Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979 19 Guðmundi fyrir skömmu hitti ég unga garðyrkjukonu og spurði hana hvar „Gúndi" væri en hann er jafnan nefndur hér Gúndi, en þegar vistmennirnir segja „Gúndi“, þá er það með sérstökum tón sem þýðir „hann Gúndi minn“. „Auðvitað í gróðurhúsinu," sagði hún, með djúpri lotningu, sem fól í sér innilega vináttu og trúnaðar- traust, enda þykir öllum vist- mönnunum innilega vænt um hann. Enginn er jafn þolinmóður og hann að tala við þá, og taka þátt í áhugamálum þeirra. Hann er félagi þeirra, vinur, en gleymir þó aldrei að hann er leiðbeinand- inn. Guðmundur er laginn að vinna með vistmönnunum, þeir bera traust til hans og þeir finna að hann ber traust til þeirra, samstarfið byggist á vináttu og trausti og það er nauðsynlegt í þessu starfi. Guðmundur hefur nokkra vist- menn með sér í gróðurhúsunum og garðinum og það er eftirsótt starf að vinna með „Gúnda" og einn af þeim er hin unga garðyrkjukona. Þegar við komum í gróðurhúsið var Guðmundur falinn á milli himinhárra tómataplanta, stand- andi upp á tröppupalli að brjóta af þjófa. Kappklæddur var hann með sporthatt á höfði og þótt hann ynni af kappi þá draup ekki af honum einn einasti svitadropi, og ég er sannfærður um það, að Guðmundur á heimsmet í því að vinna í fullu gróðurhúsi án þess að svitna. Á þessum olíukrepputímum er gott fyrir menn að minnast þess, að Guðmundur fór eitt sinn á hjóli frá Keflavík til Bolungarvíkur yfir vestfirsk fjöll og firnindi og sömu leið til baka. Ég vil benda þessum blöðum á, sem standa fyrir bílakeppni, að hrinda af stað kappakstri reið- hjóla og vera ekki deigari að leggja á brattann en Guðmundur Benediktsson. Á dögum Sesselju var hér mikil leikstarfsemi og voru jafnan sýnd 2—3 leikrit á ári og jafnvel fleiri. Guðmundur tók þátt í þessu starfi af lífi og sál og lék í öllum leikritunum sem ekki voru ein- göngu leikin af vistmönnum, eða kröfðust kvenhlutverka. Já, alltaf var Guðmundur reiðubúinn að leggja hönd á plóginn, þegar hans var vitjað. Árið 1975 fluttist Guðmundur frá Sóiheimum að Nethömrum í Ölfusi og tók þar við eyðibýli. Hófst Guðmundur þegar handa við ræktun og er á góðri leið með að gera Nethamra að skemmtileg- um gróðrarreit. Guðmundur er höfðingi heim að sækja. Fyrsta skiptið. sem ég heimsótti hann bauð hann mér upp á heimabakað brauð og kökur og alltaf er búið veisluborð hjá honum, þegar ég heimsæki hann. Og ekki get ég borið á móti því að betra þykir mér brauðið hans Guðmundar en það sem í búðum er keypt. Guðmundur er mikill dýravinur og þeir sem efast um, að hundur geti tekið húsbónda sinn sér til fyrirmyndar þurfa ekki annað en heimsækja Guðmund á Nethömr- um. Hundurinn hans, Kátur Pílu- son, hefur tamið sér marga hætti Guðmundar, t.d. er Guðmundur manna háttprúðastur og hátt- prúðari hund en Kát þekki ég ekki. Guðmundur hefur mikinn áhuga á ræktun íslenskra hænsna og hafa margir fengið hjá honum íslenskar hænur. Um leið og ég og fjölskylda mín Guðrún, Garðar Hannes og Berta litla Margrét óska þér til innilegr- ar hamingju með daginn og alls góðs á langri ókominni ævi, taka allir heimilisbúar á Sólheimum undir þær óskir. Ingimundur Stefánsson og Ulrica Aminoff biðja að flytja þér hjartanlegustu hamingjuóskir með þökk fyrir hið liðna. Jan Ingimundarson Ágóða af gullsölu úthlutað Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur skipt 396 milljóna dollara hagnaði af gullsölu á milli 104 vanþróaðra rfkja, að því er til- kynnt var f dag. Upphæðinni, sem er andvirði 146,5 milljarða ísienzkra króna, var skipt miðað við hlutdeild hvers ríkis í sjóðn- um. Hlutdeild rfkja miðast m.a. við efnahag og utanríkisverzlun þeirra. Af úthlutuninni hlaut Indland mest, eða um 46 milljónir dollara. Argentína og Brazilía fengu 21,5 milljónir dala hvort, Mexíkó 18, Venezuela 16,1 og Indónesía 12,7 milljónir. Tvisvar áður hefur hagnaði af gullsölu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verið skipt milli fátækra þjóða. Sams konar úthlutun fer fram í júlí að ári. margra í rúst engu síður en skuggavofa fátæktarinnar. En hún er ennþá mesti og svívirði- legasti fjöldamorðinginn í heimin- um í dag. Júníorinn hefir lifað sín snöggbreyttu lífskjör af, eins og ekkert hefði í skorizt líkt og uppskurð upp á líf og dauða, sem hann gekkst undir í Ameríku forðum. Margur hefir umturnast af minna tilefni þegar arfur var annars vegar líkt og hendir stund- um grandvarasta fólk, sem vinnur óvæntan stórvinning í happdrætti. Stundum er engu líkara en Krist- ján sé með innibyggt öryggiskerfi og sikkerhedsventla gegn flestum meiriháttar hættum lífsins og öðru amstri og óláni. Hann er drengur góður eins og hann á kyn til og reynir aldrei að sýnast betri en hann er. Hann er bæði skemmtilegur og velviljaður, hnyttinn í tilsvörum og líkist mest föður sínum um holdarfar, and- litsfall, tilburði og takta með aldrinum. Ég á ekkert nema ljúfar minningar af kynnum okkar Kristjáns. Haft er eftir Nóbelskáldinu Halldóri Laxness í blaðaviðtali, að fátt væri sér hugleiknara en skrifa eftirmæli og afmælisgrein- ar. Nóbelshöfundurinn Hemm- ingway slær á svipaða strengi þegar hann segir, að sín mesta og bezta heilsubót og hollusta hafi verið að fást við bréfaskriftir. Fjandakornið, að ég finni til einhverra heilsu- og sálarbóta og óvæntrar vellíðunar nú að loknu þessu tilskrifi mínu vegna þessara tímamóta í litríku lífi vinar míns og gamla sambæings, Kristjáns júníors. En ég vona og veit, að mér mun líða stórum betur í fyrirhug- aðri afmælisveizlu hans, sem ég er boðinn til með kurt og pí þegar hann kemur aftur úr átthagareis- unni til Akureyrar, þar sem hann dvelur nú á Hótel Varðborg í nokkra daga. Ef að líkum lætur mun revisorinn þá sjálfur veita í mun stærri og veglegri skömmtum úr heimilisapótekinu en með te- skeiðum og dropateljurum. örlygur Sigurðsson. BLÓMA- MERKI ÁRLEGIR fjáröflunardagar Hjálpræðishersins — „Blóma- söludagar” er hermenn Hjálp- ræðishersins selja blómamerki á götum bæjarins verða að þessu sinni frá n.k. miðvikudegi til föstudags. Forráðamenn Hjálpræðishers- ins hafa beðið blaðið að færa almenningi þakkir fyrir góðar undirtektir er Herinn leitar til hans um stuðning við starfsemina, á einu eða öðru sviði, t.d. á merkjasöludögum eða við jóla- söfnunina, svo nefnd séu dæmi. S ■ ® K 1 tilcini af alþjóölogu xörusvningunni 1079. b>oö.» framlciöcndur WIBASS \DOR borösiotuhuscac scrstakt k\ NMNGARYFRÐ a íslandi. A MBASSAD( )R bordstofuhúsgöe iiin chí íi ííiitIci Bclsnu ur ookkri cik. bcr getib \ a!iö um: ö tegundir af stólum. aklæöi cftir \öar oigm vaii. 3 tcgundir af borðum. 5 tegundir at' 4ra hurda skápum 4 tcgundir af barskápum 2 tcuundir af\ccgsamstæöuin Otruicca eon \crö Nu cr la’kitænð, bcnðstotu h U'cöcn — crcuViuskiimaiar\ iö u akmarkaöar Husgógn Arnuila S Simar SnóSO - so"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.