Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979
Sigurbjörg Einarsdótt-
ir kaupakona - Minning
Fædd 14. júní 1888.
Dáin 8. júlí 1979.
„Sælir eru hóífværir“
„Sælir eru MÍHkunrmamir^
Þessi orð Fjallræðunnar koma
mér í hug, nú þegar ég minnist
nýlátinnar velgjörðar og vinkonu
minnar Sigurbjargar Einars-
dóttur fyrrv. kennslukonu og síðar
kaupakonu. Hún fæddist að Enda-
gerði á Miðnesi þann 14. júní 1888.
Foreldrar hennar voru þau mætu
hjón Einar Jónsson sjóm. og bóndi
í Endagerði og Margrét Hannes-
dóttir frá Prestshúsum í Mýrdal.
Sigurbjörg er aðeins tíu ára gömul
þegar faðir hennar drukknar, elst
þriggja systkina. En móðir þeirra
lét ekki bilbug á sér finna, heldur
hélt áfram búskap og útgerð af
einbeitni og dug.
Fjórtán ára gömul er Sigur-
björg komin í Kvennaskólann í
Reykjavik, sem þá var undir
stjórn frú Þóru Melsted, og lauk
hún þaðan prófi eftir tveggja
vetra nám. — Kennarapróf frá
Flensborgarskólanum leysti hún
af hendi 1908. — Og 1909 sótti hún
kennaranámskeið hér, sem sr.
Magnús Helgason, sá kunni skóla-
maður, stýrði og stjórnaði. —
Síðan hóf Sigurbjörg kennslu við
barnaskólana í Sandgerðis- og
Hvalsneshverfi á Suðurnesjum,
aðeins 16 ára gömul. Fór henni
kennslan svo vel úr hendi að orð
fór af. Hún var glæsileg stúlka,
skarpgreind, og naut allrar fyrir-
hafnar, bæði virðingar og hlýðni
hinna ungu nemenda sinna.
Frá þessum ungu árum Sigur-
bjargar líða áratugir, þar til leiðir
okkar liggja saman. Það gjörðist í
sambandi við prestsþjónustu mína
sem aukaprests í austustu hverf-
um Reykjavíkur þá, — á vegum
sóknarnefndar og sóknarpresta
Dómkirkjusafnaðarins. Hafði
samist svo við skólastjóra og
skólanefndina þar innra, að mess-
urnar færu fram í skólastofu í
upphafsálmu Laugarnesskólans,
sem þá stóð þar ein og tiltölulega
nýbyggð. Stefnt var að því, að þær
hæfust rétt fyrir jólin 1936. Það
Húseign við Kaplaskjólsveg
í húsinu er þrjár íbúöir, í kjallara, hæö og
rishæö. Eignin selst í einu lagi eöa í hlutum.
Upplýsingar gefa:
Baldvin Jónsson, hrl.
Kirkjutorgi 6, sími 15545 og
Þorsteinn Júlíusson, hrl.,
Skólavöröustíg 12, sími 14045
Nýkomið mikið
úrval af
• PANELKROSSVIÐI
• PÍLÁRUM í HANDRIÐ O.FL.
• PLASTHÚÐ. SPÓNAPLÖTUM
• HARÐPLASTI (Printplasti)
PALL Þ0RGEIRSS0N & C0
Ármúla 27 — Simar 34000 og 86100.
HLOÐULOFTIÐ
Laugavegi 39
Við stækkum
og oonum nú á
II. hæó
HLÖÐULOFTIÐ
með skólavöru
markaói
Það kennir margra grasa á Hlöðuloftiniu
Laugavegí 39-—Sími 16031
tókst. Fyrsta messugjörðin fór þar
fram þann 13. desember 1936.
Einhver hafði skotið því að mér,
að þótt messurnar yrðu auglýstar
í blöðum, væri ekki verra að setja
skrifaða auglýsingu í eina búð eða
svo, þarna í hverfinu.
A horninu á Laugarnesvegi og
Sundlaugavegi, stóð þá reisulegt
og traust, gult steinhús, sem
stendur þar enn. Og í horni
kjallarahæðar var verzlun. Ég sá
að talsvert var gengið þar út og
inn, svo auðséð var að þarna komu
margir.
Þetta hús reyndist eign systkin-
anna velmetnu frá Endagerði á
Miðnesi, þeirra Sigurbjargar fyrr-
um kennara, sem nú hafði gjörst
vel metin kaupkona þarna á horn-
inu, Rannveigar systur hennar,
sem látin er fyrir alllöngu síðan,
og Sveinbjarnar bróður þeirra,
skipstjóra og útgerðarmanns.
Sveinbjörn, sem var harðduglegur
framkvæmdamaður, var kvæntur
Guðmundu Jónsdóttur frá Eyrar-
bakka, af Bergsætt. Þau eignuðust
tvo velgjörða myndarsyni:
Ingimar flugstjóra, sem kvæntur
er Helgu Zoéga, og Einar fiðlu-
leikara og konsertmeistara í
Malmö í Svíþjóð, sem kvæntur er
Hjördísi Vilhjálmsdóttur frá
Siglufirði. Eru þau Sveinbjörn og
Guðmunda látin fyrir alllöngu
síðan. Sigurbjörg gekk tveim
frænkum sínum í móðurstað, þeim
Sigríði (Sirrí) Sigurðardóttur og
Mörtu Elíasdóttur. Var hún þeim
bæði félagi og vinur, og sá leið-
beinandi, er aldrei brást.
Þessi verzlun Sigurbjargar,
þarna á horninu, var auðsjáanlega
einn af miðdeplum Laugarnes-
hverfisins á þeirri tíð, — og
kannske sá staður þá, þar sem
einna flestir hverfisbúar hittust, í
sambandi við sín daglegu innkaup.
Þegar ég hafði komist að búðar-
borðinu og borið upp erindi mitt
við Sigurbjörgu — hvort ég mætti
festa þar upp messutilkynningu
hvern föstudagsmorgun, þá brosti
hún við mér sínu hófsama, hljóð-
láta og hlýja brosi — og kvað mér
heimilt að festa þar upp messu-
auglýsingu svo oft sem mér hent-
aði. Þar með voru vináttubönd
okkar knýtt.
Síðan kom ég þar vikulega í nær
tíu ár og festi messuauglýsingu á
vegginn, með fjórum bólum, sem
ég hafði meðferðis. Við töluðum
hverju sinni meira eða minna
saman, eftir því, sem á stóð. Og
greind hennar og vitsmunir og
yfirsýn og velvild hennar í
annarra garð, varð mér því ljósari
og dýrmætari, sem lengra leið.
En Sigurbjörg kom enn nánar
við sögu, meðan allt var enn óvíst
um framvindu kirkjulega starfs-
ins í Laugarneshverfinu. Það var
stofnaður blandaður kór til að
syngja við messurnar. í fyrstu var
æft í heimilum hinna ýmsu kór-
félaga, en á því voru mikil vand-
kvæði, húsnæði var þá víðast
miklu þrengra en nú er, fátækt
meiri, og því minni möguleikar til
allra risnu.
En enn fór það svo, að það var
fór það svo, að það var Sigurbjörg
Einarsdóttir, sem bjargaði
málum. Þegar líða tók á, urðu
söngæfingarnar í stofunni hennar,
björtu og rúmgóðu á Kirkjubergi,
við orgelið hljómþýða, sem hún
hafði átt í svo mörg ár. — Og oft
fylgdu að auki kaffiveitingar og
kökur til söngfólks og söngstjóra,
allt borið fram af takmarkalausri
gestrisni.
Nokkrum árum áður en ég hætti
prestskap fyrir aldurs sakir og
Sigurbjörg þá löngu áður hætt
störfum og komin í skjól Sigríðar
Sigurðardóttur, uppeldisdóttur
sinnar og Þórarins Alexanders-
sonar, manns hennar og Hönnu
hjúkrunarkonu dóttur þeirra, —
sem var Sigurbjörgu eins og ljós-
geisli undir hið síðasta, — þegar
þannig er komið sögu, þá sendir
hún mér orð að finna sig. —
Afhendir hún mér þá fagra Biblíu
til að leggja á altari Laugarnes-
kirkju í stað þeirrar gömlu, er
bæði var orðin lúð og nokkuð
snjáð. Veit ég ekki betur en að hún
liggi þar á altarinu enn, í því
guðshúsi, sem hún sjálf, á sinni
tíð, átti ríkan þátt í að reisa.
A hinu kæra heimili Sigríðar og
Þórarins átti Sigurbjörg svo
æfikvöldið við þá umhyggju og
atlæti, sem var henni skjól og
styrkur, allt til hinztu stundar.
„Varðveit hjarta þitt framar
öllu öðru“ — segir Guðs orða —
„því að þar eru uppsprettur lífs-
ins“. Sigurbjörg Einarsdóttir
varðveitti þannig hjarta sitt, í
hógværð og hljóðleika, — að hún
hafði varanleg áhrif á alla, sem
umgengust hana að ráði.
Hún andaðist þann 8. júlí sl. og
var jarðsett frá Dómkirkjunni
þann 19. sama mánaðar.
Blessuð sé minning hennar ást-
vinum hennar og samferðafólki
öllu.
Garðar Svavarsson.
EinkaumlK>A á íslandi MJÖLNIR IIEILDVERZLUN h.L, Síðumúla 33,
105 Reykjavík. Sími 84255,
................... . .............1.,..,............ U||||
Elitex er innréttingaefni. Reynsia Norðmanna hcfur sýnt að Elitex er
innréttingaefni sem skapar þægilegt og þrifalegt umhverfi, auk þess sem það þolir
allar aðstæður.
Norðmenn gera strangar kröfur um hreinlæti og vatnsþol. Þess vegna nota þeir
Elitex í veggi og þök í mismunandi húsagerðir íyrir landbúnað. fiskiðnað og annan
iðnað.
Elitex má einnig nota í klæðningar í sambandi við vatns- og skólpleiðslur eða í
geymslur íyrir bæði hráefni og fullunna vöru. Elitex innréttingar í ís- og frystihús
eykur hreinlætið.
Ilin vatnsþolna Elite plata er kjarninn í Elitex og plöturnar eru klæddar béggja
vegna með hertu plastlagi. Plöturnar koma þannig tilbúnar frá verksmiðjunni. Gerið
strangar kröfur um innréttinguna og veljið Elitex.
Orkla spónplötur fást hjá flestum timhursölum og byggingavöruverzlunum um
land allt. _fl
Norske Skoe
________________________Norske SkoKindustrior AS °