Morgunblaðið - 09.08.1979, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979
41
JD
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MANUDEGI
yfir því að Jón Múli skuli vera
hættur hjá útvarpinu.
• Besta
tónlistin
En það var nú þetta með
tónlistina. Ekki er nú allt
skemmtilegt sem flokkast undir
klassík og ekki heldur allt jafn
skemmtilegt sem nefnt er popp.
Vonandi er góður hópur fólks sem
er í því að velja fyrir hlustendur.
Fólk sem hefur vit á þessum
stefnum tónlistarinnar og velur
bara það besta, hvort sem það
heitir klassík, dægurmúsík eða
popp.
Með þakklæti, Erla.
• Æskan og
framtíð
þjóðarinna
Ég verð að segja það Velvak-
andi góður að oft hefur útlitið
verið slæmt fyrir okkar litlu þjóð,
og oft hefur syrt svo í álinn að illa
hefur horft um framtíð lands og
þjóðar. oft hafa íslendingar þurft
að búa við sult og seyru og
harðindi hafa dunið yfir þjóðina
þannig að vart hefur mátt á milli
sjá hvor myndi hafa betur að
lokum, móðir náttúra eða
mannskepnan.
Það sem hefur haldið íslending-
um áfram í hópi annarra þjóða,
þar sem við höfum skipað okkur
sæti meðal hinna fremstu, er
dugnaður og aftur dugnaður fyrri
kynslóða. Ekkert annað en trú
fólksins á eigin mátt og megin
hefur áorkað því sem íslendingar
hafa áorkað.
Þess vegna er það sem ég set
mínar hugsanir á blað, að ég er að
hugleiða hver er framtíð okkar
þjóðar þegar hún verður komin í
hendur unga fólksins, fólksins sem
á að erfa landið. Mér finnst eins
og sú kynslóð hafi verið afskipt
með gott og vandað uppeldi hjá
okkur eldra fólkinu. Það má nefna
mörg atriði þessu til stuðnings og
hirði ég aðeins um nokkur þeirra.
Má þar fyrst nefna að svo
virðist sem margt ungmennið
bókstaflega trúi því statt og stöð-
ugt, að peningarnir vaxi á trján-
um. Og virðingin fyrir fjármunum
verður þá af þeirri stærðargráðu
sem því samsvarar. „Peningar,
hvers vegna á að vera að spara þá,
það er til nóg af þeim.“
Og hvar er nú niðurkomin sú
kurteisi sem þó var til staðar
meðal þjóðarinnar, þrátt fyrir að
íslendingar hafi aldrei fengið á sig
það orð að þeir væru kurteis þjóð.
SKÁK
UmsJÓn:
Margeir Pótursson
Svo virðist sem sú litla kurteisi
sem hér tíðkaðist áður fyrr á
hátíðum og tyllidögum sé nú
tröllum gefin. Alla vega þá brúkar
æskan hana ekki í dag með því að
bjóða öldruðum sæti í strætis-
vögnum eða í viðskiptum við
annað fólk.
• Hverjirólu
upp æskuna
í dag?
1 En ég vil þó ekki láta þessu
spjalli lokið án þess að koma að
því sem er kjarni þessa máls.
Kjarninn í malinu er nefnilega sá,
að sú kynslóð sem átti að ala upp
æskuna í dag hefur brugðist þeim
skyldum sínum. Og hverjar eru
fyrirmyndir æskunnar aðrar held-
ur en sú kynslóð sem hefur sóað
peningum þjóðarinnar í Kröflu-
ævintýri og virðist ætla að kaf-
sigla þjóðfélag okkar með óráðsíu
og eyðslu peninga sem ekki eru
til? Ég spyr!!
Niðurstaðan af þessu er því sú,
að hvernig sem málunum er snúið
fyrir mönnum og hvert sem álit
okkar uppalandanna er á æskunni
í dag þá er niðurstaðan sú, að við
skyldum líta í eigin barm og
hreinsa til í okkar eigin arfagarði.
Með þvi móti getum við betur
tekist á við skyldur þær sem
uppeldið leggur okkur á herðar,
svo að æskunni sem mun erfa
landið takist að tryggja því góða
framtíð.
Edda.
» 3 98511«
HÖGNI HREKKVÍSI
/x '06 £&CI pAKXAÞ A/bóU V0L -PiC/Z
ÞÆóbÆ tNHIKJSAJ/vóLU '"
Hef opnað
tannlækningastofu
aö Lindargötu 50, (gengiö inn frá Frakkastíg)
Viötalstími kl. 13—17
Sigurjón Sígurðsson, tannlæknir,
sími 14656.
* ►
#
i »
símanúmer
RITSTJÓRN 08
Sj • • . tTArn n.
KRIrd ítlrtlR:
10100
w
m
i ►
m
22480
A&* tft m i a n o I J6 .
rGBEIÐSLA;
83033
1 J0Hm0ttstiKlfúNi)i
fffff#»fff#»f I ♦ N. »fff» I; # I »##»»
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AK.LVSINI, \
SÍMINN EK;
22480
Á meistaramóti Moskvuborgar í
ár kom þessi staða upp í skák
þeirra Moiseevs, sem hafði hvítt
og átti leik, og Luchinkins.
28. Hxf7! - Hxf7, (Ef 28. -
Hxel+ þá 29. Hfl)
29. Bxf7+ - Bxf7, 30. Dxh7+ -
Kf8, 31. Hfl! og svartur gafst upp.
Núverandi skákmeistari Moskvu
er K. Grigorjan.
MANNI OG KONNA
HAGTRYGGING HF