Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979 + Eiginkona mín og móöir okkar, SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR, MávahKö 31, lézt 23. ágúst. Jaröarförin hefur fariö fram. Guðjón Þórarinason og synir. + Maðurinn minn, BALDUR WAAGE, Greniteig 21, Keflavík, lést aö heimili sínu aö kvöldi 30. ágúst. Kristín María Waage, börn, tengdabörn og barnabörn. + Móöir mín og tengdamóöir, MARÍA HALLDÓRSDÓTTIR, fré Stighúsi, Eyrarbakka, andaöist í Hrafnistu 30. ágúst. Minningarathöfn veröur frá Fossvogskirkju þriöjudag 4. septem- ber kl. 3. Jarösett veröur að Breiöabólstaö í Fljótshlíö laugardag 8. september kl. 2. Bílferö veröur frá Fossvogskirkju kl. 11.30. Fyrir hönd vandamanna, Kristín Ottósdóttir, Haukur Þorsteinsson. + Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug vegna fráfalls og jaröarfarar, SIGURJÓNS K. SIGURÐSSONAR, bifreiöastjóra, Hjaröarhaga 28, R. Helena Hélfdénardóttir, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Sméri Jónsson, Sigrún K. Sigurjónsdóttir, Guðmundur Karlsson, Gunnar Sígurjónsson, Hjördís Sigurjónsdóttir. + Þ;kkum auösýnda vináttu viö fráfall og jaröarför eiginkonu minnar, móöur og tengdamóöur, LÁRU HELGADÓTTUR, yfirsímritara, sem jarðsett var f Fossvogskirkjugaröl 29. þ.m. Steingrfmur Pélsson, Helgí Steingrímsson, Þórir Steingrfmsson, Saga Jónsdóttir, Hlíöarbyggö 9, Garöabas. + Innilega þökkum viö samúöarkveöjur og alla hluttekningu og vinarhug viö andlát og jarðarför fööur okkar, tengdaföður og afa, KOLBEINS ÍVARSSONAR, bakarameistara, Gnoöarvogi 18. Þóra Kolbeinsdóttir, ívar Kolbeinsson, Jóhanna Kolbeinsdóttir, Ingi Ólafsson, Ingibjörg Kolbeinsdóttir, Sigursteinn Hersveinsson, Ingibjörg Júlíusdóttir, Samúel Ólafsson. Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö fráfall og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, ÁRNA SNÆVARR, verkfrasöings. Laufey Snasvarr, Lillý Svava Snævarr, Sverrir Ingólfsson, Stefanfa I. Snævarr, Lérus Guömundsson, Sesselja Snævarr, Kristjén Steinsson, Sigrún Snævarr, Jakob Möller, og barnabörn. + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö fráfall og jarðarför, INGIBJARGAR EINARSDÓTTUR, Barónstfg 11. Guöríöur Guömundsdóttir, Sveinn Helgason, Jóhannes Guðmundsson, Þóra Sigurðardóttir, Erla Þóröardóttir, Richard Jónsson. Kolbrún Hermanns- dóttir - Minningarorð Á morgun, 3. september verður til moldar borin frá Fossvogskap-, ellu (Soffía) Kolbrún Hermanns-| dóttir húsfreyja í Skaftahlíð 29 Reykjavík. Kolbrún eða Kolla eins og hún var venjulega kölluð af sínum nánustu, var dóttir hjón- anna Unu Jónsdóttur og Her- manns Björnssonar á Signýjar- stöðum á Grímsstaðaholti, en það hús er nú Hjarðarhagi 33 Reykja- vík. Þar fæddist Kolbrún 12. mars 1931, 3. í aldursröð 4 systra er upp komust og þar ólst hún upp uns hún stofnaði sitt eigið heimili er hún giftist árið 1952 Gísla Óskari Sesilíusarsyni lögregluþjóni, síðar bifreiðarstjóra og ökukennara, þau hófu þúskap í Stórholti. En fljótlega réðust þau í byggingu eigin húss að Skaftahlíð 29 og áttu þar bæði heima til dauðadags en mann sinn missti Kolbrún árið 1975 eftir langvarandi veikinda- stríð. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, þau eru: Garðar fæddur 1951 kvæntur Kolbrúnu Högnadóttur og eiga þau 2 börn, Gísla Örn 6 ára og Rakel 2 ára. Þau búa í Noregi þar sem Garðar er við nám í landafræði. Og Guðlaug fædd árið 1962, dvelur hún enn á æskuheimili sínu og stundar nám í M.H. Hefur hún haldið heimili ásamt móður sinni til þessa dags. Þannig eru í sem fæstum orðum helstu drættir í lífshlaupi Kolbrúnar Hermanns- dóttur. Segja fremur lítið um manneskjuna sjálfa, og þó. Kol- brún var glæsileg kona sem eftir var tekið hvar sem hún fór, hún bar með sér festu og traust ásamt glaðværð og umburðarlyndi. Hún æðraðist ekki þótt í móti blési, heldur óx í átökum við örlög sín. Hún vann sér vináttu og tryggð síns samstarfsfólks, sem glöggt kom í ljós hjá starfsfólki Fast- eignamats Ríkisins en þar vann hún síðustu árin svo lengi sem kraftar entust. Dauðinn er í eðli sínu aðeins vegamót, leiðir skiljast, við vitum ei hvert leiðin liggur. Þar er sama óvissan hvort við lifum eða deyj- um. Við vitum aldrei hvað morg- undagurinn ber í skauti sínu, það eina sem við vitum með vissu er að líf og dauði fylgjast að. Sjaldnast erum við þó tilbúin að trúa eða sætta okkur við að nánir vinir eða vandamenn kveðji þetta líf í blóma aldurs síns. Þó var það svo Þórarinn Jónsson frá Starmýri - Minning Þó að dauðinn hafi þrisvar vegið í sama knérunn, höggvið þrjár greinar af ættarmeiði Þórarins Jónssonar á þessu ári, var hann boðinn velkominn af lúnum og langþreyttum vegfaranda. Sama mátti segja um Björn bróður Þórarins, sem lést háaldraður í janúar s.l. Öðru máli gegndi um Vilborgu dóttur hans, sem féll frá í apríl löngu fyrir aldur fram, þegar lífið brosti við henni. Þegar lýsa á lífsferli háaldraðs manns, sem alinn er upp í sveit við kröpp kjör aldamótaáranna, er flest skorti sem nú er talið sjálf- sagt og óhjákvæmilegt kemur ósjálfrátt fram einskonar þver- skurður af lífi fólksins í landinu. Þeir sem lifðu af þrengingar bernskunnar, fátækt, berklaveiki, barnaveiki og fleiri farsóttir sem herjuðu vægðarlaust á varnar- laust uppvaxandi æskufólk í þá daga, hlutu að herðast fyrir lífs- baráttuna, enda er viðbrugðið seiglu, þrautseigju og manndómi þessarar kynslóðar í glímunni við oft óblíð kjör síðar meir á ævinni. Af misjöfnu þrífast börnin best hefur verið sagt, að vísu féll margur æskublóminn, veikbyggð- ari sprotarnir fyrir sigð hvíta dauðans á bernskuslóðum Þórar- ins, en kjarnakvistirnir stóðu af sér öll áföll og hertust við hverja raun, vel í stakk búnir til að takast á við verkefni manndóms- áranna. Þórarinn var einn í þess- um hópi, og þegar svo bættist við góðir eiginleikar frá kjarnastofni, þá voru sköpuð skilyrði fyrir góðu vegarnesti fyrir lífið. A slíkum grunni er gott að byggja. Þórarinn Jónsson var fæddur á Rannveigarstöðum í Geithellna- hreppi í Suður-Múlasýslu 28. janúar 1887 og var því á 93. aldursári er hann lést. Hann kvæntist 13. des. 1914 Stefaníu Brynjólfsdóttur, hinni ágætustu konu, sem alin var upp á Starmýri í sömu sveit hjá Jóni Hall hrepps- stjóra og Oddnýju konu hans móðursystur Stefaníu. Stefanía og Þórarinn settu saman bú á Star- mýri og bjuggu þar allan sinn búskap, myndarbúi uns þau brugðu búi aldurs vegna er sonur þeirra Elís tók við búinu. Fluttust þau að vistheimilinu Ási í Hvera- gerði og þaðan á Elliheimilið Grund, þegar sjón Þórarins tók að bila, svo að þau hjón gátu ekki lengur séð um sig sjálf og skal hér fyrir hönd aðstandenda látin í ljós sérstök þökk fyrir hjálpsemi og fyrirgreiðslu Gísla Sigurbjörns- sonar forstjóra í garð þeirra hjóna og fyrir sérlega góða aðhlynningu og alúðlegt viðmót af hálfu alls starfsfólks þessara vistheimila. Þau hjónin eignuðust þrjú börn: Elís hreppstjóra á Djúpavogi, sem er kvæntur Þorgerði Karlsdóttur, Oddnýju, gift þeim sem þessar línur ritar og Vilborgu sem var gift Sigurði L. Eiríkssyni í Hafn- arfirði. Þess má geta að heimilið varð fyrir því reiðarslagi að húsmóðir- in fékk lömunarveiki í blóma lífsins þegar börnin voru öll ung. Ekki þarf getum að því að leiða hvílíkt áfall það hefur verið fyrir bóndakonu, sem sífellt þarf að + Móöir okkar og systir, KOLBRÚN HERMANNSDÓTTIR, SkaftahKA 29, andaöist f Landspftalanum, mánudaginn 27. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 3. september kl. 3.00. Blóm og kransar vinsamlegast afbeöin, en þeim sem vildu mlnnast hennar er bent á Líknarstofnanir. Qaröar Gíalaaon, Guölaug Gíaladóttir, Hermann Björnaaon, Una Jónadóttir. að dauði Kolbrúnar kom engum sem til þekkti á óvart. Hún hafði nú um rúmlega tveggja ára skeið háð hetjulega baráttu fyrir lífi sínu, á tímabili virtist von um sigur, en í sumar var sýnt að hverju dró. Sjálf tók hún örlögum sínum af frábærum dugnaði æðru- laus og sterk. Hún lést í Landspít- alanum í Reykjavík að kvöldi þess 27. ágúst síðastliðinn. Eg kveð nú kæra mágkonu, fullviss um það að lífið heldur áfram þó leiðir skilji, og bið guð að blessa hana og hennar fólk. Magnús Finnbogason. vera á þönum innan stokks og utan. Síðan hefur Stefanía verið bundin við hjólastól. Hún hefur borið þennan kross með fádæma þolinmæði og geðprýði. Fram að þessu hefur hún setið í stólnum sínum á Grund, sjaldan auðum höndum, ljúf og prúð í viðmóti hvenær sem gesti ber að garði. Slík framkoma er fágæt og til mikillar fyrirmyndar. Þórarinn Jónsson var frekar hár maður vexti, var glæsilegt ungmenni, festulegur í fasi og sviphreinn, rólyndur og hógvær, glaðlegur í viðmóti og bauð af sér góðan þokka. Hann lést í sjúkra- deild Ellih. Grundar eftir stutta og þjáningarlitla banalegu 27. ágúst s.l. þegar siðsumarsólin veitti ylgeislum sínum yfir unga og aldna. Við hjónin höfðum þá um morguninn farið með litlu dóttur-dóttur-dóttur Þórarins í sundlaugar í sumarblíðunni á meðan ósýnilegur gestur gekk hljóðum, mjúkum skrefum að hvílu gamals góðs manns, sem búinn var að ljúka giftudrjúgu lífsstarfi og kvaddi lífið í friði og ró, sáttur við allt og alla. Þannig er gangur lífsins, eilíf hringrás. Þeir öldnu falla frá og leggja afrakstur verka sinna og lífs- reynslu í lófa þeirra sem eiga að taka við arfinum um leið og þeir leggja frá sér verkfærin í hinsta sinn að dagsverki loknu. Vitur maður hefur sagt, að listin að lifa sé mest lista. Líkt og blómið breiðir úr blöðum sínum mót sólu og sendir ilmbylgju frá sér, þannig er fagur persónuleiki, sem ómeðvitað geislar út frá sér góðvild og friði. Það er gott að vera í návist slíkra manna. Þannig var Þórarinn, sem hér skal kvadd- ur hinstu kveðju, slíks manns er gott að minnast. Hermann Guðbrandsson. LEGSTEINAR S. HELGASON H/F, STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI48, KÓPAVOGI, SÍMI 76677.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.