Morgunblaðið - 09.08.1979, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGUST 1979
3
leiðir á meðan einhver andstæðing-
ur geystist hálfa leið að marki
andstæðingsins með þennan sama
bolta.
Það fer ekki framhjá neinum að
hér í stúkunni er líka mættur
roskinn maður, með trefil og húfu,
dimmraddaður og rauststerkur.
Stundum þegar kvennakórinn hafði
haft uppi hróp af ólýsanlegri geðs-
hræringu um hríð og rétt þagnaði
til að ná andanum, heyrðist rödd
hans eins og haugbúa berast yfir
allan völlinn: — Áfram Valur!
Ekkert meira. En svo mikil var
þessi rödd að það lá við að þögn
slægi á nærstadda um hríð. Krist-
Þið eigið leik-
inn — ogþó...
Nokkrar úr hinu hressa kvennaliði Skagans Ljésm. mw. Kristinn
STEMMNINGIN var kitlandi. Sí-
breiða fólks, eftirvæntingafullra
aðdáenda liðanna tveggja, hlykkj-
aðist að úr öllum áttum. Valur og
Skagamenn að kljást í bikarleik,
engu er líkara en hér sé um
úrslitaleik að ræða, svo mikil er
spennan. Ég hafði ekki horft á
knattspyrnuleik í neinni alvöru
árum saman. Eiginlega ekki síðan
Skagamenn tóku Reykjavík með
trompi — komu galvaskir í gulum
peysum og glampa í augunum og
allt lék í fótum þeirra — Donni,
Rikki, Þórðarnir, Svenni Teits, og
þeir röskuðu valdajafnvæginu í
knattspyrnu höfuðborgarinnar, svo
að það hefur aldrei orðið samt
eftir. Það voru kappar í lagi. Og
maður bjó í Vesturbænum og æpti
þó hástöfum á móti liði síns hverf-
is, heimtaði stroffí eða út af með
dómarann, ef eitthvað bjátaði á.
Svona voru Skagamenn magnað-
ir þá og eru það bersýnilega enn.
Nú eru það Skaga- og Valsleikir
það sem KR og Skaginn var í denn
tíð. Og leikurinn í gærkvöldi var
enn eitt merki um hversu fjöl-
ríienna og kröftuga fylgismenn
þessi lið eiga bæði.
Ég kom mér fyrir í stúkunni til
að byrja með. Þar skiptust fylking-
ar nokkurn veginn jafnt að því er
virtist. Konur frá Akranesi sátu
fjölmennar saman í hóp rétt hjá
mér. Þær létu óspart að sér kveða:
— Áfram Skagamenn — berjast
Skagamenn — þið eigið leikinn
Skagamenn.
Þetta kvað við margraddað og þó
varla nema búið að flauta. Svo
hófst leikurinn og Valsarar virðast
mér hressari til að byrja með. Æði
oft fundust mér spörk beggja liða
verulega sérstæð, þeim virtist svo
sem ekki beint að einu né neinu,
hvorki liðsmanni né marki, enda
skoppaði boltinn út og suður, en
allir leikmenn hlupu til og frá og
stundum voru þeir langtum fljótari
en boltinn og kútveltust langar
inn Hallsson sem sat hið næsta
manninum hafði uppi hvatningu.
Hann hafði ekki roð við manninum.
Öðru hverju sýnist mér ótvírætt
sem hætta sé að skapast við mörk-
in: — tala saman Skagamenn —
negla hann — þið eruð beztir,
Skagamenn.
Þetta eru svipaðar hvatningar og
ég man þegar ég stundaði völlinn
og Skagamenn nýbúnir að sigra
heiminn.
Svo verður mark. Ég geri mér
samstundis grein fyrir því að það
eru Valsmenn sem hafa skorað.
Kristinn hlær.
— Áfram Valur! segir dimm-
raddaði maðurinn.
Stúlkurnar færast í aukana.
Valsara verður á mistök, þá hlægja
Skagamenn tröllslega og úa ægi-
lega. Stöku sinni hrasa í A-menn og
veltast hallærislega um völlinn. Þá
hlæja Valsarar í taumlausri Þórð-
argleði.
— Við viljum boltann í mark —
Skagamenn, syngja konurnar og
mjóróma barnsrödd aftar í stúk-
unni: — Skaginn er með skítalykt
og getur ekkert.
Um miðbik fyrri hálfleiks er
kominn einhver doði í leikinn. Það
er gott fyrir sérfræðingana, sem
eru hér á hverju strái og vita
langtum betur en leikmennirnir
hvernig á að leika knattspyrnu.
Svona sérfræðingum stekkur yfir-
leitt aldrei bros og þó að þeir segi
að það sé stórhlægilegt hvernig
viðkomandi leikmaður klúðraði
gullnum tækifærum, eru þessir
menn alltaf jafn alvörugefnir og
þungir á bárunni.
I hálfleik kaupa allir sér þjóðar-
réttina. Svo röltum við aftur í
áttina að stúkunni eftir hringferð
um völlinn. Albert Guðmundsson
stendur með kunningja sínum á
mölinni skammt frá hliðinu. Leik-
urinn er hafinn. Albert er að reykja
Áfram Valur...!
V anga-
veltur
um fót-
bolta
frá gær-
kvöldi
stóran vindil. „Daufur 1eikur,“ segi
ég spekingslega við Albert. „0, ég
læt það vera“, segir Albert. Ég veiti
athygli að á eru skollin gríðarleg
fagnaðarlæti. Valsmenn virðast
hafa verið að skora annað mark en
Albert sýnir engin geðbrigði. Þegar
ég kem aftur upp í stúku rennur
upp fyrir mér ljósið. í hálfleik
skipta liðin um vallarhelminga.
Það voru sem sé Skagamenn sem
skoruðu markið. Matti sjálfur!
segir Skagakona í ermastuttri
blússu í nepjunni. Eitt — eitt. Það
er ekki von að Albert sé dús við þá
skoðun mína að leikurinn sé dauf-
ur, þegar Skagamönnum hefur nú
tekizt að jafna. — Þið eigið leikinn
— ekki gefast upp, Skagamenn, er
hrópað — Áfram Valur! segir
maðurinn með Valstrefilinn.
Allt í þvögu. Skagamenn hafa
allir færzt í aukana við markið um
hríð er ekki fjarri því maður hafi á
tilfinningunni að kvennaliðið hafi
rétt fyrir sér þegar það segir í kór
að Skagamenn eigi leikinn. Skaga-
menn sækja.
— Nú er öllu lokið, segir Valsari
nærri mér. Hann grípur um höfuð-
ið á sér. — Of seint að iðrast eftir
dauðann, segir annar og það er eins
og kökkur í hálsinum á honum. Svo
líður feginsstuna frá þúsundum af
Valsbrjóstum og Skagamennirnir
stynja eins og sé verið að rista þá á
kviðinn. Það varð sem sé ekki
mark.
Svo sækja Valsarar og aðdáend-
ur hrópa. Hins vegar hafa fáir á
takteinum eins fjölbreytt
fagnaðarorð og menn Skagamanna.
Fylgismenn Valsmanna eru yfir-
vegaðir og sýna tilfinningar sínar á
tamdari hátt. Þófkenndur leikur
um hríð. Einhver fær gula spjaldið,
menn liggja öðru hvoru og engjast.
Svo fer eitthvað að gerast á ný. —
Ég trúi þessu ekki — ég dey — ég
dey, hljóðar konan í ermalausu
blússunni. — Stöðviði mannhelvít-
ið. Jóhannes á ’ann...
— Áfram Valur! segir dimm-
raddaði maðurinn.
Svo skoraði Guðmundur. . .
Oddur eftir sigurinn yfir Vilmundi:
„Það er engínn vafi —
ég er sprettharðastur”
HLAUPAEINVÍGIÐ mikla
milli garpanna Vilmundar Vil-
hjálmssonar og Odds Sigurðs-
sonar á Laugardalsvellinum (
gærkvöldi varð ekki jafn merk-
ur atburður og efni stóðu til.
Vilmundur náði sér aldrei á
strik og Oddur vann yfirburða-
sigur en Vilmundur varð að
sætta sig við fjórða sætið í
hlaupinu enda greinilega æf-
ingalítill nú sem stendur. Það
er því hæpið að telja að einvígi
þeirra um titilinn „Hlaupa-
kóngur íslands* sé útkljáð,
þótt Oddur hafi verið á öðru
máli eftir hlaupið.
„Það er enginn vafi, ég er sá
sprettharðasti hér á landi,"
sagði Oddur, hress í bragði eftir
hlaupið. Vilmundur var heldur
daufur í dálkinn. „Einvígið er
ekki útkljáð ennþá, þegar ég hef
æft í 3—4 vikur til viðbótar skal
ég sýna Oddi hvernig á að
hlaupa spretthlaup," sagði
hann.
Það hefur verið segin saga
undanfarin ár að þegar halda
hefur átt meiriháttar frjáls-
íþróttamót í höfuðborginni hafa
veðurguðirnir ekki sýnt á sér
sparisvipinn. í gærkvöldi var
hávaðarok í Laugardalnum og
tímarnir sem náðust því ekki
löglegir. Oddur náði góðu við-
bragði og hafði forystu lengst
af. Hann rann 100 metra skeiðið
á 10.48 sekúndum, Sigurður
Sigurðsson varð annar á 10.77
sekúndum, Daninn Foli varð
þriðji á 10.79 sekúndum og
Vilmundur fjórði á 10.83
sekúndum. Nú voru í fyrsta
skipti notuð rafmagnstæki til
tímatöku á Laugardalsvellinum.
Gömlu skeiðklukkurnar voru
einnig notaðar til vara og sam-
kvæmt þeim fékk Oddur tímann
10.2 sekúndur.
„Ég er mjög ánægður með
árangurinn og var hissa á því
hve léttur sigurinn var,“ sagði
Oddur eftir hlaupið. Vilmundur
kvaðst aftur á móti vera
óánægður með sinn hlut. „Ég
hef bara getað æft í 3 vikur en
stefni að því að verða í topp-
formi á Heimsleikum stúdenta i
Mexico í september." — SS