Morgunblaðið - 09.08.1979, Side 24

Morgunblaðið - 09.08.1979, Side 24
Kveðja: Ellen MjöU Jónsdóttir Fædd 7. september 1958 Dáin 8. júlí 1979 Hjartkær vinkona er lést af slysförum 8. júlí 1979. Ennþá er erfitt trúa því að við eigum ekki eftir að njóta nærveru hennar hérna hjá okkur. En við vitum að við eigum eftir að hittast öll aftur seinna. Eftir höfum við dýrmætar minningar um hana, sem ailtaf munu vera varðveittar. Hún hafði þann besta eiginleika, sem flestir viidu hafa, að vera alltaf kát og henni nægði það ekki einni, hún vildi miðla því með öllum, sem nálægt henni voru. Og þegar við sitjum og rifjum upp samveru- stundir okkar hvað við skiljum betur hvað hver stund er dýrmæt. Og hlusta á Ellen segja frá, það lifnaði allt í kringum hana. Þessar stundir lifum við fyrir nú, er við sitjum hérna og kveðjum hana með þessum fáu orðum. Það væri hægt að skrifa margt meira. En með þessum línum viljum við kveðja Ellen nú og við vitum að hún hefur þegar mætt móður sinni og bróður, sem er okkur mikil huggun. Hún getur treyst því að við gerum allt sem við getum veitt til elsku litlu Ernu Rutar og vitum að hún er í góðum höndum hjá Elvari föður sínum. Föður hennar Jóni Hannessyni og Ásu og allri fjölskyldu hennar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð veri með henni og gefi ástvinum hennar styrk. Hinsta kveðja. Heiða og Gugga Bemhöfts- torfan rædd í ríkisstjóm RÍKISSTJÓRNIN fjallaöi í gær um framtíð Bern- höftstorfunnar. Engin niðurstaða varð á fundin- um um málið, sem kom á dagskrá vegna óska Ragn- ars Arnalds, menntamála- ráðherra, en hann hefur það vald að friða torfuna. Samkvæmt upplýsingum Magnúsar H. Magnússonar, fé- lagsmálaráðherra mun ráðherr- um hafa sýnzt sitt hverjum um málið. Fram komu raddir um að ógerlegt væri að friða Bern- höftstorfuna á meðan Alþingi hefði ekki breytt tveimur þings- ályktunum um að þar skuli rísa nýtt Stjórnarráðshús. Hefði lóð- in eða lóðir þær, sem torfan stendur á verið keypt af ríkinu í þessu augnamiði. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGÚR 9. ÁGÚST 1979 BJARGFUGLAR Ljósmyndir: Sigurgeir Jónasson Álkan verpir í björgum við sjó víða um land, en það sem aðgreinir hana aðallega frá langvíunni er nef- ið sem er mun breiðara og til- komumeira. Álkan verpir í byggðum í sjávarbjörgum venjulega í sambýli við aðra svartfugla eins og langvíu og hring- víu. Álkan er mjög félagslynd eins og flestir svartfugl- anna, en hún á það til að sýna frænda smurn lundanum, mesta prakkara- skap eins og til dæmis þegar hún tekur upp á því að renna sér undir lundann á flugi og hirða sflaröðina úr kjafti hans, en slíkt gerir hún mjög fimlega þótt ekki sé hún lipur flugfugl. Eins og aðrir svartfuglar situr álkan uppi í björgunum lengst af varptímann, sit- ur ýmist upprétt aða liggur á kviðn- um og þegar varp- tíminn stendur sem hæst heyrist gjarnan frá henni veikt, suðandi blístur og lang- dregið urr. Álkan kafar eftir æti fyr- ir pysjuna, þ.e.a.s. ef hún stelur því ekki af lundanum. —á.j. Félags- lynd en getur verið þjófótt Hún hefur tÍKulegan svip. brjár álkur sem ekki virðast samkjafta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.