Morgunblaðið - 09.08.1979, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979
25
UTFLUTNINGUR landsmanna á
vörum til Sovétríkjanna dróst
mjög saman í júnímánuði miðað
við sama mánuð í fyrra. Hlutfall
útflutningsins í júní var nú aðeins
3,1% af innflutningi þaðan, en í
júní í fyrra varð útflutningurinn
80,4% af innflutningnum frá
Sovétríkjunum. Þessar upplýsing-
ar má lesa út úr töflu, sem birt er
í nýútkomnum Hagtíðindum.
Fyrstu 6 mánuði þessa árs jókst
útflutningur íslenzkra vara til
Sovétríkjanna miðað við sömu
mánuði í fyrra um 11%, en
innflutningur frá Sovétríkjunum
jókst um 57,3%.
Útflutningur landsmanna til
Sovétríkjanna var í júnímánuði
síðastliðnum að verðmæti 107,6
milljónir króna en í sama mánuði í
fyrra var þessi útflutningur
1.163.3 milljónir króna. Innflutn-
ingurinn í júnímánuði síðastliðn-
um var að verðmæti 3.452,0 millj-
ónir, en sama mánuð í fyrra nam
hann 1.447,6 milljónum króna.
Fyrstu 6 mánuði þessa árs nam
útflutningur til Sovétríkjanna
3.574.3 milljónum króna, en á
sama tíma í fyrra nam hann
3.219,7 milljónum. Innflutningur
frá Sovétríkjunum þessa sömu
mánuði, janúar til júní að báðum
mánuðum meðtöldum, nam nú
11.400,6 milljónum, en var á sama
tíma í fyrra 7.248,0 milljónir
króna.
ÚTKALL um lancl attt
Fimmtudagur 9. ágúst Akureyri: Unglingadansleikur.
Föstudagur 10. ágúst Félagsheimiliö Húsavík.
Laugardagur 11. ágúst Tjarnarborg, Ólafsfirði:
(.ath. unglingadansleikur síödegis).
Sunnudagur 12. ágúst Hótel Höfn, Siglufiröi.
19,7% aukning í sölu
kindakjöts innan-
lands á 9 mánuðum
Stórum
versnandi
viðskipta-
jöfnuður
yið Sovét
Um daginn kom við hér á Reykja-
víkurflugvelli þetta gamla „Fljúg-
andi virki" — bandaríska sprengju-
flugvélin af B-17 gerðinni. — Þær
komu mjög mikið við sögu í heim-
sstyrjöldinni, því það voru
sprengjuflugvélar af þessari gerð,
sem vegna vopnabúnaðar m.m.
gerðu bandamönnum kleift að fara
í dagárásir, eins og þær hétu, inn
yfir sjálft Þýzkaland, en það var
NÝJUSTU áætlanir Framloiðsluráðs gera ráð fyrir, að
mjólkurframleiðslan í landinu verði í ár 5% minni en á
árinu 1978. Þá hefur orðið 19,7% söluaukning á
kindakjöti hér innanlands á fyrstu 9 mánuðum
yfirstandandi verðlagsárs
1978. Kemur þetta fram
harðindanefndar.
I greinargerð harðindanefnd-
ar segir, að vegna þess sam-
dráttar í mjólkurframleiðslunni
á þessu ári sé unnt að draga
nokkuð úr framleiðslu smjörs
og hafi því verið hætt við fyrri
áform um að flytja út 500 tonn
af smjöri. Er gert ráð fyrir að
um næstu áramót verði smjör-
birgðir í landinu um 1.180 tonn
eða 150 tonnum minni en um s.l.
áramót.
Þrátt fyrir söluaukningu
kjðts innanlands eru horfur á
að kjötbirgðir í haust verði
töluverðar. Útflutningur kinda-
kjöts hefur verið um það bil 800
tonnum minni á verðlagsárinu
en ráðgert var og birgðir þeim
mun meiri 1. september.
I greinargerðinni segir einn-
en það hófst 1. september
í grcinargerð meirihluta
ig, að ekki hafi náðst að flytja
út osta eins og ætlað var svo að
birgðir 1. september munu
verða að minnsta kosti helmingi
meiri en eðlilegt er, eða 1400
tonn af 45% osti í stað 700
tonna,. sem talið eru hóflegar
birgðir.
Leiðrétting
SÚ villa slæddist inn í frásögn
Morgunblaðsins af Norðurlanda-
meistaramóti kvenna í skák, að
sagt var að þetta hefði verið í
fimmta skipti sem slík hefur farið
fram. Hið rétta er að þetta mun í
þriðja skipti að Norðurlanda-
meistaramót kvenna. í skák er
haldið og hefur Guðlaug Þor-
steinsdóttir unnið þau öll.
B-17áReykjavíkurflugvelli
GÖMLU flugvélarnar frá því úr
heimsstyrjöldinni síðari má sjá
öðru hvoru brcgða fyrir er þær
lenda hér á Reykjavíkurflugvelli.
— Sennilega er búið að ,.afvopna“
flestar þeirra, sumar hverjar eru
þó stundum í sinni hinztu flugferð,
eftir að hafa verið bjargað af
ruslahaugum úti í heimi og gerðar
flughæfar til að komast á söfn.
sumarið 1942. — Þessar sprengju-
flugvélar voru notaðar allt til loka
stríðsins til loftárása á vígvöllunum
hér í Evrópu. Þetta „Fljúgandi
virki“ er í eigu frönsku landfræði-
stofnunarinnar, I.G.N. — Institute
Geographique National. — Hún
kom hér við á leið til Meistaravíkur
á austurströnd Grænlands. Þar átti
7 manna áhöfn flugvélarinnar að
vinna við vísindastörf, m.a. málma-
leit úr lofti. Þar sem byssuhlaupin
stóðu forðum í „skotturnum“ hefur
verið lokað af með því að setja
glugga í staðinn. (Ljósm. Mbl.
Ol.K.M.).