Morgunblaðið - 09.08.1979, Side 37

Morgunblaðið - 09.08.1979, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979 37 fclk í fréttum Á bátskel yfir Atlantshaf siglt hefur yfir Atlantsháfið milli Bandaríkjanna og Evr- ópu, — aðeins 10 feta langur bátur. Áhöfnin: Þessi eini mað- ur, Bandaríkjamaður, Gerry Speiss, 39 ára gamall. Svo sem sjá má er báturinn búinn hjálp- armótor. Hann lagði upp frá Miamiströnd, en Speiss tók land við Cornwallskaga. — Þar, í bsenum Falmouth, tók kona Speiss á móti honum. — Sjást þau á götu í bænum, er sæúlfur- inn var kominn f land. Ferðin yfir haíið tók 54 sólahringa. Hann sagði að einveran hefði verið það sem hann hefði átt erfiðast mcð að þola. Bátskelin hefði staðið sig betur en hann hefði þorað að vona. Hann hafði tekið út einu sinni en verið svo fljótur að klifra um borð aftur að hann tæplega blotnaði, hafði hann sagt konu sinni. + Bátskelin litla, sem maðurinn stendur á, „Yankee Girl“, er sagður vera minnsti bátur, sem Brjóstmynd af páfa + ítalskur listamaður, myndhöggvari og málari, Benedetto Robazza að nafni, hefur nýlega lokið við að gera brjóstmynd af Jóhannesi Páli páfa II. Er myndin steypt í bronz. Búið er að koma henni fyrir í Páfagarði þar sem mikill og stöðugur straumur gesta liggur framhjá. Listamaðurinn er 45 ára gamall, giftur norskri konu. Robazza hefur einnig gert brjóst- mynd af hinum fræga ítalska stjórnmálamanni, sem myrtur var, Aldo Moro. — Sjálfur segist listamaðurinn, sem er borinn og barnfæddur í Róm, hafa mesta ánægju af að gera myndir af hestum. í ráði er að gerð- ar verði um 100.000 litlar afsteypur af hinni nýju brjóstmynd af páfanum. Það er Robazza sjálfur, sem hér fer höndum um verk sitt, skömmu- áður en hann afhenti það sjálf- ur í Páfagarði, en þar þakkaði Jóhannes Páll páfi iistamanninum fyrir myndina. Bob Hope í Kína + Kínaför gamanleikarans og háðfuglsins Bob Hope á vegum NBC-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku er lokið. Þar eysta var hann f mánaðartíma. Hann sagði við komuna til Los Azngeles, að það hefði verið merkileg sjón að sjá þúsundir Kínverja á reiðhjólum að vinnu- degi loknum fara um göturnar, og einungis 20 bíla, sem aðeins ríkisstarfsmenn eiga. — Allir hafa atvinnu við eitthvað. — Vera má, sagði Bob Hope, að það hafi nú ekki verið til þess ætlast að ég færi um hliðar- göturnar og þótti mér húsnæði fólksins heldur ömurlegt. Eftir því sem aldurinn færist yfir fólkið þar eystra því meiri virðingu nýtur það. — Og ég hefði eiginlega átt að vera þar svo sem nokkrar vikur til við- bótar sagði Bob. Myndin er tekin er leikarinn var að kveðja fyrir börnin með jó-jóinu sínu. Kína, í flugstöðinni f Shanghai. Kína-þáttinn á að frumsýna hjá — Hér leikur hann ýmsar listir NBC í september n.k. ÞESSI flugvél, sem er af gerðinni Cessna/ Citation II, er af ýmsum fróðum mönnum um flugvélar talin ein hin tæknilega þróaðasta millistærðar-þota. sem um háloftin flýgur um þessar mundir. Hún er reyndar búin að vera í umferð í um það bil tvö ár. í Bandaríkjunum eru það einkum forstjórar stórfyrirtækja, scm hafa slfkar þotur til umráða. Þær hafa nokkrum sinnum komið hingað á Rcykjavíkurflúgvöll. Það eru ekki margir dagar síðan Ólafur K. Magnússon ljósm. Mbl. tók þessa mynd af einni slíkri „Cessnu Citation II." á flugvellinum. Þessi einstaklega rennilega þota, sem er smíðuð til ferða um háloftin. flýgur venjulega í um og yfir 39.000 feta hæð, eða a.m.k. 13 kílómétra uppi í háloftunum. Þess má geta að hinar venjulegu farþcgaþotur halda sig í um og yfir 30.000 fetum í Atlantshafsfluginu milli Ámcríku og Evrópu. Fer þotan með um það bil 676 km hraða. Þar uppi getur hún flogið allt að 1700 mílur án þess að taka eldsneyti. — Vængir þessarar þotu þykja hin merkilegasta smfði, fyrir það einkum hve tekist hefur að hafa þá þunna. þeir eru svona rúmlega þverhandarþykkir. — Og í orkukreppunni er þotan talin mjög sparneytin. — Cessnaverksmiðjurn- ar eru nú byrjaðar á framleiðslu enn endurbættrar útgáfu af þessari gerð þotna. Hún ber sama nafnið, en er auðkcnnd mcð rómvcrsku tölunni III. Fjármagnsvöntun ilARIK til áramóta er 3,5 milljarður FJÁRMAGNSVÖNTUN Raf magnsveita rfkisins fram til ára- móta er um þrír og hálfur milljarður. að sögn Kristjáns Jónssonar forstjóra RARIK. Kristján sagði að þessi upphæð skiptist þannig að einn milljarð- ur væri fyrirsjáanlegur rekstrar- halli sem til kæmi vegna inn- lendra kostnaðarhækkana, gengissigs og olfuhækkana. Kostnaðarhækkanir þeirra fram- kvæmda sem áætlað var að ljúka í ár nema 860 milljónum, en inn í þá upphæð koma einnig kostnaðarhækkanir innanlands og gengissig. Kristján sagði að þarna væri aðallega um tvennt að ræða, byggðalfnuframkvæmdir og almennar framkvæmdir. Af byggðalínum væri stærsti þáttur- inn tilsettur áfangi Vesturlínu svo unnt væri að tengja hana fyrir haustið 1980. Af almennum framkvæmdum væri helst. að nefna línulagnir eins og lfnu frá Vegamótum til Ólafsvíkur til að bæta ástandið á Snæfellsnesi, einnig lína milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Þá sagði Kristján að 440 milljónir væru vegna vanskila fyrri ára til ýmissa aðila. Hann sagði að tillögur Raf- magnsveitnanna til úrbóta væru í því fólgnar að ríkissjóður létti hluta af þeirri miklu lánabyrði sem hvíla á Rafmagnsveitunum. Þær lánabyrðir væru komnar til á undanförnum árum vegna þess að þurft hefði að leggja í óarðbærar framkvæmdir sem ekki hafa stað- ið undir fjármagns- og rekstrar- kostnaði. Áuk þess hefði þurft til þeirra framkvæmda óhagstæö lán og allmikið af vísitölutryggðum innlendum lánum. Þá væri einnig lagt til að ríkissjóður fjármagni félagslegan þátt framkvæmda sem Rafmagnsveiturnar standa í. En Kristjái sagði að sá þáttur nefði verið knaður út og lagður fram með dllögum Rafmagns- veitnanna til iðnaðarráðuneytis- ins. Bók Bernard-Henri Lévys er komin út á ensku BÓK franska nýheimspekingsins Bernard-Henri Lévys. La barbar- ie á visage humain, kom nýlega út á ensku undir nafninu Barbar- ism with a Human Face. Bókin hefur selzt í 100 þús. eintökum í Frakklandi og vakið mikla at- hygli á Vesturlöndum, því að Lévy er af þeirri kynslóð evr- ópskra menntamanna. sem var róttæk á síðasta áratug, en hefur hafnað sósíalismanum sem alræð- isstefnu. (Nafn bókarinnar er skopstæling á nafninu „mannúð- legum sósíalisma".) Lévy varð fyrir miklum áhrifum af Alex- ander Solsénitsyn, sem hann kall- ar „Dante nútímans". Pöntun- arþjónusta Félags frjálshyggju- manna útvegar bókina félags- mönnum, en Skafti Ilarðarson sér um þessa þjónustu. „Við ákváðum að fá bókina fremur á ensku en frönsku, þvi að miklu fleiri íslendingar lesa ensku,“ sagði Skafti í viðtali við Morgunblaðið. „Hún kostar ekki nema 7.230 kr. í bandi hjá okkur.“ Skafti var ejnnig spurður, hvernig pöntunarþjónustan gengi. „Fr&m- ar öllum vonum,“ svaraði hann. „Við höfum selt um 200 bækur og bæklinga frá útlöndum, sem er auðvitað geysilega mikið miðað við fólksfjöldann okkar fræga. Við seljum bækur kunnustu frjáls- hyggjuhugsuða nútímans, Friedr- ichs A. Hayeks, Karls R. Poppers, Miltons Friedmans, Ludwigs von Misess og Raymonds Arons í mjög ódýrum pappírskiljum. Við seljum líka bækur yngri manna eins og Lévys, annars fransks nýheims- Franski nýheimspekingurinn Bernard-Henri Lévy spekings, André Glucksmanns, og Roberts Nizicks, heimspekipróf- essors í Harvard. Ég bendi núna auk bókar Lévys sérstaklega á bók Nizicks, Anarchy, State and Utop- ia, bók andófsmannsins Vladimirs Bukovskys, To Build a Castle-My Life as a Dissenter, og bók Davids Friedmans, The Machinery of Freedom, en hann er sonur Milt- ons Friedmans og hagfræðipróf- essor. Einnig fáum við fljótlega bókina Socialism eftir von Mises, en hún kom við sögu í ritdeilu þeirra Jónasar Haralz og Hannes ar Gissurarsonar annars vegar og Ragnars Árnasonar hins vegar um sósialismann. Þessar bækur og margar fleiri útvegum við fé- lagsmönnum. Þeir, sem hafa áhuga á að vera í félaginu, geta skrifað í pósthólf 1334, 121 Reykjavík."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.