Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 48
Simi á ritstjorn og skrifstofu: 10100 JtUrgunblabib Sími á afgreiðslu: 83033 JH*r0iinblnbib SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1979 Ný íslenzk Biblía kemur á næsta ári Gildandi starfsetning leysir af hólmi texta frá 1912 HIÐ ÍSLENZKA Biblfufélag hefur látið hefja vinnu við nýja íslenzka Bibliu og á hún að koma út haustið 1980. Verður Biblían með nýrri stafsetningu og þýðingu að hluta. en setningin á íslenzku Bibli'unni í ^lag er frá árunum 1912 og 1914. Kannað var með aðstoð Sameinuðu Biblíufélaganna. sem eru alþjóðleg samtök Bibiíuféiaga í um 60 ríkjum, hvar hagstæðast væri að setja nýja isienzka Bibliu og að könnun iokinni var tekið tilboði Prenthúss Guðmundar Benediktssonar. Þá er verið að kanna hvar hagstæðast sé að prenta og binda hina nýju Bibliu. en óliklegt er að það vcrði hér á landi. Samkvæmt upplýsingum Her- manns Þorsteinssonar hjá Hinu íslenzka Biblíufélagi er reiknað með að í fyrstu lotu verði prentað- ar um 20 þús. Biblíur í mismunandi broti, vasabiblíubroti, fyrir altari, heimiii o.fl., en á hverju ári dreif- ast um 8—10 þús. Biblíur á landinu og þar af eru 5000 á vegum Gideon til ungs fólks. Nýja Biblían verður með nýrri greinarmerkja- og stafsetningu. Guðspjöllin úr Nýja testamentinu eru í nýrri þýðingu úr grísku, en annað er yfirfarið og endurbætt. Gamla testamentið verður end- urprentað með textanum frá 1912 en með núgildandi stafsetningu og víða verða sett greinaskil, köflum skipt í undirkafla og fyrirsagnir settar til glöggvunar auk lagfær- inga á stöku stað. Þýðingarnefnd undir stjórn biskups sá um nýju þýðinguna, en í nefndinni voru prófessor Jóhann Hannesson, dr. Björn Magnússon prófessor og Jón Sveinbjörnsson prófessor hafði verkstjórn með höndum ásamt fleirum. Um breytingarnar á texta Gamla testamentisins sá Þórir Kr. Þórðarson, Dalla Þórðardóttir, stud.theol og fleiri. „ÞAÐ ER rétt hjá ykkur að ekkert samkomuiag tókst við samtök sænskra síldarinnflytjenda í samn- ingaviðræðunum í Gautaborg fyrr í þessum mánuði. Það er einnig rétt að við kröfðumst 22—25% hækkun- ar frá fyrra ársverði, en Svíar neituðu aiiri hækkun og kröfðust hagstæðari stærðarflokkunar fyrir sig sem jafngildir verðlækkunar- kröfum. Þegar samningaviðræðun- um í Gautaborg lauk var staðan þannig að verðkröfur okkar voru að sögn Svía um 45% hærri cn tilboð Kanadamanna fyrir síld af svipuðum stærðum og mcð svipuðu fitumagni“, sagði Gunnar Flóvens. framkvæmdastjóri Sfldarútvegs- nefndar í samtali við Morgunblaðið í gær. En hann var spurður að því hvort erfiðlega hefði gengið að fá Svía til að samþykkja þá 22—25% verðhækkun á sfld sem íslcndingar fóru fram á í samningaviðræðum við Svía í Gautaborg fyrr í þessum mánuði. Gunnar tók það fram að það væri föst venja að fulltrúar síldarsalt- enda og útgerðarmanna eða sjó- manna í stjórn Síldarútvegsnefndar tækju þátt í öllum meiri háttar samningaviðræðum. „En það er ekki bara í Svíþjóð sem Kanadamenn undirbjóða okkur svona gífurlega heldur í öllum markaðslöndunum", sagði Gunnar. „Skipulagsleysið og ringulreiðin í síldarútflutningsmál- um þeirra er slíkt að vonlaust er að keppa við þá lengur nema til komi einhver kraftaverk, sem óneitanlega geta stundum gerst þar sem síldin á hlut að máli. Astæðurnar fyrir þessu ástandi eru í rauninni margþættar. Fersksíldarverðið í Kanada er til dæmis óeðlilega lágt, styrkjapólitík kanadískra stjórnvalda á einnig sinn þátt í þessu lága söluverði á kana- dísku saltsíldinni. Á síðastliðnu ári greiddu síldarvinnslustöðvarnar á austurströndinni, þar sem öll söltun- in fer fram, aðeins 38 krónur fyrir fersksíldarkílóið, en meðalverðið hér á landi á sama tíma var 84 krónur og nálægt hundrað krónum ef útflutn- ingsgjaldið hér er talið með. Það furðulega gerðist nú í vor að fulltrúar kanadísku sjómannasam- takanna, á hluta söltunarsvæðisins, sömdu um 7,5% lækkun á fersksíld- arverðinu. Eg held að það væri heillaráð fyrir forsvarsmenn kanad- ískra sjómanna að fara í námskeið hjá fulltrúum íslensku sjómannanna og útgerðarmannanna í verðlags- ráði, þeim Ingólfi Ingólfssyni, Kristjáni Ragnarssyni og Óskari Vigfússyni". Gunnar Flóvens sagði að Iokum að samningaumleitunum yrði haldið áfram í öllum markaðslöndum salt- síldar, en kvaðst engu vilja spá um niðurstöðurnar. Hann sagði að sam- komulag hefði nú tekist um það við Svía að viðræður við þá hæfust á ný 16. ágúst næstkomandi. 226 hval- ir veiddir UM HÁDEGI í gær voru komnir á land í hvalstöðinni í Hvalfirði 224 hvalir en einn hvalbátanna var auk þess á leið til lands með 2 hvali. Skipting aflans er þannig að 5 búrhvalir hafa veiðst, 6 sæhvalir og afgangurinn eru langreyðar. Að sögn verkstjóra í hvalstöðinni hefur hvalvertíðin í sumar gengið vel og virðist mikið vera af hval á miðun- um. Aðeins einn dagur hefur fallið niður í vinnslu hjá hvalstöðinni en það var í síðustu viku. Komu allir hvalbátarnir þá inn í einu og fóru ekki út um stund vegna þoku á miðunum. Sjónvarpið tekur til starfa í vikunni: Myndaflokkur um frú Simpson og Játvarð SJÓNVARPIÐ tekur aftur til starfa um næstu helgi. Meðal þeirra þátta scm hefja göngu sína fyrstu sjónvarpshelgina eftir sumarfrí, er framhaldsmynda- flokkur byggður á ástarævintýri Flóttamennirn- ir halda til ís- lands 12. sept. RAUÐI krossinn annast um þessar mundir undirbúning komu kring- um 30 flóttamanna frá Vietnam. Björn Þórleifsson, sem er fram- kvæmdastjóri flóttamannahjálpar- innar, sagði að nú væri búizt við að flóttamennirnir legðu frá Kuala Lumpur hinn 12. s. ptember. Sagði hann að hópurinn yrði i' samfloti með flóttamönnum sem danska flóttamannahjálpin tæki á móti og hefði eftirlátið sæti til handa flótta- mönnum á leið til íslands, cn mjög erfitt væri um þessar mundir að komast frá Kuala Lumpur. Þá sagði Björn að unnið væri að því að útvega dvalarstað fyrir fólkið þegar til íslands kæmi. Einnig sagði hann að nokkrir hefðu haft samband við Rauðakrossinn og boðið fram aðstoð sína varðandi túlkun, m.a. 3—4 námsmenn, sem dvalið hafa í Kína, fólk þaðan búsett hérlendis o.fl. Játvarðs konungs áttunda af Englandi og fráskilinnar banda- rískrar konu að nafni frú Simp- son. En Játvarður fórnaði kon- ungdómi fyrir ást sína. Mynda- flokkurinn nefnist „Ástir erfða- prinsins“ og er í sjö þáttum, gerður cftir bók Frances Donald- son „Edward VIII“. Myndaflokkurinn hefst árið 1928, nokkru áður en Játvarður, prins af Wales, kynnist frú Simpson og lýkur í desember 1936, er Játvarður lætur af konungdómi til þess að geta gengið að eiga ástkonu sína. Ellert Sigurbjörnsson þýðandi myndaflokksins sagði að honum yrði best lýst með því að þetta væri „sætsúpa með þeyttum rjóma". Ekki væri mikið um þekkta leikara, Játvarð kóng léki maður að nafni Edward Fox en hlutverk frú Simp- son væri í höndum leikkonu að nafni Cynthia Harris. Ekki er að efa að sjónvarps- áhorfendur muni fylgjast vel með „ástarævintýri aldarinnar" sem svo var nefnt þegar breska þjóðin fylgdist spennt með ástamálum þjóðhöfðingja síns. Játvarður lést í hárri elli fyrir nokkrum árum skömmu eftir að Elísabet II Breta- drottning, bróðurdóttir hans, hafði fyrirgefið honum þetta sögufræga ástarævintýri. Frú Simpson er enn á lífi og býr í París þar sem þau hjónin bjuggu í útlegð öll árin eftir afsögnina og þar til Játvarður lést. Ge irfu glci drci ngu r sjaldgœf sjón Siglt að Geirfugladrangi. Ljósm.: Hermann Sigurðsson. Geirfugladrangur er nafnið á litlu skeri suðvestur af Eldey. Áður var það þó drangur eins og nafnið bendir til en árið 1972 hrundi niður og hefur síðan verið svo til alveg í kafi. í rennisléttum sjó og stór- straumsfjöru kemur skerið þó upp og er varðskipið Týr átti leið þarna um í vikunni blöstu leifarnar af Geirfugladrangi við varðskipsmönnum. ■ . Einn stýrimannanna á Tý, Hermann Sigurðsson, fór á gúmmíbát út í Geirfugladrang. Mældi hann dranginn og reynd- ist hann 14 metra langur og 1.4 metra á breidd. Stöpullinn undir drangnum mældist um það bil 19 metrar á hvorn kant, en hann er nær alveg á kafi. I’að er ekki á hverjum degi. sem ha*gt er að berja Geirfugladrang augum. Hér sést Hermann Sigurðsson úti f drangnum. Ljósm.: Jón Páll Ásgeirsson. Sfldarsölusamningarnir við Svía: Kanadamenn und- irbjóða íslendinga Tilbúin í slaginn... Loðnuskipin bíða nú haustsins og loðnuveiðanna, en í Reykja- vfkurhöfn mátti sjá þessi nóta- skip ásamt fleirum nýkomin úr málningu og hreinsun bfða aðgerðarlaus tilbúin f slaginn. Ljésm. ÓI.K.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.