Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1979 Plötudómar—Plötudómar—P1 „THE BEATLES CONCERTO“ Rostal & Schaefer (Parlophone/Fálkinn) 1979 Stjörnugjöf: ★ ★ ★ Flytjendur: Peter Rostal: Ptanó / Paul Sehaefer: Pfanó / auk Royal Liverpool Phllhar monic Orchestra undir stjórn Ron Good- win. STJÓRN UPPTÖKU: GEORGE MARTIN. EINS og margir á undan þeim' langaði þá Rostel og Schaefer að sameina tónskáld poppsins og tónlistarflutning „klassísk- unnar". „Beatles Concerto" er með sterkari slíkum flutningi, útsetjarinn Ron Godwin er reyndar vanur að vinna með báðum stefnunum jafnt, og sama má segja um upptöku- stjórann George Martin, þó hann hafi orðið frægur fyrir störf sín með Beatles. ith w: vTu.sav^ i &to H ÍIUI > K Godwin tengir saman nokk- ur af melódískustu lögunum eins og „Yesterday", „Eleanor Rigby", „Hey Jude", „All My Loving", „She Loves You“, og „Long And Winding Road“ í einn „Concerto" sem þeir Rost- al og Schaefer flytja lýtalaust og gæða vissi breidd, þó til- finningaiaus meðferðin á „Yesterday“ sé galli á annars ljúfri plötu sem angar af natni og ástúð á tónlistinni sem unnið er að. „The Beatles Concerto" þek- ur fyrri hliðina. En á þeirri seinni eru „Six Beatles Im- pressions", þar sem lögin “Fool On The Hill“, „Lucy In The Sky With Diamonds", „Michelle", „Maxvell’s Silver Hammer", „Here Comes The Sun“ og „A Hard Days’s Night" eru tekin hvert fyrir sig. Það er eins á seinni hliðinni, hröðu lögin eru pottþétt, en ljúfu melódíurnar full tilfinningasnauðar. Annars má búast við fleiri slíkum í kjölfarið þar sem þessi plata er ágætlega heppn- uð, en þess má geta að Boston Pops Orchestra tók mörg Bítla- lög hér í gamla daga, og búast má við því að eitthvað af þeim verði á markaðnum á næstunni í minningu stjórnanda hennar, Arthur Fielder, sem er nýlát- inn. „DISCOVERY“ Electric Light Orchestra (Jet/Steinar) 1979 Stjörnugjöf: ★★★★ Flytjendur: Jeff Lynne: grítar, Höngur, píanó og synthesizer/ Bev Bevan: trommur, Roto toms, slagverk/ Richard Tandy: hljóm- borð og synthesizer/ Kelly Groucutt: ba88agítar og songur/. Auk Htrengja- Hveitar og kórn undir stjórn Louis Clark. STJÓRN UPPTÖKU: JEFF LYNNE. „Discovery" er ekki nein „upp- götvun" og hún er því síður „very disco"! En hún er þægileg af- þreying. „Discovery" er fjórða platan frá þeim sem tekin er upp í Musicland í Þýskalandi, en einmitt á þessum fjórum plötum virðist lítil sem engin þróun hafa verið á tónlist þeirra. Öll lögin eru mjög góð popplög, vel upp- byggð, vel flutt, stundum hug- vitssamlega, t.d. í „confusion" þar sem hljómborðseffektar eru látnir undirstrika texta. Lítið er um að hljóðfæraleikararnir sýni ágæti sitt, að undanskildum Richard Tandy, en hljómborðs- leikur hans er „dóminerandi" á plötunni þó fjölbreyttur sé, auk kröftugs trommuleiks Bev Bevan í „Don’t Bring Me Down“, eina „alvöru” rokklaginu, sem er meö þeim betri. Mik Kaminski, fiðluleikari, Melvyn Gale, sellóleikari og Hugh McDowell, sellóleikari eru ekki með á þessari plötu, en útgáfan hefur neitað að þeir séu ekki lengur með. Fullvíst má þó telja að einhverjar breytingar verði gerðar eftir þessa plötu þar sem ekki virðist ljóst hver stefn- an sé, þar sem endurtekningar eru eina uppistaðan á plötunni. Djúpir strengir einkenna enn mörg laganna þ.á m. „Shine a Little Love“ en þar er bassa og trommum stillt á diskó og rödd- un er a la Lennon/McCartney. „Cönfusion" er sungið í Abba stíl og lagið allt með nokkru „euro- vision" hljóm. „Need Her Love“ og „On The Run“ er nokkuð í stíl George Harrison bæði í söng og gítar- leik, „Dairy of Horace Wirnp" er samblanda frá „A Day In The Life“ nema bara flatara, textinn er a la „Ob la di Ob la da“ og inn á milli eru Bee Gees-falsetto raddanir, og samt rennur allt sæmilega saman! Þess má geta að breska útgáfufyrirtækið þeirra hefur valið þetta á nýju litlu plötuna. „Last Train To London", „Midnight Blue“ og „Whishing" eru lög sem eru öll nokkuð keimlík fyrri lögum ELO, sterk- ar og sérstaklega grípandi meló- díur, klingjandi raddir og mikill hljómborðsklingjandi í bak- grunni. En besta lagið er rokklagið „Don’t Bring Me Down“ sem er í stíl Jerry Lee Lewis/ Paul McCartney. ELO leikur hér sem fjögurra manna rokkhljómsveit og tekst þeim vel, þó að skemmtilegt hefði verið að hafa venjulegt píanó og eins og eitt gítarsóló með. Eins og fyrr segir eru þeir í ELO ekki að segja neitt nýtt hér, heldur að gefa út góðar melódíur og hafa tekið plötuna upp í rútínuvinnu en lítið hugsað um nýjar útsetningar, með öðrum orðum ekki lengur neitt skap- andi. En samt sem áður þægileg og góð plata. Aukin drykkja eða bætt vínmenning Sennilega hefur það ekki farið fram hjá neinum að fyrir rúmri viku tóku gildi ný lög um opnunartíma vínveitingahúsa. An efa hafa margir fagnað þessum lögum, en þeir eru einnig til, sem líta á lög þessi sem vondra manna ráð og til þess eins faliin að auka hið mikla áfengisböl er hrjáir landann. Nýju lögin fela í sér að vínveitingahúsum er leyft að hafa opið til klukkan þrjú að nóttu föstudags- og laugardagskvöld og til klukkan eitt öll önnur kvöld. Ef marka má ummæli veitingahúsamanna í dagblöðum nú í vikunni, eftir fyrstu helgina, sem þessi lög voru í gildi, virðist sem almenningur hafi notfært sér lengri opnunartíma til hins ýtrasta. Öllum ber einnig saman um að flakk á milli veitingahúsa hafi einnig verið mikið og virðist því, sem sú ráðstöfun að afnema hina fáránlegu hálf-tólf reglu, hafi gefizt vel. Það er allt annað að geta skroppið á barinn að lokinni ellefu sýningu á bíó, en að þurfa að teyga ölið með skeiðklukku í annarri hendinni og kvíða þeirri mínútu, sem klukkan sýni ellefu. Á það hefur einnig verið bent að gestirnir .hafi verið að koma og fara allan opnunartímann og aldrei hafi náð að myndast nein örtröð, hvorki við innganginn, barinn eða fatahengið. Er það vel. Því gætu nýju lögin haft mikil áhrif í þá átt að bæta vínmenningu okkar íslendinga. Fram hjá því má hins vegar ekki horfa að erfitt er að dæma um hvort þessi lög séu nokkru betri en þau gömlu, fyrst verður að koma einhver reynsla á þau. En það er vissulega ástæða til að ætla að lögin eigi eftir að gerbreyta skemmtanalífinu í höfuðborginni og nágrenni. Á móti kemur að framlenging opnunartímans getur leitt til aukinnar drykkju. Sumir telja að heimapartíin verði áfram haldin, þau færist aðéins lengra fram á nóttina. Þeir hinir sömu telja að leigubílavandræðin séu síður en svo úr sögunni og að fyrr en vari munum við hjakka í sama farinu. Á það skal eigi lagður dómur ólíklegt er að sá fjöldi sem var á böllum til klukkan eitt og fór síðan beint heim, nenni allur að hanga til klukkan þrjú. Því mætti ætla að örtröðin við skemmtistaðina klukkan þrjú verði minni, en hún var meðan gömlu lögin giltu. Loks má benda á að gildistaka nýju laganna hlýtur að bitna hart á þeim sem búa í nágrenni vínveitingahúsa og hafa hingað til ekki getað farið að sofa fyrr en tæplega þrjú, sakir drykkjuláta. Óefað munu þeir ekki sofna fyrr núna. Það er því í mörg horn að líta þegar þessi lög eru athuguð og erfitt er að spá nokkru um áhrif og afleiðingar laganna. En tilraun sem þessi er góðra gjalda verð, því ef illa tekzt til, er alltaf hægt að snúa til baka. 1J tihátíö án iresta Hver getur verið skýring- in á því að aðeins 600 til 800 manns koma á veglega úti- hátíð á borð við þá, sem haldin var að Kolviðarhóli um síðustu helgi? Eflaust hafa margir velt fyrir sér þessari spurningu og líklega hefur verið fátt um svör. í raun er ekkert svar til við spurningunni. Útihátíðin var stutt frá Reykjavík, veðrið var glampandi fagurt, ekkert annað var um að vera um helgina og samt sér enginn sér fært að mæta. Hand- knattleiksdeild Víkings sem stóð fyrir hátíðinni, hlýtur að vera alveg gáttuð á hinni dræmu aðsókn. Ef til vill var hátíðin ekki nægilega langt í burtu til að geta talizt eitthvert ævintýri, eða að sólskinið dró úr áhug- anum, kannski var talið að um íþróttahátíð yrði að ræða, kannski var of dýrt inn og ef til vill eru útihátíðir komnar úr tízku. Hver veit hvað olli hinni lélegu aðsókn, um það má deila og þjarka, en skipu- leggjendur útihátíða framtíð- arinnar munu vissulega hafa afdrif Kol 79 í huga. SA Sumar 79 Hljómsveit Stefáns P„ Baldur Brjánsson, Júlíus Brjánsson og Randver Þorláksson hafa ferðast um landið síðan á föstudaginn 6. júlf undir samheitinu Sumar 79. Er hér um að ræða landsreisu eins og þær tfðkast, þ.e. skemmtiatriði, glens, gaman og töfrabrögð. Til stóð að Sumar 79 hæfist með hlöðuballi í hlöðunni á Þórustöðum, sem eru rétt utan við Selfoss, en ekki varð neitt úr þvf þar sem leyfi til dansleikjahaldsins var dregið til baka nokkrum klukkustundum áður en það átti að hef jast. Sumar 79 hefur þrátt fyrir það nú þegar ferðast víða um land og komið við á stöðum bæði fyrir austan og norðan og á Austfjörð- um er verður á Vestfjörðum um þessa helgi og á Kirkjubæjar- klaustri um verzlunarmannahelg- ina, og helgina þar eftir á Aust- fjörðum á ný og fer þaðan aftur norður um land og endar líklega í Borgarnesi 26. ágúst. Hljómsveit Stefáns P. sem er 2ja ára gömul skipa Stefán P. Þorbergsson, gítar og píanó, Skúli Einarsson, trommur, og Sigurður Björgvinsson, bassagítar. Jakob sigl- ir hraðbyri á toppinn.. Hann Jakob Magnússon gerir það heldur betur gott fyrir vestan haf. Nú sfðast tók hljómplata hans „Special Trcatment“ heljarstökk upp jazzplötulista plötusnúða f Vesturheimi og þaut úr 18. sæti f hið 11. Er þetta ekki svo lftið og fróðir telja að platan eigi eftir að gera mun betur. Þá er einnig farið að spá því að platan fari að láta sjá sig á lista yfir bezt seldu jazzplötur Bandaríkjanna, því yfirleitt fer saman mikil spilun í útvarpi og vinsældir meðal almennings. Er ekki ástæða til að ætla að því verði öðru vísi farið nú. Þá hefur Slagbrandi nýlega borist í hendurnar kynningar- rit sem dreifingarfyrirtæki Jakobs, WEA hefur sent frá sér um Jakob. Þessi bæklingur fjallar um sex tónlistarmenn og hljómsveitir og auk Jakobs má nefna að fjallað er um Arlo Guthire og hljómsveitina Devo. Það er ekki leiðum að líkjast. I bæklingnum er viðtal við Jakob, þar sem sagt er frá ferli hans og meðal annars er komið inn á Stuðmannaævintýrið, en um þá segir Jakob að þeir hafi verið fyrstu ræflarokkararnir. Ekki verður annað sagt en að tónninn í viðtalinu sé góður og augljóst er að Jakob er þegar orðinn þekkt nafn þar ytra. Er í hvívetna vel látið af honum. lckauxzciriOi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.