Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.07.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ1979 17 UDftUU ævintýraljómi og suðrænn sjarmi Samvinnuferóir-Landsýn Austurstræti 12 - símar 27077 og 28899 The women’s room eftir Marylyn French varð tízkubók í Bandaríkjunum þegar hún kom þar út fyrir nær tveim- ur árum. Síðan hefur hún verið þýdd á nokkur tungumál, gott ef hún er til dæmis ekki komin út í Svíþjóð eða Danmörku nema hvort tveggja sé. Sagt var að þetta væri bók fyrir hvern þann karlmann, sem héldi að hann þekkti konuna, og fyrir hverja þá konu, sem hefði haldið að hún þekkti sjálfa sig. Ýmsir hafa lýst henni svo að höfundur geti verið sinni kyn- slóð það sem Doris Lessing hafi í skrifum sínum verið næstu kyn- slóð á undan. Ógerningur er að rekja sögu- þráð þessarar bókar, en í stuttu máli má segja að dvalið sé við að lýsa konum og bókin er sögð út frá þeirra sjónarhorni. Hjóna- bönd, samskipti fólks almennt, skilnaður og hin nýja endur- fæðing, viðhorf bandarískrar konu á miklum umbyltingartím- um. Eins og oft þegar Banda- ríkjamenn taka eitthvað mál upp á arma sína gera þeir það af fjálgleik miklum og kvennabar- átta þeirra og skrif um hana eru enn á hástigi. Þessi bók er ekkert smásmíði, hún er um 700 bls. í vasabrotsút- gáfu. Hún er einlæg og inniheldur dálítið dapran vís- dóm en ekki neikvæðan. Hún hélt alténd áhuga mínum föstum lengst af og er ég þó ekkert yfir mig hrifin af ýmsum þeim bókum sem skrifaðar hafa verið um „stöðu konunnar í þjóðfélag- inu“ á síðari árum. Marylyn French er að mörgu leyti skemmtilegur höfundur og hefur vakið áhuga lesandans á að fá frá henni meira að heyra. ICE! eftir Tristan Jones Tristan Jones er velskur ævin- týramaður. Líklegt er að ýmsir hafi gaman af að lesa þessa bók einkum þá kafla þar sem ísland kemur við sögu. Á kápusíðu er kynning á Jones og virðist lífs- hlaup hans hið skrautlegasta. Hann hefur verið viðloðandi sjómennsku frá þrettán ára aldri. í heimsstyrjöldinni síðari lenti hann þrisvar í því að skipum sem hann var á var sökkt, en hann komst af lífs. Seinna var hann á skipalestum brezka flotans á leiðinni frá Sovétríkjunum til íslands. Að svo búnu tóku við siglingar í nálægð Miðausturlanda. í Aden var bátur hans sprengdur í loft upp og Jones skaddaðist þá svo að hann lamaðist og var álitið að hann myndi aldrei geta gengið framar. En hann komst yfir lömunina og hélt enn á haf út. Síðustu tuttugu árin hefur hann yfirleitt verið einn á báti. Og á kápunni er einnig sagt að hann hafi siglt 340 þúsundir mílna í smábátum, sem eru undir 40 fet að lengd. Þar af hefur hann siglt 180 þúsund mílur einn síns liðs. Átján sinnum farið yfir Atlants- hafið og oftast einsamall. Ferð sú sem sagt er frá í ICE! hefst 1959. Jones ætlar að slá met Nansens og sigla upp undir Norðurpólinn. Hann keypti til þess gamlan bát, upphaflega björgunarbát, lappaði upp á hann og í maí 1959 lagði hann upp og hafði með sér eineygðan hund sinn, sem vitanlega hét Nelson. í þessari ferð lenti hann í mestu svaðilförum, hann lokaðist inni í ís og varð að hafa vetursetu á ísnum á Scoresbysundi. Næsta ár lenti hann í ísreki út af Spitzbergen The Massada Plan eftir Leonard Harris er skrifuð fyrir þremur árum, en gerist árið 1979. Arabaríkin búa sig undir að gereyða ísrael. Og eftir heitar deilur ákveður ríkisstjórnin að grípa til „Massada-áætlunarinnar". Massada rís upp úr Júdeueyði- mörkinni upp af Dauðahafinu. Heimildir eru um byggð á fjall- inu þúsundir ára aftur í tímann. En síðan lét Heródes reisa sér virki á fjallinu til að verjast fjendum sínum. Heródes var skamma stund þar en síðar gerðist á Massada mikil saga. Þegar Gyðingar gerður uppreisn á fyrstu öld og voru barðir niður með hörku héidu nokkur hundr- uð selóta á braut og bjuggu um sig á fjallinu. Flavius keisari kom að rótum Massada og ákvað að gera áhlaup á virkið. Til varnar á Massada voru þá 960 menn, konur og börn. Frekar en falla í hendur Rómverjum og ganga í ánauð styttu selótarnir sér aldur, utan tvær konur sem voru til frásagnar skrásetjurum þessara atburða á fjallinu. Það sem gerðist á Massada hefur táknrænt gildi í ísrael nútímans — „aldrei framar Massada." En nú víkur sögunni að bók Leonard Harris. Massadaáætlunin skal notuð vegna þess að um annað er ekki að ræða. En allar helztu borgir heims skulu þurrkast út líka, ísraelar hafa komið fyrir kjarnorkusprengju í þessum borgum og takist ekki að stöðva Araba verður það ekki ísrael eitt sem eyðist. Um fáeinar klukku- stundir er að tefla og athyglin beinist að tveimur manneskjum, Dov Shalzar, sendiherra ísraels hjá Sameinuðu þjóðunum og sjónvarpsfréttakonunni Kate töluverðu um það hvernig þessi mál skipast. Nokkrir eru þeir höfundar og rak síðan í norðurátt, en ekki nógu langt til að slá met Nansens. Hann var mánuðum saman innilokaður í ís og ótt- aðist að hann væri að missa vitið. Hann slóst við ísbjörn, lenti í aftakaveðrum á ísnum og minnstu munaði að íshella merði hann í sundur. Þau ævintýri sem Jones hefur ekki lent í eru nánast ekki umtalsverð að því er virðist. Trystan Jones segir skemmtilega frá og ýkjur hans eru ljómandi viðfelldnar. Kaflar hans um komu hans til íslands og kunningsskap við íslenzkan mann sem ber það óíslenzkulega nafn Alphi(!) eru læsilegir og síðan er dálítið undarleg landa- fræði á siglingunni kringum ísland. En það skiptir svo sem engum sköpum og fyrir þá sem hafa gaman af ævintýra- og svaðilfarabókum er ICE! kjörinn lestur þeir sem atannað borð geta fellt sig við Sagan lesa auðvitað þessa bók með sæmilegri ánægju. Tæt pá forfatterne: Tove Ditl- evsen om sig selv er heldur ekki glæný, en góð fyrir það, og þessi bók snýst meira um höfundaferil hennar en hana sjálfa persónu- lega. Ýmsar yngri skáldkonur í Danmörku hafa ótvírætt orðið fyrir miklum áhrifum af verkum Tove Ditlevsen, en fæstum gefin sú sjálfsrýni og sá húmor sem glæddi bækur Tove Ditlevsen svo mögnuðu og manneskjulegu lífi. I formála þessarar bókar segir Tove „Svo langt sem ég man hef ég ekki kært mig um veruleik- ann. Ég sætti mig við hann, las og skrifaði og ég lét mig dreyma svo að ég barst frá honum. Margsinnis á ævinni hef ég kastað mér út í þar sem ég hef alls ekki getað botnað. Það stafar sennilega af því að eldri bróðir minn — og um vizku hans efaðist ég ekki á árum áður — kenndi mér að maður ætti alltaf að gera það sem maður óttaðist allra mest. Bernska mín var um margt erfið, en draumar mínir hjálpuðu mér að yfirvinna innri viðkvæmni og reyna að skilja annað fólk í stað þess að ásaka það.“ j.k. Leitið upplýsinga um hinar glæsilegu Jamaica ferðir strax í dag verðið mun koma á óvart! sem ég myndi aldrei láta vanta með í sumarleyfisútbúnað, og skiptir þá engu þótt bækurnar hafi verið lesnar margsinnis áður. Þessir höfundar eru m.a. Georges Simenon, sem á sér án efa stórán lesendahóp hér og iðulega hægt að fá slangur af bókum hans, að minnsta kosti Maigret bókum í þeim verzlun- um sem á annað borð hafa úrval erlendra bóka á boðstólum, Fra- ncoise Sagan- er annar slíkur og nýlega las ég bók hennar Lost Profile sem er ekki alveg ný af nálinni. Ég hélt í fyrstu að ég hefði lesið hana áður, en líkast til er það misminni hjá mér. Hún er í Sagan stílnum, dálitið yfirborðskennd, dálítið angur- vær og dáliíið lífþreytuleg. En Hvað œttum við að lesa í sumarleyfinu? I Þriqqja daga dvöl í New York innifalin Moguleiki a að framlengja dvolina sé þess óskað. Hi 4aa*»: Dnfhvitar baðstrendur Einkasundlaug fyrir utan hverja villu Matreiðslumaður. þjónustustulka og garðyrkjumaður þjóna íbúum og utbúa veislumat eins oft og hverjum einum hentar. Stoöugt veðurfar Villumar eru jafn glæsilegar að innan sem utan I Aðstaða til hvers kyns I íþróttaiðkunar Brottfor 16. ágúst og 1. september. Einstök náttúrufegurð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.