- ið alfarið á sínum snærum á kostnað neytenda og hvorttveggja er slæmt að mínu mati. Ekki er þó víst, að mikil breyting verði á, þar sem í þeim laga- breytingum, sem gera ráð fyrir beinum samningum við ríkisvaldið, er það tekið fram, að fulltrúar ríkisins skulu valdir með neytendasjónarmið í huga. En aðal ávinningurinn yrði sem sagt hvort unnt yrði að finna leið til þess að bændur hefðu sjálfir verðákvörðun með höndum en um leið sterkt aðhald mark- aðarins, þannig að þeir gætu ekki mis- notað verðlagningarrétt sinn. Ég skal ekki dæma um kjarnfóðurs- gjaldið, ég held að eins og lög gera nú ráð fyrir því muni það ekki ná tilgangi sínum og ef til vill verður það ekki sett á í bráð vegna íhlutunar æðri máttarvalda, sem sjá nægilega fyrir samdrætti mjólkur- framleiðslu. En við skulum ekki láta tímabundinn samdrátt koma í veg fyrir að við höfum þau stjórntæki við hendina, sem á þarf að halda, þegar framleiðslan vex á ný. Getum ekki staðið undir niðurgreiðslum eins og aðrir sakir fámennis og fábrotinna atvinnuvega Vissulega getur samdráttur í landbún- aðarframleiðslunni haft slæm áhrif á dæmi að atvinnuvegir á íslandi njóti stuðnings. En það er líka ekkert eins- dæmi að atvinnuvegir verði að taka við ákveðnum sveiflum í árferði og ytri aðstæðum þótt okkur þyki nóg um það tryggingakerfi sem ríkir víða og m.a. í sjávarútveginum að því leyti sem það lýsir sér í gengissigi til þess að tryggja rekstrarafkomu hans. Rétt er að benda á að takmarkanir í fiskveiðum hafa áhrif á tekjur sjómanna, eins og takmarkanir í framleiðslu landbúnaðarvara hljóta að hafa áhrif á afkomu bænda. Og eins og við viljum gæta fiskimiðanna og vernda fiskstofnana þá viljum við vernda landið okkar, forðast ofbeit, gæta hvors tveggja, fiskimiðanna umhverfis landið og gróð- ursins á landinu sjálfu, lífbeltanna tveggja, eins og komizt hefur verið að orði. Ég er sannfærður um það, að allir einstaklingar, samtök og atvinnugreinar þurfa að hafa aðhald og finna að þeir beri ábyrgð til þess að sýna það besta sem í þeim býr. Við verðum um leið að leitast við að skapa hin almennu skilyrði í þjóðfélaginu til þess að unnt sé að ætlast til þess að atvinnuvegirnir standi undir sér og að þeir sem þá stunda hafi viðunandi viðurværi. Ríkisstjórn á þrífæti — tveir fætur þegar brotnir Ég hóf mál mitt, góðir hlustendur, á því að geta um þá stjórnmálamenn sem tala alltaf eins og hlustendur vilja heyra. sprungið á niðurgreiðsluleiðinni. Sá þrífótanna er brotinn. Annar fótur ráðherrastólsins var herópið „hækkað kaup“, „samningarnir í gildi", sem fyrst átti svo að heita, en var jafnað út með þessum auknu niður- greiðslum og síðan með því að átta vísitölustig voru aftekin í desember og síðan nær reglubundið við hvern útreikn- ing vísitölu. Þannig var loforðið um „samningana í gildi“ svikið. Annar fóturinn er þannig einnig brotinn. Þriðji fóturinn, sem eftir er felst í hinum auknu skattaálögum, sem lagðar voru á landsmenn, og landsmenn kenna á m.a. þessa dagana og draga mun úr framtaksvilja einstaklinganna í landinu, afkomu fyrirtækjanna og möguleika þeirra til þess að festa fjármagn í tækjum til þess að auka framleiðslu og framleiðni í þjóðfélaginu og skapa betri lífsskilyrði í landinu. Þrífótur stendur ekki á einum fæti. Ráðherrastólarnir, ríkisstjórnin er í raun fallin, enn auknar skattaálögur munu ekki verða henni til bjargar. En þótt svo sé komið fyrir núverandi ríkisstjórn sem ég stuttlega hef gert grein fyrir og einmitt vegna þess að þjóðarnauðsyn krefst að hún víki, skul- um við bindast samtökum um það, að ræða ekki vandamálin með þeim hætti að um sé að ræða hagsmunaárekstra milli strjálbýlis og þéttbýlis, milli land- búnaðar og annarra atvinnuvega, sem ekki sé hægt að leysa. Við skuluni ekki ýfa slíka hagsmunaárekstra ef og þegar þeir eru fyrir hendi, heldur jafna þá. Það er hlutverk okkar sjálfstæðismanna og þess vegna vonast ég til þess að bændur og Sjálfstæðisflokkurinn eigi ávallt samleið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.