Morgunblaðið - 29.07.1979, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.07.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ1979 13 nauðsynlegur og æski- legur, svo langt sem hann náði, en hann náði bara ekki nógu langt, því að hann kveður aðeins á um bann við beitingu kjarnavopna, en bindur ekki hendur samnings- aðilanna hvað varðar önnur sprengiefni. Samningur þessi er að mörgu leyti takmörkun- um háður og ber vott um slíka skammsýni að furðu sætir. Það kann að virðast enn furðulegra, að Bandaríkin hafa ekki markað sér stefnu um hvernig brugðizt skuli við árás úti í geimnum. Þetta stefnuleysi kom berlega í ljós síðla árs 1975, en þá gerðist það skyndilega að bandarísk- ur gervihnöttur hætti um hríð að senda upplýs- ingar til jarðar þar sem hann var á ferð yfir Sovétríkjunum. Fyrst taldi bandaríska varna- málaráðuneytið, að Sov- étmenn hefðu verið að gera tilraunir með nýjan laser-geisla, sem ætlað væri að koma í veg fyrir að hægt væri að fylgjast með því er Sovétmenn skytu á loft langdrægum eldflaugum. Varnar- málaráðuneytið komst þó að þeirri niðurstöðu eftir að málið hafði verið kannað nánar að gervi- hnötturinn hefði blind- azt af skellibjörtum blossa er eldur hefði komið upp í jarðgas- leiðslu, en ýmsir hernað- arsérfræðingar hafa véf- engt þessa skýringu. Það er almenn skoðun kunnáttumanna í Bandaríkjunum, að Sov- étmenn hafi yfir að ráða tæknibúnaði, sem eyði- lagt geti gervihnetti. Að minnsta kosti sextán sinnum hafa þeir skotið út í geiminn tækjum, sem hafa elt uppi gervi- skotmörk eftir að hafa farið einu sinni eða tvisvar kringum jörðina. Geislavopn í Bandaríkjunum eru miklar vonir bundnar við geislavopn, sem fyrir- sjáanlega munu gegna mikilvægu hlutverki í framtíðinni. Laser- geislinn, sem hefur margvíslegt notagildi, meðal annars á sviði læknavísinda, vegur hér þyngst á metunum. Ýms- ir vopna- og hernaðar- fræðingar eru þeirrar skoðunar, að laser- varnakerfi gegn hvers konar eldflaugum muni áður en langt um líður leysa af hólmi hin flóknu vopnakerfi, sem hingað til hafa verið við lýði. Það er líklega ekki ofmælt, að draumur sérhvers hernaðarsér- fræðings — og reyndar allra þeirra, sem velta öryggismálum ríkja fyrir sér að einhverju marki — sé hið „full- komna varnarvopn". Það er að segja vopna, sem er einfalt, nákvæmt og svo fullkomið að með því megi hrinda hvers konar hernaðarárás, hvaðan sem er. Með öðrum orð- um vopn, sem er ekki einungis svo háþróað í sjálfu sér heldur einnig svo fjölhæft, að það geti að miklu eða jafnvel öllu leyti komið í stað þeirra flóknu, orkufreku, kostn- aðarsömu og síúreltu hernaðarkerfa, sem tíðk- azt hafa á undanförnum áratugum. Nú er að öllum líkirid- um svo komið, að þessi draumur, ef hægt er að nota það orð í þessu sambandi, er ekki fjar- stæðukenndari en svo, að gera má ráð fyrir að lasergeislinn geri hann að veruleika innan fárra ára. Laser-geislinn er sam- anþjappað ljós — það er að segja ljósgeislum er beint á einn stað. Þannig fæst gífurleg orka, sem hafa má til hinna margvíslegustu nota. Hernaðarlegt gildi hans er ekki sízt í því fólgið að laser-vopnið fer með hraða ljóssins, það er að segja um það bil 320 þúsund kílómetra á sek- úndu, sem er mesti hraði, sem maðurinn hefur hingað til öðlazt þekkingu á. Það gefur auga leið, að slíkt vopn mundi gjörbreyta hern- aðarstöðunni í heimin- um, en bandarískir varnamálasérfræðingar gera ráð fyrir að slíkt kerfi geti verið komið á innan tíu ára. Hversu langt Sovétmenn eru komnir með þróun slíks kerfis er ekki vitað, en bandaríkjamenn óttast að þeir kunni að verða fyrri til. Laser-varnakerfi Bandaríkjamanna yrði væntanlega þannig úr garði gerð, að geisla- byssum yrði komið fyrir á tindum fjalla, en stýrt annars staðar frá. Mögy- leikar geislavopnanna virðast óendanlegir, meðal annars af þeirri ástæðu að ekki þarf flóknari útbúnað en spegla til að margfalda orku þeirra á auga- bragði. — A.R. (Heimild Busin- ess Week). Keppt á Faxaborg í fögru veöri Það var fagurt veður þegar Hestamannafélagið Faxi í Borgar- firði hélt hið árlega hestamanna- mót sitt nú um helgina. Hófst mótið á laugardag með gœðingadómum og unglingakeppni. Á sunnudag voru gœðingar sýndir og verðiaun afhent. Að þessu loknu hófust kappreiðar. Mjög góður árangur náðist í flestum greinum t.d. hljóp Glóa á 21,4 sek. f 300 m stökki sem er aðeins sekúndubroti frá íslands- meti. Evrópukandidat efstur. I A-flokki gæðinga varð efstur Evrópukandidat Reynis Aðalsteins- sonar, Penni frá Skollagróf, hlaut hann í einkunn 8,76. I öðru sæti varð svo Von frá Reykjum í Mosfellssveit, eigandi og knapi Benedikt Þor- björnsson, hlaut hún 8,14 í einkunn. Þriðji varð svo stóðhesturinn Gáski frá Litla-Bergi í Reykholtsdal, eigandi og knapi Ólafur Guðmunds- son. Efstur í B-flokki varð Kópur frá Hofsstöðum, eigandi og knapi Gísli Gíslason, hlaut hann í einkunn 8.16. Annar varð Erill frá Borgarnesi með einkunnina 8.12, eigándi hans er Jóna Dís Bragadóttir en knapi var Ragnar Hinriksson. í þriðja sæti varð svo Ymir frá Nýja-bæ, eigandi Ólöf Guðbrandsdóttir en knapi Ragnar Hinriksson, hann hlaut einkunnina 8.08. Öldungur í unglingakeppni í unglingaflokki var keppt í tveim- ur flokkum, þ.e. eldri og yngri. I eldri flokki varð lilutskarpastur Aðal- steinn Reynisson 14 ára á hestinum Gusti, með einkunnina 8.60. Og í yngri flokknum sigraði Lára Gísla- dóttir 12 ára á Gránu, 21 vetra gamalli, og má segja að þar hafi verið á ferð öldungur í unglinga- keppni, hlaut hún einkunnina 8.41. Til gamans má geta þess að yngsti keppandinn, Magnús Fjeldsted, er aðeins 5 ára. Sérstök keppni var háð meðal hryssna er tóku þátt í gæðinga- keppninni. Er þar keppt um sér- stakan bikar sem gefinn var í þessa keppni, einnig eru veittir verð- launapeningar fyrir þrjár efstu hryssurnar. Dæmt er eftir „eld- gamla" kerfinu eins og einn ágætur maður orðaði það, þannig að þrír dómarar fara á bak hryssunum og gefa sameiginlega einkunn. Efst í þessari keppni varð Von frá Reykj- um, eigandi Benedikt Þorbjörnsson. Hún hlaut einkunnina 8.18. Góður árangur í hlaupum Eins og áður sagði, náðist mjög góður árangur á kappreiðum móts- ins, þó hlaúpabrautin bæri ekki eins og best verður á kosið. Bestur tími náðist í 300 m stökki en þar sigraði Glóa Harðar G. Albertssonar á 21,7 sek. Hafði hún hlaupið í undanrásum á 21,4 sek. Knapi á Glóu var Hörður Harðar- son. I 250 m folahlaupi sigraði Don á 18,1 sek., eigandi hans er Hörður G. Albertsson og knapi var Hörður Harðarson. Bestum tíma í 150 m nýliðaskeiði náði Smyrill Guðrúnar Gísladóttur, 15,5 sek. Knapi á honum var Björn Jóhannsson. 1 250 m skeiði sigraði Trausti á 22,9 sek., eigandi er Jónína Hlíðar en knapi var Reynir Aðalsteinsson. í 800 m stökki sigraði Reykur Harðar G. Albertssonar á 63,8. Knapi á honum var Sigurður Sæmundsson og í 800 m brokki sigraði Stjarni Ómars Jóhannssonar á 15,2 sek. Knapi var Valdimar Kristinsson. MYNDAMÓTA Adalstræti 6 simi 25810 BESTUM árangri í hlaupagreinum mótsins náði Glóa Harðar G. Albertssonar, knapi Hörður Harðarson, en hún sést hér koma að marki í 300 metra stökki á 21,7 sek. í undanrásum náði hún tímanum 21,4 sek. Á eftir Glóu kemur Mœja, knapi Anna Markúsdóttir, og þá Kóngur, knapi Einar Karelsson. Ljósm. Valdimar. í 250 metra stökki sigraði Don á 18,1 sek. og heldur knapinn Hörður Harðarson í hana, lengst til hœgri á myndinni. Við hlið hans er Reynir Steinsson með Létti og þá Atli Guðmundsson með Hrímni. r NYTT FRA CROWN Verð: 176.950,- stereo- /BeStU ** S?varpand' í kauoin í utvarp ¥- V „j^Tveir hatalarar- tveir hljóönemar • Hljomblondun. „Cue“ og „Rewiew" kerfi. • Svefnrofi. Tveir innbyggöir næmir hljóðnemar. • FeCr/Cr02/normal spóluval. Sjálfvirk upptaka. • Sjálfvirkt stopp. Fjórvirkur mælir. • Gengur fyrir 220V, 12V og rafhlöðum. TRYGGÐU ÞÉR TÆKI ÁÐUR EN ÞAU HÆKKA Sendum um allt land 29800 ^BUOIN Skipholtild

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.