Morgunblaðið - 09.08.1979, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 09.08.1979, Qupperneq 44
á ritstjórn og skrifstofu: 10100 3H«rgnnbI«tit FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1979 Sími á afgreiöslu: 83033 m»r0iinblr.öit> Tillögur Matthiasar Bjarnasonar um Jan Mayen: Sex kostir til lausn- o4^nilnnni Báðar þjóðir nýti auð- dl llcll LiIIIll æfi hafs og hafsbotns Heyskapur er nú í full- um gangi á Suðurlandi og var þessi mynd tekin í Þjórsárdalnum í gær þegar unnið var þar af kappi við að raka saman. Hafa bændur syðra víða náð saman vænu heyi, enda hábjargræðistím- inn og þurrkur með bezta móti síðustu daga. LjÓHm. Rax Matthías Bjarnason. alþm., laxði fram tillöKur að umræðuKrundvelli í vidra-ðum við Norðmenn um Jan Mayen á fundi iandheÍKÍsnefndarinnar 25. júlí sl. sem byKKjast á sex kostum til lausnar á þcirri dcilu. scm risið hefur milli þjóðanna um hafsvæðið milli 200 rnilna fiskveiðilöKsöKU íslands ok Jan Mayen. Er Kert ráð fyrir viðræðum við Norðmenn í Osló hið fyrsta með þátttöku fulltrúa rikisstjórnar ok stjórnarandstöðu. TillöKur Matthiasar Iijarnasonar hafa ekki vcrið birtar en skv. upplýsinKum. sem MorKunblaðið hefur aflað sér eru þeir sex kostir. sem um cr rætt í tillöKunum þessir: • Norðmenn ok íslendinKar lýsa yfir sameÍKÍnleKri fiskveiðilÖKsöKU umhverfis Jan Mayen utan 12 sjómflna landhclKÍ Jan Mayen. • Norðmenn lýsi yfir ok ísland viðurkenni fiskvciðilÖK-sÖKU á Jan Mayen-sva>ðinu utan 200 mflna íslands. enda verði jafnhliða samið um. að Norðmcnn ok íslendinKar veiði að jöfnu þann afla. sem veiddur cr utan 12 mflna fiskveiðilöKsöKU Jan Maycn. • SamninKur verði Kerður miili Norðmanna ok íslendinKa um útfærslu efnahaKslöKsöKU á Jan Mayen-svæðinu um samcÍKÍnleK yfirráð þjóðanna tveKKja bæði um nýtinKU hafs ok hafsbotns. • Norðmenn lýsi yfir ok ísland viðurkenni cfnahaKslÖKsÖKU á þessu svæði utan 200 mflna íslands. Jafnframt verði samið um jafna nýtinKU Norðmanna ok íslendinKa á auðlindum hafs ok hafsbotns utan 12 sjómflna efnahaKslöKsöKu Jan Mayen. • Norðmenn ok IslendinKar lýsi yfir sameÍKÍnleKum fiskverndaraðKerðum á Jan Maycn-sva'ðinu ok verði Kerður um það sérstakur samninKur. sem útiloki veiðar annarra þjóða nema báðar þjóðir samþykki. • FæreyinKum verði vcitt hlutdcild í veiðum á þessu svæði t.d. 10% ok kæmi þá í hlut íslands ok NoreKs J5% til hvors. 1 tillöKum Matthíasar Bjarnasonar mun Kert ráð fyrir frambúðarsamn- inKum um nýtinKU hafsins ok hafs- botnsins á þessu svæði. Sérstök nefnd sem skipuð skal tveimur fulltrúum frá hvoru landi um sík geri tillöKur um hvaða fiskteKundir megi veiða og hve mikið magn af hverri tegund árlega. Þá gerir Matthías Bjarnason ráð fyrir því, náist samningar, að þjóðirnar tvær skuldbindi sig til að ræða saman um hugsanlegar hámarksveiðar af loðnu innan og utan fiskveiðilandhelgi Islands með það markmið í huga, að ekki verði gengið of nærri loðnustofn- inum. Þá verði gcrður samningur um Norðlæg átt um land allt EKKI er húizt við miklum breyt- ingum á veðri frá því sem var í Kær. Sagði Markús A. Einarsson veðurfræðingur að gert væri ráð fyrir hægri norðlægri átt um land allt, nokkurri úrkomu nyrðra, en þurrt myndi vera syðra og léttskýjað. Fremur svalt yrði í veðri og bjóst hann við að veður myndi ekki treytast mikið í dag eða á morgun. vísindalega verndun og veiðar síld- arstofnsins, þ.e. norsk-íslenzka síld- arstofnsins eða Norður-Atlantshafs- síldarstofnsins. Norðmenn haldi uppi gæzlu innan lögsögu Jan Mayen en ákvæði er í tillögunum um, að íslendingum sé heimilt að fylgjast með veiðum skipa og báðum þjóðunum skylt að gefa hvor annarri upp afla þeirra skipa sinna, sem veiða innan þessarar lög- sögu. Það skal tekið fram, að Morgun- blaðið sneri sér í gær til Matthíasar Bjarnasonar og óskaði eftir því að fá upplýsingar um þessar tillögur en Matthías Bjarnason kvaðst ekki vilja veita þær að svo stöddu. Hins vegar skýrði hann Morgunblaðinu frá því, að hann og Geir Hailgrímsson hefðu óskað eftir nýjum fundi í landhelgis- nefndinni. Hann kvaðst vilja benda á, að enginn fundur hefði verið haldinn í þeirri nefnd fyrir viðræður Norð- manna og Islendinga í Reykjavík. Fundurinn, sem haldinn var 24. júlí hefði verið haidinn að sinni ósk og fundurinn sl. þriðjudag að ósk Geirs Hallgrímssonar. Það horfir til vand- ræða, sagði Matthías Bjarnason, að ekki er til samræmd stefna íslenzkra stjórnvalda í þessu máli og fátítt að stjórnarandstaða verði fyrst til að leggja slíkar tillögur fram og þær búnar að veltast milli stjórnarflokk- anna síðan. Dómsmálaráðuneytið: Beiðni um fram- sal var synjað Sænskur lögreglumaður við yfirheyrslur hér DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ tók í gær þá ákvörðun að gæzluvarð- haldsfanginn sem situr inni vegna fikniefnamálsins í Svíþjóð yrði ekki framseldur til Sviþjóðar, en þarlend dómsmálayfirvöld höfðu gert kröfu þar um. Sænskur lögreglumaður kom hingað til lands s.l. mánudag og hefur hann yfirhcyrt gæzluvarðhaldsfangann. Gæzlu- varðhald hans rennur út í kvöld. Baldur Möller ráðuneytisstjóri sagði í samtali við Mbl. að ákvörð- un í málinu hefði verið tekin samkvæmt ábendingum ríkissak- sóknara og hefði ekki verið fallizt á framsal eins og málið lægi fyrir. Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra tók ákvörðun í þessu máli í fjarveru Steingríms Hermanns- sonar dómsmálaráðherra. Eins og áður hefur komið fram taldi Sakadómur Reykjavíkur skilyrði til framsals og Hæstirétt- ur staðfesti þá niðurstöðu. Hins vegar var umsögn saksóknara neikvæð og lagði ráðuneytið þá umsögn til grundvallar eins og áður er getið. Einum íslendingi hefur verið sleppt úr gæzluvarðhaldi í Gauta- borg og sitja þá átta íslendingar inni vegna rannsóknar málsins, sjö í Gautaborg og einn á íslandi. Þorskafli þegar orð- inn meiri en fiski- fræðingar ráðlögðu ENDANLEGAR tölur um þorsk- afla í júlimánuði liggja ekki enn fyrir, en útlit er fyrir að allt að 40 þúsund tonn hafi borizt á land í mánuðinum. Mikil aflahrota var á Halamiðum f mánuðinum og stendur hún enn. Togarar frá stöðum allt f kringum landið hafa fengið jafnan og góðan afla í botnvörpu. Þorskafli er nú kominn tals- vert yíir það mark, sem fiski- fræðingar ráðlögðu að ekki yrði farið yfir á öllu árinu, þ.e. 250 þúsund tonn. Sex fyrstu mánuði ársins bárust á land 227 þúsund tonn af þorski og að viðbættri þroskveiðinni í júlímánuði má ætla að þorskaflinn sé nú orðinn f kringum 265 þúsund tonn. Sjáv- arútvegsráðherra hefur stefnt að því, að þorskafli á árinu verði á milli 280—290 þúsund tonn. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær var afli togara frá mörgum stöðum á landinu til muna betri í júlímán- uði en í sama mánuði í fyrra. Þrátt fyrir 30 daga þorskveiði- bann í júlí og ágúst voru margir togaranna að þorskveiðum allan júlímánuð vegna hins góða afla. Verður því stór hluti togaraflot- ans að stunda aðrar veiðar í þessum mánuði. Að sögn Jóns Páls Halldórssonar á ísafirði var þessu þó ekki svona farið á Vestfjörðum, þar sem flestir togaranna voru ekki að þorskveiðum í 9 daga. Sagðist Jón Páll telja að aflinn í júlímánuði væri ekki meiri en í sama mánuði í fyrra. I Reykjavík hins vegar var þorskaflinn í mánuðinum 3683 tonn á móti 3003 tonnum í fyrra. í Hafnarfirði varð aukningin hlut- fallslega enn meiri, 1695 tonn af þorski bárust á land í júlímánuði í ár á móti 720 tonnum í fyrra. Svo eitt dæmi sé nefnt til viðbótar, þá komu á land í Ólafsvík 1200 tonn af þorski í síðasta mánuði en 1069 tonn í júlímánuði í fyrra. Yfírvinnubann yfírmannanna aæmt ólögmætt FÉLAGSDÓMUR kvað upp í gærkvöld dóm í málum Vinnuveitcndasam- bands íslands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna gegn Far- manna- og fiskimannasambandi íslands vegna yfirvinnubanns yfirmanna á farskipum. Var yfirvinnubannið dæmt ólöglegt. í dómsorði segir m.a. að yfirvinnu- bannið sem boðað hafi verið til og komið til framkvæmda 20. júní sl. hafi verið ólögmæt vinnustöðvun, brjóti í bága við bráðabirgðalög nr. 70/1979 og sé brot á kjarasamning- um. Er Farmanna- og fiskimanna- sambandi Islands gert að greiða annars vegar Vinnumálasambandi samvinnufélaganna f.h. Skipadeild- ar SÍS og Vinnuveitendasambandi íslands hins vegar fyrir hönd aðild- arfélaga sinna kr. 400 þúsund til hvors um sig í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum. Félags- dóminn skipuöu þeir Guðmundur Jónsson, Bjarni K. Bjarnason, Þor- steinn Thorarensen, Árni Guðjóns- son og Páll S. Pálsson. Barði Friðriksson hrl. var lögmaður Vinnuveitendasambandsins, Skúli Pálmason hrl. lögmaður Vinnumála- sambands Samvinnufélaganna og Arnmundur Backman hdl. lögmaður Farmanna- og fiskimannasambands Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.