Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1979 47 Tíunda starf ssumar Ferda- leikhússins er að hefjast Ferðaleikhúsið sýndi Light Nights í fyrsta sinn á þessu sumri á Hótel Loftleiðum fimmtudagskvöldið s.l. fyrir fullu húsi. Þetta er 10. sumarið, sem Ferðaleikhúsið stendur fyrir sýningum á Light Nights, sem eru íslenzkar kvöldvökur, fluttar á ensku, sérstaklega ætlaðar enskumælandi ferðamönnum. Þetta er tólfta uppfærslan á Light Nights, þar af hafa tvær verið í sérstökum sýningarferð- um erlendis. Miklar breytingar hafa nú verið gerðar á Light Nights, t.d. eru nú í fyrsta sinn sýndar skyggnur af gömlum teikningum og myndum eftir þekkta listamenn, má þar nefna Halldór Pétursson. Einnig eru teikningar eftir franskan Síðasta sýn- ingarhelgin VATNSLITAMYNDASÝNINGU Peter Schmidt í Gallerí Suðurgötu 7 lýkur á sunnudagskvöld. Schmidt dvaldist hér á landi í fyrrasumar og málaði íslenzkt landslag og er sýningin afrakstur þess. Sýningin hefur verið vel sótt, segir í frétt frá galleríinu, en tiltölulega fáar myndir hafa selzt. Plöntugrein- ingarferð Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fer í plöntugreiningarferð í Grá- helluhraun mánudaginn 30. júlí, en nú er rétti tíminn til þess að huga að hinum villta blómgróðri. Einnig verður hugað að örnefnum í nágrenninu. Farið verður frá íþróttahúsi Hafnarfjarðar kl. 20. Leiðbeinandi verður Hákon Bjarnason fyrrv. skógræktarstjóri. MS MS MS 2lfl SW MS' MY Adtils AUGL V^J/TEIKr NDAM raeti 6 simi ÝSINGA- UISTOFA ÓTA 25810 listamann, Auguste Mayer, er hér ferðaðist á árunum 1835 og 1836. Skyggnurnar fyrir Light Nights eru gerðar af Myndiðn og einnig hefur Sólarfilma ljáð leikhúsinu nokkrar myndir. Gunnar Reynir Sveinsson hefur séð um upptöku á tónlist og einnig samið leikhljóð fyrir sýningar Light Nights. Öll tónlist, sem flutt er í sýningunni, er seld á plötum við innganginn. I anddyri leikhússins hefur ver- ið sett upp sýning á nokkrum teikningum úr Sturlungu eftir Kjartan Guðjónsson, listmálara. Á efnisskrá Light Nights eru 28 atriði, sem Kristín G. Magnús, leikkona, hefur tekið saman og jafnframt flytur hún allt talað mál á sýningunum. Meðal efnis má nefna gamlar gamanfrásagnir, þjóðsögur af álfum, tröllum og draugum. Einnig eru kynntar rím- ur og langspil. Fluttir eru kaflar úr Egilssögu og Vínlandssögu. Magnús Snorri Halldórsson stjórnar sviðsljósum, skyggnu- sýningarvél og hljómflutnings- tækjum á sýningum Light Nights. Sýningar verða alla sunnudaga, mánudaga, þriðjudaga, fimmtu- daga og föstudaga til 31. ágúst. Sýningarnar hefjast kl. 9 og er lokið um kl. 11. Ferðaleikhúsið hefur nú verið starfrækt í 14 ár. Stofnendur eru Halldór Snorrason og Kristín G. Magnús. (Fréttatilkynning) Aðstandendur Ferðaleikhússins nú Kjartan Guðjónsson. Magnús Snorri Halldórsson, Kristín Magnús, Halldór Snorrason. Gúnnar Rúnar Sveinsson. Lánið semþanka: ,5tioramir raöaengaum Það er IB-lán. — Þú ræður upphæðinni og hvenær hún er til reiðu. Vantar þig 450 þúsund eftir þrjá mánuði? Eða 917 þúsund eftir hálft ár? Meira - minna? Gerðu upp hug þinn og líttu við hjá okkur. Dæmi nm valkDSti sem mlkiö emnotaöir. En þeir em maigfalt fleiri. SPARNAÐAR- MANAÐARLEG SPARNAÐUR BANKINN RÁÐSTÖFUNAR- MÁNAÐARLEG ENDURGR. TÍMABIL INNBORGUN í LOKTÍMAB. LANAR ÞÉR FÉMEÐ VÖXTUM ENDURGR. TÍMABIL 3 20.000 60.000 60.000 120.800 20.829 'X 40.000 120.000 120.000 241.600 41.657 o , xnðiii. 75.000 225.000 225.000 453.375 78.107 man. 6 30.000 180.000 180.000 367.175 32.197 a 50.000 300.000 300.000 612.125 53.662 o , inaii. 75.000 450.000 450.000 917.938 80.493 man. Bankiþeirra sem hyggja aö framtíóiimi Iðnaðarbankinn VíSr Aöalbanki og útibú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.