Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979 Minning — Ottó Vilhelm Símonsen Fæddur 14. sept. 1916. Dáinn 22. ágúst 1979. að Colorado Springs, Colorado í Bandaríkjunum. Foreldrar hans voru Jón Símonsen norskur að ætt, frá Bergen í Noregi, og kona hans Þóra Vilhjálmsdóttir d. 1977, frá Þykkvabæ, einu elsta kauptúni á Islandi. Börn þessara heiðurshjóna voru sem hér segir, Ottó Vilhelm Símonsen sem fyrr segir, Guðrún Símonsen, vann lengi hjá Varnar- liðinu á Keflavíkurflugvelli, en nú orðin nokkuð heilsutæp. Kiara búsett í Englandi, gift Jóhanni Tryggvasyni hljómlistarkennara, í því sambandi mætti minnast á, að Þórunn dóttir þeirra hjóna, sem vel þekkt var vegna hljómleika- hæfileika sinna, er gift hinum heimsfræga hljómlistarmanni Askenazy. í annað sinn giftist frú Þórunn Vilhjálmsdóttir Jakobi Eyjólfs- syni d. 1953, dóttir þeirra Jenny, stúdent og litrík persóna, gift Guðmundi Agnarssyni stýri- manni, eru þau búsett í Keflavík. Ungur að árum giftist Ottó Símonsen konu sinni Emilíu Jóns- dóttur, sem lifir mann sinn, og er búsett í Bandaríkjunum. Foreldrar Emilíu voru Jón Ólaf- ur Jónsson vélstjóri, ættaður úr Vopnafirði, síðast vélstjóri á tog- aranum Apríl, sem fórst með allri áhöfn á leið frá Englandi heim til Islands 1930, og kona Jóns Mar- grét Ketilbjarnar frá Tjaldanesi í Dalasýslu, d. 1969. Voru foreldrar hennar, Ketil- björn Magnússon, hreppstjóra og fræðimanns Jónssonar í Tjalda- nesi, og kona Ketiibjarnar, Hall- dóra Snorradóttir Árnasonar dennebrogsmanns Eyjólfssonar að Arnarstapa á Mýrum vestur. Börn þeirra Ottós og Emilíu eru þessi: Eggert Snorri Símonsen vegg- fóðrarameistari, átti Brynju Ág- ústsdóttur ættaða úr Árnessýslu, eiga 4 börn, Margrét Símonsen, nú Feldstein, gift háttsettum herfor- ingja í Utah, Bandaríkjunum, eiga börn. Sigrún Símonsen gift og búsett í Ameríku, á börn, Þóra Símonsen átti Jónas Aðalsteins- son, eru skilin og eiga börn, nú búsett í Ameríku og gift Ameríkana, Guðný Símonsen átti Ásgeir Hjelm, eru búsett í Ameríku og eiga börn, þar á meðal 2 dætur, Elínu Margrétu og Em- ilíu, báðar búsettar í Keflavík og eru giftar og eiga börn. Nú þegar komið er að leiðarlok- um og Ottó Símonsen er allur, koma fram í huga minn fjöldi minninga frá liðnum árum, enda vorum við Ottó og undirritaður samtíða um 20 ára skeið, í hinum fagra höfuðstað Snæfellinga Stykkishólmi, á þeim tíma vann Ottó að bifvélavirkjun hjá Bif- reiðastöð Stykkishólms, og þótti liðtækur í starfi sínu og velliðinn af starfsfélögum sínum og öðrum sem hann kynntist í Stykkishólmi. Þá má og segja um Ottó, að hann var með allra lögnustu mönnum, og allt lék í höndum hans, svo aðdáunarvert var. Þessi góðu hjón Ottó og Emilía eignuðust gott og friðsælt heimili í Stykkishólmi, og lék þá allt í lyndi, enda hjónin samhent og dugleg. Ottó og Milla frænka fluttu úr Hólminum um 1950 og þá til Keflavíkur, þar sem Ottó stundaði bifvélavirkjun um nokkurt skeið, en fluttu svo til Reykjavíkur, enda var heilsa Ottós þá á niðurleið. Til ^ Bandaríkjanna fluttu þessi góðu ! hjón 1971, enda voru þá flest börn þeirra flutt til Ameríku, svo ekki var óeðlilegt þótt þau flyttu þang- aðlíka. í Ameríku unnu hjónin af at- orku og eignuðust gott og friðsælt heimili, og gekk þá allt að óskum, en á síðast liðnu ári fór heilsan hnignandi og varð Ottó að liggja á sjúkrahúsi meira og minna, allt síðast liðið ár, sem endaði á fyrrnefndan hátt 22. ágúst síðast liðinn. Skarð er nú fyrir skildi, þar sem Ottó vinur minn er nú allur, og sorg ríkir innan fjölskyldu hans og meðal vina, og sárast finnst okkur hér heima, að hann Þegarþú kaupirVolvo ertu að gera varanlega fjárfestingu Allir keppast við að fjárfesta á arðbæran hátt í kappi við verðbólguna. í verðbólgukappinu undanfarin ár, hefur reynslan sannað, að fjárfesting í Volvo bifreið hefur borgað sig - margborgað sig. Endursöluverð Volvo hefur alltaf meira en haldist í hendur við dýrtíðina. Þannig færðu bæði varanleg gæði og verðmæti með í kaupunum. Margir Volvoeigendur nefna bíla sína „fasteign á hjólum", enda er það augljóst að þegar þú kaupir Volvo ertu að gera traustafjárfestingu - sem skilar sér. VOLVO - fasteign á hjólum liggur nú í erlendri mold, en það voru örlög hans er ei var unt að breyta. Sjálfsagt mætti hugsa, þá er leið að lokaþættinum, eins og skáldið okkar vinsæla Stefán frá Hvítadal segir í kvæði sínu „Nú líður" Nú líöur óöum á lokaþáttinn Mér er ördugt og þungt um andadráttinn HiÖ ytra viröist í engu breytt en sært er hjartaö ok sál mín þreytt biö auðn ok myrkur þiÖ í mÍK náiÖ því lampinn er tæmdur ok Ijósiö dáiÖ bað er vetur í landi ok veðraKnýr ok sál mína næðir ok svefninn flýr baö er einn sem heyrir ok aldrei neitar ok hjálparvana mitt hjarta leitar til hans sem er Ijósið ok hjálpin manns Ék byrKÍ mÍK niður ok bið til hans. ó láttu drottinn þitt ljós mér skfna ok sendu frið inn f sálu mfna. ó vertu mér drottinn f dauða hlff Ék biö ekki framar um bata ok Iff. Ekkja Ottós, Emilía Símonsen, börn og barnabörn, systur, frænd- ur og vinir hins látna, kveðja nú heiðursmanninn Ottó Símonsen í hinsta sinn, og biðja honum Guðs friðar, þar sem hann nú dvelur handan landamæra lífs og dauða. Frændfólki mínu, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur, og bið góðan Guð að blessa hinn látna, og ykkur öll, þess óskar frændinn, Árni Ketilbjarnar. Strandaseli 9, Reykjavík. Keramik- sýning KOLBRÚN Björgólfsdóttir opnar keramiksýningu í Gallerí Lang- brók í dag, laugardag, kl. 17. Sýningin verður opin frá kl. 13— 18 virka daga í 14 daga og sýnir Kolbrún þar ýmsa postulínsmuni. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum 1973 og hefur síðan stundað nám í Kaupmanna- höfn í 2 ár. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.