Morgunblaðið - 29.07.1979, Síða 2

Morgunblaðið - 29.07.1979, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ1979 Eiríkur Briem um rafmagnsverð Landsvirkjunar: Búið að þvarga svo mikið um aumingja álverið að ég nenni ekki út í þá sálma EIRÍKUR Briem framkvæmda- stjóri Landsvirkjunar hefur sent frá sér athutcasemdir vcgna fréttar í bjódviljanum sl. föstudag. Segir hann að framsetningin á frétt Þjóðviljans, sem birti upplýsingar úr nýútkomnu hefti Orkumála, sé slík að hún geti valdið misskilningi, en þar kemur m.a. fram að álverið fái kílówattstund rafmagns á kr. 2 meðan almenninjíur greiði allt að kr. 50 fyrir hana, ok segir að heildsöluvcrð til rafveitna sé milli 7 og 8 kr. „Það er búið að þvarga svo mikið ekki að fara út í þá sálma nú um hásumarið. Þó get ég ekki stillt mig um að benda á, að það mundi ekki hjálpa almenningi mikið þó að Landsvirkjun lækkaði heildsöluverð- ið til hans um 2 til 3 krónur þ.e.a.s. niður í álverð, því samkvæmt upplýsingum Þjóðviljans, sem vafa- laust eru réttar, þá borgar almenn- ingur nú 30 til 45 krónur á kílówatt- stund og jafnvel meira," segir Eirík- ur Briem í athugasemd sinni. Hér fer á eftir yfirlit yfir heild- söluverð Landsvirkjunar hinn 27. um aumingja álveriö, aö ég Notandi nenni júlí: Spenna í Nýtin«artími Krónur á raforkunnar kílóvoltum í stundum kflówattstund 1. Almennin^sveitur 6-66 5140 6.95 (forKanKsorka) 132 5140 6.50 220 5140 6.17 “ 6-66 8000 4,96 “ 132 8000 4,64 “ 220 8000 4,41 2. AlmenninKsveitur (aÍKanK-sorka) 1,02 3. ISAL (forKanKsorka) 220 8000 2,05 4. Áburður (að hluta afKanK-sorka) 132 8000 2,05 5. Járnblendi (50% forKanKs- ok 50% afKanKsorka) 220 8000 2,49 Nafn mannsins MAÐURINN, sem beið bana í bílveltunni í Tíðar- skarði sl. fimmtudagskvöld hét Guðmundur S. Júlíusson, heildsali til heimilis að Nesvegi 76 í Reykjavík. Hann var fæddur 19. nóvember 1924 og lætur eftir sig konu og sex börn. Jámfákar í kvartmflukeppni Ólafsson á Græna hraðsuðukatlin- um, Örvar Sigurðsson á 454 Camarónum, Ólafur Grétarsson á Kawasaki S 100, Harry Hólm- geirsson á 307 Camarónum. Mið- sumarskeppnin er ein stærsta kvartmílukeppni ársins hér á landi. MIÐSUMARSKEPPNI Kvart- míluklúbhsins verður framhaldið ifdag. sunnudag, á kvartmflu- brautinni f Kapelluhrauni við Straumsvík. í gær fór fram forkeppni en aðalkeppnin hefst í dag kl. 14. og meðal keppenda eru Kristinn Þessi olíuborpallur er í eigu Norðmanna og gegnir stóru hlutverki í öflun og vinnslu þeirrar olíu, er Norðmenn fá úr sjávarbotninum utan við Noregsstrendur. Símamynd ap. Tilraunaboranir Norðmanna eftir olíu stóðu í 3 ár NORÐMENN boruðu eftir olíu í þrjú ár, þar til jákvæður árangur fékkst. Boraðar voru samtals 32 tiiraunaholur og heildarkostnað- ur olíuborana og uppkominnar aðstöðu fram til dagsins f dag er orðinn 8 þús. millj. doilara. Norð- menn álfta nú að þeir eigi olíu- auðlindir upp á 1500 millj. tonna í jörðu, af því taka þeir 40 millj. tonn árið 1979. Ofangreindar upplýsingar feng- ust hjá norska sendiráðinu í Reykjavík um þróun olíuleitar- mála Norðmanna. Norðmenn gáfu út lög árið 1963 um að ríkið ætti yfirráðarétt yfir verðmætum, sem finnast kynnu á sjávarbotni úti fyrir Noregi. Litlu fyrr uppgötvað- ist, að jarðlög gæfu fyrirheit um að olíu væri að finna í sjávarbotnin- um úti fyrir Noregi. Arið 1965 var fyrst úthlutað réttindum til rann- sóknaborana og árið 1966 hófust fyrstu tilraunaboranirnar. Eftir að boraðar höfðu verið 32 tilraunahol- ur árið 1969 hafði fundist það mikið magn af gasi eða olíu að áframhaldandi vinnsla var talin borga sig. Allt frá árinu 1969 hafa Norð- menn síðan með góðum árangri borað og fengið olíu. Heildarkostn- aður fram til dagsins í dag af þeirri aðstöðu sem nú er komin upp er í kringum 8 þús. millj. dollara. Olíumagn, sem vitað er að hægt er að fá í dag er um 1500 millj. tonn, af því er áætluð heidarvinnsla 1979 um 40 millj. tonn. NM í skák: Bragi og Elvar með 2 vinninga Norðurlandamótið í skák stendur nú yfir í Sundsvali í Svíþjóð og keppa þar yfir 200 skákmenn, þar af 19 íslendingar. Tefldar hafa verið tvær umferðir í meistaraflokki karla og var þriðja umferðin tefld í gær og hófst þá einnig keppni í kvenna- flokki og unglingaflokki. í gær hófst einnig þing Skák- sambands Norðurlanda og lýkur því í dag. Tekur ísland við for- mennsku í Skáksambandinu. Að loknum tveimur umferðum í meistaraflokki karla eru efstir ásamt öðrum þeir Bragi Halldórs- son og Elvar Guðmundsson með 2 vinninga og Jón L. Árnason hefur 1 '/2 vinning. í fyrstu umferð vann Bragi Hauk Bergmann, jafntefli varð í skákum Jóns Þorvarðarson- ar, Jörundar Þórðarsonar og Gylfa Þórhallssonar og eftir bið- skák einnig jafntefli í skák Ingv- ars Ásmundssonar, en Áskell Kárason og Elvar Guðmundsson unnu sínar skákir. í annarri um- ferð unnu Bragi, Elvar og Björg- vin, skákir Jóns L. og Ingvars fóru í bið, Sigurður H. Jónsson gerði jafntefli, Jón Þorvarðarson tapaði og fóru aðrar skákir í bið einnig. Feyenoord leikur áAkranesiídag SÍÐASTI leikur í heimsókn knatt- spyrnuliðsins Feyenoords hingað til lands verður í dag. kl. 15 á Akrancsvelli og mætir Feyenoord þá ÍA. Liðin léku á þriðjudags- kvöldið og varð þá jafntefli 1 — 1. Akurnesingar hafa farið þess á leit við Feyenoord að Pétur Péturs- son fái að leika með Akurnesingum gegn hollenska liðinu, en forráða- menn félagsins hafa tekið þunglega undir þá ósk, en útilokuðu samt ekki þann möguleika að þeir myndu gefa Pétur eftir. Leiðrétting í síðasta þætti sr. Árelíusar Níelssonar „Við gluggann", sem birtist í Mbl. þann 21. 7. sl. standa orðin „venjulegir námsmenn", sem á að vera „venjulegir ránsmenn". Þetta leiðréttist hér með. Hjörleifur Guttormsson: Ber vitni um áframhaldandi hörku sjávarútvegsráðherra „ÉG IIEF ekki farið sérstaklega ofan í þetta mál.“ sagði Hjörleiíur Guttormsson, iðnaðarráðherra, sem nú gegnir störfum viðskiptaráð- herra í sumarleyfi Svavars Gests- sonar. „en allt er þetta næsta leiðiniegt og sá árekstur, sem þarna hefur orðið. Er mjög eðlilegt að Norðfirðingar séu sárir og reiðir Lúðvík Jósepsson alþingismaður: Meiri heimska en áður hef- ur heyrzt frá stjómvöldum „ÉG tel þetta ekki vera stórmál, að því er varðar Norðfirðinga eða Akurnesinga,“ sagði Lúðvik Jóseps- son. alþingismaður og formaður Aiþýðubandalagsins, er Morgun- blaðið ræddi við hann í gær. Lúðvík var þá á Norðfirði. „En það er stórmál," sagði Lúðvík, „ef það á að verða ofan á, að ráðherra geti með reglugerð tekið í sínar hendur lánveitingavaldið yfir þessum stóru sjóðum. Ég tala nú ekki um eí hann getur framkvæmt slíka afturhalds- stefnu, að menn megi ekki einu sinni endurnýja og bæta rekstur sinn. Þá er þetta orðið anzi svart og hlýtur þingið að taka á slfkum málum. Lúðvík Jósepsson kvað þessa stefnu sjávarútvegsráðherra m.a. vera til komna vegna „ofsakenndra heimskuskrifa, sem mjög hafa verið tíðkuð í blöðum um það að skipaflot- inn sé of stór. Það er alltaf verið að telja saman þetta gamla og óhag- kvæma, sem auðvitað er lífsnauð- synlegt að minnka. „Það á ekki að pína menn eins og í þessu tilfelli til þess að leggja út í 150 milljón króna viðhald á óhagkvæmu skipi, í stað þess að þeir selji skipið fyrir 300 milljónir úr landi og kaupi hag- kvæmt skip. Þetta er auðvitað meiri heimska en maður hefur nokkurn tíma áður heyrt frá stjórnvöldum, og hafa menn þó stundum tekið á í þeim efnum.“ Lúðvík kvað tómt mál að tala um, að hér sé verið að koma í veg fyrir stækkun flotans. Hér sé verið að ræða um að skipta á skipum af hagkvæmnisástæðum. Hann kvað hægt að veiða eins mikið á gamla skipið, það hafi veitt um 3000 tonn á ári eins og aðrir togarar, en í skipinu væri ekki unnt að hafa kassa. Liggja fyrir útreikningar um óhagkvæmni þessa. „Þá verður þetta trúaratriði hjá sjávarútvegsráðherra, að nauð- synlegt sé að stöðva þetta á sama tíma sem hann getur jafnvel stutt það að menn kaupi inn til landsins skip, sem vafasamt er hvort íslend- ingar eigi eða ekki.“ yfir þeim viðtökum. sem þeir hafa fengið í samhandi við þetta mál. Eins og áður hefur komið fram hjá mér, tel ég mikla þörf á því, að reynt verði fyrr en seinna að marka stefnu í sambandi við fiskvciðiflota okkar, viðhald hans og endurnýjun og hversu mikið eigi að færast í fang hér innanlands." „Ég held að þetta dæmi og raunar mörg önnur, sem á undan eru gengin sýni okkur ljóslega fram á nauðsyn þess, að að því verði unnið og að stjórnvöld reyni að ná saman um stefnu, sem hægt er að byggja á til lengri tíma. Harkalegir árekstrar af þessu tagi eru mjög illa til þess fallnir að greiða fyrir skynsamlegri iausn mála, en hins vegar tel ég mjög brýnt að taka á þessu máli. Er nú verið að vinna að þessu á vett- vangi iðnaðarráðuneytisins, að því er snertir innlendan skipasmíðaiðn- að.“ Hjörleifur kvaðst ekki gera ráð fyrir því að hann tæki þetta upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar. „Ég geri ekki ráð fyrir að þetta mál komi upp þar á meðan viðskiptaráðherra er fjarverandi. Hann stóð að þessu máli og gaf út þetta leyfi. Því á ég ekki von á því, enda ýmsir ráðherrar fjarverandi nú.“ Morgunblaðið spurði Hjörleif, hvort hann teldi að mál þetta kæmi til kasta Alþingis, þegar það kemur saman og hvort hann teldi rétt að takmarkað yrði vald ráðherra til þess að grípa inn í mál með þessum hætti. Hjörleifur sagði: „Ég vil nú líta á þetta mál, þótt það standi mér nærri sem einstakt málefni, þar sem það varðar mína heimabyggð, í víðara samhengi. Árekstrar af þessu tagi, hljóta að ýta á það að vænlegra sé í framhaldi af þessum atburðum að stefna sé mótuð, sem samstaða næst um. Hefur mjög skort á að hér lægi fyrir skilmerkileg stefna varð- andi uppbyggingu fiskiskipaflotans. Ástæður eru þar vafalaust margar, menn greinir á um æskilega stærð hans og er það eðlilegt með tilliti til afkastagetu fiskstofnanna. Sú mynd er smám saman að skýrast, þótt þar muni öll sannindi kannski seint liggja fyrir. Jafnhliða liggur fyrir, að viö höfum ekki nýtt sem skyldi möguleika til skipasmíða innanlands og uppbygging skipasmíðaiðnaðar- ins hefur tæpast legið fyrir. Hafa og miklar sveiflur í endurnýjun flotans gert mönnum erfitt fyrir. Ef menn telja skynsamlegt að glíma við þessi verkefni hér innanlands, þá þarf að vera um sem jafnasta þróun að ræða, svo að ekki komi til offjárfest- ingar.“ Hjörleifur Guttormsson kvaðst myndu kynna sér þetta mál, hvað gerzt hafi nú síðast, „en mér sýnist þetta bera vott um áframhaldandi hörku í málinu af hálfu sjávarút- vegsráðherrans."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.