Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979 Gúmbátar Rainbow Warriors: „í haldi að kröfu Landhelgisgæzlu” „GÍIMBÁTUM Greenpcace-manna er haldið að kröfu Landhelgisgæzl- unnar en ekki Ilvals hf. eins og þeir Greenpeace-menn halda fram,“ sagði Jón Magnússon, lögfræðingur Landhelgisgæzlunnar, í samtali við Morgunblaðið. En Jón var spurður um sannleiksgildi þeirra yfirlýsinga Greenpeace-manna að Landhelgisgæzlan haidi gúmbátum þeirra einungis að kröfu Hvals hf. Jón sagði að ástæða þess að bátunum væri haldið áfram væri sú að talsmenn samtakanna hefðu lýst því yfir við sjópróf að þeir myndu halda áfram að trufla hvalveiðar íslenzkra skipa í íslenzkri lögsögu. Einnig hafi þeir viðurkennt í sjódómi að hafa brotið fyrirmælum Landhelgisgæzlunnar við hvalbátana. „Landhelgisgæzlunni ber að halda uppi íslenzkum lögum á hafinu í kringum landið og á meðan það er yfirlýstur ásetn- ingur stjórnenda og áhafnar á Rainbow Warrior að brjóta íslenzk lög í íslenzkri lögsögu og nota til þess gúmbátana þá mun Landhelgisgæzlan ekki afhenda þeim þá aftur," sagði Jón Magnús- son. Benedikt Blöndal lögfræðingur Hvals hf. sagði að lögbannið sem sett hefði verið á truflanir Green- peace á hvalveiðunum í vor væri enn í fullu gildi. Skipshöfninni á Rainbow Warrior hefði verið bannað að trufla hvalveiðarnar MR settur undir berum himni MENNTASKÓLINN í Reykjavík, sem settur verð- ur á morgun, mánudag. verður að þessu sinni settur undir berum himni á blettin- um framan við skólann klukkan 10 árd. Guðni Guðmundsson rektor sagði í símtali við Mbl. í gær, að MR hefði ekki getað fengið inni í Dómkirkjunni að þessu sinni og í skólanum er enginn salur til sem rúmar nema lítið brot af nemendum. Því er ekki um annað að ræða en að setja skólann á skólablettinum, undir berum himni, án tillits til þess hvernig viðrar, sagði Guðni rektor. Hann kvað það skóla- ár sem nú hefst verða hið 133. síðan skólinn flutti frá Bessastöðum. í vetur eru innritaðir í MR 780 nemend- ur og kennarar verða 65. fslenzk lög þegar þeir óhlýðnuðust um að hætta truflunaraðgerðum með bátum eða á annan hátt. Það hefði komið í ljós síðan í vor að Rainbow Warrior væri í eigu fyrirtækisins Greenpeace hf. í Englandi og David McTaggart sem var á skipinu í vor sé í stjórn þess félags og annar stjórnar- maður þess, Denise Bell, hefði einnig verið á skipinu í vor. Þá sé sami skipstjóri á skipinu, Jonathan Castle, og var á því í vor. Benedikt sagði að í sjóprófunum hefði skipstjórinn lýst því yfir að Greenpeace hf. sé þátttakandi í truflunum á hvalveiðunum til dæmis með því að láta skipið í té endurgjaldslaust. „Þannig er Ijóst að með þessum síðari truflunum var lögbannið í raun brotið," sagði Benedikt. Hann sagði að ríkissak- sóknari hefði í sjóprófunum farið fram á að bátarnir yrðu skoðaðir og síðar lýst því yfir að hans vegna mætti sleppa þeim. „Þá lagði ég fram bókun og lýsti því hvernig bátarnir hefðu verið not- aðir til að brjóta lögbannið og krafðist þess með tilvísun til laga um kyrrsetningu og lögbann að Landhelgisgæzlan afhenti ekki bátana nema tryggt yrði að þeir yrðu ekki notaðir til að trufla hvalveiðarnar," sagði Benedikt einnig. Hann sagði að síðan hefði það gerzt að David McTaggart hefði komið til íslands og farið fram á það að bátunum yrði skilað. „Þar með var hringurinn lokaður því lögbanninu var beint að honum persónulega og því sem hann hefur stjórn yfir. Þá skrifaði ég annað bréf og benti á að maður sem persónulega væri þolandi lögbanns væri að biðja um tæki sem nota ætti til að brjóta það og ítrekaði ég að honum yrðu ekki afhentir bátarnir nema tryggt væri að þeir yrðu ekki notaðir til að brjóta lögbannið. Þannig horfir málið við okkur," sagði Benedikt Blöndal. Sjá bls. 22. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu er nú unnið að því að tölvuvæða ritstjórn blaðsins, og munu blaðamenn skrifa fréttir beint inn á tölvuskerma í stað þess að skrifa allt efni fyrst á ritvélar. Nú er einnig unnið að því að nýir áskrifendur verði skráðir beint inn á ,,tölvuheilann“, um Ieið og þeir panta áskrift að Morgunblaðinu. I sýningarbás Morgunblaðsins á Alþjóðlegu vörusýningunni í Laugardal getur fólk kynnt sér þetta nýja fyrirkomulag, og þeir sem vilja gerast áskrifendur geta þar sjálfir skráð nafn sitt inn á tölvuskerm sem þar er. Þessi nýju tæki eru frá IBM, og nefnast „System 34“. Ljósm.: Kristján. Ríkisstjómin frestaði búvöruhækkuninni RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að fresta staðfestingu á hækkun- um mjólkurvara og nautakjöts, sem ráðgert var að tæki gildi á mánudag, til 15. september n.k. Ákvað ríkisstjórnin að fela Þjóðhagsstofnun að athuga sér- staklega tillögur sexmannanefnd- ar um hækkanir þessar og jafn- framt var þremur ráðherrum falið að fjalla um málið og gera tillögur um afgreiðslu ríkisstjórnarinnar. I nefndinni eru Steingrímur Hermannsson landbúnaðarráð- herra, Svavar Gestsson viðskipta- ráðherra og Magnús H. Magnús- son félagsmálaráðherra. Steingrímur Hermannsson land- búnaðarráðherra sagði að þessar tillögur um hækkun búvara væru svo stórkostleg staðfesting á þeirri vitleysu og öllum víxlhækk- unum í þjóðfélaginu, að ráðherr- arnir hefðu viljað fá að skoða nánar þetta stóra skref, sem þarna væri tekið. Sagði Steingrímur að menn hefðu viljað athuga hvort unnt væri að grípa til einhverra að- gerða, sem mættu verða til þess að draga úr áhrifum þessara búvöru- verðshækkana á frekari vísitölu- hækkanir. Fjölga verður þingmönn- um Reykjaneskjördæmis „ÞAÐ ER alveg ljóst og það er skýlaus krafa okkar að þingmönnum Reykjaneskjördæmis verður að fjölga,“ segir Matthí- as Á. Mathiesen alþingismaður meðal annars í viðtali við Suðurnesjatiðindi á föstudag. Matthías segir' f viðtalinu að það verði ekki lengur undan því vikist að Alþingi taki kjördæmamálið til meðferðar og leiðrétti það mikla misræmi sem er orðið á kosningarétti landsmanna. „Á enga hefur verið hallað meira en íbúa Reykjaneskjör- dæmis og reyndar eru Reykvík- ingar þar í sama báti,“ segir Matthías. „Kjördæmabreytingar hafa hingað til verið gerðar til þess að fá skipan Alþingis í sem mestu samræmi við stjórnmála- skoðanir kjósenda. Hin mikla fólksfjölgun á Reykjanes- og Reykjavíkursvæðinu síðastliðin 20 ár gerir það að verkum að búsetusjónarmiðin verður einnig að hafa í huga og ná fram reglum sem tryggja sem jafnast- an rétt kjósenda án tillits til búsetu," segir Matthías. Hann segir einnig að ýmsir valkostir geti komið til greina og starfshópur þingmanna Sjálf- stæðisflokksins ræði þá um þess- ar mundir, auk þess sem stjórn- arskrárnefndin hafi þá til með- ferðar. Spurningu um það hvað hann segi um hugsanlega skipt- ingu Reykjaness í tvö kjördæmi svarar Matthías Á. Mathiesen á þá lund, að til greina komi að skipta kjördæmunum upp. Bent hafi verið á það hvernig skipta megi Reykjanesi þannig að til yrðu tvö jafnstór kjördæmi. Þá mætti hugsa sér að skipta Reykjaneskjördæmi í þrjú kjör- dæmi og ekkert mælti sérstak- lega til þess að ef kjördæminu yrði skipt í tvennt að þau yrðu að vera jafnstór. Þá segir Matthías að mjög kæmi til greina að Suðurnesin yrðu sérstakt kjördæmt líags- munir sveitarfélaganna þar Matthías Á. Mathiesen. væru svo samofnir og samstarfið svo náið að eðlilegt gæti verið að þau verði sérstakt kjördæmi. „Samstarfsnefnd sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem nú hefur breyst í formleg samtök hefur þróað þetta nána samstarf. Ég er mjög ánægður i dag að hafa átt þátt í að koma þessu sam- starfi á en muni ég rétt var það á fundi sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum með alþingis- mönnum kjördæmisins sem ég varpaði fram hugmyndinni um samstarfsnefndina," segir Matthías Á. Mathiesen í viðtal- inu. Þá segir Matthias Á. Mathie- sen að lokum í viðtahnu við Suðurnesjatíðindi: „Við kjördæmabreytinguna verður og að hafa í huga hvaða reglur eigi að gilda í framtíðinni um endurskoðun þingmannatölu kjördæmanna. Víða eru settar fastar reglur um slíka endur- skoðun sem tekur m.a. mið af landstærð kjördæmanna, fólks- fjölda svo og kjósendafjölda og þingmannatalan endurskoðuð samkvæmt stjórnarskrárákvæði á 10 ára fresti. Þá fyrst er tryggt að það réttlæti, sem samkomulag hefur orðið um, haldist óbreytt." Glæsilegur - tónlistar- viðburður ZUKOFSKY námskeiðinu, sem haldið var á vegum Tónlistarskól- ans í Reykjavík og stóð yfir dagana frá 20. til 30. ágúst, lauk á laugardaginn með glæsilegum og vel sóttum tónleikum í sal Menntaskólans við Hamrahlíð. Þar kom fram fullskipuð sinfóníu- hljómsveit og flutti þrjú verk, sem öll eru talin mjög erfið í flutningi og voru hljómleikagestir sammála um að flutningur þeirra hefði tekist með afbrigðum vel og var stjórnandinn, Paul Zukofsky, hylltur að tónleikunum loknum. Það er eftirtektarvert að í þessari hljómsveit voru aðeins 10 gestir, þ.e. 3 frá Englandi og sjö frá Norðurlöndunum og má segja að þessir tónleikar marki að nokkru tímamót og að ekki verði komist hjá því að stofnsetja unglinga- hljómsveit og marka stöðu hennar innan starfsemi tónlistarskól- anna. Fyrsta verkið á tónleikunum var Pulcinella svítan eftir Stra- vinsky, sem gerir mjög miklar kröfur til getu blásaranna, Árstíð- irnar eftir Cage, sem gerir miklar kröfur til nákvæmni í tóntaki og Paul Zukofsky síðast sinfónían Matthías málari, eftir Hindemith, skáldverk sem ekki aðeins er erfitt í flutningi, heldur gerir og miklar kröfur varðandi túlkun. Ef marka má móttökur og hrifningu hljómleika- gesta, aðsóknina að tónleikunum og frammistöðu ungu tónlistar- mannanna, er hér um að ræða atburð er markar þáttaskil varð- andi stofnun nýrrar sinfóníu- hljómsveitar, þar sem ungir tón- listarmenn fengju að spreyta sig og þjálfa á erfiðum og menntandi viðfangsefnum. J. Ásg. Sparisjóðurinn Átak: Formleg umsókn í næstu viku FORMLEG umsókn um starfs- leyfi til handa Sparisjóðnum Átaki verður send viðskiptaráðu- neytinu í næstu viku, að þvf er Baldur Guðlaugsson héraðs- dómslögmaður, einn stofnenda, sagði í samtaii við Morgunbiaðið í gærkvöldi. Baldur sagði að verið væri að vinna að umsókn- inni og ganga frá ýmsum gögn- um er henni þyrftu að fylgja, og yrði hún send til réttra aðila eftir helgina. Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra sagði í Morgunblaðinu í gær, að hann tæki afstöðu til málsins þegar það bærist til sín, fyrr ekki, og kvaðst ekki vilja lýsa skoðunum sínum á því fyrr. Nokk- ur andstaða mun vera innan bankakerfisins og hjá opinberum aðilum gegn því að sparisjóðurinn fái starfsleyfi, en jafnframt mun vera mikill þrýstingur á að hann fái starfsleyfið af hálfu aðstand- enda hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.