Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ1979 t Eiginmaöur minn SKAFTI STEFÁNSSON, frá Nöf andaöist aö kvöldi föstudagsins 27. júlí í Hafnarbúðum í Reykjavík. Helga Jónsdóttir og börn. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma JÚLÍA SIGURÐARDÓTTIR frá Dvergasteini er lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 22. júlí s.l., veröur jarösungin frá Landakirkju þriðjudaginn 31. júlí kl. 2 e.h. Börn, tengdabörn og barnabörn. t SIGRÍÐUR SIGMUNDSDÓTTIR, frá Bsa f Lóni, Austur Skaftafellssýslu andaöist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 19. júlí s.l. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. júlí kl. 15.00. Vandamenn. t Móöir okkar INGIGERÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR, Smyrilsvegi 29, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. þ.m. kl. 1.30. Valgeröur Jónsdóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Jón Ingi Jónsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát útför VILHJALMS BENEDIKTSSONAR frá Efstabae Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Stórmót 79 Stórmót sunnlenskra hestamanna veröur háö á Rangárbökkum dagana 11. og 12. ágúst n.k. Mótiö hefst kl. 13.00 báöa dagana. Dagskrá: 1. A mótinu veröa sýndar og dæmdar ósýndar hryssur og hryssur sem ekki hafa hlotiö fyrstu verölaun. 2. Sýnt og dæmt gæðingaúrval 8 hestamannafélaga austan Hellisheiöar í A og B flokkum. 3. Gæðingakeppni unglinga 13—15 ára og 12 ára og yngri. 4. Kappreiöar. Skeiö 250 m, skeiö 150 m, stökk 250 m, stökk 350 m, stökk 800 m og brokk 800 m. Til verölauna í kappreiðum veröur varið 30% af aögangseyri mótsins. Fyrstu 3 hross í hverri grein fá verölaunapening. Aöeins úrvals hross veröa skráö til keppni. Lágmarkstímar til skráningar eru í 250 m skeiði, 26 sek., í 150 m skeiöi, 17,5 sek., í 250 m stökki 20 sek., í 350 m stökki 27 sek., í 800 m stökki 66 sek., og í 800 m brokki 1,55 mín. Á laugardegi veröa dæmdar hryssur og gæðingar í öllum flokkum, einnig fara þá fram undanrásir í kappreiöum og fyrri sprettir í skeiöi og brokki. Þátttaka í kynbótasýningu þg kappreiöum tilkynnist Magnúsi Finnbogasyni Lágafelli, sími um Hvolsvöll fyrir þriöjudagskvöld 7. ágúst n.k. Hestamannadansleikur í Hvoli laugardagskvöld 11. ágúst. Kaktus leikur. Hestamannafélögin Geysir, Kópur, Ljúfur, Logi, Sindri, Sleipnir, Smári og Trausti. Guðröður Jónsson fyrrv. kaupfélags- stjóri—Minning Fæddur 2. janúar 1908. Dáinn 24. júlí 1979. Þegar ég síðast hitti Guðröð Jónsson vin minn þann 6. júlí s.l. í Reykjavík, er hann var að fylgja Sigfúsi bróður sínum til grafar í Fossvogkirkjugarði, datt mér síst í hug, að hann að þrem vikum liðnum myndi sjálfur hafa lokið sinni jarðvist. En svona er lífið. Það er alltaf að koma mönnum á óvart og við erum svo oft minnt á það að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Guðröður Jónsson hafði lokið miklu ævistarfi, þegar hann lést rúmlega sjötíu og eins árs að aldri. í starfi fyrir samvinnuhreyfing- una reyndist hann afreksmaður með framúrskarandi gifturíkri stjórn sinni á Kaupfélaginu Fram á Norðfirði í röska fjóra áratugi. Það hefur ekki reynst létt verk að stjórna daglegum rekstri kaup- félaga á íslandi. Kaupfélags- stjórastarfið er trúlega með erfið- ari störfum sem gefast í okkar landi. Oftast hefur þurft að leggja líf og sál í starfið, ef takast átti að koma rekstri farsællega til skila fyrir félagsmenn og byggðarlag. Kaupfélagsstjóraheimilin hafa oft verið undirlögð til móttöku gesta, er erindi áttu við kaupfélagsstjór- ann utan venjulegs skrifstofu- tíma. Það hefur því oft reynt á fornfýsi kaupfélagsstjórakonunn- ar að standa vel við hlið manns síns í erilsömu starfi hans. Guðröður Jónsson hóf störf hjá Kf. Fram árið 1931. Hann hafði stundað nám í Eiðaskóla og síðan í Samvinnuskólanum 1927 og fram á ár 1929 en gat ekki lokið námi vegna veikinda. Hann átti við erfiðan sjúkdóm að stríða í tvö ár, en náði svo heilsu og hóf þá störf hjá Kf. Fram. Þegar Helgi Pálsson tónskáld lét af starfi kaupfélags- stjóra 1937 og fluttist til Reykja- víkur, tók Guðröður við stjórn kaupfélagsins, þá um þrítugt. Hafði hann þá tveim árum áður kvænst glæsilegri og mikilli myndarkonu, Halldóru Sigfinns- dóttur, ættaðri úr Borgarfirði eystra. Þegar Guðröður tók við kaupfé- laginu voru miklir erfiðleikatímar á Islandi. Heimskreppa hafði lam- að efnahagslíf landsins. Landbún- aðurinn átti þá við mikla erfið- leika að etja og settur var á stofn sérstakur kreppulánasjóður til hjálpar bændum. Á fyrstu árum Guðröðar í starfi kaupfélagsstjóra þurfti að heyja varnarbaráttu, en síðar breyttist efnahagsástandið. Síðari heims- styrjöldin skilaði miklum efnum á fjörur íslendinga. Guðröður hóf þá uppbyggingu kaupfélagsins og má segja að henni hafi hann haldið áfram meira eða minna alla þá tíð er hann gegndi kaupfé- lagsstjórastarfinu í rösk 40 ár eða til ársins 1978. Ný verslunarhús voru byggð á besta stað í bænum. Frystihús voru keypt, slátrunar- aðstaða endurbætt, kjötvinnsla hafin, mjólkurbúi komið á fót og fleira mætti telja. öll uppbygging- in var gerð af sérstökum myndar- skap, enda í eðli Guðröðar að standa þannig að hlutunum. Guð- röður var áræðinn að ráðast í nýjar framkvæmdir en hæfilegt raunsæi var honum í blóð borið sem best kom fram í því, hve vel hann ígrundaði hvert mál og verkefni. Hann setti markið hátt við uppbyggingu samvinnustarfs- ins og ætíð mun hann hafa borið í brjósti þá ósk, að Kf. Fram mætti verða fyrirmyndarkaupfélag. Þá ósk fékk hann uppfyllta löngu áður en hann lét af störfum vegna aldurs. Kynni okkar Guðröðar hófust fyrst með stofnun Samvinnu- trygginga árið 1946. Ég var ráðinn framkvæmdastjóri og var hann kjörinn í fulltrúaráð félagsins. Við nánari kynni komst ég fljótt að því, hve mikil atorka og viljafesta bjó í Guðröði. Fáum mönnum hefi ég kynnst sem voru svo sívakandi um mál- efni þau er unnið var að. Hjá Guðröði snerist starf og líf fyrst og fremst um Kf. Fram. Hann lifði og hrærðist í starfinu, ætíð með hugann við að bæta rekstur eða auka þjónustu og uppfylla nýjar þarfir fyrir félags- og viðskipta- menn. Guðröður var í eðli sínu mikill verslunarmaður. Hann hafði ríka tilfinningu fyrir hag- sýni í rekstri, fyrir því að kaupa inn góðar og ódýrar vörur og gæta sparnaðar í hvívetna, — rekstur- inn varð að bera sig, ef félagið átti að byggja sig upp. Hagstæður rekstur hvatti til nýrra átaka, en taprekstur myndi hins vegar draga dáð úr mönnum. Guðröður var mikill skapmaður, geðríkur og fylginn sér. Fór það honum vel, því maðurinn var mikill að vallar- sýn, fríður sýnum, svipsterkur og karlmannlegur. Það að Guðröður var skapríkur, kann að hafa átt sinn þátt í hinni miklu atorku er í honum bjó. En hann kunni vel að stilla skap, þótt stundum syði á keypum í hita baráttunnar. Það var gæfa fyrir Guðröð að eignast Halldóru fyrir konu. Hún var mikil húsmóðir og bjó manni sínum fagurt og gott heimili. Bæði höfðu þau hjónin ríkan fegurðar- smekk og hefur heimilið borið merki smekkvísi þeirra hjóna. Þau Guðröðurr og Halldóra áttu fjögur börn, sem upp komust, Friðjón, sýslumann á Höfn í Austur-Skaftafellssýslu, Hákon, bónda í Miðbæ í Norðfirði, Sigríði, sem búið hefur hjá foreldrum sínum og unnið í kaupfélaginu og Ágúst bónda á Sauðanesi við Þórshöfn. Öll hafa börnin að yfirbragði hið myndarlega svip- mót foreldranna og þau og stór hópur barnabarna var hin mikla gæfa Guðröðar og Halldóru. Guðröður var heimakær maður. Vinnusemin skildi eftir fáar frí- stundir. — Þess vegna var svo mikilsvert að eiga gott athvarf á góðu heimili með konu ob börnum. Eftir að ég tók við forstjóra- starfi í Sambandinu 1955 urðu kynni okkar Guðröðar nánari. Ég minnist fyrstu heimsóknar minn- ar til Norðfjarðar, fyrsta árið sem ég var í Sambandinu. Það var uppörvandi að koma í Kf. Fram, sjá myndarskapinn og snyrti- mennskuna í verslunum og vöru- geymslum. Eftir að Guðröður kom í Sam- bandsstjórn 1964 varð samband okkar ennþá nánara. Hann var oft gestur á heimili okkar hjóna og náin kynni breyttust í einlæga vináttu. Guðröður Jónsson gerði ekki víðreist um dagana. Hann ól sinn aldur í Norðfirði, sveitinni fyrst, bænum síðar og sveitinni svo að lokum, þegar látið var af starfi í kaupfélaginu. Ferðir Guðröðar lágu fyrst og fremst til Reykjavík- ur og vegna starfa í Sambands- stjórn urðu þær fleiri síðari árin. Fyrir 10 árum síðan, í ágúst 1969, fór Guðröður í langa ferð með okkur hjónum til Ráðstjórn- arríkjanna. Við þrjú vorum gestir Sovéska samvinnusambandsins og dvöldum í 10 daga í Sovétríkjun- um. Ferðast var til Uzbekistan og Georgíu og einnig dvalið í Moskvu. Ferð þessi varð skemmtilegt ævin- týri og hafði Guðröður af henni mikla ánægju. Var honum í Moskvu sýndur sérstakur sómi á samkomu Sovéska samvinnusam- bandsins. Endurminningar frá þessari ferð voru oft rifjaðar upp, þegar fundum okkar Guðröðar bar saman og nú hafði verið ákveðið að hann færi með okkur á næsta ári til Moskvu á þing alþjóðasam- vinnusambandsins, sem þar verður haldið. — Var hann farinn að hlakka til þessarar ferðar. Við hugsuðum gott til að hitta þar félaga frá Uzbekistan og Georgíu. Nú er séð fyrir, að þessa ferð getur Guðröður ekki farið. Þess í stað hefur hann tekist á hendur aðra miklu meiri ferð, sem allir verða að lokum að fara, ferð til nýrra heimkynna í öðrum heimi. Ég óska Guðröði, vini mínum, fararheilla í þessa ferð. Við hjónin þökkum honum samfylgd og vin- áttu hérna megin og biðjum hon- um guðsblessunar hinum megin. Við vottum Halldóru, börnum og öðrum ástvinum innilega sam- Erlendur Einarsson t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi SVAVAR SIGURÐSSON, Kambsvegi 1 sem lést þ. 24. þessa mánaöar veröur jarösunginn frá Fossvogs- kirkju þriöjudaginn 31. júlí kl. 3. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag Islands. Erla Valdimarsdóttir, Valdimar Svavarsaon, Dórathe Gunnarsdóttir, Hjördís Svavarsdóttir, Skúli Sigurðason, Siguróur Svavarsson, og barnabörn. t Hugheilar þakkir færum viö öllum þelm fjölmörgu sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför MAGNÚSAR EINARSSONAR skipstjóra Álftamýri 12 Sérstakar þakkir til Skipaútgeröar ríkisins og skipshafna. Svanhildur Jónsdóttir, Eínar Magnússon, Steinunn Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.