Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 16
lb
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979
fWnrgii Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvaemdaatjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fróttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og skrifstofur Aöalstrnti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aöalstrnti 6, sími 22480.
Afgreiósla Sími83033
Byggingaráform
Framkvæmda-
stofnunar
að eru engin rök hjá
Framkvæmdastofnun rík-
isins að þar sem stofnunin eigi
fé til byggingarframkvæmda
sé sjálfsagt að hún hefjist
handa um að byggja yfir sig
stórhýsi. Ríkisstjórnin hefur
fyrir sitt leyti samþykkt þá
ákvörðun Framkvæmdastofn-
unar og er það eins og í svo
mörgum öðrum málum röng
ákvörðun hjá ríkisstjórninni.
Það er engin ástæða til að
Framkvæmdastofnunin hefj-
ist handa um skrifstofubygg-
ingu og raunar fyrir neðan
allar hellur að stofnun sem á
að fjalla um efnahagsmál og
opinber fjármál gangi á undan
með slíku fordæmi sem þessu.
Núverandi ríkisstjórn hefur
lagt áherzlu á að takmarka
fjárfestingu í landinu, sem var
orðin of mikil. Það hefur hún
gert með ýmsum hætti, m.a.
með því að leggja á sérstakt
nýbyggingargjald. Það er í
hróplegri andstöðu við þessa
stefnu ríkisstjórnarinnar, að
hún skuli nú leyfa Fram-
kvæmdastofnun að hefjast
handa um byggingu stórhýsis.
Verulegur þáttur í baráttu
gegn verðbólgunni er einmitt
að halda opinberri fjárfest-
ingu innan ákveðinna marka.
Það verður að ætlast til þess
að stofnun á borð við Fram-
kvæmdastofnun og raunar
Þjóðhagsstofnun, sem á að fá
inni í stórhýsi Framkvæmda-
stofnunar, gangi á undan með
góðu fordæmi og hefjist ekki
handa um byggingarfram-
kvæmdir, þegar skynsamleg
stefna er sú að halda að sér
höndum.
Þá koma forráðamenn
Framkvæmdastofnunar fram
á sjónarsviðið og segja: við
ætlum ekki að taka lán, við
eigum nær 500 milljónir í sjóði
til að byggja húsið. Þetta eru
engin rök. Úr því að Fram-
kvæmdastofnun á svo mikla
peninga í sjóði á hún einmitt
að nota þessa peninga til þess
að stuðla að jafnvægi í efna-
hagsmálum og peningamálum
með því að leggja þessa pen-
inga inn í banka eða aðra
lánastofnun og stuðla þar með
að því að sparifjármyndun
landsmanna eflist og greiða
fyrir því, að fjársvelt atvinnu-
fyrirtæki landsmanna fái að-
gang að lánsfé til þess að
halda rekstrinum gangandi.
Með því að verja fé sínu
þannig getur Framkvæmda-
stofnun þó gert eitthvað gott í
stað þess að taka þátt í verð-
bólgukapphlaupinu og festa fé
í steinsteypu.
Fyrir utan þessi augljósu
rök má svo spyrja: til hvers
þarf að byggja yfir Fram-
kvæmdastofnun. Hún var um-
deild, þegar hún var sett á fót
og engin vissa fyrir því, að hún
verði starfrækt áfram. Þvert á
móti má færa fyrir því ákveð-
in rök, að eðlilegra sé að
skipta Framkvæmdastofnun
upp á milli annarra opinberra
stofnana. Til allrar hamingju
hefur Framkvæmdastofnun
aldrei orðið það sem að var
stefnt og hefur raunar alla tíð
verið heldur umkomulaus. Það
er meiri ástæða til að hefja
umræður um það, hvort ekki
beri að leggja þessa stofnun
niður heldur en að hefja nú
framkvæmdir við stórhýsi yfir
hana.
Þessi byggingaráform
Framkvæmdastofnunar eru
gott dæmi um það, sem gerist,
þegar starfsmenn slíkra stofn-
ana og yfirstjórnendur fara að
byggja upp veldi í kringum
sjálfa sig. Ætli sé ekki hægt
að færa sterk rök fyrir því, að
það sé fjárhagslega hagkvæm-
ara fyrir Framkvæmdastofn-
un að vera í leiguhúsnæði og
ávaxta eigið fé sitt með öðrum
hætti en festa það í stein-
steypu? Hingað til hafa ein-
staklingar, sem leigt hafa op-
inberum stofnunum ekki verið
ofsælir af því leigugjaldi, sem
þeir fá greitt. í sumum tilvik-
um þurfa húseigendur meira
að segja að greiða með hús-
næði, sem er í opinberri leigu.
Stjórnendur Framkvæmda-
stofnunar eiga nú að doka við
og hugsa sitt mál. Þeir hafa
engin rök fært fyrir því, að
það sé nauðsynlegt vegna
Afrek
Stjórnmálamenn eru að
lokum dæmdir af verkum
sínum. Nú þegar líður að
lokum stjónmálaferils Ólafs
Jóhannessonar, forsætisráð-
herra, er ljóst, að tvennt skilur
hanr. eftir: hann tók við Fram-
sóknarflokknum sem næst-
stærsta flokki þjóðarinnar og
skilar honum frá sér sem
hinum minnsta. Hann tók við
verðbólgu í lágmarki sumarið
1971 og kom henni upp í 54%
áður en hann hætti 1974 og
hefur nú á einu ári slegið það
verðbólgumet. Þetta eru afrek
Ólafs Jóhannessonar í stjórn-
málastarfi hans.
Það er ekki hægt annað en
kenna í brjóst um Þórarin
Tímaritstjóra þegar hann
reynir að kenna Geir Hall-
starfsemi þessarar stofnunar
a^ byggja stórhýsi. Það eru
engin rök að segja að stofnun-
in eigi fé til framkvæmda. Því
fé er híégt að verja til annarra
þarfari hluta. Þeir sem sæti
eiga í stjórn Framkvæmda-
stofnunar verða að gera sér
grein fyrir því, að þeir eru
kjörnir þangað sem vörzlu-
menn almanna hagsmuna en
ekki til þess að byggja upp
eitthvert heimsveldi í kringum
sjálfa sig og aðra æðstu
starfsmenn Framkvæmda-
stofnunar ríkisins. Það eru
ýmsar opinberar framkvæmd-
ir brýnni en þessi, sem hér
hefur verið gerð að umtals-
efni.
Ólafs
grímssyni um þessar ófarir
ðlafs Jóhannessonar í pólitík-
inni, og segir að hann hafi
ekki verið nægilega góður
verkstjóri í verðbólgubarátt-
unni veturinn 1978. Geir Hall-
grímsson sannaði verkstjórnar-
hæfileika sína í verðbólgubar-
áttunni á fyrstu þremur árum
stjórnarferils síns, þegar hann
kom verðbólgustiginu úr 54% í
26%. Enginn annar stjórn-
málamaður hefur náð slíkum
árangri á þessum áratug.
Samstillt átak Aiþýðuflokks,
Alþýðubandalags og verka-
lýðshreyfingar ásamt drjúgri
aðstoð Ólafs Jóhannessonar
leiddi til þess að verðbólgan
fór vaxandi á ný. Þessa dag-
ana er Ólafur Jóhannesson að
setja nýtt íslandsmet í verð-
bólgu.
J Reykjavíkurbréf
♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 1. september
Að ári liðnu
Sjálfsagt höfðu einhverjir trú á
því fyrir einu ári, að vinstri stjórn
væri líklegri en aðrar stjórnir til
þess að ráða við höfuðvanda ís-
ienzks þjóðfélags á þessum áratug,
óðaverðbólguna. Rökin fyrir því,
að svo væri, sýndust sterk. Tveir
af þremur stjórnarflokkum eiga
sér langa sögu sem „verkalýðs-
flokkar". Að vísu er langt síðan
Alþýðuflokkurinn missti fótfest-
una í verkalýðshreyfingunni en
sagan hefur sitt að segja. Ljóst er,
að Alþýðubandalagið hefur veru-
leg áhrif innan verkalýðssamtak-
anna, þar sem ýmsir áhrifamestu
verkalýðsforingjarnir eru flokks-
bundnir félagar í Alþýðubanda-
laginu. Til viðbótar beinum og
sögulegum áhrifum tveggja
stjórnarflokkanna í verkalýðs-
hreyfingunni kom svo til sú stað-
reynd, að Alþýðusamband íslands
og forysta BSRB hafði gengið til
liðs við þessa tvo flokka fyrir
kosningarnar vorið 1978 til þess að
koma þáverandi ríkisstjórn frá.
Þetta samstarf verkalýðshreyf-
ingar og „verkalýðsflokka" benti
tii þess, að verkalýðsforingjar
einhverjir væru tilbúnir til að
veita vinstri stjórn lið í baráttu
gegn verðbólgunni. Því verður
ekki neitað, að í þeirri baráttu
ætti að skipta miklu máli, hvort
ríkisstjórn hefur verkalýðssam-
tökin með sér eða móti.
Ríkisstjórn Geirs Hallgríms-
sonar átti alltaf við ákveðin
vandamál að etja í samskiptum
sínum við verkalýðshreyfinguna.
Ástæðan var ekki sú, að forystu-
menn verkalýðssamtakanna teldu
sig ekki geta átt gott samstarf við
forystumenn Sj álfstæðisflokksins.
Þvert á móti hefur um tveggja
áratugaskeið verið mjög gott sam-
starf milli ýmissa áhrifamestu
leiðtoga verkalýðssamtakanna og
forystumanna Sjálfstæðisflokks-
ins. Þetta góða samstarf hefur
markast af tvennu: Þeirri stað-
reynd, að Sjálfstæðisflokkurinn er
annar stærsti „verkalýðsflokkur“
landsins, og hinu að verkalýðsleið-
togar hafa reynslu fyrir því að
þeir geta treyst forystumönnum
Sjálfstæðisflokksins og velvilja
þeirra.
Vandamál fyrrverandi ríkis-
stjórnar í samskiptum við verka-
lýðssamtökin voru hins vegar
fólgin í því, að Sjálfstæðisflokkur-
inn var í samstarfi við Framsókn-
arflokkinn og formaður Fram-
sóknarflokksins var einn af ráð-
herrum flokks síns í fyrrverandi
ríkisstjórn. Ólafur Jóhannesson
hafði sem forsætisráðherra
vinstri stjórnar vorið 1974 spark-
að forseta ASÍ úr þeirri ríkis-
stjórn meðan hann lá á sjúkra-
húsi. Sú framkoma Ólafs Jóhann-
essonar var geymd en ekki gleymd
og aðild hans að fyrrverandi ríkis-
stjórn átti mestan þátt í þeim
vandamálum, sem hún átti við að
etja í samskiptum við verkalýðs-
samtökin.
Það var því óneitanlega kald-
hæðni örlaganna, að verkalýðs-
hreyfingin skyldi uppskera það
eftir baráttu sína veturinn og
vorið 1978 að ganga til samstarfs
við ríkisstjórn undir forsæti ólafs
Jóhannessonar og hefði áreiðan-
lega ekki gerzt við aðrar aðstæður.
En því verður ekki neitað, að
ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar
lagði upp fyrir ári með öll spilin á
hendi. Hún hafði verkalýðssam-
tökin með sér en ekki á móti. Hún
hafði loforð verkalýðsforingjanna
fyrir því, að þeir mundu beita sér
fyrir óbreyttu grunnkaupi á þessu
ári. Þeir gátu að vísu ekki alveg
staðið við það loforð en að veru-
legu leyti. Grunnkaup var óbreytt
fram á þetta sumar og það var
ekki fyrr en fyrir nokkrum vikum,
sem það hækkaði um 3%. Þetta
þýðir, að á fyrstu 16 mánuðum
þessarar ríkisstjórnar — ef þeir
verða svo margir — er grunnkaup
að mestu óbreytt. Við slíkar að-
stæður hefði mátt búast við því,
að núverandi ríkisstjórn næði
verulegum árangri í baráttu við
verðbólguna.
Nú þegar ár er liðið, frá því að
Ólafur Jóhannesson lagði upp með
sitt lið og öll spilin á hendi blasir
niðurstaðan við. Verðbólgan hefur
aldrei verið meiri en nú, gengisfall
krónunnar hefur verið gífurlegt á
þessum tólf mánuðum, loforðið
um samningana í gildi hefur verið
svikið og stjórnin hefur hækkað
skatta mjög verulega á almenn-
ingi og atvinnufyrirtækjum í
landinu.
Það traust, sem stjórnin hlýtur
að hafa haft í upphafi, er fyrir
löngu horfið og fólk hlær, þegar
ráðherrar hafa við orð, að nú ætli
þeir að taka til hendi og segja
„hingað og ekki lengra". öngþveiti
blasir við í efnahagsmálum.
Stjórnin getur ekki komið sér
saman um aðgerðir til þess að
bjarga ríkissjóði. Stjórnin þorir
ekki að hækka búvörur nú eftir
helgina og hefur frestað þeirri
ákvörðun, sjúkrahús og hliðstæð-
ar stofnanir eru komnar í
greiðsluþrot vegna þess að dag-
gjöld hafa ekki hækkað þrátt fyrir
kostnaðarhækkanir og engin
ákvörðun tekin um hækkun dag-
gjalda af því að engir peningar eru
til og stjórnin getur ekki komið
sér saman um, hvernig hún á að
afla peninganna.
Hvað
varð um
samningana
í gildi?
Alþýðubandalag og Alþýðu-
flokkur gáfu eitt loforð í kosninga-
baráttunni vorið 1978 sem var svo
afdráttarlaust og ótvírætt, að ekki
fór á milli mála hverju lofað var.
Þessir flokkar lofuðu launþegum
því, að þeir skyldu afnema þá
vísitöluskerðingu, sem fyrrver-
andi ríkisstjórn hafði beitt sér
fyrir, þannig að fullar vísitölubæt-
ur kæmu á laun. Það er óumdeilt,
að þetta loforð gáfu báðir þessir
flokkar kjósendum. í raun og veru
snerust kosningarnar um þetta
loforð. Flokkarnir tveir unnu
kosningarnar út á þetta loforð.
Allir vita, að þetta loforð var
svikið. Strax í upphafi kom í ljós í
borgarstjórn Reykjavíkur, að
flokkarnir voru ekki tilbúnir til að
standa við þetta fyrirheit. Á
hverjum einasta gjalddaga, sem
síðan hefur komið upp, hafa þeir
svikið þetta loforð. Þeir sviku það
í upphafi 1. september í fyrra. Þeir
sviku 1. desember í fyrra. Þeir
sviku 1. marz, 1. júní og nú í dag 1.
september eru þessir flokkar enn
að svíkja þetta ótvíræða kosninga-
loforð. Á valdatíma þessarar rík-
isstjórnar hafa aðildarflokkar
hennar framið meira vísitölurán
en fyrrverandi ríkisstjórn nokkru
sinni gerði. Hver lagasetning hef-
ur fylgt á fætur annarri, sem
hefur miðað að því fyrst og fremst
að svíkja þetta kosningaloforð og
stífa kaupgjaldsvísitöluna.
í verki hafa Alþýðuflokkur og
Alþýðubandalag framið einhver
mestu kosningasvik, sem um getur
í síðari tíma stjórnmálasögu ís-
lands. Hvers vegna hafa þessir
flokkar hagað sér á þennan veg?
Ástæðan er einfaldlega sú, að
þeim er ljóst og var alltaf ljóst, að
það væri óframkvæmanlegt að
setja samningana í gildi. Þannig
var gengið frá vísitöluákvæðum
kjarasamninga í júní 1977, að þau
ákvæði fá ekki staðizt. Engin
ríkisstjórn hefur nokkurn mögu-
leika á því að stjórna landinu með
vísitöluákvæðum þeirra samn-
inga. Þetta vissu verkalýðsforingj-
arnir sumarið 1977 og þetta vissu
forystumenn Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags, þegar þeir lofuðu
samningunum í gildi. Þeir vissu
fyrirfram, að þeir voru að lofa
kjósendum hlutum sem þeir gátu
ekki staðið við. í því er þeirra
svívirða fólgin fyrst og fremst.
Þegar þeir ganga næst fyrir kjós-
endur ætti fólk að hafa það í huga,
að þarna fara menn, sem vissu það
vorið 1978, að þeir voru að lofa því,
sem þeir gátu ekki staðið við og
hafa síðan svikið margfaldlega.
Það merkilega við þessa stjórn
er hins vegar það, að þrátt fyrir
það, að hún hafi búið við nær
óbreytt grunnkaup í 12 mánuði og
þrátt fyrir það, að hún hefur
svikið loforðið um samningana í
gildi og framið meira vísitölurán
en nokkur önnur, hefur henni
samt sem áður mistekizt gersam-
lega að stjórna efnahagsmálum
þjóðarinnar'og ráða við verðbólg-
una. Þrátt fyrir allt þetta er
verðbólgan meiri en nokkru sinni
fyrr. Hver veit — kannski hefðu
kjósendur fyrirgefið þeim svikin,
ef þeir hefðu náð árangri. En þeir
hafa búið við nær óbreytt grunn-
kaup, þeir hafa framið meira
vísitölurán en aðrir og samt eru
þeir að slá öll fyrri verðbólgumet.
Menn sem fá svona mikið upp í
hendurnar og geta samt ekki