Morgunblaðið - 09.08.1979, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979
Metaregn á
ÞAÐ VAR mikið um dýrðir
á Vindheimamelum þegar
hestamannafélögin Stíg-
andi og Léttfeti héldu hið
árlega hestamót sitt um
verslunarmannahelgina.
Hvorki meira né minna en
sex ný íslandsmet voru sett
og má segja að mótið í
heild sé sjöunda metið. En
það var ekki nóg með að
met væru slegin, því í sum-
um greinum hlupu þrjú
fyrstu hrossin öll undir
gildandi íslandsmeti.
Islandsmet voru sem
sagt sett í öllum hlaupa-
greinum sem keppt var í
nema brokki.
Mótið hófst á laugardag
og stóð í tvo daga. Agætis-
veður var báða dagana,
völlurinn með besta móti
og greinilegt að Skagfirð-
ingar hafa ekki kastað til
höndum við undirbúning
mótsins.
Mjölnir bestur
alhliða gæðinga
Skagfirðingar láta ekki binda
sig á klafa neins ákveðins kerfis
þegar gæðingakeppni er annars
vegar. Þrír dómarar eru skipaðir í
dómnefnd og hafa þeir frjálsar
hendur um að velja bestu hesta í
hverjum flokki. Engar einkunnir
eru gefnar, en þrír efstu hestar í
hverjum flokki fá umsögn frá
dómurum. Er þetta fyrirkomulag
ekki ósvipað og í firmakeppnum.
Sýnist sitt hverjum um þetta
keppnisform.
Efstur í flokki alhliða gæðinga
að þessu sinni varð Mjölnir, brún-
skjóttur, 9 vetra, úr Skagafirði,
eigandi og knapi Jóhann Þor-
steinsson, Sauðárkróki. Umsögn
hans er eitthvað á þessa leið:
Óvenjufjölhæfur og jafnvígur
gæðingur. Samband hests og
knapa með ágætum. í öðru sæti
varð Lyfting, brún, 6 vetra, frá
Flugumýri, Skagafirði, eigandi og
knapi Ingimar Ingimarsson, Sauð-
árkróki. Þessi hryssa var sýnd á
kynbótasýningu á fjórðungsmót-
inu sem haldið var fyrr í sumar og
stóð hún efst í flokki hryssna 6
vetra og eldri. Lyfting hlaut
Drottningarbikarinn, farandbikar
sem nú er veittur í fyrsta skipti.
En bikarinn hlýtur efsta hryssa í
A-flokki hverju sinni. Drottning-
arbikarinn er gefinn af Ottó G.
Þorvaldssyni, Viðvík. í þriðja sæti
varð svo Snarfari, jarpur, 5 vetra,
úr Skagafirði, eigandi er Vil-
hjálmur Felixson, Hrísey, en
knapi var Björn Þorsteinsson.
Af klárhestum með tölti var
valinn bestur Glotti, jarpskjóttur,
9 vetra, úr Skagafirði. Eigandi og
knapi Jónas Sigurjónsson, Sauðár-
króki. Umsögn hljóðar þannig:
Léttvígur og ferðmikill reiðhestur
með óvenjugóðar fótahreyfingar.
Og er þar ekkert ofsagt, því
hesturinn er stórglæsilegur á velli,
en knapinn virtist spilla svolítið
með óþarfa taumaskaki. í öðru
sæti varð Háfeti, móskjóttur, 7
vetra, úr Skagafirði. Eigandi og
knapi Ingimar Jónsson. Er þar á
ferðinni efnilegur knapi sem á
sjálfsagt eftir að láta að sér kveða
í framtíðinni.
Þriðja sætið skipaði Jarl, jarp-
ur, 8 vetra, úr Skagafirði, eigandi
Ásdís Sigurjónsdóttir, S-Skörðu-
gili, en knapi var Jón Friðriksson.
I dómsorði um Jarl segir meðal
annars, að hann sé aðsópsmikill
og með kraftmiklar hreyfingar og
má segja það sama um taumhald
knapans.
í unglingaflokki sigraði Anna
Þóra Jónsdóttir, Vatnsleysu, á
Glóbrún, 5 vetra. í öÁru sæti varð
Hermann Sæmundsson, Sauðár-
króki, þá Glóð, 6 vetra, og í þriðja
sæti varð Sigurjón Rafnsson,
S-Skörðugili, á Blesa, 8 vetra.
Þrír undir mettíma
í folahlaupi
Strax á laugardag byrjuðu met-
in að fjúka og var þar fyrstur að
verki Don, hljóp hann á 17.7 í
undanrásum, næst bestum tíma
náði Hrímir, hljóp hann á 18.1 sek.
í milliriðlum náðust einnig góðir
tímar þótt ekki væru slegin nein
met. Var röðin þannig eftir milli-
riðlana: Don 18.0, Léttfeti 18.1,
Hrímir og Leó 18.2, tvö hross, þau
Cesar og Irpa, voru á 18.3 sek.,
sem nægði ekki til þátttöku í
úrslitahlaupi.
í úrslitasprettinum, sem var
æsispennandi, bætti Don sig um
eitt sekúndubrot, hljóp á 17.6 sek.,
næstir komu Léttfeti og Leó á 17.7
sek. Léttfeti sjónarmun á undan.
Eigandi Dons er Hörður G.
Albertsson en knapi Hörður Harð-
arson. Eigandi Léttfeta er Guð-
mundur Sigurðsson og knapi Bald-
ur Baldursson. Leó er eign Baldurs
Baldursson ar en knapi Björn
Baldursson. Þarna hlupu þrír
hestar undir gildandi mettíma
sem er 17.9, sett af Kóng á sama
stað fyrir um ári.
Hryssuveldið
stendur enn
í 350 m stökki var höggvið
nærri metinu á laugardegi, en þá
var Glóa sekúndubroti frá met-
jöfnun, aðrir tímar voru góðir,
þannig að menn voru vongóðir
með sunnudaginn.
I milliriðli féll svo metið og það
svo um munaði, en þá hljóp hún á
23.9 sek. og er það hálfri sekúndu
undir gildandi meti sem Glóa á
sjálf. Næst á eftir komu svo Mæja
og Kóngur á 24.4 sek. sem er
metjöfnun. í úrslitunum varð röð-
in sem hér segir: Glóa Harðar G.
Albertssonar, knapi Hörður Harð-
arson, á 24.9 sek., annar Kóngur
Jóhannesar Jóhannessonar, knapi
Stefán Sturla, á 24.1 sek., og Mæja
Maríu Traustadóttur, knapi Anna
Markúsdóttir, á 24.8 sek.
Þannig að hryssuveldið í þessari
vegalengd virðist standa enn þrátt
fyrir alla spádóma og getgátur um
fall þess.
Nýja metið 2.1 sek.
undir gildandi meti
í 800 m stökki hafa sjálfsagt
flestir reiknað með nýju meti, en
eins og kunnugt er bætti Þróttur
íslandsmetið á fjórðungsmótinu
fyrr í sumar. Og það kom á
daginn, að met Þróttar féll strax í
undanrásum, en nú var það Reyk-
ur sem þar var að verki. Tími hans
var 58.1 sek. Annar varð Gustur á
58.5 sek, einnig undir meti, þriðji í
undanrásum varð svo öllum á
óvart Þróttur á 59.1 sek., en flestir
höfðu reiknað með Þrótti í fyrSta
sæti. í úrslitahlaupinu bætti svo
Reykur metið enn betur, hljóp á
57.6 sek., sem er 2.1 sek., betri tími
en gildandi met. Eigandi Reyks er
Hörður G. Albertsson en knapi
var Hörður Harðarson. Annar
varð svo Þróttur, eigandi og knapi
Tómas Ragnarsson. Hjóp hann á
57.9 sek. og bætti hann sig um 1.1
sek. frá deginum áður. Er það stór
spurning hvað hefði gerst ef það
hefðu verið milliriðlar í þessari
vegalengd. Þriðji varð Gustur
Björns Baldurssonar, knapi Bald-
ur Baldursson, hann hljóp á sama
tíma og daginn áður, 58.5 sek.
Stórkostlegur sprettur
hjá Skjóna
Því hefur verið haldið fram, að
völlurinn á Vindheimamelum sé
ekki nógu góður sem skeiðvöllur.
Það var því giaður dagur hjá
Skagfirðingum þegar nýtt met í
250 m skeiði leit dagsins ljós á
Vindheimamelum.
Á laugardeginum sáu menn
Vindheimamelum
Glóa Harðar G. Albertssonar, knapi Hörður Harðarson, kemur að marki í 350 metra stökki á nýju
íslandsmeti, 23,9 sek. Við hlið hennar er Mæja og yst Kóngur. Ljósm. Valdimar Kristinsson.
Skeiðhestarnir Skjóni, Trausti og Fannar reyna hér með sér hver þeirra nái að slá íslandsmetið í 250 metra
skeiði. Það var Skjóni Helga Valmundssonar, knapi Albert Jónsson, sem setti nýja metið 21,6 sek.
Mjölnir Jóhanns Þorsteinssonar, sem einnig var knapi, sigraði í A-flokki gæðinga.