Morgunblaðið - 09.08.1979, Síða 40

Morgunblaðið - 09.08.1979, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979 vlw KATFINU (ö r\n?í Mengunin — er sko ekki að drepa okkur! cr^ f Ég vil segja yður málavaxti frá báðum hliðum og þá getið þér á eftir spurt sjálfan yður spurn- ingarinnar: Reyndi ég að kúga hann? „..hægt að útvarpa klassík á skemmtilegri hátt..” BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Af hverju spilar hann út þess- um lit, spurði sagnhafi sjálfan sig í spilinu hér að neðan. Svarið kom von bráðar enda tiltölulega augljóst. En það ieysti ekki allan vandann. Vestur gaf, allir á hættu. Norður S. G543 H. K9 T. Á764 L. 1095 Vestur S. ÁK1087 H. DIO T. K8 L. ÁD63 Austur S. D92 H. Á943 T. G95 L. G74 Suður S. 6 H. G7652 T. D1032 L. K82 Söguhetjan sat í vestri og opn- aði á einum spaða, fékk svarið eitt grand og krafði þá um game með stökki í þrjú lauf. Félaginn sagði þrjá spaða og vestur skýrði skipt- inguna með þrem gröndum, sem austur leiðrétti í fjóra spaða og varð það lokasögnin. Norður íhugaði útspil sitt vel og valdi laufniu. Þá kom spurningin og svarið: Norður átti mikilvæg háspil í hinum litunum, úr því að hann valdi útspil í sögðum lit. Og tapslagirnir virtust margir, tveir á tígul, minnst einn á lauf, hjarta- slagur og hugsanlega einn í trompi. Vestur tók útspilið með drottn- ingu, tók á ásinn og spilaði þriðja laufi. Suður spilaði þá hjarta og samkvæmt áætlun lét vestur tiuna, kóngur og ás. Vestur bjóst við óþægilegri tromplegu og að tígulásinn væri í norðri. Hugsan- leg leið var, að fara inn á hendina á hjarta og svína spaðaníu en til var önnur betri. Eftir að hafa spilað sig heim á hjarta tók vestur á ás, kóng og spilaði þriðja spaða á drottning- una. Síðan spilaði hjarta, tromp- aði heima og norður réði hvað hann gerði. í reynd valdi hann að yfirtrompa ekki, en þá spilaði vestur þrettánda laufinu og aftur vildi norður ekki trompa. En þá rak vestur smiðshöggið þegar hann stakk norðri inn á trompgos- ann og fékk síðan tíunda slaginn á tígulkóng. COSPER Það þarf að skipta um mótor, fá ný dekk undir hann og nýjar hurðir! Kæri Velvakandi. Lengi hefur mig langað til að skrifa og spjalla um eitt og annað líkt og aðrir, og hef nú ákveðið að láta af því verða. Fyrst og fremst langar mig til að þakka Guðmundi Gilssyni þátt, er hann hafði einn sunnudag í maílok. Þar las hann samantekt Úrsúlu Ingólfsdóttur á Gold- bergstilbrigðum Bachs. Var það mjög fræðandi og skemmtilegt og þar á eftir lék Úrsúla tilbrigðin. Þetta er mjög vandasamt verk og heyrist hér sjaldan og á hún bæði iof og þakkir skildar. Annað er það sem mér liggur á hjarta. Mig langar að vita hvernig þessi skoðanakönnun útvarpsins hefur farið fram, því ekki hef ég eða neinir, sem ég þekki, verið spurðir álits á klassískri tónlist. Þekki ég fjölda fólks sem ann þessari tegund tónlistar og er ég hrædd um að þessi könnun gefi ekki rétta mynd af skoðunum fólks. Auðvitað væri hægt að útvarpa klassískri músík á skemmtilegri hátt en nú tíðkast, t.d. með því að hafa þætti sem í væru fleiri, sem tala um verkið, talað væri um flytjendur og þeir kynntir, sagt frá útgáfu platnanna og því um líkt, eins og gert er í einum poppþættinum. ég geri mér alveg ljóst að það getur verið erfitt og leiðinlegt fyrir fólk sem er óvant góðri tónlist að hlusta á löng þung verk án nokkurra skýringa. Heldur finnst mér það handa- hófskennt þegar valdar eru plötur milli klukkan 3 og 4 á daginn og mjög sjaldan er það skemmtilegt val. Ef svo vildi nú til, að eitthvað gott heyrðist á morgnana milli klukkan 11 og 12 þá finnst þeim hjá útvarpinu hægt að koma með blessaða klukkuna inn í verkið klukkan 12. Þvílík smekkleysa!!! • Eldgamlar skjálfandi plötur Ég held að okkar blessuðu söngvarar, sem hafa verið í út- varpinu við að kynna eldgamlar, skjálfandi plötur með óperusöngv- urum hafi nú ekki laðað fólk almennt til að leggja eyrun við klassík, eða sígildri tónlist. Það er nú út af fyrir sig merkilegt að þegar söngvarar eiga að velja tónlist þá er eingöngu valinn söngur — en þegar píanóleikarar eiga að velja þá er alls konar tónlist valin. Hvers vegna? Eru sumir þröngsýnni en aðrir? Nú, nú svo langar mig til að þakka fyrir barnasögu Magneu frá Kleifum, hún var líka svo skemmtilega flutt. Ég vil líka þakka fyrir lestur og þýðingu Sigríðar Thorlaciusar á bókinni Marselínó, sem er mikil perla. Væri fengur í að fá fleiri slíkar jafnt fyrir börn sem fullorðna. Einnig vil ég þakka frásögnina, eða öllu heldur söguna um Titan- ic-slysið og ferðasögu Amundssen. Þá vil ég lýsa leiðindum mínum (_Lausnargjald í Persíu Fftir Kvelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku 41 Peters. — Ég hef ekki séð Lucy svo lengi — sú held ég hafi stækkaft Hún brosti leiftrandi til bryt- ans og lagði af stað upp stig- ann. Hann heyrði hana hlæja og segja við eiginmanninn: — Hamingjan góða, þvflfkir stig- ar, ekki skrftið þó Eileen takist að halda sér grannri. Hann hafði á tilfinningunni að hann hefði átt að vfsa þeim inn f setustofuna, en hann vissi ekki hvernig hann hefði átt að hafa komið í veg fyrir að þessi kona, sem var svo staðráðin f að hitta Eiieen, færi sfnu fram. Enskur bryti hefði ekki hikað, Mario hafði ekki f sér þá eigin- ieika sem gerðu að verkum að bryta var hlýtt f einu og öiiu. Hann ákvað að þetta væri allt f lagi og gekk niður f kjallara. Hann ætlaði að skrafa við eigin- konu sína og Bridget Hagan um hina kærkomnu brottför barn- fóstrunnar. Eileen var með Lucy við hönd sér. Barnið saknaði þess að hafa ekki farið út f morgun- gönguna sfna. Hún togaði f hönd móður sinnar og sagði: — ígarðinn. — Eg fer með þig seinna í dag, vina mfn, sagði Eileen. — Nú kemurðu með mér niður að borða hádegisverð — heldurðu ekki að það verði gaman? Við fáum fjarska gott að borða niður. Hún opnaðí dyrnar og gekk f áttina að stigapallinum. Litla rimlahliðið var opið. Hún heyrði raddirnar fyrst. Þær voru lágar og bárust frá næstu hæð fyrir neðan. — Þetta er efsta hæðin. Enn betra. Það var karlmaður sem sagði þetta og taiaði með amerfskum hreim. — Við tökum bara krakkann og löbbum út. Eileen snarstansaði. Hún fann að litla telpan ýtti við henni og benti henni að koma áfram. — TAKA barnið. Skelfingin gagntók hana. Blind og tryllt. TAKA Lucy. Logan hafði sent cinhvern til að taka af henni barnið. Það var enginn tími til að sýna skynsemi, skelfingin varð öllu yfirsterkari. Hún greip Lucy í fangið og hljóp aftur inn í herbergið. — Mamma,... Litla stúlkan fór að kjökra er hún skynjaði óttann f móður sinni. Eileen hljóp inn ganginn að svefnherberginu. Hún varð að koma Lucy á öruggan stað og vama þvf að útsendarar Logans gætu haft hana á brott með sér. Hún setti dóttur sfna ofan á rúmið. — Lucy, elskan mín, vertu kyrr f bólinu. Ósköp góð. Ég kem aftur eftir augnablik. Hérna er bangsi... Það var lykill f dyrunum utanverðum. Hún hafði aldrei veitt þvf athygli fyrr. Hún læsti dyrunum. Þegar hún sneri sér við voru Peters og Madeleini í herberginu. Hún sagði ekkert og hrópaði ekki uppyfir sig. Hún stóð og hallaði sér að hurðinni Peters fór með hægri höndina í vasa innan á jakkan- um og tók og miðaði á hana. Hann talaði mjög hljóðiega. Madeleine hafði lokað dyrunum að baki þeirra. — Frú Field, hafið hægt um yður. Gerið svo vel að vera kyrr og hlustiö á mig. — Hvað viljið þér? Rödd hennar varð að hvfsli. — Hver eruð þér? — Færið yður frá dyrunum. skipaði Madeleine — Rödd hennar var hvassari en Peters. Hún sá skelfingu lostna kon- una, sem var að vernda barn sitt, sem óvin sinn, ekki annað. — Nei, sagði Eileen. — Og allt í einu heyrði hún sjálfa sig segja hárri og skýrri röddu. — Þið takið ekki barnið mitt. Peters gekk skrefi nœr henni. Hún sá byssuhlaupið nálgast og hún fann ekki til nelns nema skelfingar vegna Lucy.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.