Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979
Ný sending af
$ i
11 #»fii r
125 P
Bíllinn sem vekur eftir-
tekt ekki bara
verösins
vegna.
Verð
m. ryðvörn
Árg.1980 2.790.000.-
eru á leiðinni. miöað viö gengi 28/8.
Innifalið í veröi m.a.
* Kraftbremsur meö
diskum
á öllum hjólum.
* Radíaldekk.
* Tvöföld framljós
meö stillingu
* Læst bensínlok
* Bakkljós
* Rautt Ijós í öllum hurðum
* Teppalagöur
* Loftræstikerfi
* Öryggisgler * 2ja hraða miöstöð * Tau í sætum * 2ja hraoa
rúöuþurrkur * Rafmagnsrúðusprauta * Hanzkahólf og hilla *
Kveikjari * Litaöur baksýnisspegill * Verkfærataska *
Gljábrennt lakk * Ljós í farangursgeymslu * 2ja hólfa
karborator * Synkromeraður gírkassi * Hituö afturrúða *
Hallanleg sætisbök * Höfuöpúðar * Ofl. O.fl.
Vinsamlegast staðfestið parvtanir.
Nokkrum bílum óráðstafað.
FÍAT EINKAUMBOO Á ÍSLANDI
DAVÍO S/GUfíÐSS(M hf.
SlÐUMULA 35. SlMI 85855
Haraldur Gunnlaugs■
son — Minningarorð
Fæddur. 30. maí 1923
Dáinn 27. ágúst 1979.
Það eru nærri þrettán ár síðan
að hár og myndarlegur maður,
gráhærður nokkuð og gekk við
staf, kom til viðtals í bakhúsinu að
Aðalstræti 4 við Fishersund í
Reykjavík, um starf á skrifstofu
G. Ólafsson hf.
Mér er það vel í minni, að ég
velti því mikið fyrir mér, hvort
sjúkdómsafleiðingarnar, sem staf-
urinn var augljóst vitni um, væru
frekar orsök óskarinnar um nýtt
starf, eða hvort yfirlýsingar um
persónulegar langanir og óskir um
tengund starfs, væru hinar réttu
skýringar, því að það var reyndar
svolítið sérstakt að vilja frá all
tryggu starfi hjá ríkinu, í næsta
ótryggt starf hjá þá litlu einkafyr-
iræki.
Bjartur og hreinskilnislegur
svipur mannsins og einarðleg
framkoma hans, afdráttarlausar
yfirlýsingar, sérstök blanda per-
sónutöfra og meðfæddrar glæsi-
mennsku réðu baggamuninn og
við sömdum.
Það var samningur tveggja ein-
staklinga, þar sem stundum át
hvor úr sínum poka og áttu hvor
sína meiningu, en alltaf samstarf
og sívaxandi skilningur og vin-
átta. Samstarf, sem ég sakna í
dag, og þakka að leiðarlokum.
Trúrri og grandvarari starfs-
mann og samstarfsmann en Har-
ald Gunnlaugsson er ekki að
finna. Víst átti hann æði oft við
sjúkdóm og erfiðleika þess vegna
að stríða og víst þurfti hann á
stundum að fara sér hægar en ella
og einstöku sinnum að slaka á
vegna þessa, en þær voru líka æði
margar helgarnar, þegar bíllinn
hans Haraldar var við skrifstofu-
dyr, af því að eigandinn var að
ljúka því, sem hann sjálfur taldi
að þyrfti að ljúka fyrir vikulok.
Það var óbrigðult að Haraldur
hugsaði um hag fyrirtækisins,
eins og það væri hans einkaeign og
að hann kom fram fyrir þess hönd
út á við af þeim myndugleik og
glæsimennsku, sem aðeins gat
orðið því til álitsauka og trausts. í
samstarfi var hann glaðlyndur og
einarður, léttur í máli og laus við
tæpitungu, en jafnframt sá sem
ekki aðeins skilaði réttum og
öruggum úrlausnum, heldur og
listilega unnum, hvað varðaði
rithönd t.d. og annan frágang.
Haraldur Gunnlaugsson var
fæddur 30. maí 1923, foreldrar
hans voru Ingibjörg Arnórsdóttir
frá Hesti og Gunnlaugur Guðjóns-
son frá Siglufirði. Hann ólst að
mestu upp í Reykjavík og bjó það
síðan. Nám stundaði hann í Verzl-
unarskóla íslands og starfaði síð-
an við ýmis verzlunarstörf og
fleira, en þó lengst af hjá Sælgæt-
isverksmiðjunni Nóa, hjá Vega-
gerð Ríkisins og hjá Heildvezlun
G. Ólafsson hf. í Reykjavík, s.l.
rúm tólf ár.
Fyrri kona Haraldar var Erla
Beck og áttu þau einn son, Erik,
sem nú býr í Noregi. Seinni kona
Haraldar er Sesselja Valdemars-
dóttir og áttu þau eina dóttur,
Ingibjörgu húsfreyju í Garðabæ,
gifta Jóhanni Briem.
Haraldur fór ekki varhluta af
andstreymi þessa heims, því að
sjálfur var hann hjartasjúklingur
til fjölda ára og ágerðist sá
sjúkdómur mjög s.l. ár, en einnig
hefur kona hans átt við verulega
vanheilsu að stríða nú s.l. ár.
Haraldur lét þó sjúkdóm sinn eða
erfiðleika aldrei buga sig, og er
þess skemmst að minnast, að fyrir
rúmri viku tókumst við í hendur
um áætlun enn nýs samstarfs og
nýrra átaka, en sá sem meiru
ræður og betur sér, hafði uppi
aðrar áætlanir, svo að það sam-
starf verður nú að bíða um sinn.
Haraldur hafði mikla trú á
íslenzkri verzlun og bar hag henn-
ar mjög fyrir brjósti. Hann var
stoltur fyrir hönd íslenzkra verzl-
unarmanna og sjálfur var hann
góður fulltrúi stéttarinnar. Ég
veit að ég má fyrir hönd alls
samstarfsfólks hjá G. Ólafsson
hf., flytja Haraldi Gunnlaugssyni
þakkir fyrir samstarf og samveru
liðinna ára. Fá orð lýsa bezt þeirri
þökk og kveðju, hans er saknað.
Við hjónin sendum frú Sesselju
og öðrum ástvinum smaúðar-
kveðjur.
Einar Birnir.
Þótt það sé ein af staðreyndum
tilverunnar að „ekkert líf sé án
dauða og enginn dauði án lífs,“ þá
gerist það jafnan þegar vinir falla
frá, að þessi staðreynd verður
manni erfið, og öll orð verða
fátækleg þegar vinir eru kvaddir
hinsta sinni. Eigi að síður langar
mig til þess að minnast með
nokkrum orðum Haralds Gunn-
laugssonar sem andaðist að heim-
ili sínu, Laufásvegi 10, 27. ágúst
s.l., en útför hans fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík á morg-
un.
Það eru nú um tíu ár síðan
fundum okkar Haralds bar saman
í fyrsta sinni og þá kynntist ég
strax þeim eiginleikum sem ein-
kenndu far hans, — hljóðlátt
glaðlyndi, jákvæð hugsun og vel-
vild til allra samferðamanna
sinna. Þótt Haraldur ætti við
mikla erfiðleika að stríða hin
síðari ár sín, vegna þungbærra
veikinda, breyttust aldrei viðhorf
hans til þess að öll mál ættu sínar
björtu hliðar, og að á þær bæri að
líta fyrst og fremst. Sú einlægni
og hlýleiki sem fylgdu Haraldi
hvert sem hann fór og hvar sem
hann starfaði var okkur, sam-
ferðamönnum hans, mikils virði
að skilja eftir í hugum okkar
þakklæti þegar við kveðjum hann.
Haraldur var fæddur 30. mái
1923. Hann var sonur Ingibjargar
Arnórsdóttur frá Hesti í Borgar-
firði og Gunnlaugs Guðjónssonar
útgerðarmanns frá Siglufirði. Að
mestu ólst Haraldur upp í
Reykjavík og átti þar jafnan
heima, eftir að hann komst á
fullorðinsár. Á yngri árum sínum
lagði hann stund á nám í Verslun-
arskóla íslands og urðu síðan
verslunarstörf starfsvettvangur
hans alla tíð. Starfaði Haraldur
hjá nokkrum fyrirtækjum, og
gegndi jafnan störfum sínum af
trúmennsku og skyldurækni.
Síðustu árin starfaði hann hjá
fyrirtækinu G. Ólafsson h.f. og var
starfið hjá því honum mikils virði.
Það fyrirtæki sér m.a. um lyfja-
innflutning og fann Haraldur vel
til þeirrar áþyrgðar sem slíkum
innflutningi fylgir, og sparaði oft
ekki sporin til þess að nauðsynleg
lyf kæmust til þeirra sem þurftu á
þeim að halda. Hafði hann einlæg-
an áhuga á því að leysa hlutverk
sitt vel af hendi, eftir því sem
heilsa hans og starfsorka leyfði.
Haraldi var líka sérlega hlýtt til
stjórnenda og starfsmanna fyrir-
tækisins sem hann vann hjá, og
minntist þeirra oft með þakklæti.
Á yngri árum tók Haraldur
virkan þátt í skátastarfinu og
tengdist starf hans þar öðru
áhugamáli hans, — útiveru og
hreyfingu, en af því hafði hann
mikla unun. Hann naut þess að
fara í skíðaferðir eða í sund, og
var það því honum mikið áfall er
hann varð að mestu að hætta
þessum íþróttaiðkunum eftir að
heilsa hans bilaði alvariega fyrir
almörgum árum.
Haraldur var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Erla Beck og
eignuðust þau einn son, Eirík
mjólkurfræðing, sem nú er búsett-
ur í Noregi. Síðar kvæntist Har-
aldur eftirlifandi konu sinni, Sess-
elíu Valdimarsdóttur og eignuðust
þau eina dóttur, Ingibjörgu. Var
Sesselía honum mikil stoð í hinum
erfiðu veikindum hans, þótt hún
ætti sjálf við mikla vanheilsu að
stríða.
Haraldur Gunnlaugsson var
maður sem ef til vill bar ekki
mikið á í íslensku þjóðlífi. Það var
honum aldrei keppikefli að sækj-
ast eftir metorðum, heldur kunni
hann því best að fá tækifæri til
þess að vinna þjónustustörf fyrir
aðra, og létta þannig samferða-
mönnum sínum vegferðina. Með
PELSINN
KIRKJUHVOLI