Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ1979 19 „Varð bókstaflega að sparka í fótstigið til að forðast árekstur” - segir Bulukin, flugmaður norsku herflugvélar- innar sem b jarga á af botni Þ jórsár Átta Norðmenn munu koma hingað til lands þann 1. ágúst og ætla þeir, ásamt íslendingum og Bandaríkjamönnum að bjarga gamalli herflugvél upp af botni Þjðrsár. Flugvél þessi, sem er af gerðinni Northrop N-3PB, fðrst þann 21. apríl 1943, en hún hafði hreppt hið versta veður á leið sinni frá Búðareyri við Reyðar- fjörð, en ferðinni var heitið til Reykjavíkur. Einn Norðmann- anna sem koma hingað til lands er flugmaður vélarinnar, W.W. Bulukin, en hann er jafnframt fyrirliði norska leiðangursins. í tilefni þessa sneri Morgunblaðið sér til Bulukins og spurði hann um hina fyrirhuguðu flugvélarbjörgun. „Ég er mjög ánægður með það að vélinni á að bjarga, vegna þess að þessi vél er sú eina sinnar tegundar sem til er í heiminum. Ég er einnig bjartsýnn á að þessi björgun takist vel, og hlakka til að koma til Islands og fást við þetta." — Hvenær hefjast björgunar- aðgerðirnar? „Þær hefjast þann fjórða ágúst og mun Ragnar J. Ragnarsson veita leiðangrinum forystu. Við sem komum frá Noregi, förum með Locheed C-130 Hercules her- flutningaflugvél og höfum með- ferðist mikið af tækjum sem notuð verða við björgunina. Ásamt mér munu koma héðan fjórir kafarar og er einn þeirra yngsti sonur minn. Síðan verða í ferðinni tveir flugvirkjar sem voru með flug- sveitinni á íslandi á stríðsárunum og Stein Eggen, en hann er félagi í norska flugsögufélaginu. Talið er að uppgröftur vélarinnar af Þjórs- árbotni muni taka viku til tíu daga, en um það er auðvitað erfitt að segja, því enginn veit hvernig okkur vinnst verkið." — Hvernig var síðastá ferð vélarinnar? „Við fórum frá Búðareyri við Reyðarfjörð og ætluðum að fara til Reykjavíkur. Við fengum mjög góða veðurspá áður en við fórum og tók ég því ekki leiðsögumann með í ferðina, því veðurútlitið var gott. Við flugum af stað og gekk allt vel í fyrstu en skyndilega lentum við í mjög vondu veðri, snjókomu og byl. Ég sá að von- laust var að snúa við til Búðareyr- ar því trúlega var svipað veður þar EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU og myndum við því varla finna staðinn. Ég ákvað því að lenda á ánni, fremur en að halda ferðinni áfram, en örfáum sekúndum fyrir lendingu, sá ég hindrun á ánni sem við stefndum á. Flugvélin var mjög lágt á lofti og var að því komin að ofrísa, svo að ég varð bókstaflega að sparka í fótstigið sem stjórnar hliðarstýrinu til að forðast árekstur. Við rákum ann- að flotholt vélarinnar í vatnið og skullum í ána, en flotholtið brotn- aði af, flaut niður ána og rak á land hinum megin árinnar. Straumurinn tók vélina, bar hana spölkorn niður ána og að lokum strandaði hún á eyri úti í ánni, og við þurftum að synda í land. Við komum á land skammt frá Álf- hólsstöðum, gengum af stað og skyndilega sáum við bæinn birtast í kófinu, aðeins örfáa metra frá okkur. Við sáum ekki bæinn þegar við hófum gönguna, heldur röltum aðeins af stað. Það var glópalán að rata beint á bæinn, við sáum ekki handa okkar skil þegar við hófum gönguna og ætluðum meira að segja að ganga til Reykjavíkur." — Verður mikið af tækjum með í förinni? „Já, við höfum meðal annars 5 stór sextán manna tjöld, svefn- bekki, súrefniskúta fyrir kafar- ana, loftpressur, rafstöð og mikið magn annarra tækja.“ — Verður þú sá fyrsti sem kafar niður að vélinni? „Já, að öllum líkindum, en þó svo fari ekki þá mun ég í það minnsta kafa að vélinni, en ég mun ekki vinna með köfurunum. Þeirra hlutverk er mjög erfitt, þeir munu vinna á vöktum, hálf- tíma í senn en fá síðan tveggja stunda hvíld. En ég mun að sjálf- sögðu kafa að vélinni og kíkja á hana.“ — Er það eitthvað sem þú vildir segja að síðustu? „Til allrar hamingju þá syntum við í vestur frá vélinni og gengum á land þeim megin árinnar, hefð- um við hins vegar gengið á land W.W. Bulukin. flugmaður norsku herflugvélarinnar. Myndin er tekin í maí 1941. austanmegin árinnar hefðum við sjálfsagt aldrei funið neinn bæ og værum því varla á lífi í dag, við vorum afar heppnir," sagði Buluk- in að lokum. Þrfr framhjóladrifnir valkostir, allir jofn þýskir! Pa88atinn er “stóri” bíllinn hjá Volkswagen. Sportlegur bíll sem fœst í mismunandi gerðum: 2ja eða 4ja dyra, einnig með stórri gátt að aftan og í “8tation” útfœr8lu. Við erfiðu8tu akstursskilyrði bregst hann ekki, hvort heldur í snjó, hálku, rigningu eða miklum hliðarvindi. Ekki sakar útlitið: Passatinn er glæsilegur vagn, rýmið mikið, frágangur og innréttingar frammúr8karandi vandaðar. ... . ----- -i m : Æwmmáw ÆWám Mfm, mUm mLm*Æ&mJlm v Golfinn er léttur og lipur í umferðinni. Hugvit8amleg hönnun hans veldur því að innra rýmið er mikið og drjúgt en ytri mál eru miðuð við að 8mjúga í umferðinni; það stæði finnat vart aem Golfinn smeygir sér ekki inn í. Á vegum úti er Golfinn eins og hugur manns. Hœgt er að breyta honum í sendibíl á svipstundu. Það vekur athygli að Loftleiðir völdu Golfinn af öllum þeim aragrúa bíla, sem bjóðast hér á landi fyrir bílaleigu sína. 52 VOLKSWAGEN GOLFNÚíNOTKUNHJÁ BÍLALEIG U LOFTLEIÐA! Derby sameinar smekklegt útlit, framúrskar- andi ak8tur8eiginleika og þýska natni í frágangi. Aðrir helstu kostir Derbys: Hœð undir lœgsta punkt er 22,5 cm. Sparneytinn svo af ber. Farangursrýmið er óvenju stórt, 515 lítrar. Af þesau má sjá að Derby er tilvalinn ferða- og fjöl8kyldubíll 8ökum sparneytni, hæðar frá vegi og farangur8rými8. Það er eitt að kaupa bíl,annað að reka hann: Þú sem vilt tryggja þér góða þjónustu, VOLKSWAGEN ÞJONUSTU, velurþví Golf, Derby eða Pa88at. Einhver þeirra þriggja er bíllinn fyrir þig og þína. HEKIA HF Laugavegi 170-172 Sími 212 40 Miðstöð 25% kroftmeiri Sparneytnir Framhjóladrifnir Háirá vegi Sérhœfð varahluta-og viðgerðaþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.