Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979
Fimmtugur á morgun:
Guðmundur Benedikts-
son garðyrkjufræðingur
Guðmundur Benediktsson, garð-
yrkjufræðingur, fæddist að
Bæjum á Snæfjallaströnd 3.
september 1929.
Faðir Guðmundar var Benedikt
Ásgeirsson, en móðir Benedikts
var Kristrún Benediktsdóttir og
voru þau ættuð af Barðaströnd.
Benedikt ólst upp á hinu mika
rausnarheimili Vigur í ísafjarðar-
djúpi hjá þjóðskörungnum sr.
Sigurði Stefánssyni. Móðir Guð-
mundar er Fanney Gunnlaugs-
dóttir húsfreyja í Bolungarvík.
Faðir hennar var Gunnlaugur
kennari Jónsson frá Valshamri á
Skógarströnd. Foreldrar Gunn-
laugs voru Jón bóndi á Valshamri
og síðar Nafreyri á Skógarströnd,
Jónssonar bónda í Gvendareyjum,
Jónssonar og seinni kona hans
Málmfríður Kristín Jósefsdóttir
Hjaltalíns bónda á Valshamri og
seinni konu hans Guðrúnar
Jónsdóttur.
Faðir Jósefs Hjaltalín var sr.
Jón Hjaltalín, gáfaður maður og
skáld gott. Kona hans, en móðir
Jósefs, var Guðrún dóttir sr. Jóns
Bergssonar í Bjarnanesi.
Faðir sr. Jóns Hjaltalíns var
Oddur Hjaltalín lögréttumaður að
Reyðará en kona hans var Oddný
dóttir Erlends lögréttumanns
Brandssonar að Hrólfsskála. Fað-
ir Odds var Jón sýslumaður
Hjaltalín. Kona hans var Metta
María, dóttir Hans Jans Sörensen
borgmeistara á Jótlandi. Bróðir
Jósefs á Valshamri var hinn
landskunni læknir Oddur Hjalta-
lín.
Gunnlaugur frá Valshamri
kenndi við ísafjarðardjúp
1902—03. Þar kynntist hann
Steinunni Sigurðardóttur, þá á
Eyri í Skötufirði. Þau Gunnlaugur
og Steinunn eignuðust eina dóttur,
Fanneyju móður Guðmundar og
systkina hans.
Ekki varð meira úr samvistum
þeirra Gunnlaugs og Steinunnar.
Han hvarf fljótlega af landi brott
og dó ókvæntur í Ameríku 14.
mars 1956.
Um 12 ára aldur fluttist Guð-
mundur með foreldrum sínum og
systkinum til Bolungarvíkur. Var
Benedikt faðir þeirra þá farinn að
heilsu og dó hann nokkrum árum
síðar.
Næstu árin vann Guðmundur að
ýmsum störfum t.d. fór hann á
matreiðslunámskeið og var um
skeið matsveinn á bátum. 18 ára
gamall fór Guðmundur til Dan-
merkur og vann þar í 1 ár á
búgarði. Það má heyra það á
Guðmundi, að þetta hafi veri gott
og skemmtilegt ár og hann hafi
lært þar mikið. Þegar heim kom
fór Guðmundur að vinna við múr-
verk og vann í þeirri iðn um 7 ára
skeið. Þótt Guðmundi byðist gott
framtíðarstarf við múrverkið, því
að hann er maður mjög vel verk-
hagur, þá fannst honum tími til
þess kominn að snúa sér að líf-
rænni viðfangsefnum. Guðmund-
ur settist í Garðyrkjuskóla ríkis-
ins á Reykjum í Olfusi og var þar
1957—60. Að loknu námi var hann
um skeið ráðunautur Sambands
sunnlenskra kvenna.
Árið 1963 gerðist Guðmundur
garðyrkjubóndi í Reykjanesi við
Djúp og var jafnframt ráðsmaður
Héraðsskólans í Reykjanesi. Árið
1967 hætti Guðmundur störfum í
Reykjanesi og fluttist suður á
land. Vann hann þá eitt ár hjá
Ingimar Sigurðssyni í Fagra-
hvammi við Hveragerði.
Nú er komið að þeim tímamót-
um, sem undirrituðum eru kærust
og þeim, sem biðja hann fyrir
árnaðaróskir.
Árið 1968 fluttist Guðmundur
að Barnaheimilinu Sólheimum og
tók þar við garðyrkjustörfum.
Guðmundur mun alltaf hafa haft
áhuga á lífrænni ræktun, en á
Sólheimum komst hann í beint
samband við hana. Á Sólheimum
hefur aðeins verið lífræn ræktun
og hvorki notað eiturefni eða
tilbúinn áburður í garðræktinni.
Stjórnandi heimilisins var þá hin
merka kona Sesselja Hreindís
Fimmtugur:
Kristján revisor
Kristjánsson
Augnabrúnir sólbakaðra
baðdísanna lyftast þegar Kristján
revisor og fungerandi endurskoð-
andi endurnærist í hollustur.ni og
sprangar vöðvastæltur eins og
Tarzan í mittisskýlu einni klæða á
vatnsblautum börmum Laugar-
dalslaugar. Þegar þessi bringu-
breiði loðinbarði og kvennaljómi
teygar og sogar í sig súrefnið eins
og stálfjaðraður lyftingameistari
gengur kafloðinn brjóstkassinn
óralangt út eins og kommóðu-
skúffa af súpergerð. Freudískur
ungpíukliður fer um laugarnar og
skerandi skrækir eru ærandi eins
og í kríugeri. „Gvöð, hvað hann er
draumó og töff!“ heyrist úr einu
sundlaugarhorninu meðan nokkur
stykki af smá-sundpíkum falla
sem snöggvast í yfirlið og sökkva
til botns eins og skyndilömuð
loðnutorfa. Síðan stakk kappinn
sér með tilþrifum í djúpið og
svamlaði nokkra hringi með
sporðaköstum innan um kvenfisk-
inn líkt og hákarl í sjóðbullandi
síldarsjó á miðju Grímseyjarsundi
og loðnan flaut aftur lifandi upp.
Þetta var í sólskininu í sumar
þegar stirndi á fagurskapta og
sólbrúna álfakroppana í Laugar-
dal. Glannalegar gljátíkur í bíkini
kölluðu til mín og spurðu: „Er
hann að norðan þessi loðni og sexí
apabróðir?" „Viltu fræða okkur
eitthvað um kauða?“ Sjálfsagt,
dúfurnar mínar, svaraði ég. Hann
er ekki í nánari ættartengslum við
frændur okkar apana en þið og ég,
táturnar mínar, þó að hann sé
loðinn í bak og fyrir. Aftur á móti
er hann af auðsælli akureyrskri
bílakóngsfjölskyldu, þar sem
Kristjáns- og Friðriksnöfnin skipt-
ast á með sama munstri og í
dönsku konungsættinni. Danskar
fyrirmyndir í fleiru en nafngiftum
voru jafnan í hávegum hafðar
fyrir norðan. Kristján Kristjáns-
son er skírnarnafnið hans, en
jafnan kallaður Ford júníor á
Akureyri. Hann er nú búsettur
hér í borg, sannkallaður borgar-
skrautuður, mikill gleðimaður og
glaumgosi líkt og hertoginn af
Windsor og nafni hans Kristján
fjórði forðum daga. Þó myndi
júníorinn aldrei fara að, eins og
þessi frægi og fyrirferðamikli
danakonungur og ríða með ást-
meyjum sínum í hestvagni upp
Sívalaturn. Aftur á móti býður
júníorinn vinkonum sínum með
elegansa upp á einn eða tvo
snúninga hringinn í kring um
hnöttinn í þotu. „Hvaða símanúm-
er hefir þessi þotu-Ford þarna að
norðan?" spurði ein með áfergju
og nýtilkomna sölumennsku í
svipnum eða drög að rammasamn-
ingi um ástir og æsandi ævintýri í
væntanlegri hnattferð. 38738
svara ég, sem hofróðan reit til
minnis með augnaháralit á annað
lærið á sér. „Góða ferð,“ sagði ég
um leið og ég hélt til míns heima,
þar sem hnattferðir berast aldrei í
tal.
Kristján júnior er fæddur í
gamla og horfna Esjuhúsinu við
Ráðhústorg á Akureyri 2.
september, 1929. Foreldrar hans
voru glæsihjónin Málfríður
Friðriksdóttir af Skeggstaðaætt
og Kristján Kristjánsson bíla-
kóngur. Hann átti Bifreiðastöð
Akureyrar og rak Fordumboðið og
var einn meðal stofnenda Flug-
félags íslands. Fyrir utan að reisa
stórhýsið Hótel Esju í Reykjavík
var hann bæði af Illugastaða- og
Reykjahlíðarætt, maður stórhuga,
djarfur, glaður, og gamansamur
til hinztu stundar.
Júníorinn var snemma vaskur
og knár og mikill fyrir sér.
Barnungur gerðist hann fyrirliði
samprakkaranna við Ráðhústorg.
Hann var skytta slyng líkt og Vil-
hjálmur Tell, sem klauf epli af
höfuðhvirfli með bogaör. I upp-
vexti Kristjáns mun sú íþrótt að
mestu leyti komin úr tízku. Því
urðu oft virðulegir góðborgarar
staðarins að láta sér lynda hviss-
andi skæðadrífu af steinvölum,
snjókúlum og nýbökuðum drullu-
kökum frá Kristjáni og köppum
hans þegar svartir og sorglegir
harðkúluhattarnir komu í fókus.
Nú er hann fyrir löngu vaxinn frá
slíku bernskusprelli, þó að grunnt
sé stundum ennþá niður á play-
boy-eðlið þegar brugðið er á leik
og brynnt sér, sem kemur æ
sjaldnar fyrir Kristján í seinni tíð.
Þorsti okkar margra fer mjög
þverrandi með aldrinum. Það er á
misskilningi byggt, að slík hugar-
farsbreyting stafi alltaf af dyggð,
heldur mætti með sanni segja að
umskiptin stafi miklu fremur af
dvínandi hreysti plús sjálfsmeð-
aumkun og kvíða fyrir síauknum
þjáningum dagana eftir drykkju.
Kaupmenn athugið
Til sölu svo til nýjar „Beantalks" innréttingar
og nýr IVO-djúpfrystir ásamt pressu.
Hagstæðir greiðsluskilmálar.
Upplýsingar í síma 15552 eöa í síma 15593.
Sovéskir dagar 1979.
Tónleikar og danssýning
„Úlítá“ — þjóölaga- og dansflokkurinn frá
Kazakhstan, einu af Miöasíu-lýövelda Sovétríkjanna,
sýnir í Þjóöleikhúsinu laugardaginn 8. september kl.
15. Einsöngur, kvartettsöngur, hljóöfæraleikur og
þjóödansar — alls um 20 sérstæö sýningaratriöi.
Aöeins þessi eina sýning í leikhúsinu.
Aögöngumiöasala hefst í Þjóöleikhúsinu þriðjudag-
inn 4. september. Aögangseyrir 2000 krónur.
MÍR.
Sigmundsdóttir, brautryðjandi í
málefnum vangefinna hér á landi
og lífrænni ræktun. Næsta vor eru
50 ár síðan Sesselja stofnsetti
barnaheimilið Sólheima og fyrsta
verk hennar var að stinga upp
garðholu. Sesselja sagði að heil-
næm ræktun grænmetis væri
undirstaða heilbrigðs lífs. Af því
má sjá, að mikið lá við, að góður
maður væri í því starfi og reyndi
hún alltaf að veija vel í það. Hafði
hún þá jafnan tvennt í huga,
garðræktina og vistmennina, því
að þungamiðjan í öllu starfi henn-
ar voru vistmennirnir og. þroski
þeirra. Starfsmaðurinn þurfti að
vera vingjarnlegur við vistmenn-
ina, félagi þeirra og leiðbeinandi
og þetta allt á Guðmundur til.
Sesselja kunni vel að meta
Guðmund og stuðlaði hún að því,
að hann færi 2 námsferðir til
Danmerkur og Þýskalands til að
kynna sér lífræna ræktun. Þótt
Guðmundur sé áhugamaður um
lífræna ræktun, þá lætur hann
ekki kennisetningar binda hendur
sínar, þegar honum finnst mikið
liggja við.
Þegar ég þurfti að hafa tal af
Það liggur næstum stundum við,
að sumir séu hreinlega öfundaðir,
sem ennþá geta sporðrennt eld-
vatninu léttilega eins og við
Kristján júníor gerðum áreynslu-
laust í blóma lífsins. Margir eru
samsinnis, þó að færri vilji viður-
kenna.
Kristján er einstakt snyrti-
menni og smekkvís í fatavali, enda
hefir hann lagt drjúga rækt við
klæðamenninguna án þess að
innri maðurinn, sem máli skiptir,
hafi orðið útundan á ræktunar-
lega vísu andans. Hann gengur
alltaf í gljáfægðum, spegilskyggð-
um skóm svo að við fyrsta augna-
kast mætti ætla, að þar færi
óbreyttur „upstairs“-breti í stað
einstaks og skemmtilegs akureyr-
ings. Megnið af innihaldi garde-
róbs garpsins er víst sérhannað í
London og New York með himin-
háum séntilmannaprísum. En
hvað um þann saklausa smekk og
lúxusstillta munað þegar litið er
til þess, að júníorinn hefir aldrei
verið haldinn neinu ógeðfelldu
auðsnobberíi né fráhrindandi pen-
ingahroka sem breytist ekki með-
an hann heldur meðfæddri skyn-
semi, húmor og dómgreind.
Kannski varðar slíkt ekki síður
sjálft hjartalagið, sem er sérlega
gott í Kristjáni. í dag siglir Stjáni,
ungur í anda og útliti, yfir fimmta
áratuginn fullur af fjöri og
lífslöngun, enda er öll hormóna-
starfsemi ennþá í toppgír og
gengur eins og velsmurð margra
strokka Fordvél.
Eftir að Kristján hafði setið um
hríð ásamt Friðriki bróður sínum
í Menntaskólanum á Akureyri og
lent á hvalbeininu tvisvar eða
þrisvar héldu þeir bræður í Sam-
vinnuskólann til Jónasar frá Hriflu.
Það skýtur nokkuð skökku við, að
þar hafa margir af mestu um-
svifamönnum einstaklingsfram-
taksins setið á skólabekk eins og
til dæmis Albert Guðmundsson,
Ásbjörn Ólafsson, Rolf Jóhansen,
Silli og Valdi og Venni Bjarna frá
Húsavík, svo að helztu stórkall-
arnir séu nefndir. Frá Jónasi frá
Hriflu fóru þeir bræður til fram-
haldsnáms í Pittmans College í
London og síðar til háskólanáms í
Bandaríkjunum. Kristján er nú
endurskoðandi að atvinnu og leik-
ur sér að margra stafa tölum og
allskyns formúlum og útreikning-
um með mun meiri nákvæmni en
Sölvi gamli Helgason, öðru nafni
Sólon Islandus pictor eður listmál-
ari. Eins og frægt er orðið tókst
Sölva að reikna tvíbura í eina
afríkanska og varð annar svartur
en hinn hvítur. Kristján á tvo
uppkomna syni, fjallmyndarlega,
og naumast þarf að taka fram að
báðir eru hvítir. Annars hefir
landshornasirkillinn Kristján
komið víða við um heimsbyggðina
og borið niður í flestum heimsálf-
um.
Það hefir reynzt mörgum góðum
drengnum sannkölluð hefndargjöf
i og stundum banvænt ólán að erfa
jafnmargar milljónir og júníor-
inn. Slík uppákoma hefir lagt líf