Morgunblaðið - 09.08.1979, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979
5
Hraunið hefur
ekki áhrif á af-
köst holunnar
HOLA 9 við Kröflu hefur nú
náð svipuðum krafti og þegar
hún var bezt áður, en holan var
hreinsuð í sumar. Frá þessari
holu kemur stór hluti þeirrar
gufu. sem notuð er við fram-
leiðslu þeirra 5 megawatta.
sem Kröfluvirkjun gefur nú.
Við hreinsun holunnar í sumar
kom í ljós, að ferskt hraun
hafði komist f holuna og hefur
það valdið jarðvísindamönnum
töluverðum heilabrotum. Ljóst
virðist að hraunið hafi ekki
eingöngu valdið því að hreinsa
þurfti holuna í sumar, heldur
einnig kalkútfellingar.
Helzt er talið að ný gosmöl
hafi borizt inn í holuna með
vatnsæðinni, sem gefur holunni
afl. Jarðfræðingar telja nær
útilokað að hraunkvika hafi
komist í holuna og benda á, að ef
svo hefði verið hefðu orðið mikl-
ar breytingar á þrýstingi á toppi
holunnar, en slíks varð ekki
vart.
Margeir vann
í 12. umferð
Frá GuAmundi Sigurjónssyni stórmeist-
ara, Skien Noregi.
NÆSTSÍÐASTA umferð
var tefld í dag, 12. umferð á
skákmótinu í Skien. Mai
geir Pétursson tefldi með
hvítu gegn Ravikumar frá
Indlandi og vann örugg-
lega. Önnur helztu úrslit
eru þau að Seiravan frá
Bandaríkjunum sigraði
Widenkeller og Cernin
gerði jafntefli við
Grospeter.
Staðan fyrir síðustu umferð er
þessi: 1. Seiravan með 9 Vfe vinning,
2. Cernin með 9 vinninga, 3.
Nikolic með 8‘/2, í 4.-5. er Douven
og Clarkett með 8 vinninga. í
6.-8. sæti eru Margeir, Neulescu
og Grospeter með 7‘/2 vinning.
Síðasta umferð verður tefld í dag.
Margeir tapaði annarri biðskák
sinni við Rússann, en gerði jafn-
tefli við Bandaríkjamanninn og er
því með 7% vinning eins og áður
segir.
Gallerí Suðurgata 7:
Spunatónleikar með
þýzkum saxófón-
og klarinettleikara
GALLERÍ Suðurgata 7 gengst
enn á ný fyrir spunatónleikum,
að þessu sinni með þýzka saxó-
fón- og klarinettleikaranum Pet-
er Brötzmann.
Brötzmann, sem fæddur er 1941,
hefur leikið frjálsa spunatónlist
um 15 ára skeið. Undanfarin ár
hefur hann starfað í tríói með
hollenzka trommuleikaranum
Simabilanir
i Reykjavik
Nokkuð var um truflanir á síma-
sambandi í Reykjavík í gær. Var
þannig ekki hægt að hringja úr
númerum, sem byrjuðu á 3 í
númer er byrjuðu á 2 og öfugt. Að
sögn viðgerðarmanna hjá Lands-
símanum varð bilun þessi í streng
frá Grensásstöð og var unnið að
viðgerð í gær og talið líklegt að
henni lyki þá eða í dag.
Han Bennink og belgíska píanist-
anum Fred Van Hove, en auk þess
er hann meðlimur í Globe Unity
Orchestra og hefur unnið með
ýmsum nútímatónskáldum, svo
sem Penderecki, Mauricio Kagel
og Nam June Paik, sem hinjgað
kom fyrir nokkrum árum. Arið
1978 voru honum veitt tónlistar-
verðlaun Berlínarborgar.
Brötzmann er án efa einn sér-
stæðasti saxófónleikari í Evrópu.
Tónlist hans er gjarnan hávær og
ofsafengin og snemma var hann
kallaður ólátabelgurinn í þýzka
jazzinum. Brötzmann hefur komið
fram á tónlistarhátíðum víða um
lönd, svo sem í Englandi, Belgíu,
Ítalíu, Svíþjóð, Póllandi og Sviss
og gefið út margar hljómplötur.
Þess má og geta, að Brötzmann
hefur einnig fengist við myndlist
og haldið sýningar í heimaborg
sinni, Wuppertal.
Tónleikarnir verða í Norræna
húsinu laugardaginn 11. ágúst kl.
16.00 og í Félagsstofnun stúdenta
sunnudaginn 12. ágúst kl. 21.00.
Kvöldskemmtun og
dansleikur í Hellubíói
í TILEFNI 50 ára afmælis
Sjálfstæðisflokksins hafa sjálf-
stæðisfélögin staðið fyrir
skemmtunum um allt land.
Vegna óviðráðanlegra orsaka
féll kvöldskemmtunin niður,
sem vera átti á Hellu s.l. helgi.
Næsta laugardag mun hins veg-
ar gieðin rfkja í Hellubíói.
Fjölbreytt skemmtun hefst þar
kl. 21.00.
Meðal skemmtiefnis má nefna:
eftirhermuna Jörund, Jón Sigur-
björnsson og Þóru Friðriksdótt-
ur með smellna leikþætti, Svan-
hildi og hljómsveit Olafs Gauks í
ýmsum gerfum, tízkusýningu,
bingó og dansatriði.
Ávarp flytja þeir Eggert
Haukdal alþm. og Markús Örn
Antonsson borgarfulltrúi.
Markús örn
Dansleikur hefst síðan kl.
23.00 þar sem Hljómsveit Ólafs
Gauks rifjar upp gömlu góðu
lögin og Diskótekið Dísa flytur
nýjustu tónlistarbylgjurnar. Það
Eggert
verður því eitthvað fyrir alla í
Hellubíói á laugardagskvöld.
(FréttatilkynninK frá Sjálfstæðis-
félöKunum).
Þau sjá um skemmtiatriðin
:vem
GÍRMÓTORAR
RAFMÓTORAR
EIGUM JAFNAN TIL
GÍRMÓTORA:
Ýmsir snúningshraðar lns fasa: 3/4 - 1 1/2 hö 3ja fasa: 1/3 - 20 hö
Electropower
RAFMOTORA:
1400 - 1500 sn/mín. lns fasa: 1/3 - 3 hö 3ja fasa: 1/3 - 20 hö
Utvegum allar fáanlegar stærðir og gerðir.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
^ -