Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979
Umsjón: SIGRUN
DAVÍÐSDÓTTIR
Pizza er ítalskur réttur, sem
hefur sletrið rækilega í gegn
víða utan Italíu. Það er reyndar
ekki auðvelt að skýra þessar
miklu vinsældir pizzunnar, þótt
hún sé vissulega harla góð vel
tilreidd, en ein skýring er sú að
steikarabúðir og alls kyns
hraðmatsölur hafa tekið hana
mjög að sér. En pizza er auðlög-
uð og þvf alls ekkert þvf til
fyrirstöðu að búa hana til
heima. Þá má velja ófanáleggið
eftir smekk hvers og eins, og
allir geta hjálpað til. Það er
ekki sfzt vinsælt hjá unga fólk-
inu að fá að taka til höndunum
við matargerðina og sjálfsagt
að venja þau við sem fyrst,
meðan áhuginn er ódrepandi á
öllum störfum fullorðna fólks-
ins. Og auðvitað er heimatil-
búin pizza alltaf mun betri en
aðkeypt, auk þess sem sköpun-
argleðin bætist við.
Upphaflega er pizzan háif-
gerður fátækramatur frá Napólí.
Rétturinn varð til, þegar tómat-
arnir bárust til Evrópu á 16. öld
í kjölfar Ameríkusiglinga. Evr-
ópumenn voru ekki lengi að
sannfærast um að tómatarnir
væru öndvegis grænmeti og þeir
voru auðræktanlegir sunnan til í
álfunni. Napóiíbúar fundu upp á
því að setja tómatana ofan á
hveitideig, sem þeir notuðu í
hvers kyns spaghettirétti, og
baka herlegheitin í ofni. Á þeim
tíma voru ofnar úr leir, og enn
þann dag í dag þykir sannferð-
ugast að baka pizzur í leirofnum,
þó venjulegt fólk finni kannski
ekki mikinn mun þar á. Allavega
látum við ekki skort á leirofnum
hindra okkur i að búa sjálf til
pizzur. Síðar var botninn gerður
úr brauðdeigi, fleira bættist við
tómatana og líklega var osturinn
fyrst settur ofan á á 19. öldinni,
a.m.k. segir hin opinbera pizzu-
saga það. Þetta er því réttur,
sem hefur orðið til í tímanna
rás, rétt eins og flestir hefð-
bundir réttir. Annars eiga ýmsar
þjóðir sér einhvers konar
brauðrétti enda hefur brauð
þarna ofan á raðið þið svo því
sem ykkur lízt bezt.
Venjulegasta ofanáleggið er í
fyrsta lagi grænmeti. Þar má
nefna nýja tómata, papriku,
sveppi og svo lauk, sem fyrst er
skorinn í litla bita eða þunnar
sneiðar og látinn soðna í svolít-
illi olíu, þar til hann er mjúkur
og gegnsær, en ekki brúnaður.
Af óvenjulegra grænmeti má
nefna eggaldin, gúrku, eða það
sem á amerísku nefnist squash.
Niðursoðnir artisjókkjarnir,
sem fást í stærstu búðum, eru
einnig afar góðir á pizzur. I öðru
lagi má nefna það sem tíðkast af
kjötkyns áleggi. Þar ber einkum
að nefna skinku, reykt svína-
flesk, og örþunnar sneiðar af
góðri spægipylsu, salami.
Svínafleskið er mýkt í olíu, líkt
og laukurinn, áður en það er sett
á pizzuna. Og í þriðja lagi má
nefna skeldýr og fisk, eins og
rækju og krækling. Italir nota
einnig gjarnan túnfisk, en gætið
þess, að niðursoðinn túnfiskur
verður gjarnan nokkuð saltur,
þegar hann er kominn í slagtog
við ostinn. Auk þess má nefna
smokkfisk, en hann er víst aldrei
á boðstólum hér í búðum, því
miður. Nú, fyrir utan þetta
þrennt má nefna ansjósur, olífur
PIZZA
löngum verið ódýrt miðað við
margt annað og því upplagt til
að vera meginuppistaða í mat-
inn. Þannig eiga Englendingar
og Skotar pæa, ekki aðeins
eplapæ, heldur einnig kjötpæa,
og Finnar og Rússar eiga sér
pírógur, sem geta geymt alls
kyns góðar fyllingar.
Og þá er það pizzan sjálf.
Undirstaða hennar er eins og
fyrr segir góður brauðbotn,
bakaður úr gerdegi. í það er
aðeins notað hveiti, vatn, svolítil
olía, e.t.v. ofurlítið salt, og svo
auðvitað gerið. Þegar búið er að
setja botninn á plötuna, er sett
tómatmauk þar ofan á. Þeir
allra nákvæmustu sjóða sér
mauk úr tómötum, lauk,
hvítlauk og kryddjurtum. En
svona venjulegt fólk fær sér dós
af góðu tómatmauki, gjarnan
ítölsku, kryddar það og smyr því
á botninn. Þarna hafið þið góða
undirstöðu undir meginfylling-
una. En notið endilega hreint
tómatmauk, en ekki kryddaða
tómatsósu úr flösku, því þá fer
nefnilega að finnast munur. Nú,
og kapers, sem er notað sem
nokkurs konar bragðaukandi,
enda gefur þetta allt sterkt og
gott bragð, og er því upplagt með
öðru. Algengt krydd á pizzur er
oregano og timjan. Ofan á öll
herlegheitin kemur svo osturinn.
Italir nota mjög feitan ost, sem
bráðnar vel. Eg mæli með óðals-
osti og/ eða goudaosti. Góð pizza
á að vera mjúk og safamikil og
alls ekki lík pappaspjaldi. Auk
þess að raða öllu ofan á botninn
og baka svo, má einnig baka
botninn fyrst ásamt tómat-
maukinu í ca. 15 mín., blanda
öðru ofanáleggi saman, að með-
töldum ostinum, ásamt um 1
msk af olíu, setja allt þetta á
hálfbakaðan botninn og baka í
um 15 mín. í viðbót, eða þar til
brúnirnar á botninum eru farnar
að taka á sig lit. Þá eruð þið viss
um að fá býsna safaríka og
bragðgóða pizzu, þar sem allt er
hæfilega bakað, en ekkert um of.
Ég mæli með þessari aðferð að
fenginni góðri reynslu.
Góða skemmtun!
Brauðbotninn
Brauðdeigið getið þið blandað
daginn áður og sett síðan beint
inn í kæliskáp. Síðan er það
hnoðað og sett á plötuna, þegar á
að nota það. Auk þess má vel
frysta brauðdeigið. Þessi upp-
skrift er nokkuð stór, nægir í
tvær pizzur á plötur sem eru um
45x40 cm, eða þar um bil. Mér
finnst eiginlega ekki taka því að
búa til minni skammt af deigi,
því vinnan er hin sama við litla
og stóra uppskrift.
Venjulega eru pizzur hafðar
kringlóttar og gjarnan þannig að
þær komist fyrir á diski, en það
er mun hentugra að hafa pizz-
urnar í laginu eins og ofnplatan,
svo að plássið nýtist sem bezt.
1/2 1 vatn, aðeins volgt ef þið
notið deigið samdægurs, en kalt
ef deigið á að geymast í kæli-
skápnum.
1 dl olía
50 gr pressuger
12—14 dl hveiti, gjarna óhvíttað
e.t.v. ofurlítið salt
1. Hellið vatninu og olíunni í
stóra skál og myljið gerið út í.
setjið nú hveitið út í, fyrst um 12
dl og hnoðið. Bætið svo við hveiti
eftir því sem þarf, þannig að
deigið sleppi borðinu og loði vel
saman. Ef þið eigið góða hræri-
vél, vinnur hún þetta verk fyrir
ykkur. Nú á deigið að standa og
lyfta sér undir loki, eða í poka, í
um 2 klst. eða þar til að það
hefur lyft sér vel. Ef þið eruð að
flýta ykkur, dugir styttri tími,
og þá má athuga að deigið lyftir
sér hraðar á volgum stað.
2. Þegar deigið hefur lyft sér,
takið þið það og hnoðið rösklega,
og enn getur vélmenningin kom-
ið til hjálpar. Að því loknu takið
þið hæfilegan bita af deiginu og
mótið á plötuna. Það er einfald-
ast að gera með því að fletja það
svolítið fyrst og teygja það svo í
rétt lag. Deigið á að vera um 'k
cm á þykkt, svo þið hafið ein-
hverja viðmiðun, því það lyftir
sér síðan. Ef það er þykkara,
verður pizzan eins og heljarþykk
brauðsneið með bökuðu ofaná-
leggi, og það þarf svo sem ekki
vera slakt, en þannig á pizza
samt helzt ekki að vera. Hafið
ekki áhyggjur, þó að deigið sé
misþykkt, það jafnar sig að
mestu í bakstrinum, en reynið
samt að hafa það nokkurn veg-
inn jafnt. Þetta kemur allt með
æfingunni. Nú er brauðbotninn
tilbúinn að taka við því, sem
ykkur lízt bezt á.
%<09
u © ©
v9
0
0
líApR-ÍKA, TOhvATA^,
LamhuÆ, sveppift. OGr
AL.LT (>erTA. OÉr HAÆjGrT
l'LBil OA Eft.
Pí XlusfA ■
útO TT A
Tómathræra
Þessi uppskrift að tómat-
hræru dugir á helminginn af
brauðuppskriftinni hér að ofan,
þ.e. handa fjórum til sex manns.
Ef þið hafið pizzuna sem mið-
næturdrasl, nægir hún væntan-
lega handa fleirum.
1 'k stór dós af tómatmauki
1 msk oregano
1 msk timjan
2 hvítlauksrif, fínt söxuð
Þessu á að blanda saman. Það
getið þið gert á sjálfum brauð-
botninum eða gert það sérstak-
lega og smurt því ofan á botninn,
þannig að hann sé vel þakinn.
Fyllingar
Her á eftir fara nokkrar
ábendingar um, hvað gott er að
setja á pizzuna. Ef þið búið til
stórar pizzur, er oft vinsælt að
setja fleiri en eina tegund á
pizzuna. Fyrstu fjórar ábending-
arnar eru einmitt tilvaldar til að
vera saman á einni pizzu, tvær
eða fleiri en auðvitað ekki endi-
lega allar fjórar.
Pizza frá Napólí
Ég nefndi áðan, að pizzan
hefðði sennilega orðið til í
Napólí, og sú, sem er kennd við
þá borg, er með tómötum ein-
göngu. Eins og með alla þekkta
rétti, eru til margar útgáfur,
sumar aðeins með tómathrær-
unni, en ég held mest upp á
þessa. Ofan á hálfa stóra pizzu
sem búið er að smyrja með
tómathræru, er þá sett:
'k kg af nýjum tómötum
'k lítil dós af ansjósum, eintóm-
um eða með kapers
(1 msk. timjan og 1 msk
oregano)
15 ólífur, steinlausar, en gjarnan
fylltar
4—6 dl. rifinn ostur
Nú getið þið hvort sem þið
viljið bakað pizzuna til hálfs
með tómathrærunni eða sett allt
beint á óbakaðan botninn.
Ef þið setjið tómatana á hálf-
bakaðan botninn, skerið þið þá í
litla báta, blandið svo söxuðum
ansjósum og ólífum, sem hafa
verið skornar í fernt, saman við,
ásamt ostinum, og dreifið yfir
botninn, þegar hann kemur út úr
ofninum. Setjið nú botninn inn
aftur og bakið í 15 mín. Einnig
getið þið dreift ostinum yfir
tómatbátana. Ég kýs að krydda
ofanáleggið líka, auk tómat-
hrærunnar, en það er smekksat-
riði.
Pizza með
sveppum
Nýir sveppir eru einkar góðir
á pizzu.
150—200 gr. nýir sveppir
'k lítil dós ansjósur
(1 msk. timjan)
(1 msk oregano)
4—6 dl. rifinn ostur
Sneiðið sveppina mjög þunnst,
eftir að hafa hreinsað þá. Reynið
að nota sem mest af stönglunum
líka. Farið að eins og lýst er hér
að ofan.
í næsta þætti held ég áfram
með pizzuna.
Ekki hlutverk Norðurlanda
að ákveða stöðu PLO
— sagði Christophersen í lok utanríkisráðherrafundarins
FUNDI utanríkisráðherra Norður-
landa lauk í Reykjavík í gærmorg-
un, en að venju var megin efni
fundarins undirbúningur fyrir alls-
herjarþing Sameinuðu þjóðanna.
Á blaðamannafundi, sem haldinn
var í lok fundarins, kom meðal
annars fram sú spurning hvort
afstaða Norðurlanda7jóðanna til
PLO-samtakanna hefði breyzt að
undanförnu, og varð Henning
Christophersen utanríkisráðherra
Dana fyrst fyrir svörum. Hann kvað
það ekki hiutverk Norðurlandanna
að ákveða stöðu samtaka sem PLO
eða taka fstöðu til þess hvort PLO
kæmi fram á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna í nafni Palestínumanna.
Knut Frydenlund utanríkisráðherra
sagði í þessu sambandi, að vitaskuld
hefði málefni Palestínumanna borið
á góma í ráðherraviðræðunum, auk
þess sem minnzt hefði verið á PLO,
en ekki væri á dagskrá að ríkis-
stjórnir á Norðurlöndum viður-
kenndu PLO.
í lokayfirlýsingu ráðherrafundar-
ins.kemur meðal annars fram gagn-
rýni á aukna valdbeitingu í
Suður-Líbanon, og er þar óbeint
vísað til árása ísraelsmanna þar á
undanförnum mánuðum. Þá er lýst
stuðningi við Salt-II samninginn, og
látnir í ljós vonir um aö hann verði
staðfestur hið allra fyrsta.
Varðandi flóttamannavandamálið
ályktuðu ráðherrarnir, að síversn-
andi ástand á þessu sviði ætti rætur
sínar að rekja þess að þau pólitísku
vandmál, sem þar lægju að baki,
væru látin óleyst. Leggja ráðherr-
arnir á það sérstaka áherzlu að allar
þjóðir heims beri sameiginlega
ábyrgð á því að flóttamannavanda-
málið verði leyst á mannúðlegan
hátt.
Þá Iáta utanríkisráðherrar
Norðurlanda í ljós miklar áhyggjur
vegna þeirra hörmunga, sem
Kambódíumenn eiga við að stríða
um þessar mundir, og leggja til
víðtæk alþjóðleg hjálparstarfsemi
verði skipulögð svo fljótt sem auðið
er þannig að hægt verði að Iina
Utanríkisráðherra Norðurlanda, talið frá vinstri: Henning
Ghristophersen, Benedikt Gröndal, Knut Freydenlund, Hans Blix og
Paavo Vayrynen. (Ljósm. Emilía).
þjáningar þess nauðstadda fólks,
sem hér um ræðir.
Á blaðamannafundinum á Hótel
Sögu í gærmorgun kom meðal ann-
ars fram að Islendingar gáfu á
ráðherrafundinum skýrslu um fram-
vindu mála á hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna og um Jan
Mayen-málið. Spurningunni um það
hver orðið hefðu viðbrögð annarra
utanríkisráðherra en Benedikts
Gröndals og Knut Frydenlund við
framkomnum upplýsingum um Jan
Mayen-málið, svaraði Henning
Christophersen þannig, að vitaskuld
væri fylgzt með því af miklum áhuga
hvernig málinu yndi fram, en stjórn-
ir þeirra Norðurlanda, sem hér ættu
ekki hlut að máli, hygðust ekki
blanda sér í það.
Næsti utanríkisráðherrafundur
verður í Helsinki 27.-28. marz
næstkomandi.