Morgunblaðið - 09.08.1979, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979
í Velvakanda Morgunblaðsins
sunnudaginn 22. júlí, er greinar-
stúfur eftir einhvern Á.H. og telja
glöggir menn sig kenna þar orð-
færi og blíðlyndi Árna Helgasonar
í Stykkishólmi. Grein þessi
samanstendur reyndar einungis af
sérkennilegri æðislöngun til þess
að koma Hilmari Helgasyni, for-
manni S.Á.Á. á kaldan klaka, og
er það út af fyrir sig og sér á parti
dálítið spaugilegt þegar um er að
ræða hjálp til handa drykkjusjúk-
um, þar sem vitað er, að enginn
íslendingur fyrr eða síðar hefur
gengið eins fast fram í að koma
þeim málum á einhvern viðunandi
stall og Hilmar Helgason. Enn-
fremur herma nýjustu fréttir að
hann sé hvergi nærri fullþreyttur
enn. (Sparisjóðurinn).
En það sem skiptir máli í
greininni er ef til vill ekki merki-
legt og tröllvaxið hugsjóna3tarf
Hilmars Helgasonar, þótt það sé
út af fyrir sig efni í allþykka
biblíu, heldur virðist mér Árni
karlinn Helgason sjálfur þurfa
allnokkurrar rannsóknar við, svo
ekki sé nú meira sagt, því að
maður sem skrifar grein á borð
við þá sem Árni lét frá sér fara í
Velvakanda þarna um daginn, er
að sínu leyti tilvalið rannsóknar-
efni sálar- og félagsvísindunum.
Þegar ég las greinina í hið
fyrsta sinnið, spurði ég sjálfan
mig eitthvað á þá leið: Hvernig
skyldi nú manni líða sem skrifar
svona grein? Og eftir að hafa lesið
greinina í hið annað sinnið, álykt-
aði ég sem svo: Mikið hlýtur þessi
Á. H. að vera beygður og
óhamingjusamur maður. En svo
las ég greinina í hið þriðja sinnið,
til þess að ekkert færi nú á milli
mála, og sá þá í hendi mér
hvílíkur fengur það mundi verði
Árna Helgasyni, léki lánið þannig
við hann að hann kæmist í með-
ferð í einhverri af þeim stofnun-
um sem Hilmar Helgason af fram-
sýni sinni og dugnaði hefur komið
á laggirnar með aðstoð góðra
manna og kvenna. Og til þess að
menn haldi ekki að ég sé að henda
gaman að Árna Helgasyni, vil ég
styðja þessa skoðun mína nokkr-
um orðum.
Árni uþphefur grein sína með
þessum orðum: „Oft verður maður
fyrir vonjbrigðum...“
Ég gef upplýst það að þennan
tón þekki ég. Þau ár sem ég lifði
hamingjusnauðu lífi var ég sífellt
að verða fyrir vonbrigðum. Þar af
leiddi að ég var sínkt og heilagt að
koma fyrir mola í götu náungans.
Urðu fyrir þessarri áreitni minni
oftast þeir sem mér þótti vænst
um, eins og alltaf er þegar
óhamingjufólk á í hlut, og fyrir
bragðið varð ég fyrir enn meiri
vonbrigðum. Ég get því sagt með
sanni að ég skil Árna þegar hann
talar um að hann verði oft fyrir
vonbrigðum, því það er að vera
óhamingjusamur maður. Árni á
því vorkunn mína. Og hann heldur
áfram: „... og er þess skemmst að
minnast að formaður félags míns
S.Á.Á. lýsti því yfir í ríkisútvarp-
inu að engir hefðu verið meiri
óþurftarmenn áfengisvarna í
landinu en læknar. Engin rök.“
Ég held ekki uppi vörnum fyrir
Hilmar Helgason vegna ummæla
hans um lækna, hann er fullfær
um það sjalfur. Aftur á móti get
Örn Bjamason:
ég sagt hér mína eigin skoðun á
málinu, — hún er varla vitlausari
en hinar, og hún er í stuttu máli á
þessa leið: Ég hef þá skoðun að
allir þeir sem sinna hjálparstarfi
til handa drykkjusjúkum geri sitt
besta. Það er ekki þar sem hnífur-
inn stendur í kúnni, að mínu viti,
heldur sú spurning; hvað vita
þessir hjálparmenn virkilega um
alkohólisma? Og það verður að
segjast eins og er, að það var til
skamms tíma varla nokkur
skapaður hlutur. Énda er það
mála sannast að búið var að reyna
bókstaflega allar hundakúnstir
sem mönnum mögulega datt í hug,
í þeirri von að eitthvað af því
dygði, en án árangurs, þar til
loksins að menn uppgötvuðu að
sjúkdómur þessi verður ekki með-
höndlaður eftir „venjulegum
læknisfræðilegum leiðum". Ég hef
þetta í gæsalöppum. Það sem ég á
við er t.d. skurðaðgerðir, fortölur,
hótanir eða lyfjagjafir. Og þarna
stendur einmitt hnífur vor fastur:
Menn hafa verið að rembast við
það allt fram á þennan dag að
lækna alkóhólisma með lyfjagjöf-
um. Og ég veit það auðvitað ekki,
en ætli það sé ekki það sem
Hilmar á við þegar hann talar um
að læknar séu að „fabrikkera"
fyllibyttur. (Hafi hann gert það
sem ég veit ekkert um, en ég hef
tilhneigingu til þess að rengja
ekki Árna Helgason ef ég kemst
hjá því). Ég býst við því.
Læknar hafa sjálfsagt gefið
drykkjusjúkum tauga-, svefn- og
örvandi lyf í góðri trú, sannfærðir
um það að þeir væru að hjálpa
viðkomandi, og út í bláinn að
skamma mennina fyrir að gera
það sem þeir telja best fyrir
sjúklinga sína. En til allrar ham-
ingju vitum við betur í dag. Það er
nú sannað að alkóhólisti má alls
ekki setja í líkama sinn neitt sem
heitir hegðanabreytilyf (Mood
chancing drug) þar sem allt slíkt
er fíknmyndandi fyrir alkóhólist-
ann. Þessi vitneskja liggur fyrir
og er því sárara að vita til þess að
margir læknar moka þessu í fólk
rétt eins og enginn viti neitt í sinn
haus frekar en forðum daga. Það
er auðveldara að fá taugatöflur
hjá læknum heldur en brjóstsykur
í búð og er þá oft þröng á þingi á
læknastofum. Þó er læknum nokk-
ur vorkunn þar sem sjúklingurinn
þegir oftast nær yfir því fram í
rauðan dauðann að hann eigi í
vandræðum með drykkju sína. Og
það veit sá sem allt veit, að um
þennan punkt má skrifa langt mál
og dapurlegt þótt ég láti þetta
nægja í bili.
Árni heldur áfram: „Svo er mér
sagt að í Alþýðublaðinu, sem ég
les nú helst aldrei eins og fleiri
landar mínir, víki hann ávíslegum
fúkyrðum að Áfengisvarnarráði í
viðtali sem að rökvísi sverji sig í
ætt við fyrri upphrópanir ...“
Það er holl regla, Árni Helga-
son, að láta ekki aðra segja sér
hlutina, heldur reyna þá á sjálfum
sér, ég tala nú ekki um ef menn
hafa í hyggju að vandlætast yfir
umsögninni. En ég er sammála því
að það er grátlega sjaldan, nú
orðið, sem maður sér Alþýðu-
blaðið. Ja, það er af sem áður var!
Hvað líður „fávísum fúkyrðum á
Áfengisvarnarráði" er nú ekki
gaman um að tala. Þetta virðist þú
allt saman hafa í gegnum milliliði,
Árni minn, svo þú skalt reyna að
gleyma þessu og ég skal ekki
minnast á það heldur. En ég get
sagt þér að ég þekki lítillega til
Áfengisvarnarráðs og veit að það
samanstendur af miklum ágætis-
mönnum og ætti ég að geta manna
sælast borið um það. Hitt er svo
önnur saga hvort kraftar þessa
góða fólks nýtast til fullnustu og
væri fengur að upplýsandi grein
birtist í Velvakanda um það efni.
Þar næst siglir Árni hvassan
beitivind: „Hins vegar minnist ég
þess ekki að þessi sjálfumglaði
krossriddari í baráttunni við „boð
og bönn“ í siðaðra manna sam-
félagi hafi nokkrum sinnum
hreytt ónotum í vínsölulýð og
málaliða hans.“
Svo mörg voru þau orð. Og það
er ekki von að Árni minnist þess;
Hilmar Helgason hreytir aldrei
ónotum í nokkurn mann, aftur á
móti ber hann endurreisn alkóhól-
ista fyrir brjósti og er það honum
býsna heilagt málefni. Grein þín
er hins vegar ekki allskostar laus
við „ónot“ sem þú kennir öðrum og
gætir þú af þínu snotra hjartalagi
dregið af því bætandi ályktanir.
Um siðaðra manna samfélag
skulum við ræða seinna. Það mál
er alveg sér á parti og sýnu
viðkvæmara en þetta.
Og enn veður Árni: „Ég er samt
alls ekki að óska eftir slíku því að
klaufaspörk hans í heiðarlegt fólk,
stéttir og stofnanir eru að verða
gæðastimpill sem æ fleiri munu
þakka fyrir að fá.“
Þarna er skrýtin þula. Mig
minnir að Halldór Laxness geti
þess í grein, sem síðar kom í
greinasafni hans Yfirskygðir
staðir, að fólk á þessu greindar-
stigi skrifaði ekki í blöð í öðrum
löndum. Hvað segir Árni Helga-
son við svoleiðs löguðu? Er hann
sammála því? Af klaufaspörkum
Hilmars Helgasonar, þeim sem
einhverju máli kunna að skipta
okkar sögu, hef ég ekki heyrt.
Færu þau þó tæpast leynt ef þau
væru einhver. Én trúlega hefur
honum nú orðið á lítilræði eins og
fleirum.
Að lokum dregur Árni nokkuð í
land með fróma ósk í hjarta þó,
svolátandi: „En hvort slíkt
(klaufaspörkin) er gróði fyrir
félag mitt sem ég vænti svo mikils
af er annað mál og sú spurning
hógværari með degi hverjum
hvort þar þurfi ekki verulega að
hreinsa til.“
Ég er svo sannarlega sammála
Árna Helgasyni um það, að það
þarf að hreinsa til víða. Svo
eitthvað sé nefnt þarf að samstilla
anda, kraft og hjartalag allra
félagsmanna í þá veru að fá
félaginu til handa stærri og
fullkomnari sjúkrastöð, (sjötíu
manns eru á biðlista þar núna).
Öflugri og afkastameiri eftir-
meðferðarstofnun (þar er biðlist-
inn grátlega langur líka) og opin
og almenn námskeið fyrir alla þá
sem vilja kynna sér þessi mál. Þá
þarf að margfalda fræðslu í skól-
um og á vinnustöðum. Einnig að
athuga hvað hægt er að gera fyrir
börn alkóhólista, sem verða
dapurlega hart úti í viðskiptunum
við Bakkus. Eiginkonur alkóhól-
ista eru líka til þótt fáir muni eftir
þeim nema ef vera kynni Hilmar
Helgason. Þær mættu mæta
örlitlum skilningi líka. En
umfram allt þarf þó að svipta
brennivínið þeim falska ævintýra-
ljóma sem það hefur haft með
þjóðinni allt til þessa dags, og er á
góðri leið með að draga fleiri
heimili ofan í hyldýpi örvæntingar
og vonleysis en krabbamein,
hjartasjúkdómar, sjálfsmorð og
umferðaslys til samans. Við
skulum því samstilla kraftinn og
varðveita æsku vora, því að oft var
þörf en nú er nauðsyn, eins og Jón
sagði. Þetta er allsæmilegt verk-
efni, Árni minn Helgason, og er þó
fátt eitt talið, það er ekki einu
sinni víst að við ráðum við það
þótt við leggjum saman báðir. En
þá veit ég um að minnsta kosti
einn sem mun rétta okkur
hjálparhönd býsna fagnandi, og
það er Hilmar kaupmaður Helga-
son.
Vertu svo sæll og blessaður,
Árni og skilaðu kveðju minni til
allra þeirra sem þjást vegna
drykkjuskapar í Stykkishólmi,
þeirra von er að félag vort eflist og
dafni í náinni framtíð.
Með virðingu,
Örn Bjarnason,
félagi í S.Á.Á.
amCONCORD
Amerískur lúxusbill
meðöllu
6 cyl 258 cid vél. Sjálfskipting,
vökvastýri, aflhemlar, hiti í aftur-
rúðu, hallanleg sætabök, pluss-
áklæði, viðarklætt mælaborö, vinyl-
toppur, teppalögö geymsla, hliöar-
listar, krómlistar á brettaköntum,
síls og kringum glugga, klukka D/L
hjólkoppar, D78x14 hjólbarðar með
hvítum kanti, gúmmíræmur á
höggvörum og vönduö hljóðein-
angrun.
Nokkrir bílar til afgreiðslu nú Þegar.
Næsta sending í haust
á verulega hækkuðu verði.
Allt á sama stað
Laugavegi 118 - Simar 22240 og 15700
EGILL VILHJALMSSON HE
Þáttur af aðdá-
endum Hilmars