Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 199. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Berjumst fyrir tilveru Kúrda” Tehcran. 1. september. — AP. LEIÐTOGAR Kúrda hafa skipað hermönnum sínum að vera viðbúnir að „berjast fyrir tilveru Kúrda“ cftir að stjórnvöid í Teheran sögðu að íranski herinn væri að undirbúa að taka Mahabad. höfuðbort? Kúrdistan. Skærur voru víða í dag um Kúrdistan otc alls munu sjö hermenn hafa fallið í þeim. Ástandið í Kúrdistan hefur verið tiltölulega rólegt síðan á mánudag, þegar herfylki stjórnarhersins tóku sér stöðu utan við borgarmörk Ma- habad og kúrdísk sendinefnd fór til Teheran til að reyna að semja við stjórnvöld. Sú för hefur engan árangur borið og innanríkisráðherra írans, Hashem Sabaghian, sagði í útvarpsviðtali í dag að „herinn hefði hafið undirbúning að því að taka Mahabad." Einn leiðtogi KDP, kúrdíska demókrataflokksins sem er bann- aður, sagði að herinn væri velkom- inn til Mahabad, „ef þeir koma sem vinir". Og hann bætti við, „en eins og mál standa þá stöndum við frammi fyrir her, sem lítur á okkur sem óvini. Við eigum ekki annarra kosta völ en að berjast fyrir tilveru Kúrda með kjafti og klóm“. KDP berst fyrir sjálfstjórn Kúrdistan en í gær sagði Khomeini, trúarleiðtogi Irana, að þeir stefndu að því að koma á kommúnísku ríki og kallaði leiðtoga Kúrda „kommúnistadjöfla". Japan: Afleiðingar stríðsins auka sjálfsmorðstíðni Tokyo, 1. september. AP. TALA þeirra Japana sem fyrir- fara sér á fimmtugsaldri hefur hækkað og japanskur félagsfræð- ingur heldur því fram að ástæðan sé afleiðingar stríðsins. Þetta fólk hafi upplifað hörmungar eftir- stríðsáranna, þegar Japan var hersetið og skortur var á nauð- synjum. Þá hafi jafnréttishug- sjónir fylgt í kjölfarið og því hafi þessi aldurshópur orðið á milii — frá hinu hefðbundna Japan til Japans nútímans. Kenji Tumura, félagsfræðingur við háskóla í Tokyo hélt þessari skýringu fram eftir að birtar höfðu verið tölur um sjálfsmorðstíðni meðal Japana. Þá kom í ljós að í fyrsta sinn styttu fleiri Japanir á fimmtugsaldri sér aldur en á þrítugsaldri. Tíðni sjálfsmorða á fimmtugsaldri var 22.1 á hverja 100 þúsund íbúa, en meðal fólks á þriðtugsaldri var sjálfsmorðstíðn- in 20 á hverja 100 þúsund íbúa. Tíðni sjálfsmorða hefur ávallt verið hærri meðal fólks á þrítugs- aldri. Meðaltíðni sjálfsmorða í Japan er 17.6 á hverja 100 þúsund íbúa. Á síðasta ári styttu 20187 sér aldur í Japan. Danir vilja íylgjast með Jan Mayen-viðræðunum Frá Truls Martinsen, fréttaritara Morgunblaðsins í Osló. DANIR hafa látið í ljós áhuga á að fylgjast með viðræðum íslendinga og Norðmanna um Jan Mayen. í orðsendingu danska utanríkisráðuneytisins er óskað eftir því að Danir fái jafnóðum upplýsingar um framvindu viðræðnanna, um leið og danska stjórnin óskar eftir því að fá að koma á framfæri sjónarmiðum sínum áður en endi er bundinn á viðræðurnar. Áhugi Dana á rætur að rekja til þess að skiptalína fyrir norðan 67. breiddargráðu við Austur-Grænland hefur ekki verið ákveðin. Enda þótt til- mæli dönsku stjórnarinnar séu orðuð af fyllstu hófsemi telja Norðmenn ástæðu til að ætla að hagsmunir Grænlendinga kunni að torvelda viðræðurnar um lögsögu við Jan Mayen. Samkvæmt grænlenzkum lög- um eru Danir ábyrgir varðandi lögsögumörk Grænlands gagn- vart öðrum ríkjum, en ekki hvað varðar auðlindirnar í haf- inu. Þar kemur til kasta Efna- hagsbandalags Evrópu, sem Danir eiga aðild að. —7--------------------- Ol sexbura Aþenu. 1. september. AP. 21 ÁRS gömul grísk kona, Lambrini Tika, ól í dag sexbura í Aþenu í Grikklandi. Hún ól börnin — fjórar stúlkur og tvo drengi — þremur mánrðum fyrir tímann. Læknar voru svar.sýnir á að börnin iifðu lengi, en þau vógu frá 300 grömmum upp í 700 grömm. Henning Christiphersen, utanríkisráðherra Dana segir dönsku stjórnina vænta þess að í viðræðum íslendinga og Norðmanna verði ekki teknar ákvarðanir, sem haft geti bind- andi áhrif á viðræður Dana og Norðmanna um skiptalínu milli Jan Mayens og Áustur- Grænlands. • £ Húmid færist yfir á miðunum austan Eyja fagurt ágústkvöld fyrir nokkru, en kallarnir spyrja ekki hvað klukkan er og múkkinn bfður gráðugur eftir einhverju ætilegu. (Ljósmynd Mbl.: Siiíuriíeir). Skoðanakönnun SIFO-stofnunarinnar: Vinstri flokkamir aft- ur til valda í Svíþjóð Stokkhólmi, 1. september. AP. SAMKVÆMT niðurstöðum skoð- anakönnunar SIFO-stofnunarinnar í Svíþjóð um kjörfylgi stjórnmála- flokkanna rúmum tveimur vikum áður en gengið er til þing- og byggðakosninga í landinu hafa vinstri flokkarnir aukið svo fylgi sitt að yfirgnæfandi líkur eru á því að þeir verði við völd í iandinu næsta kjörtímabil. Niðurstöðurnar gefa til kynna að Jafnaðarmanna- flokkurinn muni hljóta 43.5% at- kvæða og kommúnistar 5%. þannig að samanlagt muni þeir hafa 48.5%, en borgaraflokkarnir. scm nú eru við völd fái 47%. Frá því að síðast voru birtar niðurstöður skoðanakönnunar SIFO um fylgi flokkanna í júnímánuði hefur Frjálslyndi flokkurinn misst 3.5%, og fengi þannig aðeins 12%. atkvæða ef gengið væri til kosninga nú. Hægri flokkurinn virðist hins vegar hafa bætt við sig 1% og fengi 19%, en Miðflokkurinn virðist standa í stað með 16%. Helmingur hjónabanda er „þögult hel- víti” segir bandarískur sérfræðingur Chicaico, 1. september. AP. EF MARKA má niðurstöð- ur ýtarlegrar könnunar hjónabandsráðgjafans dr. Joyce Brothers, sem kynntar voru á ársþingi handarískra heilbrigðis- stétta í vikunni, má Iíkja allt að helmingi hjóna- banda í Bandaríkjunum við „þögult helvíti“. Brothers telur þriðjung allra hjónabanda líkleg til að enda með skilnaði, á meðan helmingurinn þróast í „ástlaus nytsemis- sambönd“ ætluð til að tryggja velferð barna, fjárhagsaðstöðu, þjóð- félagsleg metorð og aðra sameiginlega hagsmuni. Dr. Brothers telur sig hafa komizt að því að bandarískir karlar sækist eftir eiginkonum, sem séu síður greindar en þeir, og konur aðhyllist karla, sem séu þeim fremri að þessu leyti. Þá telur hún sig hafa sannanir fyrir því að eiginkonur eigi oftar upptökin að hjóna- rimmum en menn þeirra. Hvað umkvörtunarefni í hjónabandi varðar er algengast að konur beri sig illa vegna ofdrykkju maka, peningaleysi og ofbeldis- beitingu, en algengasta klögu- mál kvæntra karla er kynferðis- legt áhugaleysi eiginkonunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.